Dagblaðið - 09.08.1980, Síða 10

Dagblaðið - 09.08.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 ..... mSBIABW hjálst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltríii: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómor. Jóhannes Roykdal. iþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haroldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamonn: Anna_ Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. IngöKsdóttir, Gunnlaugur Á. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnlorfur Bjarnlorfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing ,arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. _ Áskríf tarverð á mánuði kr. 5.000. Vorö í lausasölu kr. 250 eintakiö. Uppsögn réttmæt Nú ber að segja upp Jan Mayen- samningnum við Norðmenn. Annað er íslendingum ekki sæmandi. Norska stjórnin hefur loks sýnt það lítillæti að svara mótmælum íslenzku ráðherranna við þeirri ákvörðun að hefja að nýju veiðar úr norsk-íslenzka Svar Norðmanna er á þá lund, að íslendingar megi éta það, sem úti frýs. Ætlun Norðmanna er að halda norsk-íslenzku síld- inni fyrir sig eina. Gengið verði svo á stofninn, að hann nái ekki eðlilegri stærð. Yrði stofninn þess í stað vernd- aður, má gera ráð fyrir, að honum nægi ekki fæðu- magnið við Noreg, hann fari þá á flakk upp að íslands- ströndum, eins og hann gerði fyrrum. Þessi síldarstofn var undirstaða velmegunar hér á landi þar til fyrir rúmum áratug, að honum hafði hrakað svo, að síldin hvarf af íslandsmiðum. Meira en þriðjungur af tekjum íslendinga af útflutningi hafði verið afrakstur af þessum stofni. Nú segja norskir ráð- herrar, að þessi síldarstofn sé ekki lengur ,,norsk-ís- lenzkur”, þetta sé norskur síldarstofn. Norðmenn ætla nú að veiða tíu þúsund tonn úr stofninum, samkvæmt upplýsingum stjórnvalda. Vitað er, að eftirlit er svo slælegt með veiðunum, að afli Norðmanna úr stofninum gæti allt eins orðið 30—40 þúsund tonn. Réttilega hefur verið bent á, að sama röksemda- færsla gæti átt við um loðnustofninn. Við gætum haldið því fram, að loðnan væri íslenzkt einkamál. Framferði Norðmanna gengur gegn tillögum alþjóð- legrar fiskveiðinefndar. Það sýnir algera óbilgirni þeirra gagnvart hagsmunum íslendinga af fiskveiðum. Það er brot á Jan Mayen-samningnum. Norðmenn sýna í þessu, hvers má vænta af þeim varðandi aðra fiskstofna. Loðið orðalag Jan Mayen- samningsins munu þeir hafa að engu. Væri norsk-íslenzka sildarstofninum leyft að vaxa í eðlilega stærð, gætu bæði íslendingar og Norðmenn fengið af honum geysilegan arð. Okkur veitti svo sannarlega ekki af slikri búbót. Þótt norsk-íslenzki síldarstofninn sé hvergi nefndur í Jan Mayen-samningnum, kemur hann tvímælalaust undir þá grein, sem fjallar um flökkustofna. Þar segir: ,,Að því er tekur til annarra flökkustofna skal tekið sanngjarnt tillit til þess, hve ísland er al- mennt háð fiskveiðum . . .” í upphafi samningsins segir einnig, að ríkisstjórnirn- ar viðurkenni „nauðsyn á raunhæfum ráðstöfunum til verndunar, skynsamlegrar nýtingar og endurnýjunar lifandi auðæfa hafsins og ennfremur nauðsyn skyn- samlegrar nýtingar auðlinda landgrunnsins . . .” Síðar segir, að ríkisstjórnirnar viðurkenni, ,,að sam- kvæmt þjóðarrétti bera löndin tvö sem strandríki höfuðábyrgð á raunhæfri verndun og skynsamlegri nýtingu þessara auðlinda.” Norðmenn hafa með óbilgirni sinni að engu þessi ákvæði Jan Mayen-samningsins. Eins og Dagblaðið hefur margsinnis bent á, er Jan Mayen-samningurinn lélegur og orðalag loðið. Efnislega er þó augljóst, að Norðmenn brjóta gegn þessum ákvæðum. Þeir munu fara eins að varðandi aðrar veiðar. íslendingum ber hið skjótasta að segja samningnum upp og knýja fram hagstæðari lausnir. Vestur-Þýzkaland: Stjóm Schmidt kanslara spáð meira fylgi í kosningum til sambandsþingsins í Bonn f október næstkomandi Rétt um tveir mánuðir eru til kosninga til sambandsþingsins í Vestur-Þýzkalandi. Samkv<emt úr- slitum skoðanakannana þá mun Helmut Schmidt kanslari og ríkis- stjórn hans verða áfram við völd. Því er jafnvel spáð að þingfylgi stjórn- arinnar muni aukast frá því sem nú er. Einnig má ráða það af skoðana- könnunum að Jafnaðarmanna- flokkur Schmidt kanslara, muni leysa bandalag Kristilegra demókrata og flokk Strauss í Bæjarlandi af, sem stærsti þingflokkurinn. Jafnaðarmönnum er þó ekki alveg rótt þrátt fyrir góðar horfur um gengi í komandi kosningum. Ráða- menn þar hafa lagt vaxandi áherzlu á mikilvægi þess að samstarfs- flokkurinn frjálsir demókratar lifi af kosningarnar en þurrkist ekki út vegna skilyrða um 5% kjörfylgi til að koma að þingmönnum. í undanfar- andi skoðanakönnunum hefur flokkurinn verið