Dagblaðið - 06.12.1980, Síða 13
13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980.
frambjóðandi þarf Coluche eins og
hinir þrjátíu meðframbjóðendur
hans að safna 500 meðmælenda-
undirskriftum meðal þjóðkjörinna
manna í Frakklandi, þingmanna,
sveitarstjórnarmanna og bæjar-
stjóra. Þeir eru um 40 þúsund í
Frakklandi og þar sem Coluche hefur
lofað að halda skemmtun í sér-
hverjum þeim bæ þar sem hann fær
stuðning bæjarstjórans þykir ekki
útilokað að hann nái nauðsynlegum
meðmælendafjölda.
Helmingur bæjarstjóra í
Frakklandi er óflokksbundinn
þannig að þrátt fyrir að yfirvöld og
stjórnmálamenn geri sitt til að koma
i veg fyrir framboð Coluche eru
möguleikar hans talsverðir.
Alvarlegustu viðbrögðin þessa
dagana varðandi það að gamanið sé
farið að grána koma ekki frá stjórn
málamönnum, heldur frétta-
skýrendum og leiðarahöfundum.
Þegar til kastanna kemur má ekki
eyðileggja lýðræðið. Fjölmiðlar, að
einu grínblaði undanskildu, eru sam-
máia í afstöðunni til þessa fram-
bjóðanda. En jafnframt eru menn
sammála um að ekki er hægt að af-
greiða Coluche sem óþægilegan
grínista sem náð hefur langt. Hann er
tákn, alvarlegt tákn, segja menn. En
um hvað?
Fyrst og fremst er þetta gagnrýni
á stjórnmálaleiðtoga. En það er
meira en það. Meðal stuðningsmanna
eru smáborgarar og hægrisinnuð öfl,
gamlir þátttakendur í stúdenta-
óeirðunum 1968, fyrrverandi
kommúnistar en þó fyrst og fremst
svekktir sósíalist^r. Áhuginn á
Coluche óx þegar Francois Mitterand
tilkynnti um framboð sitt þar sem
vonir sósíalista um framboð Michel
Rocard urðu þá að engu. Vonin um
meirihluta vinstri sinna fýrir Giscard
d’Estaing var þar með horfin.
Vonleysið vegna slæmrar útreiðar og
klofnings vinstri sinna i kosningum
1978 er ekki horfið.
Biturleiki og tortryggni í garð
stjórnmálaflokka gætir sérstaklega
hjá yngri kynslóðinni, tortryggni í
garð hinna voldugu sem stjórna
flokksvélunum kann að hafa átt sinn
þátt í sameiningunni um Coluche.
Eins og stuðningsmaður Coluches
orðar það í málgagni vinstri manna
Liberation: „Við munum að minnsta
kosti skemmta okkur í kosningabar-
yfir framboði sínu.Þetta blöskraði
mörgum vinstri mönnum. í
skoðanakönnunum kom fram, að
27 prósent lesenda blaðsins ætluðu
að ljá Coluche atkvæði sitt í fyrstu
umferð kosninganna.
„Alvörustjórnmálamenn” hafa
auðvitað látið í ljós það álit að fram-
boð þetta sé hin mesta óvirðing við
lýðveldið og forsetaembættið. Sumir
hverjir hafa alveg neitað að tjá sig um
þennan mótframbjóðanda sinn en
þeim fer stöðugt fækkandi,
Martröð stjórnmálamanna er nú
fyrst og fremst sú að þurfa að þola
Coluche í kosningaútvarpi og
sjónvarpi en hann hefur fullan rétt
á að koma þar fram eins og aðrir.
Hætt er við að Coluche muni
koma við auman blett á mörgum
stjórnmálamanninum er hann birtist
á sjónvarpsskjánum, skopstæla
tæknistjórnunarhroka Giscard
d’Estaings forseta, gera grín að reiði-
köstum kommúnistaleiðtogans
Georges Marchais og bera saman
þriðju tilraun Mitterand til að verða
forseti við sínar þrjár tilraunir til að
ná gagnfræðaprófi.
Til þess að verða fuilgildur
Coluche: „Allir þeir sem eru búnir að fá sig fullsadda af þessum finu herrum ættu
að kjósa mig.”
Francois Mitterand er nú i framboði til forseta i þriðja sinn.
áttunni. Það er betra en að
örvænta.”
Við aðstæður þar sem óvinsæl og
ósveigjanleg ríkisstjórn fylgir harðri
efnahagsstefnu með sósíalisku ivafi,
þar sem gætir meiri og minni
einræðistilhneiginga í fari forsetans
og þar sem stjórnarandstaðan er
klofin og einskis megnug, hafa
Frakkar eða að minnsta kosti sumir
þeirra kosið grínið sem valkost.
Coluche er hvorki nýr Poujade
eða franskur Glistrup. Hann er
trúður. Trúður, sem fengið hefur byr
undir báða vængi með því að höfða
til rótgróinnar fyrirlitningar Frakka á
valdamönnum og spila á það stefnu-
leysi og þann biturleika sem gætir
meðal franskra vinstri manna
varðandi forsetakosningarnar. Þetta
stefnuleysi vinstri manna gæti leitt til
þess að borgaralegur forseti yrði
kosinn til næstu sjöára í Frakklandi.
