Dagblaðið - 02.12.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.12.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. (HALLDOR 5IGURDSSON Tökum aö okkur tamn- ingu og þjálfun á hestum, frá 1. desember. Tamningamenn Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sveinn E. Hjörleifsson. Upplýsingar að Faxabóli 1 eða hestasölu Halldórs. S. 13334. Dagfinn Follesdal prófessor frá Noregi flytur fyrirlestur í kvöld kl. 20:30 og nefnir hann: Hovedstromninger i vár tids f ilosof i. Verið velkomin Norræna húsið Sandgerði Blaðberar óskast strax. Upplýs- ingar í síma 92- 7696. Snjólaug. BIABIÐ —VÉLAVERKSTÆDI— Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445 • Endurbyggjum vélar • Borum blokklr • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aöra slitfleti m/ryðfriu haröstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SÍMI 44445 l FULLKOMIO MÓTOR OG RENNIVERKSTÆÐI Ný ljós í loftið -nýr glampí i gluggana IH i m WH&B& Raf Kóp Raftækjaverslun Kópavogs h/f HAMRABORG 11 - KOPAVOGI - SIMI 43480 Fríðión dómsmálaráðherra veitir Gervasoni 14 daga frest fil að pakka niður og koma sér úr iandi: „Endurspeglar ekki hugarfar á íslandi” segir f ranski flóttamaðurinn um af stöðu ráðherrans og starf smanna hans , ,Ég ætla að sjá til hvaða ákvörðun íslenzka þjóðin tekur. Éinkaákvörð- un dómsmálaráðherrans er tekin án þess að hlustað sé á málflutning lög- fræðings míns og án þess að ráðu- neytismenn kynni sér málið gaum- gæfilega. Ég hef beðið um hæli hér á landi og íslenzk stjórnvöld eiga því að taka ábyrgð málsins á sínar herðar. jÁkvörðun um að senda mig til Dan- merkur er dulbúin ákvörðun um að senda mig til Frakklands. Sé það vilji ráðamanna að senda mig úr landi vil ég að þeir gangi hreint til verks og sendi mig beint til Frakklands. ” Þetta hafði flóttamaðurinn Patrick Gervasoni að segja um þá endanlegu ákvörðun Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra að senda hann úr landi en dvalarleyfi Gervasonis átti að renna út í dag. Á fundi Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns Gervasonis með Friðjóni Þórðarsyni, Ólafi Walter Stefánssyni og Baldri Möller í dómsmálaráðu- neytinu í gær var tilkynnt ákvörðun dómsmálaráðherrans um að hann stæði fast við að senda flóttamann- inn úr landi, þ.e. til Danmerkur. Inn- an hálfs mánaðar verður Gervasoni. að fara út og getur valið brottfarar- daginn sjálfur. Fari hann ekki verður lögreglan send á hann og hann færður nauðugur úr landi. Öllum óskum Gervasonis og Ragnars lög- manns Aðalsteinssonar er hafnað af dómsmáiaráðuneytinu. „Málinu virðist þar með lokið eftir réttarfarslegum leiðum,” sagði Ragnar Aðalsteinsson í gær. Hann kvaðst álíta að ríkisstjórnin ætti að taka málið til meðferðar enda væri þetta stefnumarkandi mál fyrir fram- tíðina. „Rökstuðningur ráðamanna er ósannfærandi og verði þetta ofan á er líklegt að við setjum ofan í augum umheimsins. íslenzk stjórnvöld skor- ast undan ábyrgð,” sagði Ragnar Aðalsteinsson. Örnólfur Thorsson, Björn Jónsson og Pétur Gunnarsson úr stuðnings- nefnd Gervasonis á íslandi voru ásamt Ragnari og Gervasoni sjálfum á fréttamannafundi í gær þar sem staða málsins var kynnt og rædd. Þeir lögðu mikla áherzlu á að fólk léti til sín heyra sem mest, stuðnings- nefndin myndi ekki standa að aðgerðum í eigin nafni. „Við höfum sýnt fádæma lang- lundargeð gagnvart yfirvöldunum en nú þrýstir fólk á að eitthvað verðfl gert til að sýna hug manna til málsins,” sagði örnólfur Thorsson. Fram kom að dómsmálaráðu- neytismenn hafi lagt til að lögmaður Gervasonis og stuðningsnefndin gengju úr skugga um það í Dan- mörku að Gervasoni yrði ekki fram- seldur og sögðust reyndar telja víst að svo yrði ekki. Stuðningsnefndarmenn kváðust hreint ekki ætia sér að ganga erinda dómsmálaráðuneytisins. Patrick Gervasoni sagði að brott- vísun sin bryti gegn almenningsálit- inu og benti á stuðningsyfirlýsingar úr öllum áttum, þ.