ískyggilega nærri þessu marki. Þó er það svo að flestir spámenn könnunarfyrirtækja gera ráð fyrir að flokkurinn sem utanríkis- ráðherrann v-þýzki Hans Dietrich Genscher, stjórnar muni haldast á þingi. Frjálslyndari hluti Jafnaðar- mannaflokksins vestur-þýzka telur tilveru hins litla en áhrifamikla þing- flokks frjálsra demókrata vera mikilvægt mótvægi gegn félögum yzt til vinstri í hópi jafnaðarmanna. í kosningum til ríkisþingsins í Norður Rín-Westfallen í maí síðastliðnum biðu frjálsir demókratar óvæntan ósigur og komu ekki að þingmanni vegna þess að 5% kjörfylgi náðist ekki. Var þetta mikið áfall fyrir flokkinn þar sem kosningar þessar voru taldar mikilvæg visbending um væntanlegt gengi i kosningunum til sambandsþingsins. Ef marka má kosningaspár þá gæti svo farið að jafnaðarmenn mundu ná meirihluta á sambands- þinginu í Bonn. Væri það þá í fyrsta skipti sem það yrði frá stofnun Sambandslýðveldisins Vestur-Þýzka- lands. Samkvæmt einni skoðana- könnun þá eru fullar horfur á að þessi verði raunin í komandi kosning- um. Frjálslyndari armur Jafnaðar- mannaflokksins óttast mjög að þá mundu áhrif vinstri minnihlutans í flokknum aukast til muna. Skripateikning í vestur-þýzka blaðinu Suddeutsche Zeitung sýndi þenna möguleika, þannig fyrir lesendum sínum að þeir þremenning- arnir, Helmut Schmidt kanslari, Genscher utanríkisráðherra og Frans Josef Strauss, voru að reyna að brjóta niður tölvuna, sem fékk þessa niðurstöðu. Átti myndin að sýna að allir þrír foringjar flokkanna voru jafnandvigir slíkum kosningaúr- slitum. Frá upphaft hafa Frjálsir demókratar litið á sig sem mála- miðlun á milli hinna tveggja stóru flokka. Fyrrum voru þeir yfirleitt í samvinnu við Kristilega demókrata en síðari árin hafa þeir hallað sér að stjórnarsamvinnu með jafnaðar- mönnum. í siðustu sambands- kosningum fékk flokkurinn 7,9% at- kvæða. Margt gæti hugsanlega komið Frjálsum demókrötum til hjálpar í næstu kosningum. Margir telja að margir fyrri stuðningsmenn Kristilegra demókrata muni kjósa þá i haust vegna óánægju með kanzlara- efnið Frans Josef Strauss formann bræðraflokks kristilegra í Bæjar- landi. Einnig gætu margir fyrri kjós- endur kristilegra demókrata viljað koma í veg fyrir hugsanlegan meiri- hluta jafnaðarmanna með því aðgefa frjálsum demókrötum atkvæði sitt. Samkvæmt kosningafyrir- komulaginu i Vestur-Þýzkalandi þá greiðir hver kjósandi i raun tvö at- kvæði. f fyrsta lagi þá velur hann sér þann frambjóðanda persónulega, sem hann vill styðja. Hins vegar kýs hann einnig ákveðinn stjórnmála- flokk. Síðari hluti atkvæðaseðilsins vegur þyngra. Við talningu eru at- kvæðin síðan talin sameiginlega sam- kvæmt vissu hlutfallslegu vægi hvors flokks atkvæða fyrir sig. Annað atriði hefur verið nefnt sem hugsanlegt til að koma frjálsum demókrötum til hjálpar í kosningunum. Ef svo heldur áfram sem hingað til að niðurstöður skoðanakannana bendi til sigurs Jafnaðarmannaflokksins þá muni kjósendur flokksins gerast sigurvissir og margir þeirra taka þann kostinn að kjósa frjálsa demókrata til að tryggja þeim áframhaldandi veru á sambandsþinginu. Síðasta könnun á fylgi flokkanna í Vestur-Þýzkalandi var gerð í liðnum mánuði. Þá var gert ráð fyrir að frjálsir demókratar fengju -7% greiddra atkvæða, jafnaðarmenn 48% og bandalag kristilegra demókrata og flokks Strauss í Bæjarlandi fengi 42%. Um svipað leyti gerði þekktasta könnunarfyrir- tæki Vestur-Þýzkalands aðra könnun og fékk út að frjálslyndir mundu fá 7,3% fylgi, og hinir stóru flokkarnir sama fylgi eða 44,5% at- kvæða. I siðustu kosningum til sambandsþingsins i Bonn árið I976 tapaði samsteypstjórn jafnaðar- manna og frjálsra demókrata miklu fylgi frá sínu bezta gengi í kosningunum árið 1972. Þá svifu þeir hæst á ánægju yfir „Ostpolitik" Willy Brandt þáverandi kanzlara gagnvart Sovétrikjunum og Austur- Þýzkalandi. Núverandi stjórn Schmidt kanzlara hefur aðeins ellefu sæla meirihluta á þinginu t Bonn. Svo virtist i fyrra að sá meirihluti gæti tapa/t Gott gengi umhverfisvernd- armanna i rikiskosningunum gaf til kynna að þeir mundu jafnvel geta riðið baggamuninn. Óttazt var að vinstrisinnuð stefna umhverFts- verndarmanna mundi fremur taka fylgi af jafnaðarmönnum en öðrum og þannig gefa kristilegum demókrö- tum færi á sigri í kosningunum i október næstkomandi. Umhverfis- vendarmenn eða Grænfirðungar, eins og þeir eru líka kallaðir unnu sæti á ríkisþinginu í Bremen í fyrra. Síðan náðu þeir þingsæti i Baden- Wurtenberg en mistókst i Norður Rin-Westfallen í maí siðastliðnum. Samkvæmt kosningaspám munu þeir ekki fá nema 3% fylgi í október- kosningunum. Vt ✓

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.