Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 4

Dagblaðið - 09.08.1980, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR9. ÁGÚST 1980 Samt Samt Samt Samt Samt Samt Tómatplantan fælir húsfluguna Það hafa margir kvartað sáran í sumar vegna ágangs húsflugunnar og veriö svekktir yfir þvi að flugna- spjöld „vaponstrip” væru uppseld hjá Shell. Við bentum á það hérna á Neytendasíðunni, fyrir stuttu, að nota mætti Bana, sem kemur í ,,spray”-brúsum lil þess aö kála flugunni. Nú höfum við fengið ábendingu um alveg upplagt ráð gegn óvininum og það er að rækta tómata inni hjásér. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar að hér í Reykjavík virðast allar tómat- plöntur uppseldar. Það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fá þær úti á landi. Tómatplöntur eru mikið keyptar á vorin og einnig er hægt að, fá tómatafræ, sem sáð er seint í febrúar eða marz. Það var Elín Björg Magnúsdóttir, sem sagði okkur frá tómat- plöntunum, eftir að hún hafði lesið um vandræöi fólks vegna flugunnar. ,,Ég keypti tvær tómatplöntur í gróðrarstöðinni Klöpp í Reykholts- dal,” sagði hún og sýndi okkur hreykin plönturnar sínar. Þær eru sín af hvorri tegundinni. Á annarri vaxa kjöttómatar en á hinni venjulegir tómatar. Síðan ég fékk þær hef ég ekki orðið vör viö flugur, en hafði ekki undan áður við að hreinsa dauðar flugur úr gluggakistum eða koma þeim lifandi fyrir kattarnef. Plönturnar kostuðu tvö þúsund krónur stykkið og það borgar sig að rækta þær. Ég er þegar búin að fá rúmt kiló af tómötum á þeim 4—5 vikum, sem ég hef átt þær og býst við að fá tvöáður en plönturnar drepast íhaust.” Tómatplöntur má klippa til þannigað þær verði ekki ofhávaxnar og koma þá tveir sprotar fyrir hvern einn sem klipptur er. Bæði verða plönturnar fallegri með þessu og einnig fer ekki eins mikill kraftur í blöðin en meiri í tómatana siálfa. Nokkuð sterk lykt er af tómat- plöntum eins og þeir vita, sem komið hafa í gróðurhús, þar sem þeir eru ræktaður, en við gátum ekki merkt hana heima hjá Elínu. Flugurnar virðast hins vegar fælast lyktina og forða sér út hið skjótasta um leið og þær verða hennar varar. -EVI. Burknar meöal fegurstu plantna í Grasagarðinum í Laugardal er að fmna fjölmargar burkna- tegundir. 1 Skrúðgarðabók Garðyrkjufélags tslands segir að íslenzkir burknarséu margir til og gullfallegir. Þeir séu meðal fegurstu plantna, sem hcegt sé aðfáí garða. Þar sem burknarnir vaxa úti í náttúrunni er þá aðallega að finna í hraungjótum, giljum, snjódældum eða skóglendi og gefur það vísbendingu um hvaða skilyrði henti þeim bezt. Þeir þurfa skjól, rakan jarðveg og nokkurn skugga, en þola þó sólskin ef rakinn er nægilegur. Þeim er fjölgað með skiptingu og þeir þola futning vel. DB-mynd Bjarnleifur. Hennilisbókliald vikuna: Hún Elln Björg Magnúsdóttir keypti sér tómatplöntur og eftir það bar svo við að hún losnaði við allar húsflugur. Þar að auki sparar hún sér sporin út i búð og fær sér bara tómata af plöntunum jafnóðum og þeir eru orðnir nægilega þroskaðir. DB-mynd Bj.Bj. MEGRUN - MEGRUN Er auðveldara að megrast Mat- og dijddgarvörur, hreinlætisvörur og þ.h.: Sunnud Mánud Þriöjud Miövikud Funmtud Föstud Laugard • SanrL SamL Samt Samt Samt Samt Samt Önnur útgjöLd: Sunnud Mánud Þriöjud Miövikud FLmmtud Föstud Laugard Íiegar leiri taka sig saman? Mörgum finnst að svo sé, ef dæma má eftir þeim mörgu og árangursríku megrunarhópum, sem starfað hafa undanfarin ár. Margir eiga auðveldara með að byrja á þann hátt og víst er að sá stuðningur og samkennd sem slíkur hópur veitir er vænlegurtil árangurs ímegruninni. JSB.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.