Dagblaðið - 09.08.1980, Síða 14
14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
„Vemdarinn” á Miðnesheiði gætir jöklanna líka:
STEFNUMÓT VID LANG-
JÖKUL 0G SKURDCRÖFU
—í sveitasjoppu fékkst ein tegund af súkkulaðikexi, volgir gospelar
ogeitthvaðfleira
Það er aldeilis ótrúlegur skratti
hvernig atvik geta tengzt og orðið ör-
lagavaldar i lífi manns. Mér þykir
fátt skemmtilegra en rölt um
óbyggðir og gón á dýrðir náttúrunnar
og upp í himinblámann. Ég reyni að
komast burt úr umferðarskarkala og
af malbiki höfuðstaðarins hvenær
sem færi gefst. Slíkt gerist bara alltof
sjaldan. Eitt slíkt tækifæri datt upp í
hendurnar á mér nú síöast í júlí. Það
kom í kjölfar þess að risastór skurð-
grafa sleit af sér annaö beltið þar sem
hún var að grafa fyrir rafmagns-
möstrum i Lambahrauni skammt
fyrir sunnan Langjökul. Hlýtur að
vera saga til næsta bæjar að fá lysti-
reisu inn á hálendið út á bilaða skurð-
gröfu. En svona var það nú samt.
Mér þykir við hæfi að gefa lág-
marksupplýsingar strax í byrjun til
skýringar á því hvernig svona lagað
getur yfirleitt gerzt. Annað væri van-
virða við þolinmóðan lesanda.
Ég á frænda sem heitir Hjörtur og
er einn bræðra sem kenndir eru við
Bakka í Svarfaðardal. Til að forðast
misskilning skal tekiö fram að þessir
Bakkabræður eru aðrir en þeir sem
týndu botninum suður í Borgarfirði
forðum og hétu Gísli, Eiríkur og
Helgi. Þessir síöari tíma Bakkabræö-
ur eru meira en tvöfalt fleiri og heita
Villi, Jón, Hjörtur, Baldur, Friðrik,
Árni og Torfi. Þeir eru enn ekki
orðnir eins frægir og fyrirrennar-
arnir. En það er nú bara tímaspurs-
mál.
Hjörtur hefur unnið á griðarstórri
gröfu við að grafa holur fyrir raf-
magnsmöstur á hálendinu sunnan
Langjökuls í sumar. Sú raflína á að
flytja birtu og yl frá stórvirkjunum
sunnanlands í framtíðinni. En það er
annaö en gaman að böðlast yfir urð
og grjót þó á stórvirkum vinnuvélum
sé. Á endanum „sprakk” á gröfunni.
Belti hrökk í sundur og því fór
drengur í bæinn til að ná sér í við-
gerðarmann. Ég fékk að fljóta með í
viðgerðarferðinni. Ekki til að standá
I viðgerðum, því ég kann engin skil á
þvílíku. Heldur til að heilsa upp á
Langjökul.
Við lögðum upp frá Reykjavík
fjórir saman í frumstæðri dvergrútu
sem á alþýðumáli kallast kálfur. Við
stýrið sat Arngrímur, einn af þeim
sem stýrir verktakafyrirtækinu Aöal-
braut. Aðalbraut sér um að leggja
raflínuna. Þá var þar viðgerðar-
maðurinn Jón og svo við frændur.
Farartækið reyndist hvorki halda
vindi né ryki þegar út á malarveginn'
var komið. Við reyndum aö anda i
gegn um nefið til aö halda heilsu.
í sveitasjoppu á leiðinni var áð um
stund. Þar fékkst ein tegund af
súkkulaðikexi, volgir gospelar, harð-
fiskur og eitthvaö fleira. En engar
eldspýtur. Þar lá líka eintak af heim-
ilisritinu Vikunni og á forsíðu þess
kynnt innihaldið. Þar á meðal grein
um kynlíf á meðgöngutíma. Þá rifj-
aðist upp fyrir mér sagan af héraðs-
lækninum sem fékk ungt par í heim-
sókn. Stúlkan var framsett í meira
lagi eftir tæplega níu mánaða sprell.
Þau færðu það i tal við lækninn
hvort óhætt væri að halda áfram
rúmleikjum öllu lengur. Myndi slikt
geta skaðað frumburðinn í móður-
kviði? Læknir skáskaut augum á
konuna og beindi síðan svarinu til
hins verðandi föður: „Þetta er alveg
óhætt enn um sinn. En hugsaðu þig
um þegar þú finnur að litla skinnið
bítur þig I tillann.”
Við ókum áfram í rykbílnum,
fórum um Haukadalinn, fram hjá
túristunum, Gullfossi og Geysi,
áfram leiöina sem liggur um Kjöl.
Eftir skamma stund var ekið af Kjal-
vegi og út á nýjan veg sem Lands-
virkjun er að leggja meðfram nýju
raflínunni. Vegurinn liggur á milli
Langjökuls og Hlöðufells og kemur
niður i Hvalfjörð. Þar opnast
væntanlega ný og forvitnileg leið
fyrir ferðalanga.
Þegar loks við fundum cinmana
bilaða skurðgröfu á móts við Haga-
fellið fóru vélstjórinn og viðgerðar-
maðurinn að taka til logsuðutæki,
skrúflykla og sleggjur. Ég lét mig
hins vegar hverfa hljóðlega og arkaði
af stað í átt að Hagafellsjökli vestari,
skriðjökli út frá Langjökli. í vor tóku
Hagafellsjöklar vestari og eystri upp
á því að skríða fram með tilheyrandi
hávaða og látum. Sá eystri rann alla
leið út í Hagavatn. Ég sá myndarlega
ísjaka sigla um vatnið í fjarska.
