Dagblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 4
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980. Ætlarðu að leggja land undir fót um helgina? DB-mynd R.Th. Hringferð um öræfi Fyrir þá sem skoða ætla Snæfells- nesið og Vestfirði geta Dalirnir verið nokkurs konar miðpunktur sem hægt er að ferðast út frá. En ekki má þá gleyma aö skoða hina undurfögru Dali sjálfa. Fyrir þá sem það vilja gera er tilvalið að gista á sumarhótel- inu að Laugum í Sælingsdal. Þar er rekið hótel í húsnæði sem annars er skóli. Tveggja manna herbergi að Laugum kostar 12.500 og eins manns herbergi 9.500. Svefnpokapláss í al- menningi kostar 1 þúsund krónur og verður fólk þá að hafa með sér dýnur. Hins vegar er hægt að fá koj- ur í 4 manna herbergi og kosta þær þá 2 þúsund ef 4 eru saman en 3 þús- únd vilji t.d. hjón fá herbergið út af fyrirsig. Matur á Laugum kostar á milli 2.900 og 6.500. Sérréttir staðarins eru nautafondue og kjúklingaréttur. Annars er hægt að fá allan almennan mat og lögð áherzla á sjávarrétti. Morgunverður er á hlaðborði og kostar hann 2.300. Að Laugum er sundlaug og kostar 500 krónur fyrir fullorðna og 250 fyrir börn að steypa sér í hana. Þar er einnig fótbolta- og handboltavöllur og er hægt að fá bolta lánaðan fyrir ekki neitt. Borðtennisborð er innan dyra og eru einnig lánaðir spaðar og kúlur endurgjaldslaust. Byggðasafn Dalamanna er í húsinu og kostar 300 krónur að skoða það. DS. I gosleiðangur f Mývatnssveit Haldi gos við Kröflu áfram um helgina munu ugglaust margir leggja leið sína norður og skoða þetta mjög svo fagra gos. Til þess eru margar leiðir færar. Þrjú flugfélög í Reykja- vík að minnsta kosti hafa verið með leiguflug yfir gosstöðvarnar og svo er hægt að taka rútu á Akureyri til Mý- vatns og skoða sig um á eigin vegum. Með Arnarflugi kostar útsýnis- flugið 60 þúsund krónur á mann. Þá er farið þegar vélin er full af fólki, flogið norður og hringsólað yfir gos- stöðvunum. Alls tekur ferðin 3—4 klukkutíma. ■ Fyrir sama verð er svo hægt að fljúga noröur með félaginu, taka þar rútu með leiðsögumanni og skoða gosstöðvarnar á 1—2 klukkutímum. Síðan er flogiö aftur í bæinn. Flugleiðir bjóða útsýnisflug á 62.500. Þá er flogið norður og lent þar og ferðast um gosstöðvarnar í 6 klukkutíma með leiðsögumanni. Síðan er flogið aftur í bæinn. Á morgun er farið í eina slíka ferð klukkan 12.30 og þá lent í Aðaldaln- um á Húsavíkurflugvelli og rútan tekin þaðan. Flugleiga Sverris Þóroddssonar er svo með 8 manna vélar sem fljúga norður. Kostar far með þeim 60 þúsund krónur. Ef 8 manna hópur slær sér saman og leigir vélina er þó hægt að komast norður fyrir 43.800 krónur á mann. I þessum ferðum Sverris tekur hvor leið 50 mínútur og hringsólað er yfir gosstöðvunum í 25 mínútur. Sverrir er einnig með 5 farþega vél staðsetta í Reynihlíð í Mývatnssveit og kostar 20 þúsund að fljúga með henni yfir gosstöðvarnar. Sverrir hefur sett sér að fljúga norður að minnsta kosti tvisvar á dag, kl. 2 og kl. 20—21. Veður og eftirspurn eftir ferðunum ræður þar þó nokkru um. Frá Akureyri er svo hægt að fara með hópferðabíl norður að Mývatni og dvelja þar eins lengi og hver vill. Venjuleg áætlunarferð norður kostar 8 þúsund krónur. Lagt er af stað dag- lega frá Akureyri klukkan 8.15 og frá Mývatni klukkan 16.30. Komið er til Akureyrar um klukkan hálf sjö þannig að Reykvíkingar ná áætlunar- vélinni suður. A leiðinni til Mývatns stöðvar rútan við Goðafoss. Þegar komiö er að Mývatni hefur það verið venja íslendinga að fara út en útlendingar aftur eru áfram í rút- unni og i