Dagblaðið - 08.11.1980, Side 24

Dagblaðið - 08.11.1980, Side 24
Eggjabændur segjast beittir „ fjárkúgun" — hörð tilraun til að knýja þá í eggjasölusamlag Eggjabændur hafa ijáð DB, að þeir telji sig beitta „fjárkúgun” i því skyni að koma þeim inn i „kerfið” í búvöruframleiðsiunni. Frá því að fóðurbætisskatturinn var á lagður, hafa eggjaframleið- endur orðið að fá fóðurkort til þess að þurfa ekki að greiða fullan skatt- inn. Fóðurkortin byggjast á framvís- un gagna um fóðurkaup eggjabænda á síðasta ári. Nú er þess einnig krafizt af eggjabændum, að þeir greiði sjóðagjöld til landbúnaðarins, stofn- lánasjóðsgjald og búnaðarmála- sjóðsgjald, eigi þeir að fá kortin. Eggjabændur hafa yfirleitt ekki greitt þessi gjöld til þessa, enda um- deilt, hvort lög gera ráð fyrir, að bændur i „aukabúgreinum” greiði gjöldin. Samband eggjaframleiðenda heldur fund í dag, þar sem rætt verður, hvort stofna eigi til dreif- ingarmiðstöðvar í eggjasölu. Slík miðstöð gæti leitt til samlags og ein- okunar á eggjasölu. Osta- og smjör- salan vill fá eggjasöluna í sínar hendur. Eggjabændur eru ekki á einu máli í afstöðu til þess máls, og gæti niðurstaða fundarins orðið afdrifa- rík. - HH Aðstandandur Útimarkaðsins láta engan bilbug á sór finna þótt vetur só ganginn i garð og vaður fari kólnandi. / allan gærdag var rakin líflag varzlun þar. Varningurinn var hinn fjölbreytilegasti sem fyrr og ekki einskorðaður við grænmati, eins og sást á myndinni þar sem meðal annars gefur að lita kjóla og kápur. Útimarkaðurinn hefur sott skemmtilegan svip á miðbæinn og hefur fest sig í sassi. Stefnt mun aðþviað hatda markaðnum gangandi i allan vetur. DB-mynd: Sigurður Þorri. Sambandið hættir við áform um að reisa stórhýsi við Sundin og hef ur fengið vilyrði fyrir lóð í nýja miðbænum: Srjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 8. NÓV. 1980. Guðrún Ólafsdóttir, sem boðið var með í Mexikóferð Útsýnar, tekur við vinningnum úr hendi Ingólfs Guð- brandssonar forstjóra. Áannaðhundr- að manns til Mexíkó — í afmælisferðferða- skrifstofunnar Útsýnar Rúmlega hundrað og fimmtíu manns lögðu upp í morgun i afmælisferð ferðaskrifstofunnar Útsýnar til Mexikóborgar og Acapulco. Ferðin tekur 16 daga og kostaði um 850 þús- und krónur. Er óhætt að segja að þetta sé ein glæsilegasta hópferð sem hér hefur verið boðið upp á. Ferðalöngunum er boðið upp á margs konar skoðunarferðir, m.a. um borgina Mexíkó sem stendur á háslétt- unni 2.240 m yfir sjávarmáli, til Guadalupe þangað sem þúsundir píla- gríma flykkjast árlega, sérstaklega 12. desember en þá standa yfir hátíðahöld, til Teotihuacan sem er talinn einn sér- stæðasti staður Mexíkó. Þá er einnig Iskoðunarferð til Taxco silfurnáma- borgarinnar frægu sem stendur í hlíðum Atachi-fjalls. Dvalið verður 10 daga í Acapulco sem stendur við samnefndan flóa og geta menn þar legið i sólbaði í 30stiga hita. Á sýningunni Heimilið 80 efndi ferðaskrifstofan Útsýn til getraunar. Vinningur var einmitt ferðavinningur í þessa ferð. Guðrún Ólafsdóttir mat- vælafræðingur var svo heppin að nafn hennarvardregiðúr 12000 lausnum. - ELA