Þessum umbrotum í jöklunum fylgir
gífurleg gruggmyndun í ám sem
renna frá þeim út í Hvítá. Þverárnar
eru mun vatnsmeiri í sumar af þess-
um sökum en áður og liturinn á þeim
og sjálfri Hvítá furöulega gulleitur.
Langjökull hefur gert laxveiðimönn-
um í Hvítá gramt í geði í sumar.
Eftir labb í meira en klukkutíma
kom ég eins nálægt jöklinum og hægt
var úr þessari átt. Aðeins illilegt
vatnsfall skildi á milli. Jökullinn var i
útliti eins og skemmd kartafla,
hrukkóttur og sprunginn. Annað
slagiö heyrðust feiknarlegir brestir
þégar ísjakar byltu sér. Ég hrökk í
kút. Mér brá reyndar enn meir í brún
þegar herþota af Miðnesheiði kom
æðandi á milli fjalla úr austri og þaut
lágt yfir jörðu á milli mín og Lang-
Skurðgrafan hélt ekki heilsu við að klöngrast yfir torfærur i Lambahrauni og sleit
af sér beltið. Hjörtur og Jón reyndu að lækna hana með logsuðutæki.
jökuls. Það er naumast vernd sem
Kaninn veitir okkur smælingjum
þegar jafnvel jöklarnir eru undir
væng „verndarans”. Rolla með tvö
lömb kom á flugferð utan úr hraun-
inu, skelfingu lostin yfir heimsókn
útsendara bandaríska heimsveldisins
í óbyggöir landsins.
Hjörtur og Jón voru hálfnaðir með
viðgeröina á gröfunni þegar ég kom
til baka. Þeir voru búnir að maka sig
alla út í smurningu og ullabjakki eins
og alvöru viðgerðarmenn. Þeir komu
beltinu saman við illan leik um svipað
leyti og Stefán Jón lauk útsendingu
frá Moskvu I útvarpinu. Hreinn og
Óskar i úrslit i kúluvarpinu á Lenín-
leikvanginum, mokstursvél á beltum
ökufær í Lambahrauni.
Það hafði rignt i uppsveitum
Árnessýslu um kvöldið. Þegar við
skröltum eftir holóttum malarvegum
innanborðs í Aðalbrautarkálfinum á
heimleið var þar að mestu nothæft
andrúmsloft til öndunar. Ekkert
vegaryk. Við frændur dottuðum á
leiðinni. Arngrímur ók. Jón sá um
að halda góðu skyggni fram á veginn
fyrir bílstjórann. Nokkrum sinnum
var stoppað á leiðinni og Jón brá
handsköfu á framrúöuna og sópaði
af henni rigningardropum. Það
vantaði þurrkurnará farkostinn.
- ARH
Jökullinn gerir sér dælt við Hagafeilið
og skrapar utan af því jarðveginn.
Langjökull hefur gert laxveiðimönnum
í Hvitá lifið leitt f sumar.
Svona litur Hagajökull vestari út:
„Eins og skemmd kartafia, hrukkóttur
og sprunginn.”
DB-myndir: ARH
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur um skriðið í Langjökli:
„Eðlilegur viðburd-
urí flötum jöklum”
— Hagafellsjökull eystri bylti sér síðast 1975
„Það er ekki ný bóla að jöklar út
frá Langjökli skríði fram. Slikt er
eðlilegur viðburður i jöklum sem eru
flatir. í þeim byggist upp spenna
annaðhvort vegna þess að þeir
bráðna neðan frá eða að snjór bætist
ofan á þá,” sagði Sigurður Þórarins-
son jaröfræðingur um umbrotin í
skriðjöklunum sunnan í Langjökli í
sumar. Báðir skriðjöklarnir austan
og vestan Hagafells byrjuðu að
skriða fram fyrir um það bil 2
mánuðum. Afleiöingin er sú, að
vatnið í Tungufljóti og Sandá, sem
báðar falla í Hvítá, er litað af leir-
framburði og er það laxveiðimönnum
i Hvítá til ama og leiðinda.
„Síðast urðu umbrot á þessum
slóðum í Langjökli árið 1975. Þá
gekk Hagafellsjökull eystri fram um
1 1/2 km, en náði þó ekki út í Haga-
vatnið eins og nú gerðist. Hins vegar
er Hagafellsjökull vestri líka á
hreyfingu i sumar en skreið ekki
1975.
Raunar eru skriðjöklar i Vatna-
jökli þekktari fyrir umbrot af þessu
tagi. Brúarjökull gekk til dæmis fram
um 10 km árið 1890og aftur um 8 ktn
veturinn 1963—64. Þá náði
skriðhraðinn 4 metrum á klukku-
stund þegar mest var og skruöning-
arnir heyrðust niður i Fljótsdalinn,”
sagði Sigurður Þórarinsson.
Langjökull er annar stærsti jökull
landsins, 953 ferkílómetrar að stærð,
samkvæmt nýrri gervihnattarmynd.
Eru þá ekki meðtaldir Þórisjökull 33
ferkm og jökull á Hrútafelli 10.9
ferkm. Hæsti tindur Langjökuls er
1355 metrar, en annars er mikið af
jöklinum í 1200—1300 metra hæð'.
Sunnan undir jöklinum og Hagafelli
er Hagavatn, sem fyrr er getið. Það
er um 5 ferkm. að flatarmáli og er
naumast þriðjungur að flatarmáli
miðað við stærð þess um aldamót. Á
Hagavatni hafa orðið miklar breyt-
ingar, mest vegna endurtekinna
hlaupaúrþví. ARH.
Myndin er tekin I Mývatnssveit þegar
undirheimadraugar i Kröflu byltu sér
rétt einn ganginn.
DB-mynd: Höröur.