Dagblaðið - 09.08.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
II
■\
Tegundir
íslenzkra
drykkjufugla
Ég sé í blöðunum að heiman, að
mikið er skrifað um drykkjumál
Norðurlandanna, og stendur ísland
sig vel í þeirri samkeppni eins og
endranær. Bara verst, að ekki skuli
vera keppt opinberlega í þessari
þjóðaríþrótt.
Ekki get ég samt setið á mér að
lýsa vonbrigðum mínum yfir blaða-
fréttum af litlum drykkjulátum og
„dempuðu” fylleríi á fullveldisdag-
inn, 17. júní. Skýring lögregluyfir-
valda var sú, að þar sem daginn hefði
borið upp á þriðjudag, hefði þjóðin
verið þreytt eftir venjulega helgar-
drykkju. Hérereitt dæmið til um út-
haldsskortinn, sem ætíð kemur
okkur í koll í landsleikjum í knatt-
spyrnu og öðrum íþróttum.
En annars virðist, sem bindindis-
frömuðum sé að vaxa fiskur um
hrygg, og samkvæmt áðurnefndum
blaðaheimildum, er verið að banna
vissar tegundir af bjór í Noregi og
líklega einnig í Svíþjóð. Allar þessar
umræður setja án efa strik í
reikninginn í sambandi við bjórvonir
okkar íslendinga.
Við hverju er annars að búast?
Fjölmargir frammámenn drykkju-
manna svíkja málstaðinn, fara i
nokkrar vikur á hæli og verða síðan
virtir og ötulir áróöursmenn
bindindis. Þetta er mjög ankannalegt
i alla staði. Hvernig myndi
þjóðfélagið lita út, ef slíkar
kúvendingar tíðkuðust á öðrum
sviðum? Ef hægt væri t.d. að setja
stæka. íhaldsmenn á hæli og breyta
þeim í krata eða komma?
Til vonar og vara, búandi mig
undir að drykkja líði undir lok á
fslandi, ætla ég að skrá hér helztu
tegundir íslenzkra drykkjumanna.
Verandi áhugafuglaskoðari og
munandi afdrif geirfuglsins, get ég
ekki hugsaö mér, að góðar lýsingar
liggi ekki fyrir, þegar hinn íslenzki
drykkjufugl hverfur af sviðinu.
Málgefni maðurinn: Þetta er fjöl-
mennasti flokkurinn. Á undraverðan
hátt og næstum yfirnáttúrlegan fá
hinir fámálugustu menn mikla
0 „Þekkt hef ég menn, sem segjast t.d.
verða kvensamir af gini, daprir af skota
en málgefnir af vodka.”
Bréf frá henni
Ameríku:
Þórir S. Gröndal
talhæfileika og hafa skyndilega frá
feiknum að segja. Lendi þeir í vand-
ræðum að finna áheyrendur, grípa
þeir til símans og er það þá oft á
hvaða tíma sólarhrings sem er. Ekki
er þessi símanotkun bundin við
innanbæjarsímtöl, heldur er hringt
um land allt og jafnvel milli landa.
Landsíminn mun eiga um mjög sárt
að binda, þegar þessi algenga tegund
drykkjumanna líður undir lok.
Sterki maðurinn: Hún er ekki eirr
af skemmtilegri tegundunum þessi.
Þeir, sem þennan flokk fylla, verða
filefldir að því er þeim sjálfum finnst,
og fá mikla hvöt til að efna til
illdeilna með ásökunum, sem oft
enda meö barsmíðum. Þessir flokks-
menn komast oft undir manna
hendur, og það eru þeir, sem brjóta
rúður í miðbænum. Rólegri „sterku
mennirnir”, sem ekki komast út af
heimilunum, verða oft að láta sér
nægja að dangla í eiginkonur sinar.
Svartsýni maðurinn: í þessum
flokki eru fjölmargir landar vorir.
Meðlimir hans verða mjög angur-
værir og bljúgir og þarf ekki mikið
að ske til að þeir beygi af og vatni
músum. Svo fyllast þeir af minni-
máttarkennd og telja sjálfa sig einskis
virði og lítilmótlegustu persónur
jarðar. Mjög erfitt er að tala þá til,
því samfara svartsýninni er tor-
tryggni út í alla aðra, jafnvel beztu
vini og ættingja. Sem sagt, heldur
dapurlegur hópur.
Kvensami maðurinn: Hér er um
að ræða nokkuð skemmtilega fugla.
Guöaveigarnar virðast hlaupa beint
niöur í þá, eins og sagt er, og þangað
virðist lika hverfa öll hugsunin.
Engin kvenkyns persóna er óhult
fyrir þessum görpum. Þeir eru líka
oft fjörkálfar og það eru þeir, sem
meö hinni einstrengingslegu kvenna-
leit sinni, skapa flesta þá hneykslisat-
burði á árshátiðum og öðrum sam-
kundum, sem talað er um í marga
mánuði á eftir. Stundum endist
umtalið í rúmlega níu mánuði, því af-
leiðingarnar eru ekki ósjaldan barns-
fæðingar og vandræði með feðranir
o.s.frv. Þegar þessir fuglar hverfa af
sjónarsviðinu, mun örugglega hægja
á fjölgun þjóðarinnar.
Þessar fáu tegundir, sem hér hafa
verið taldar upp, eru eingöngu þær
algengustu. Til eru vitanlega fleiri
flokkar og fjöldi afbrigða. Þótt talað
sé, hér að framan, um meðlimi
flokkanna í karlkyni, er ég alls ekki
að kasta neinni rýrö á fósturlandsins
freyjur. Lýsingarnar gilda jafnt um
þær, því þær hafa sérstaklega á
seinni árum, sótt sig mjög í þessum
efnum.