Loksins nýrfiskur áboðstólumáKöfn Homfirðingar fengu loksins nýjan fisk i vikunni eftir lánga bið. Annað en beinfrosinn fiskur hefur ekki sézt á Höfn frá því fyrir síldarvertíð. Gissur hvíti kom inn með sex tonn og Garðey er einnig byrjuð veiðar. . Júlla, Höfn. Gamanmynd í _Æ ■ xr mrrm „STARFSEMISAMTAK- ANNA RÉÐ ÚRSUTUM” — segir Magnús Óskarsson formaður Sundasamtakanna og segir hlutverki þeirra síður en svo lokið „Vitaskuld réð starfsemi Sunda- samtakanna úrslitum um þá kúvend- ingu sem málið hefur tekið. Það er engin tilviljun að daginn áður en al- mennur borgarafundur er boðaður um málið og daginn sem á dagskrá, sjónvarps er umræðuþáttur sama efnis fellur Sambandið frá umsókn um lóð við Holtaveg og borgaryfir- völd svo gott sem úthluta fyrirtækinu lóð i nýja miðbænum.” Þetta hafði Magnús Óskarsson for- maður Sundasamtakanna að segja um viðburði gærdagsins þegar Sam- band isl. samvinnufélaga afturkallaði mjög svo umdeilda umsókn um lóð undir skrifstofustórhýsi við Sundin í Reykjavík. Siðdegis i gær samþykkti svo borgarráð að úthluta Sam- bandinu landrými í hinum nýja Mið- bæ 2, suður af þeim stað er nýtt Borgarleikhús væntanlega rís. Erlendur Einarsson sambandsfor- stjóri sagði á fréttamannafundi í gær að við nánari athugun hefði iand- rýmið við Holtaveg reynzt of lítið. Ef reist yrði skrifstofubygging þar yrði of lítið land eftir til ráðstöfunar fyrir framtíðarstarfsemi innflutnings- og skipadeildar sem þar eru. „Önnur ástæða er sú að Sam- bandið vill ógjarnan eiga í útistöðum við íbúa Reykjavíkur sem búa við Sundin og vill forðast slíkt í lengstu Jög,” sagði Erlendur sem jafnframt lét þess getið að ósk fyrirtækisins um úthlutun landrýmis á öðrum stað i borginni væri fram komin „að frum- kvæði Sambandsins sjálfs.” Að þessum málalokum fengnum spyrja menn líklega hver verði framtíð nýstofnaðra Sundasamtaka,' samtaka sem stofnuð voru til höfuðs sambandsstórhýsinu fyrirhugaða við Sundin og reyndar öðrum álíka byggingum þar. Þvi svaraði Magnús Óskarsson for- maður þeirra á þessa leið: „Sundasamtökin eru ekki augna- bliksupphlaup æsingamanna. Þeirra hlutverki er síður en svo lokið. Boðaður er fundur stuðningsmanna í Þróttheimum við Holtaveg á morgun, sunnudag, kl. 14. Þar á einmitt að ræða viðfangsefni fram- tíðarinnar. Málið sem varðar hús Sambandsins er því upphafið en ekki endirinn. Viðfangsefnin eru ótal mörg, enda samtökin stofnuð á’' breiðum grundvelli. Mér dettur í hug barátta til að koma í veg fyrir að framtíðarstrandlengjan við Gufunes og Korpúlfsstaðaland verði eyðilögð, að þrýsta á að mengun við ströndina við Reykjavík verði eytt, svo eitthvað >é nefnt. Af nógu er að taka,” sagði Magnús Óskarsson. -ARH. í Dagblaðsbíói á morgun verður sýnd brezka gamanmyndin Maður til taks. Myndin er i sama dúr og vinsælir sjónvarpsþættir með sama nafni sem sýndir voru í íslenzka sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Myndin er í litum og með islenzkum texta. Sýningin hefst í Hafnarbíói klukkan þrjú. LUKKUDAGAR: 8. NÓVEMBER 29563 Sjónvarpsspil. Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.