Dagblaðið - 08.11.1980, Síða 23

Dagblaðið - 08.11.1980, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980. 23 C* Útvarp Sjónvarp B SLEPPUR JESSICA ÚT ÚR HIMNARÍKI? — Löðrið í vanda statt Katherine Helmond sem leikur Jessicu i mótmælagöngu vegna skertra kjara leikara. Löðrið vekur víðar vinsældir en hér á íslandi. í Danmörku er verið að sýna Löðrið, örfáum þáttum á undan þeim sem við fáum að sjá hér. í Sví- þjóð er verið að sýna framhalds- flokkinn Benson sem er um brytann Benson úr Löðri. Hann þótti svo áhugaverð pcrsóna að ákveðið var að gera um hann sérstaka þáttasyrpu. Ennþá erLöðrið þó í fullum gangi, eða var þar til leikarar vestra fóru í verkfall fyrir um það bil þrem mán- uðum. Þegar það verkfall skall á var nýbyrjað að taka upp þáttasyrpu sem hætta varð við í miðju kafi. í þeirri syrpu segir frá ferðalagi Jessicu Tate til himna. Hún hittir í himnaríki sjónvarpsstjörnuna Bea Arthur, vængjum prýdda. En þrátt fyrir að dýrð himinsins sé mikil og Benson, sá elskaði bryti, fylgi Jessicu vill hún samt komast til jarðar sem fyrst. Hún fer þvi fram á viðtal við himnaföðurinn þar sem hún biður um framlengingu á jarðvist með sínum elskuðu ættingjum. Ætlunin var að áhorfendur fengju að sjá í næsta þætti hvort sú bón yrði veitt en verkfallið sá til þess að þeir eru í mik- illi óvissu um framtíð Jessicu. Kemst hún til jarðar eða staðnæmist hún til langframa á himnum? Katherine Helmond sem leikur Jessicu sagði í viðtali við danska blaðið Se og Hor að hún vissi ekki svarið við þeirri spurningu. Hún sagðist hafa verið ráðin allan tímann sem taka þáttanna átti að standa en hvort samningurinn væri fallinn úr gildi núna vissi hún ekki. Hitt fer ekki leynt að forráðamönnum sjón- varpsstöðvarinnar finnst leikkonan anzi dýr í rekstri. Hún fær meira kaup fyrir leik sinn en nokkur hinna leikaranna í þáttunum og finnst mörgum þessi rauðhærða kona gera helzt til miklar kröfur. Se og Hor spurði Katncrine hvað hún hygðist fyrir ef hún 'engi ekki vinnu áfram. Hún saeðiM hafa nóg að gera. Hún flytur fyrirlestra víða um Bandaríkin um leiklist auk þess Devr Jessica eða fær hún að lifa? sem hún hefur undirritað samning um leik í kvikmynd og sjónvarps- þætli. i kvikmyndinni leikur hún miðaldra konu sem uppi var á mið- öldum. Hennar aðalfæða voru litlir drengir sem hún sauð sér. í raunveru- leikanunt er Katherine hins vegar grænmetisæta og lítur ekki við soðn- um, litlum drengjum. - DS LEITIN MIKLA - sjónvarp á morgun kl. 17,10: Mótmælendur í Bandaríkjunum Á sunnudaginn var hófst þrettán mynda flokkur um helztu trúarbrögð heims og heldur hann áfram á morgun. Björn Björnsson guðfræði- prófessor þýðir þættina og var hann spurður um þá. „Ég er reyndar ekki búinn að sjá nema tvo þá fyrstu en mér sýnist eins og reynt sé að taka á efninu á fróðleg- an hátt án þess þó að það sé gert of fræðilega. Þættirnir eru miðaðir við almenning en ekki sérfræðinga. í fyrsta þættinum var fjallað um hindúasið. Umsjónarmaðurinn, sem er Breti, fór um búsetustaði hindúa, ræddi við þá og tók þátt i trúarat- höfnum með þeim. í þættinum á morgun er fjallað um mótmælendatrú og er hann eingöngu tekinn upp í Bandaríkjunum. Þriðji þátturinn fjallar svo um trúarbrögð á Sri Lanka, sá fjórði um Islam og sá fimmti um kaþólska trú. Þannig er ekki stuðzt við þá röð sem þessi trúarbrögð hafa komið fram í. Það er