Dagblaðið - 06.12.1980, Page 9

Dagblaðið - 06.12.1980, Page 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980. 9 Jón L Ámason skrifar frá ólympíumótinu á Möltu: Helgi vann Timman öðru sinni — og Margeir lagði nýja stórmeistarann —Jón hafnaði jafnteflis- boði Sosonko þegar íslandvann Holland Allt bendir til þess að íslendingar verði miklir örlagavaldar á ólympíu- mótinu hér á Möltu. Fyrir siðustu umferð voru sveidr Ungverja og Sovétmanna efstar og hnífjafnar að vinningum og að öllum líkindum tefla íslendingar við Ungverja í síðustu umferð. Ef svo fer er augljóst að engin grið verða gefin. Ungverjar hafa ólympíutidlinn að verja og íslendingar eru staðráðnir í að halda sínu enda sveitarmenn orðnir bjartsýnir eftir velgengnina í síðustu umferðum. Ekki hefur þó allt gengið eins og best væri á kosið, þótt íslenska sveit- in hafi svo sem ekki ástæðu til að kvarta. Þannig voru íslendingar óheppnir að fá aðeins 1 vinning í viðureigninni við Júgóslava. Jóhann Hjartarson átti biðskák við Júgóslav- ann Marjanovic, sem hafði hrók og biskup gegn hróki Jóhanns. Það er fræðileg jafnteflisstaða þótt ýmsa pytti sé að varast. Svo fór eftir mikið þóf að Jóhanni varð fótaskortur og Íenti í svokallaðri Philidor-stöðu og varð að sætta sig við ósigur. Þrátt fyrir þetta ólán eru íslendingar ofar- lega í mótinu og hafa sjaldan staðið sig jafnvel á ólympíuskákmód. Næst komust þeir í Havana 1966 er þeir höfnuðuí ll.sædaf54keppendum. í þessum síðustu umferðum hefur róðurinn þyngst fyrir íslendingana, enda við sterkustu skákþjóðir heims að glíma. Sigur gegn V-Þjóðverjum var óvæntur og virtist hafa komið sveitarmönnum á bragðið. Þannig mátd stórveldi í skák eins og Holland sætta sig við ósigur , 2 1/2—1/2, gegn íslandi og mátti þakka fyrir þá vinninga sem fengust. Helgi og Margeir fóru einkar illa með sína andstæðinga sem voru þó engir aðrir en Timman og Ree. Helgi hafði svart og tefldi afbrigði sem Friðrik tefldi gegn Margeiri á helgarskákmód í sumar. Fékk Helgi ágæta stöðu og gerði út um andstæðing sinn á einkar sannfærandi hátt. Þetta er önnur skákin sem hinn heimsfrægi stór- meistari Timman tapar fyrir Helga. Á skákmód í Lone Pine fyrir tveimur árum tapaði hann í fyrra skiptið. Hins vegar vann Timman í viðureign þeirra á Reykjavíkurskákmódnu 1976. Svo skemmtilega vildi dl að Hans Ree var útnefndur stórmeistari á Fide-ráðstefnunni daginn sem hann tefldi við Margeir. Stórmeistaraferill hans byrjar því ekki vel því Margeir yfirspilaði hann eftir öllum kúnstar- innar reglum. Er Margeir nú í miklum baráttuham og hefur náð frábærum árangri 8 vinningum af 12 mögulegum. Á 2. og 4. borði var allt útlit fyrir jafntefli. Ég fékk rýmri stöðu gegn Sosonko sem bauð jafntefli efdr 16 leiki. Sjálfur var ég á báðum áttum hvort ég ætti að þiggja boðið eða ekki en ákvað að láta slag standa. í framhaldinu tefldi ég hins vegar óná- kvæmt og Sosonko náði að jafna taflið fullkomlega. Þá bauð ég jafn- tefli enda ekkert eftir á borðinu nema hrókur og 5 peð hjá hvorum. Sosonko hafnaði og ég svaraði með hroðalegum fingurbrjót, tapaði peði í einum leik og skákinni nokkru seinna. Ingi hafði rýmri stöðu einnig en var að verða tímanaumur og þáði jafntefiisboð Langewegs rétdlega. Hér koma skákirnar tvær sem lögðu hornsteininn að sigri íslend- inga gegn Hollendingum:. l.BORÐ Hvítt: — Jan Timman, Hollandi. Svart: — Helgi Ólafsson, íslandi. 