(Politiken).
Kjallarinn
Kristinn Snæland
góðri þjónustu í þessa átt hjá sjón-
varpinu okkar, þá dyttu niður kröfur
um fullkomið dreifikerfi á miðin.
Farskipin og
fiskiskipin
Nú er svo komið á flotanum að
flest fiskiskip og farskip eru búin
sjónvarpstækjum og ekki aðeins það
heldur verða myndsegulbönd æ
algengari um borð í skipunum.
Samkvæmt upplýsingum frá skipa-
félögunum Eimskip, Hafskip og
Sambandinu, þá eru nú þegar komin
myndsegulbönd í nokkur skipa
þeirra. Enn eru þó þessi myndsegul-
bönd aðeins komin um borð þar sem
myndsegulbönd í öll skip sín. Hjá
Eimskip er aðeins verið að bíða eftir
því hvaða gerð myndsegulbanda
verður ofan á í samkeppni sem
stendur sem hæst um þessar mundir.
Hjá Philips, Sony og Hitaci er
verið með nýja gerð í gangi, sem
kölluð er kerfi 2000, en jafnframt er
önnur gerð á döfinni sem keppa mun
við 2000. Eimskip væntir þess að
innan skamms tíma verði ljóst, hvor
gerðin verður ofaná og þá mun fyrir-
tækið kaupa þá gerð í öll sin skip.
Líklegt má telja að sama verði
reyndin hjá hinum skipafélögunum.
Með tilliti til þessarar þróunar
Myndsegulbanda-
safn
Ef það reynist rétt sem fram kemur
hér að framan varðandi óhemju-
kostnað vegna dreifikerfis um miðin
og svo þá þróun sem í gangi er með
myndsegulböndin, þá er ljóst að
hagsmunum sjómanna verður best
borgið með því að komið verði upp
myndsegulbandssafni með útibúum
um allt land.
Skipulag myndsegulbandasafn-
anna þyrfti að ákveða í samvinnu við
félög sjómanna. Hvað varðar hinn
ísienska hluta þyrfti vitanlega að
koma á samstarfi við sjónvarpið, í
notendur.
Það er sannarlega kominn tími til
þess að svo ágæt tækni sem niynd-
segulböndin eru, verði tekin í notkun
fyrir íslenska sjómenn. F.imskipa-
félagsmenn hafa þegar markað félag-
inu stefnu sem virðist bera hag sjó-
manna fyrir brjósti. Nú er þess aðeins
að vænta að ríkisvaldið (sjónvarpið)
og aðrir útgerðaraðilar taki saman
höndum til þess að notfæra sér þessa
góðu tækni til hagsbóta fyrir islenska
sjómenn.
Að lokum skal það tekið fram að
Pétur Sigurðsson alþingiSmaður
hefur eins og Karvel, Lúðvík og
Garðar Sigurðsson unnið að sjón-
varpsmálum vegna sjómanna. Þessir
Þeir hafa unnið að sjónvarpsmálum fyrir sjómenn
/
\
Myndsegulbönd
Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir
gott dreifikerfi sjónvarps um miðin
og siglingaleiðir umhverfis landið, þá
er hætt við því að afar glompótt yrðu
not sjómanna af sjónvarpihu okkar.
Það er t.d. ekki þar með sagt, þrátt
fyrir góða dreifingu, að sjómenn hafi
alltaf tækifæri til þess að setjast
niður um fréttaleytið til þess að
fylgjast með fréttunum. Vinnutími
sjómanna er þannig, að trúlega
verður annað að koma til en full-
komið dreifikerfi um miðin og
siglingaleiðir. Myndsegulböndin (sem
nú munu í athugun hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins) eru að öllum líkind-
um það sem koma skal í stað dreifi-
kerfisins. Sé dæmi nefnt þá er það
svo nú að tvö dönsk skip sigla hér við
land á vegum Eimskipafélags íslands.
Þessi skip fá vikulega myndsegul-
bönd frá danska sjónvarpinu með
því helsta sem þar er á dagskrá í viku
hverri.
Það er trúa mín að væri komið upp
Karvei Pálmason
Lúðvik Jósepsson
Pétur Sigurðsson
Garðar Sigurðsson
.áhöfnin hefur komið sér saman um
kaupáþeim.
Hjá einu skipafélaganna
(Eimskip) fengust þær upplýsingar
aö framundan væri að félagið keypti
virðist skynsamlegt að hverfa frá
kröfunni um fullkomið deifikerfi um
miðin og siglingarleiðir en leggja í
stað þess áherslu á gott dreifingar-
kerfi myndsegulbanda.
því skyni að gerðar yrðu innlendar
fréttamyndir vikulega og svo settar á
myndsegulband þær myndir sem
sjónvarpið sýnir og rétthafar leyfa að
séu bandsettar fyrir íslenska
menn ættu nú að snúa sér að því að
marka nýja stefnu í sjónvarpsmálum
sjómanna með tilliti til myndsegul-
bandatækninnar.
Kristinn Snæland