greinilegt að umsjónar- maðurinn vill láta trúarbrögðin tala sinu máli sjálf og leggur sem minnsta túlkun í þau frá sjálfum sér,” sagði Björn. - DS n Þátturinn um trúarbrögö heims fjall- ar á sunnudaginn um mótmælenda- trú i Bandarikjunum. í því fjöl- breytta samfélagi sem þar er þrífast hvers konar afbrigöi af trú og trúar- iðkun. Þessi prestur notar til dæmis búktal i gegnum brúðu til þess að koma boðskap sinum á framfæri. SÍMAVARZLA Hampiðjan hf. leitar að stúlku til símavörzlu, vélritunar og fleiri skrifstofustarfa. Þarf hún að kunna nokkuð fyrir sér í dönsku, ensku og vélritun, vera þægileg í umgengni og at- hugul. Þær sem áhuga hafa vinsamlegast sendi umsókn til fyrirtækisins merkt „Símavarzla” og komi þar fram helztu upplýsingar svo sem aldur, menntun og fyrri störf. Hampiðjan hf. Leikendur í Leysingu ásamt Benedikt Arnasyni leikstjóra og Gunnari M. Magnúss sem bjó söguna i leikritsbúning. DB-mynd Einar Ólason. LEYSING - útvarp á morgun kl. 16,20: SÖGULOK Á morgun kl. 16.20 verður flutlur 6. og síðasti þáttur af framhaldsleik- ritinu Leysing eftir Jón Trausta og Gunnar M. Magnúss. Nefnist hann Dansinn kringum gullkálfinn og er 72 mínútna langur. Leikstjóri er Bene- dikt Árnason en í helztu hlutverkum eru Róbert Arnfinnsson, Jón Sigur- björnsson og Rúrik Haraldsson. Tæknimenn eru Hreinn Valdimars- son og Runólfur Þorláksson. í 5. þætti sagði frá ferðalagi Þor- geirs inn til dala með Jóni kaupa og bréfi sem faktorinn fékk þar sem krafízt var að hann greiddi allar skuldir verzlunarinnar. Hann gekk hart að bændum við réttirnar hafði ekki erindi sem erfiði. SUMARAUKI — útvarp annað kvöld kl. 21,20: Bragi Sig- urjónsson sjötugur Bragi Sigurjónsson fyrrverandi ráð- herra er sjötugur á morgun. í því tilefni ætlar útvarpið honum sérstaka dagskrá annað kvöld. Séra Bolli Gústavsson ræðir við Braga, Hjörtur Pálsson les úr bókum hans og Bragi fer með nokkur óbirt ljóð. Einnig verða sungin lög við Ijóð hans. Bragi er fæddur að Einarsstöðum í Reykjadal. Hann var landskjörinn á þing árið 1957 og sat þar meira og minna fram til ársins 1979. Meðal ann- ars var hann landbúnaðarráðherra í stjórn Alþýðuflokksins þá fjóra mán- uði sem hún sat til bráðabirgða um ára- mótin 1978—79. Þroskaþjálfaskóli íslands heldur námskeið til endurmenntunar fyrir þroskaþjáll'a á tímabilinu febrúar — maí 1981. Væntanlegir þátttakendur skrái sig fyrir 1. desember nk. í skrifstofu skólans sími 43541, eða á þriðjudögum kl. 17 til 19 í skrifstofu Félags þroskaþjálfa Grettisgölu 89, sími 29678. Skólastjóri SÝNING Iðnaðarmannafélagsins f Reykjavík á munum úr tré í tilefni „árs trésins” 1980 verður opnuð í dag kl. 15 í Húsi iðnaðarins, Hallveigar- stíg 1. Opið daglega kl. 16 til 21 og um helgar kl. 14 til 22. Framkvæmdanefndin. Auk þingmennskunnar hefur Bragi fengizt við kennslu, tryggingastörf og bankastörf. Hann var um árabil banka- stjóri Útvegsbankans á Akureyri. Eftir Braga hafa komið út nokkrar bækur, bæði Ijóðabækur, þýðingar á verkum annarra og bækur fræðilegs eðlis. Bragi kvæntist árið 1936 Helgu Jónsdóttur. - DS VELKOMIN TIL HVERAGERÐIS Breiðumörk 12 Simi 4225 (Aður Blómaskáli Micheisen) Tilboðsverð um helgina Glænýir tómatar 1500 kr. pr. kg. Blómstrandi jólastjörnur kr. 6000. Japanskir listmunir af öllum afsláttur pottablómum

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.