1. d4 — Rf6 2. Rf3 — g6 3. Bg5 — Bg7 4. Rbd2 — c5 5. e3 — cxd4 6. exd4 — 0-0 7. Bd3 — Rc6 8. c3 — d6 9.0-0— h6 10. Bh4 — Rh5! Helgi lék þessum leik án umhugs- unar. Hann treysti útreikningum Friðriks sem hugsaði sig lengi um áður en hann beitti honum gegn Margeiri forðum. 11. Hel — f5 12. d5 — Re5 13. Bc2 — Rf4 14. Rxe5 — dxe5 15. Bg3 — g5 16. Bxf4 — gxf417. f3 Þvingað því svartur hótaði 17. — — e4. Nú gat Helgi unnið peð með 17.-----Db6+ og 18.--------Dxb2. Afleiðingarnar eru óljósar og hann kýs að velja annað framhald. 17.-----Bd7 18. Bb3 — b5 19. Khl — Db6 20. Hcl — Hac8 21. c4 — a6 22. cxb5 — axb5 23. Rbl — Hxcl 24. Dxcl — Hc8 25. Dd2 — Kf8 26. Rc3 — Bf6 27. Rdl — b4 28. Rf2 — Bh4! Frá og með þessum leik teflir Helgi skákina af gífurlegum krafti. Ekki einu sinni stórmeistari á borð við Timman á möguleika á að bjarga sér. 29. Kgl — Kg7! 30. De2 — e4 31. fxe4 — fxe4 32. Hfl — f3 33. gxf3 — Bh3 34. d6 (örvænting). 34.-----exd6 35. Hdl — Hf8! 36. Khl — Dxf2 37. Hgl + — Dxgl + ! 38. Kxgl ^exf3 og Timman gafst upp. 3.BORÐ Hvítt: Hans Ree, Hollandi. Svart: Margeir Pétursson, íslandi. 1. c4 — c5 2. Rf3 — Rf6 3. Rc3 — e6 4. g3 — Rc6 5. Bg2 — Be7 6. 0-0 — 0-0 7. e4 — d5 8. cxd5 — exd5 9. e5 — Re4 10. Hel — Bf5 11. d3 — Rxc3 12. bxc3 — d4 Hvítur hefur teflt byrjunina frum- lega en ekki að sama skapi varlega. Sjöundi leikur hans mun vera nýr af nálinni. Svartur hefur þægilega stöðu. 13. c4 — Dd7 14. Db3 — Hab8 15. Bf4 — Be6 16. Db5 — Dd8 17. Dbl — a6 18. h4 — b5 19. Rg5 — BxgS 20. Bxg5 — Dc7 21. Dcl — Peðsfórn sem reynist svörtum ekki ýkja hættuleg. 21. -----Rxe5 22. Bf4 - f6 23. Bxe5 — fxe5 24. f4 — bxc4 25. Hxe5 — Bf7 26.dxc4 — í fljótu bragði mætti ætla að hvítur hefði ágæt færi eftir opinni e-linunni. í framhaldinu kemur þó í ljós að það er svartur sem hefur frumkvæðið. 26.------Hb4! 27. Bfl — Dc6! 28. Ddl — Bxc4 29. Bg2 — Dd6 30. Hcl — d3! Þessi öflugi leikur vekur upp óleysanleg vandamál fyrir hvítan. 31. Hxc4 — Hxc4 32. Bd5+ — Kh8 33. Bxc4 — Dd4+ 34. Kg2 — Dxc4 35. Db3 — Dxb3! 36. axb3 — Hd8 37. Hel — d2 38. Hdl — a5! 39. Kf2 — a4 40. bxa4 — c4! Ree gafst upp enda verða frelsingj- arnir ekki stöðvaðir. Kveðja JLÁ JÓN L. ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK Að úthýsa austri í þættinum í dag tökum við fyrir þrjú skemmtileg spil. Fyrst verða sýnd- ar hendur norðurs og suðurs og þú átt að leysa spilin. Hér kemur fyrsta spilið. Nordur AK75 <?G92 >G9732 *D5 Sl'Ouií ♦ D9 ÁKD105 Á654 *Á7 Þú ert að spila fjögur hjörtu. Vestur sagði spaða og spilar út tígultíu. Hvernig spilar þú spilið? Hérkemurspilnr.2: Noruur A KD54 985 O K6 * ÁK72 SumjR *8 7 KG10762 OÁ72 * 963 Þú ert að spila fjögur hjörtu og vestur