á m. frá Amnesty International, Alþýðusambandinu, stjórnmálamönnum, stjórnmála- flokkum, fjölmiðlum og fleirum. „Ákvörðun ráðherrans endur- speglar ekki hugarfarið sem ríkir á íslandi,” sagði Gervasoni. - ARH Kona ræðst á konu í þágu framfaranna — Helga Kress er óvægin ígagnrýni á rítgerð Gerðar Steinþórsdóttur Helga Kress álítur að Gerður Steinþórsdóttir þurfi að vanda sig betur áður en hún kemst inn i musteri kvennafræðanna. Skírnir, ársrit Hins íslenzka bók- menntafélags, er nýkominn út og fjall- ar að þessu sinni um leikhúsmál. Rit- stjórinn, Ólafur Jónsson, gerir ýtarlega úttekt á innlendri leikritagerð síðustu þrjátíu ára og birtir skrá yfir þau en Páli Baldvin Baldvinsson fer lengra aftur í tímann og skrifar um revíur í Reykjavík frá 1880. Sveinn Einarsson ritar um leikstjórn og Jón Viðar Jóns- son um hvernig túlka megi Galdra- Loft. Þá birtist þarna örstuttur leik- þáttur, „Hlæðu Magdalena, hlæðu”, eftir Jökul Jakobsson. Loks flytur Skírnir að venju rit- dóma. Sá þeirra sem líklegastur mun til að vekja umræðu er eftir Helgu Kress og jafnframt það eina sem kona skrifar í ritið að þessu sinni. Helga tekur til meðferðar bók Gerðar Steinþórsdóttur: „Kvenlýs- ingar í sex Reykjavíkurskáldsögum eftir seinni heimsstyrjöid”. Hún er rituð undir handleiðslu kennara í bók- menntafræði við Háskóla Islands og hluti af kandidatsprófi Gerðar við þá stofnun. f ritdómi sínum fullyrðir Helga að vinnubrögð Gerðar séu ekki nógu vís- indaleg og kunnáttu hennar í aðferða- fræði bókmenntarannsókna nokkuð ábótavant. Helga skelli þó ekki allri skuld vegna galla bókarinnar á Gerði persónulega heldur bendir á að kvenna- rannsóknir í bókmenntum séu nær óplægður akur hér á landi og bók Gerðar því brautryðjendaverk. Enn- fremur lætur Helga í ljósi það álit að lærifeður Gerðar við háskólann hefðu átt að veita henni meira aðhald og leið- beiningar áður en þeir samþykktu út- gáfu verksins. (Sumir segja að enginn hefði getað sagt Gerði betur til en Helga sjálf, en hún var búsett erlendis, þegar bókin var skrifuð.). Eflaust vekur ritdómurinn fjörugar umræður enda víða komið við. Þannig er Gerður þeirrar skoðunar að gleði- konur, sem algengar eru i skáldsögum þeim sem hún fjallar um, hafi aldrei verið til á íslandi og lýsi því ekki ís- lenzkum veruleika. Helga fullyrðir aftur á móti að þær hafi víst verið til og vitnar í lögregluskýrslu frá hernámsár- unum máli sínu til stuðnings. -ai/ihh EIKðaán Bátaeigendur stela f rá veiðimönnum „Það dylst engum að bátaeigendur hafa búið um sig við árósinn því þessi net eru ekki lögð frá landi,” sagði Karl Ómar Jónsson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var 23. nóvember. „Eftir að Reykjavíkurborg hafði keypt netalögn við Viðey á síðast- liðnu ári var það haid manna að nú væri netaveiðin upprætt. En í eftir- litsferð sem farin var á vegum Veiði- málastofnunarinnar kom í ljós að töluvert er um netalagnir á Viðeyjar- sundi og i nágrenni þess,” sagði Karl. Stangaveiðifélagið hefur séð um að rækta upp Elliðaárnar og varið til þess ærnu fé. Árnar eru síðan leigðar út á sumrin. Er því skiljanlegt að for- ráðamönnum félagsins gremjist ef aflanum er öllum stolið frá veiði- mönnunum strax úti í ósnum. - DS / G. Bender.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.