Dagblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
HrafnogJörundur:
4913-1038 hríngdi:
Að undanförnu hefur Dóra Jóns-
dóttir verið í sumarfrii, og hafa þá
aðrir tekið að sér umsjón poppþáttar
hennar á miðvikudögum. Þáttur
Dóru er einn fárra, þar semjeikin er
þung tónlist og jass, þ.e.a.s. eitthvað
annað en diskótónlist og skallapopp,
eins og Bubbi Morthens kallaði það.
Þaö eru aðeins þættir á borð við
Áfanga og Misræmur og jassþættina,
sem bjóða upp á svipaða tónlist og
Dóra spilar.
Nú bregður svo við að sá sem tók
að sér umsjón miðvikudagspoppsins
hefur allt annan tónlistarsmekk, en
Dóra. Finnst mér það anzi hart, að
ekki skuli valinn umsjónarmaður
með svipaöan tónlistarsmekk, því
jassþættir og þættir með þungri
tónlist eru ekki of margir.
Kemur ekki gler
í f lösku stað?
„Stuttu brandararnir voru ivið betri, þótt aldrei stykki mér bros á vör,” skrifar
Jonni.
Ásmundur Þórisson hringdi:
Um verzlunarmannaheigina fór ég
upp í Þjórsárdal og átti þar ágæta
helgi, i biíðviðri og innan um fjölda •
fólks.Eneitt skyggi þóá gleði mína.
Þar voru stúlkur frá Tjald-
miðstöðinni á Laugarvatni og seldu
þær gos úr vörubifreið. Gallinn var
hins vegar sá, að þær neituðu að
taka á móti glerjum, jafnvel þótt
aöeins væri um að ræða jafnmörg
gier og flöskurnar, sem keyptar voru.
Unglingarnir, sem voru fjölmargir,
ARLEYSIYFIRVALDA
Þór vili láta kenna lögreglu og sjúkraliði reykköfun.
V
Skilið talstöðinni
— hún kemur engum að notum
Sveinn Valfells hringdi:
Um verzlunarmannahelgina var
stolið talstöö úr steypubíl, þar sem
hann stóð í porti Steypustöðvarinnar.
Það eru tilmæli mín, að sá, sem tók
talstöðina skili henni aftur, því
hvorki hann né aðrir geia haft nokk-
urt gagn af henni. Stöðin, sem er af
gerðinni Ap-2000, er aðeins með eina
rás, og það er sú rás, sem
steypubílstjórarnir nota. Því getur
þjófurinn ekki notað hana til annars,
en að hlusta á samtal okkar
bílstjóranna, þar sem ekki er hægt að
breyta talstöðinni.
Er það ekki skylda að taka á móti jafnmörgum tómum glerjum og seld eru full? spyr bréfritari.
voru æfir yfir þessum viðskiptahátt-
um, og grýttu flöskunum í hrúgur.
Síðan voru bilar að aka yfir þær og
skera í sundur dekkin, og fólk,
sem óð í ánni, skar sig á fótunum.
Sjálfur hef ég stundað verzlun í 15 ár,
og hélt að það væri skylda að taka
við jafnmörgum glerjum og seldar
eru flöskur. Er ekki svo?
VÍTAVERT ATHUGUN-
Þór Ostensen, Vífilsgötu 22 Reykja-
vik, (9361-4038) skrifar:
Ég varö fyrir þeirri ógeðfelldu
reynslu að vera viðstaddur bruna
hússins að Langholtsvegi 77 1. þessa
mánaðar, þar sem enn eitt banaslysið
varö. Er ég fór að hugleiöa nánar þá
atburði er þar áttu sér stað, komst ég
að þeirTÍ hryllilegu niðurstöðu, að ef
lögreglubifreið sú, er fyrst kom aö,
hefði verið útbúin reykgrímu og
sterkri lukt, hefði e.t.v. verið hægt að
koma í veg fyrir dauðaslys í þessum
bruna. 1
Um það bil 5—6 minútum eftir að
lögreglubifreiöin kom á vettvang,
kom sjúkrabifreið á staðinn og var
hún ekki heldur með slíkan útbúnað.
Þaö var hins vegar ekki fyrr en u.þ.b.
10—11 minútum eftir aö fyrsti lög-
reglubillinn kom á staðinn, að reyk-
kafarar kmu.
Þetta mikilvæga atriði þyrfti að
lagfæra og það strax. Að sjálfsögðu
þarf að þjálfa menn til reykköfunar,
en það gæti þó borgað sig, og jafnvel
bjargað mannslífum, að kenna lög-
reglu og sjúkraiiði undirstöðuatriði
reykköfunar.
Vil ég beina þeim tilmælum til við-
komandi yfirvalda aö brugðið verði
skjótt við þessari athugasemd minni,
svo atvik sem þetta þurft ekki að
endurtaka sig.
TIL FYRIRMYNDAR
Jonni hringdi:
Á minu heimili er ekki mikið
hlustað á útvarp, en það kemur þó
fyrir aö kveikt er á því. Eitt slikt
sjaldgæft tiifelli var um daginn og þá
vildi svo til aö þeir Hrafn Pálsson og
Jörundur Guðmundsson voru að láta
gamminn geisa. Á þáttinn hlustaði
ég, en það geri ég aldrei aftur. Brand-
ararnir voru flestir alltof langir, og '
hreint ekki sniðugir. Þeir stuttu voru
þó ívið betri, þótt aldrei stykki mér
bros á vör. Reynið því að vanda betur
þætti ykkar í framtíöinni, Hrafn og
Jörundur, annars kann svo að fara
að engir verði eftir til að hlusta á
ykkur. Þið ættuð að taka ykkur til
fyrirmyndar strákana, sem voru með
Matthildi hér um árið, þeir kunnu sitt
fag.
Bréfritari er ekki sáttur við tónlistarsmekk eftirmanns Dóru Jónsdóttur, sem
hann telur allt of léttan.
AFLEYSINGAFÓLK-
K> HEFUR ANNAN
TÓNUSTARSMEKK
TAKID MATTHILDI