spilar út spaðagosa. Hvernig spilar þú spilið? Og hér er þriðja spilið: Noruur AÁK2 . O' 1053 9 G10843 * 82 SUÐUK A10875 V ÁG 9 ÁKD5 *K54 Austur og vestur á hættu. Austur pass, suður opnaði á tígli, vestur pass og norður sagði þrjá tígla, þá sagði austur þrjú hjörtu og suður þrjú grönd. Vestur spilaði út hjartasexi, lítið úr blindum og austur lét drottninguna. Hvernig spilar þú spilið? Þá er komið að fyrsta spilinu aftur. Svona eru allar hendurnar: Noruur A K75 V G92 O G9732 * D5 Au.-tur A843 S? 873 OKD8 AG1094 SUÐUH AD9 0>ÁKD105 OÁ654 + Á7 Vestur spilar úr tígultíu sem er á- byggilega einspil. Hvað er hægt að gera? Austur má ekki komast tvisvar inn í spilið, þá getur hann spilað laufi og spilið er tapað, því að við erum ekki búin að fría tígulinn. Til þess að vinna spilið gefum við vestri fyrsta slag á. tígultíu og vörnin getur ekkert gert. Hið eina sem ekkert gefur fyrir vestur er að spila hjarta og spilið er unnið. Þáerhérspilnr. 2: Norðuk 4KD54 V985 OK6 + ÁK72 Austuk AÁ732 V3 O D1043 * G1085 SUÐUR A 8 <?KG 10762 OÁ72 +963 Vestur spilar út spaðagosa í fjórum hjörtum suðurs. Það er sama sagan í þessu spili og fyrra spilinu, það er að halda austri frá því að komast inn. Þvi gefum við spaðagosann. Ef við hefðum lagt drottningu á spaðagosa, þá drepur austur og spilar hjarta. Vestur tekur á Vestur AÁG1062 «>64 910 + K8632 Vepti k AG1096 «>ÁD4 9G985 + D4 drottningu og ás og spilar þriðja hjartanu og þú ert með tvo gjafaslagi í láglitunum og aðeins annar fer niður í spaða. Ekki má austur fara upp með spaðaás, þegar þú gefur spaðagosa, því þá eru tvö niðurköst í spaða. Hérer spilnr. 3: Vl.fTl K A D94 Z>6 0962 + ÁDG1063 Nordur a ÁK2 9? 1053 > G10843 * 82 Ausrun A G63 KD98742 O 7 * 97 SuuUr A 10875 8? ÁG 9 ÁKD5 + K54 Þetta spil er mjög vandasamt. Til að byrja með verður að reyna að gera sér grein fyrir skiptingu spilanna hjá austri og vestri. Austur kom inn á þrem hjörtum á hættunni en hafði sagt pass i upphafi. Mjög trúlegt er að sögn austurs byggist á löngum hjartalit og engu öðru og því eigi vestur laufás. Til þess að vinna spilið verður vestur því að eiga aðeins eitt hjarta og ekki má rasa um ráð fram, það er að segja að byrja á því að spila öllum tíglunum. Þú drepur á hjartaás og spilar litlum spaða. Ef vestur lætur lítið, drepur þú á kóng og ferð heim á tígulás og spilar aftur spaða, ef vestur lætur lítið, þá drepur þú á ás, en ef vestur lætur drottninguna þá gefur þú. Með þessu færð þú níunda slaginn i spilinu á spaða. Ef þú hefðir tekið tíglana fyrst, gat vestur einfaldlega gefið niður spaðadrottningu. Bridgedeild Skagfirðinga Lokaumferð tvímenningskeppni Bridgedeildar Skagfirðinga var spiluð í Drangey, Siðumúla 35, síðastliðinn þriðjudag. Efstu sæti skipa: 1. Bjarni Pétursson. Ragnar Rjörnsson 630 2. Jón Stefánsson, Þorst. Laufdal 606 3. Andrés Þórarinsson, Hjálmar Pálssou 591 4. Guðrún Hinriksd., Haukur Hannesson 590 5. Björn Eggertsson, Karl Adolfsson 571 6. Sigmar Jónsson, Sigrún Pétursd. 