hana bætist leiðsögumaður. Rútan fer svo um nágrenni Mývatns, í Dimmuborgir, Námaskarð og upp að Bjarnarflagi. Með þessum auka- krók kostar ferðin 25 dali, því ekki hefur verið talin þörf á því að setja verðið upp í íslenzkum krónum þar eð lslendingar nota sér ferðina ekki.' Það er Ferðaskrifstofa Akureyrar sem skipuleggur þessar ferðir. Að lokum er rétt að hvetja alla þá sem fara norður að skoða gosið á jörðu niðri að gæta fullrar varúðar. Víða er nýrunnið hraun með harðri skán sem lítur út fyrir að vera fært en sé út á það stigið brestur skánin og fólk sekkur niður í logandi heitt hraunið. Hraunið hefur fram að þessu runnið það hratt fram að hlaupandi maður hefur ekki undan því. Því er ástæða til þess að vara fólk við að fara of nálægt eld-. stöðvunum. DS. „Ekta túristagos” hefur gosið 1 Gjástykki verið kallað vegna fegurðar sinnar. Norðurleið er á sumrin með hring- ferð um hið fallega hálendi íslands. Er þá farið norður Sprengisand og suður Kjöl. Lagt er af stað norður Sprengisand á sunnudögum og miðvikudögum klukkan 8 að morgni frá Umferðar- miðstöðinni. Frá Akureyri er svo farið á þriðjudögum og fimmtu- dögum suður Kjöl klukkan hálfníu. Stöðvað er þrisvar á leiðinni til að neyta matar og svo eftir því sem veður býður upp á. Stöðvað er þar' sem fegurst er og menn geta tekið myndir og andað að sér hreinu fjalla- lofti. Ferðin aðra leiðina kostar 35 þús- und krónur en sé keypt ferð báðar, leiðir fer verðið niður í 66.500 krónur. Vilji menn spara enn frekar geta þeir farið aðra leiðina um byggð með venjulegri áætlunarferð og kost- ar þá ferðin báðar leiðir 47.400. Ætli menn hins vegar að sjá fegurð ís- lenzkra jökla og háfjalla er það sýnu lakari kostur. DS. Gamla sæluhúsið á Hveravöllum á Kili býður menn velkomna er þeir koma þar á ferð um hálendið. FEGURSTUR STAÐA Á ÍSLANDI - ÞINGVELLIR Þingvellir eru oft taldir með feg- urstu stöðum á íslandi. Þó smekkur manna sé misjafn er varla hægt að deila um þessa skoðun. Enda sjá þeir sem bregða sér út fyrir bæinn á sunnudögum óslitna bílalest frá Reykjavík til Þingvalla. Fólk á öðrum landshornum hefur minna gert að því að fara á Þingvöll. En með því að gistiaðstaða í Hótel Val- höll hefur nú verið bætt til muna ætti 1 að vera tilvalið fyrir fólk úr öllum sveitum landsins að skoða þessa perlu Islands. Hótel Valhöll býður virka daga upp á gistingu með kvöldverði, morgunverði og hádegisverði fyrir 39 þúsund krónur i tveggja manna her- bergjum. Matur kostar þar á verðbil- inu 6.800 krónur og upp 1 14.600. Á fimmtudagskvöldum er auk þess haldin mikil grillveizla úti undir berum himni. Gestir geta þá grillað eigin mat að vild. Matur með rauð- víni kostar þá 9.800. í því verði er innifalin skemmtun. Þeir Halli og Laddi koma fram, Hljómsveitin Brimkló leikur og fleira er sér til gam- ans gert. Aðra daga ættu menn að geta notið náttúrunnar sjálfrar. Hægt er að róa á báti úti á vatninu og reika um í Almannagjá og víðar. Þá er hægt að hafa veiðistöngina með og renna fyrir silung í vatninu. Fyrir þá sem ekki geta lifað án menningarlegri skemmtana er þarna myndsegulband, gufubað, mini-golf með sólbaðsaðstöðu og hestaleiga svo eitthvað sé nefnt. DS. „Ah, Þingvellir,” segja útlendingar gjarnan þegar fólk segist vera frá tslandi. Fregnir af fegurð staðarins hafa borizt viða út fyrir landsteinana. DB-mynd R.Th. Viða I Dölunum er gullfallegt. Þessa mynd úr Reykjadal tók Þorsteinn Jósefsson og er hún úr Árbók Ferða- félagsins frá árinu 1947. ILEIT AÐ DALAK0F- ANUM HENNAR DÍSU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.