Skylt er að benda á, að ekki er óal-
gengt, að ein og sama persóna geti
fundið sér staö i fleiri en einum
flokki. Svo halda sumir því líka
fram, að mismunandi tegundir á-
fengis hafi á þá mismunandi áhrif.
Þekkt hefi ég menn, sem segjast t.d.
verða kvensamir af gini, daprir af
skota en málgefnir af vodka. Það er
ekki dónalegt að geta þannig farið í
sitt hvern flokkinn eftir þvi hvað
drukkið er! Tilbreytingin er krydd
lífsins.
Þórir S. Gröndal.
SIÐAPOSHJLAR
RÍSA 00 FALLA
Það sem glymur nú hvað hæst yfir
heimsbyggðina er svokallað Billy-
gate, sem er ný útgáfa af Watergate.
Hinir þrautþjálfuðu siðapostular
Bandaríkjanna hafa nú enn einu
sinni komist í feitt, og hlakkar eflaust
mikið í þeim mönnum þessa dagana.
í hinu mikla landi lýðræðisins svífast
sumir menn einskis til að gera náung-
an tortryggilegan. Þeir sem ganga
hvað lengst í þessum efnum eru oft á
tíðum miklir hræsnarar, og finna hag
sinum best borgið ef þeir geta klint
einhverju óhreinu á samborgarana.
En auðvitað eru þeir menn til sem
vinna að því að uppræta spillingu
með heiðarlegu hugarfari. Það hefur
hins vegar skeð of oft, að bakari er
hengdur fyrir smið; að sá er sekur
fundinn er saklaus reynist. Þess
vegna vil ég mótmæla æsiblaða-
mennsku þeirri sem byggir oftast á
getgátum og slúðri um menn en ekki
sannleika.
Vissulega var Nixon fyrrverandi
Bandaríkjaforseti sekur, og þökk sé
blöðunum fyrir að upplýsa það. En
það er líka hægt aö ganga of langt í
því að smjatta og slúðra um menn
jafnvel þó þeir séu sekir. Eða enginn
Kjallarinn
Björgvin Björgvinsson
er svo slæmur að ekki megi finna hjá
honum eitthvað gott. Sumir eru mjög
fljótir að dæma menn, kannski vegna
þess að þeir sjá aðeins fiísina í auga
náungans, en ekki bjálkann í eigin
auga. Ég held að svo sé um marga þá
er stunda hina svokölluðu rann-
sóknarblaðamennsku.
Vissulega er mikil þörf á að
berjast á móti spillingu, ekki síst í
landi eins og Bandaríkjunum, þar
sem allar tegundir af lágkúru fyrir-
frnnast. Þar væri t.d. verðugt verk-
efni þeirra sem standa í eldlínunni að
berjast á móti hinni spilltu utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna, þeirri stefnu
sem hefur miðað svo lengi að út-
þenslu, og að þvi að arðræna löndin í
Suður-Ameríku. Sams konar baráttu
þarf vissulega að heyja í Sovétríkjun-
Jm. Útþenslan þar er síst minni, og
mannréttindi jafnan fótum troðin.
Siðapostular allra landa hafa þvi
óteljandi verkefni. En til að valda
þeim verkefnum þá verða þeir sjálfir
að vera heiðarlegir og láta ekki
stjórnast af gróðasjónarmiðum. Því
miður held ég að í mörgum tilvikum
ráði slíkar hvatir ferðinni, að við-
bættri hræsni, sérstaklega í Banda-
rikjunum þar sem allt er spilað upp á
dollara. Það er kannski þess vegna að
sumir siðapostular rísa en falla síðan.
Siðapostular
á íslandi
Hér heima á hinu friðsæla Fróni er
ekki eins mikið um spillingu og ann-
ars staðar í heiminum. Eða hvað?
Áhrifin frá Bandaríkjunum bárust
hingað fljótt, og hér risu upp siða-
postular. USA-tækninni var mikið
beitt í þeirri viðleitni að gera ísland
að fögru landi. Og í þeirri viöleitni
#tókst afkastamesta siðapostulanum
að klína miklum glæpaverkum á
þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf
Jóhannesson. Ekki trúði ég gróusög-
0 „Mjög litlu munaði, að galgopaháttur, ill-
mælgi og lygi frá sjálfskipuðum siðapost-
ula stimplaði Ólaf sem glæpamann fyrir lífs-
tíð.”
unum um Ólaf, en erfitt reyndist aö
mótmæla, því múgsefjunin var slík. f
dag efast enginn um heiðarleika
Ólafs Jóhannessonar. Hann stóð af
sér eiturtungur slúðursins, en litlu
mátti muna að illa færi. Mjög litlu
munaði að galgopaháttur, illmælgi
og lygi frá sjálfskipuðum siðapost-
ula, stimplaði Ólaf sem glæpamann
fyrir lífstíð. Tel ég þetta mjög sterkt
dæmi um það hversu eitraðar slúður-
tungur geta verið.
Þeir eru orðnir ansi margir siða-
postularnir á íslandi, en það er samt
eins og einhver lognmolla sé yftr öllu,
sem gæti stafað af því að sumir siða-
postularnir eru orðnir hluti af því
kerfi sem þeir gagnrýndu áður. Þess
vegna er ég viss um að margir þeirra
þurfa á endurhæfingu að halda, t.d.
að hreinsa til hjá sjálfum sér svo þeir
fái nýjan og víöari sjóndeildarhring.
Látum ekki staðar numið, því
verkefnin eru mörg. Gerum ísland að
frjálsu landi.
Björgvin Björgvinsson
kennari.
N
7
V