Dagblaðið - 09.08.1980, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
13
Sumarmyndir DB W
Sumarmyndakeppni Dagblaðsins 1980 er nú í fullum gangi og hafa fjöl-
margar myndir borizt. Við birtum í dag nokkur sýnishorn og hvetjum um
leið alla áhugasama Ijósmyndara að senda okkur sumarmynd. Keppnin
stendur út þennan mánuð, þ.e. til 31. ágúst. Eina skilyrðið er, að þátttak-
endur séu ekki atvinnumenn í Ijósmyndun eða hafi verið það. Hver og
einn má senda inn eins margar myndir og hann vill oggeta þær bæði verið
svart/hvítar og í lit.
Glæsileg verðlaun eru í boði. Fyrstu verðlaun eru Ibiza-ferð á vegum
Ferðaskrifstofunnar Úrval að verðmæti 500 þúsund. önnur verðlaun eru
Canon AEl myndavél með 50 mm linsu og tösku frá Týli hf. að verðmæti
335 þúsund ogþriðju verðlaun 6 daga hesta- og veiðiferð um Arnarvatns-
heiði að verðmæti um 100 þúsund krónur.
Dómnefnd velur verðlaunamyndirnar þrjár í september. Takið þátt í
keppninni og merkið myndirnar Dagblaðinu Síðumúla 12 „Sumarmynd
•80".
-JH
Beðiö eftír sumri.
Höfundur: Sigriður Högnadóttír
Hið ókunnakanneð. Það er freistandiaðlaumasór uppéþakigóða veðrinu.
Höfundur: Friðrik Friðriksson.
Blómln og fallegi kettíingurinn fara óneitaniega velsaman.
Höfundur: Heiga Sigurðardóttír.
Vor i lofti nefnir höfundur þessa mynd sína. Myndin er tekin af hressum
krökkum á Snœfellsnesi um miðjan mai i vor.
Höfundur: Ásgoir Valdimarsson.
Fjallakyrrð. Landið speglast iÁnavatniá Jökuidaisheiði.
Höfundur: Ægir Kristínsson. Það er rátt að veita aðstoð þegar svona stendur á.
Höfundur: Hrafnhiidur Þorgrimsdóttír.