Dagblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980. Hvað er á seyðium helgina? Reykjavikurdeiid Bindindisfélags ökumanna gengsl fyrir góöaksturs- keppni i höfuðborginni á laugardag- inn. Þátttakendur aka vilt og breitl um borgina. Á leiðinni verða lagðar fyrir þá ýmsar þrautir. Keppninni lýkur á malbikaða svæðinu sunnan við Laugardalsvöllinn og þar fá öku- mennirnir að leysa nokkrar þrautir til viðbótar, sem reyna á ökuleikni þeirra. Tilgangur Bindindisfélags öku- manna með góðakstrinum er að hvetja ökumenn til góðra aksturs- hátta og þekkingar á bílum sínum og umferðarreglum um leið og þeir taka þátt í skemmtilegum leik, segir meðal annars i tilkynningu BFÖ um góðaksturinn. Jafnframt vonast félagið til þess að keppni sem þessi hvetji menn almennt tii umhugsunar um umferðarmál, sem leitt gæti til farsælli umferðar. Þeir sem hyggja á þátttöku í góð- akstrinum eiga að láta skrá sig á skrifstofu BFÖ í Lágmúla 5 i dag til klukkan sjö og á morgun milli klukk- an níu og fimm. Siminn á skrifstof- unni er 83533. Þátttökugjald er þrjú þúsund krónur. Takmarka verður fjölda keppenda við t utt ugu. ESJUBEKG: Hótel Esju. Suðurlandsbraui 2. Sími 82200. OpiÖ ki 7—22. Vínveitingar. HLlÐARENDl: Brautarholti 22 (gengið inn frá Nóa túni). Borðapantanir i síma 11690. Opið'kl. 11.30— 14.30og 18—22.30. Vinveitingar. HOLLYWOOD: Ármúla 5. Borðapantanir í sima 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öU kvöld vik- unnar. Vinveitingar. HORNIÐ: Hafnarstræh 16. Simi 13340. Opið kL 11—23.30. Eldhúsinu lokað kl. 21. Lóttar vinveit- ingar. HÓTEL HOLT: Bergstaðastræti 37. Borðapantanir i sima 21011. Opið kl. 12—14.30 og 19-23.30. Vin veitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR: Reykjavikurflugvelli. Borðapantanir i sima 22321. Blómasalur er opinn kl. 8—9.30 (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar. Veitingabúd Hótel Loftleiða opin alla daga ld. 5—20. HÓTEL SAGA: við Hagatorg. Borðapantanir i Stjörnusal (Grill) i síma 25033. Opið kl. 8—23.30. Matur framreiddur kL 12—1430 og 19—22.30. Vín veitingar. Borðapantanir j Súlnasal i sima 20221. Matur er framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 19—21. Vinveitingar. KRÁIN: við Hlemmtorg. Simi 24631. Opið alla daga kl. 9-22. Opið kl. 9—24. alla daga. Vinveitingar frá kl. 18 daga og allan daginn á sunnudögum. ASKUR: Suðurlandsbraut 14. Simi 81344. Opið kl. 11-23.30. BRAUÐBÆR: Þórsgötu 1. við óöinstorg. Simi 25090. Opið kl. 9-23.30 virka daga og 10-23.30 á sunnudögum. Frá góðaksturskeppni Bindindisfélaus ökumanna fyrir tiu árum. LAUGA-ÁS: Laugarásvegi I. Simi 31620. Opið 8—24 alla daga. < MATSTOFA AUSTURBÆJAR: Uugavegi 116. Simi 10312. Opiö kl. 8—21 virka daga og 9—21 sunnudaga. NAUST: Vesturgötu 6—8. Borðapantanir i sima 17759. Opið alla daga kl. 11 —23. Vinveitingar. KAFFIVAGNINN: Grandagarði lO.Símar 12509 og 15932. Opið U. 00.04-23.^ alla daga. Skemmtistaðir Skenimtistaðir borgarínnar eru opnir tíl kL 3 e.m. föstudags- og laugardagsktöld, en sunnudagskvöld tíl kL 1 e.m. FÖSTUDAGUR GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir og diskótek. HOLLYWOOD: Diskólck HÓTEL BORG: Diskótek. Malur framreiddur fyrir matargesti. Snvrtilegur klxðnaður. HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Sumargleði Ragnars Bjarnasonar. Mimisbar: Gunnar Axelsson leikur á pianó. Stjörnusalur: Matur framreiddur fyrir matar gesti. Snyrtílegur klæðnaður. BINDINDISFÉLAG ÖKUMANNA HELDUR GÓDAKSTURSKEPPNI Hljómsveitin Start f Sigtúni: ■ ■ r Þrettán skemmti- atriði á úrslita- kvöldi hæfileik* keppninnar Það verður boðið upp á hvorki meira né minna en þrettán skemmti- atriði á Hótel Sögu á sunnudags- kvöldið. Þar fer þá fram úrslita- keppnin í Hæfileikakeppni íslands, sem verið hefur i gangi síðan i júni i sumar. Skemmtikraftarnir, sem koma fram, báru fiestir sigur úr býtum i undanúrslitum keppninnar. Nokkrir til viðbótar þóttu það frambærilegir að ófært þótti að sjgppa þeim við að fá að keppa til úrslita. Þeir komu viða að af landinu, bæði norðan að og sunnan. Dagskrá kvöldsins verður í stuttu máli sú, að um klukkan hálfátta verður sezt að borðum. í matinn er Fried Capon Southem Style, sem eftir nafninu að dæma er kjúklinga- réttur. Að borðhaldi loknu hefst keppnin sjálf og stendur hún yfir i tvo og hálfan klukkutima. Úrslit verða síðan kynnt á miðnætti. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi að keppninni og úr- slitunum loknum. Ákveðið hefur verið að selja ekki sérstaklega inn á þetta viðamikla skemmtikvöld. Gestir greiða aðeins rúllugjald við innganginn og greiða siðan sérstaklega fyrir matinn, sem kostar 6.700 krónur. Það er Birgir Gunnlaugsson og hljómsveit hans sem standa að hæfi- ieikakeppninni í samvinnu við Dag- blaðið. — Þeir sem áhuga hefðu á að koma á úrslitakvöldið geta pantað. borð hjá yfirþjóni Súlnasalarins á föstudagoglaugardag. -ÁT Frá hæfileikakvöldi í Súlnasal Hótel Sögu. Að vísu er ekki þarna um keppnis- atriði að ræða, heldur poppðperuna Evitu, sem var sýnd á sunnudagskvöldum á undan hæfileikakeppninni. DB-m.vnd: Þorri. INGÖI.FSCAFK: Gömlu dansarnir. KLfJBBURINN: Hljómsveitin Hafrót og disltótek á tveimur hæðum. LEIKHOSKJALLARINN: Carl Billich leikur létla tónlist, matur framreiddur fyrir matargesti. ÓDAL: Diskótek. SIGTUN: Hljómsveitin Start og diskótek. Videó í full- um gangi. Grillbarinn opinn. SNEKKJAN: Diskótek. ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Gaidrakariar og diskótek. Matur framreiddur fyrir matargesti. Smyrtilegur klæónaóur. LAUGARDAGUR GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir og diskótek. HOLLYWOOD: Diskótek. HÓTEL BORG: Diskótek. Matur framreiddur fyrir matargesti. HÓTEL SAGA: Súloasalun Hijómsveil Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Mimisban Gunnar Axelsson lekur á píanó. Stjörnusalur: Matur fram reiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur klasðnaöur. HRE YFILSHÚSIÐ: Gömlu dansarnir INGÓLFSCAFÉ: Gömlu dansarnir. KLÚBBURINN: Hljómsveitin Hafról leikur fyrir dansi. Diskótek á tveimur hæöum. LEIKHÚSKJALLARINN: Carl Billich leikur lélta tónlisL Matur framreiddur fyrir matargesti. LINDARBÆR:Gömludansamir. v ÓÐAL: Diskótek. SIGTÚN: Hljómsveitin Start leikur fyrir dansi. Videó í fullum gangi. Grillbarinn opinn. SNEKKJAN: Diskólek. ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og diskótek. Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur klæðnaöur. SUNNUDAGUR KR0FTUG R0KKT0NUST GENGUR BEZT ..Við ætlum að spila í Sigtúni eins lengí og við höfum gamán af að skemmta þar og fólkið hefur gaman af að skemmla sér með okkur,” sagði Pétur Kristjánsson söngvari i samtali við blaðamann DB. Start leikur í Sig- túni nú á föstudags- og laugardags- kvöld. Á lagaskrá hljómsveitarinnar er aðallega að finna hressilega rokk- tónlist. „Það er stuðmúsík, sem fólkið vill heyra núna,” sagði Pétur. „Rokk- stefnan úti i heimi er farin að hafa þessi áhrif hérna heima. Á pró- gramminu hjá okkur er nær eingöngu erlend tónlist og það er skemmtilegt til þess að vita að nýju nöfnin þar eru að verða vinsælust hér líka. Lögin sem við tökum með Madness, Any Trouble, Police og Live Wire gera mjög góða lukku. Nú, og svo er eina islenzka lagið okkar, Driving ln The City, ágætlega vinsælt,” sagði Pétur Kristjánsson. Hljómsveitin Stkrt undirbýr nú gerð sinnar fyrstu plötu af kappi. Nánar verður greint frá henni í Dag- blaðinu eflir verkfall. -ÁT Hljómsveitin Start á öllu útopnu i sam* komuhúsinu í Vestmannaeyjum. Meginuppistaðan í lagaskrá hljóm- sveitarinnar er erlend rokktónlist. DB-mynd: Ragnar Sigurjónsson. GLÆSIBÆR: Hljómsveilin Glæsir og diskólek. HOLLYWOOD: Diskólek. HÓTEL BORG: Hijómsveit Jóns Siguróssonar leikur gömlu dansana. Matur framreiddur fyrir matargesti. HÓTEL SAGA: Súlnasalun Hæfíleikakeppni Dag blaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar. Úrslit. Míinisbar: Gunnar Axeisson íeikur á pianú. Stjörnusalur: Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtílegur klæðnaður. ÓÐAL: Diskótek.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.