Dagblaðið - 06.12.1980, Page 27
Guðmundur Steingrímsson og Bob Magnússon.
Jass í sjónvarpi kl. 21.05:
Jass með betra móti
Á laugardagskvöld verður „Jass”
í sjónvarpi. Bob Magnússon,
Guðmundur Ingólfsson, Guðmundur
Steingrímsson, Rúnar Georgsson og
Viðar Alfreðsson leika jass í
sjónvarpsal. Upptakan var gerð í
september sl. og henni stjórnaði Egill
Eðvarðsson. „Þetta er mjög
aðgengilegt efni, líflegt og gott,”
sagði Egill. Um Bob Magnússon
sagði Egill. „eins og lítið fer fyrir
honum, sýnir hann þeim mun meira i
tónlistinni. Hann gerir hlutina yfir-
máta smekklega.” Bob Magnússson
er íslenzkur í aðra ættina, sikileyskur
í hina. Hann kom til landsins í sept.
sl. sem gestur Jazzvakningar á fim
ára afmæli félagsskaparins. Bob er
talinn einn af fremstu jassbassa-
leikurum Bandaríkjanna. Við komu
Bobs til landsins komu þeir félagar
saman, sem að ofan eru taldir og
æfðu upp prógramm, sem þeir fluttu
siðan á hljómleikum. Efnið í
þættinum i kvöld verður það sama.
Þar á meðal er verk eftir Gunnar
Reyni Sveinsson. Þeir sem hafa
gaman af jassi ættu ekki að láta
þáttinn fram hjá sér fara.
-GSE.
Philipus Melanchthon höfundur Ágsborgarjátningarinnar.
Ágsborgarjátningin—útvarp kl. 13.20:
Á morgun flytur dr. Einar Sigur-
björnsson prófessor fyrra hádegis-
erindi sitt um Ágsborgarjátninguna.
„Þetta er höfuðjátning lúterskrar
kirkju og útskýrir hvað lútersk kirkja
er,” sagði Einar. „Þessi játning var
lögð fyrir kirkjuþing i Ágsborg í
Bayern 1530. Höfundur hennar er
Philipus Melanchthon háskólakennari í
Wittenberg, nánasti samstarfsmaður
Marteins Lúters. Með þessari játningu
vildu lúterstrúarmenn sýna fram á að
þeir væru ekki villutrúarmenn, eins og
katólskir menn vildu halda fram.” í
fyrra erindinu ræðir Einar um aðdrag-
anda að því að játningin var lögð fram
og útskýrir eðli og áhrif játningarinnar.
í seinna erindinu gerir hann grein fyrir
efni hennar og hlutverki gagnvart
lúterskri kirkju nútímans.
-GSE.
Bókin ICELAND ISLANDE frá editions DELROISSE er tilvalin
jólagjöf fyrir vini og kunningja erlendis.
Bókin er einnig skemmtileg gjöf fyrir fyrirtæki til þess að senda
erlendum viðskiptavinum sínum.
Bókin er með enskum, þýzkum og frönskum texta og með 127
sérstaklega fallegum myndum víðsvegar að af landinu.
Bókin eráhagstæðu verðiogfæsthjá
fíestum bóka verziunum.
Verð kr. 9.915.-
GAGNOGGAMAN
útvarp M. 11.20 laugardag:
Mjallhvít og
dvergamir sjö
Gagn og gaman heitir þáttur sem
Gunnvör Braga tekur saman með
goðsögnum og ævintýrum. Þáttur þessi
er á dagskrá útvarpsins i dag kl. 11.20
og ,,er hann tilkominn vegna verkfalls
leikara við stofnunina,” sagði
Gunnvör. En á þessum tíma var vana-
lega flutt barnaleikrit. „Það varð að
ráði að velja ævintýralegt efni til
flutnings í staðinn og verður efnið lesið
i röddum. 1 dag lesa þær Sigrún
Sigurðardóttir og Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir ævintýrið um Mjallhvít og
dvergana sjö. Þetta verða Ijórir þættir
í desember og næst verður lesið úr
Ævintýrum Grimmsbræðra. í þriðja
þættinum eru síðan gi 'skar goðasögur,
Herkúles og þrautir hans. í síðasta
þættinum verður lesið úr norrænum
goðasögum. Gunnvör sagði að lokum
að mikið hefði verið að gera að undan-
förnu vegna leikaraverkfallsins!
hreinsa þyrfti upp dagskrárliði og búa
til nýja í staðirin, en reynt er að láta það
bitna sem minnst á hlustendum.
-GSE.
Gunnvör Braga dagskrárfulltrúi hljúðvarps.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980.
Höf uðjátning
lúterskrar kirkju
Dr. Einar Sinurbjörnsson prófessor.