570 7. Hjalti Kristjánsson, Ragnar Hjálmarsson 554 8. Erl. Björgvinsson,, Sveinn Sveinsson 554 Eins kvölds tvímenningur verður spilaður þriðjudaginn 9. des. kl. 19.30, allir spilarar velkomnir. Hraðsveitakeppni byrjar 6. jan. 1981 og hefst skráning næsta þriðju- dagskvöld í Drangey, einnig í síma 16737 og 12817 Sigmar Jónsson. Bridgedeild Víkings 2. umferð í hraðsveitakeppninni var spiluð mánudaginn 1. desember. Eftirtaldar sveitir skipa efstu sætin: Stlg 1. Guðmundur G. Sigurðsson 1232 2. Ingibjörg Björnsdóttir 1206 3. Ölafur Friðriksson 1186 4. Ingibjörg Bragadóttir 1167 5. Magnús Theódórsson 1166 Bridgesamband íslands Þann 29. nóvember sl. var þing BSÍ haldið i Gafl-inum í Hafnarfirði. Á þinginu var kosin stjórn BSÍ fyrir næsta starfsár og skipa hana eftirtalin: Þorgeir Eyjólfsson, forseti, Ríkarður Steinbergsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Jakob R. Möller, Sigrún Pétursdóttir, Sævar Þorbjörns- son, Björn Eysteinsson. Á þinginu voru m.a. samþykktar breytingar i keppnisreglum fyrir íslandsmót í bridge. Aðalefni þeirra er að fyrir undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni verður sveitunum raðað í þrjá flokka samkv. styrkleika fjögurra stigahæstu manna hverrar sveitar miðað við síðustu skrá meistarastiga- nefndar BSÍ. Úr hverjum flokki verða siðan dregnar tvær sveitir í fjóra riðla. í undankeppni íslandsmótsins í tvímenningi verða 64 pör dregin í fióra riðla í fyrstu umferð og síðan verður slönguraðað fyrir tvær seinni aðferðir. 24 stigahæstu pör spila síðan i úr- slitum. Keppnisreglurnar í heild verða sendar til félaganna á næstunni. Vegna þessa nýja fyrirkomulags verður spilurum gefinn kostur á að skila meistarastigum inn til BSÍ fyrir 1. marz 1981. Úrslitaleikur bikarkeppni BSÍ verður spilaður laugardaginn 13. desember á Hótel Loftleiðum. Til úr- slita spila sveitir Hjalta Elíassonar og Óðals. Byrjað verður að sýna leikinn á sýningartöflu kl. 13.30. Bridgefélag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spilað í einum tíu para riðli. Úrslit urðu þessi. Stig 1. Ólafur Garflarsson, Garðar Hilmarsson 140 2. Baldur Bjartmarsson, Kristján Snædal 128 3. Sverrir Þórisson, Haukur Marteinsson 122 4. Helgi Skúlason, Axel Lárusson 115 5. Leifur Karlsson, Hreiðar Hansson 115 Meðalskor 108 Næstkomandi þriðjudag verður líka spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í húsi Kjöts og fisks að Selja- braut 54, kl. hálf átta, stundvíslega og eru allir velkomnir. BridgedeHd Barðstrend- ingafélagsins Hraðsveitakeppninni lauk mánu- daginn 1. desember með sigri sveitar Ágústu Jónsdóttir (auk hennar eru í sveit Guðrún Jónsdóttir, Málfríður Lorange og Helgi Einarsson). Úrslit urðu þessi: 1. Ágústa Jónsdótilr 2286 2. Óli Vatdemarsson 22KJ 3. Viðar Guðmundsson 2251 4. Ragnar Björnsson 2251 5. GunnlaugurÞorsteinsson 2215 6. Gísli Benjamínsson 2189 7. Baldur Guðmundsson 2177 8. Einar Ólafsson 2134 9. Vikar Davíðsson 2132 10. Haukur Heiðdal 2089 11. Ólafur Jónsson 2071 12. Sigurður ísaksson 2063 13. Þórir Bjarnason 1939

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.