Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚARL98t. Sjónvaip nœstnvika ••• Á laugardaginn 10. janúar kl. 20.35 kemur gamanmyndafíokkurinn Spitalalif aftur á skjáinn eftir árs hló. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Spitalalif. (M.A.S.H.). Bandarískur gamanmyndaflokkur í þrettán þáttum um lækna og hjúkrunarlið í Kóreu-styrjöldinni. Þættir um Spitalalíf voru sýndir í Sjónvarpinu fyrir ári. Fyrsti þáttur. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 21.00 Lúðrasveitin Svanur. Tónleik- ar i sjónvarpssal. Stjórnandi Sæ- björn Jónsson. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 21.30 Glatt á hjalla. Heimildamynd um fjölleikahús í Kína og daglegt líf listafólksins. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.20 Baxter. Bresk bíómynd frá árinu 1972. Leikstjóri Lionel Jeffries. Aðalhlutverk Patricia Neal, Scott Jacoby, Britt Ekland og Jean-Pierre Cassel. Roger er tólf ára bandarískur drengur. Það háir honum mjög að hafa aldrei notið umhyggju foreldra sinna. En þau skilja og móðirin flyst með drenginn til Lundúna, þar sem hann eignast brátt góða vini. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 11. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar- prestur í Hallgrimsprestakall ii, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsið á sléttunni. Fjallgryfjan. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.10 Leitin mikla. Ellefti þáttur. Kínversk trúarbrögð. Þýðandi Björn Björnsson. Þulur Sigurjón Fjeldsted. 18.00 Stundin okkar. Sýnd verða at- riði frá listahátíð 1980, þ.e. spænski leikflokkurinn Els Come- diants og íslenskir listamenn á Skólavörðustig. Nemendur úr Víghólaskóla flytja frumsaminn söngleik og aðra tónlist. Um- sjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 18.50 Skiðaæfingar. Þýskur fræðslumyndaflokkur í léttum dúr, þar sem byrjendum eru kennd undirstöðuatriði skíðaí- þróttarinnar, og þeir sem lengra eru komnir, fá einnig tilsögn við sitt hæfi. Meðal leiðbeinenda eru Toni Sailer og Rosi Mittermaier. Fyrsti þáttur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. Þessi myndaflokkur var áður sýndur í mars og apríl 1978. 19.15 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Leiftur úr listasögu. Hinar gullnu stundir herfogans af Berry eftir Pol Malnel. Úmsjónarmaður Björn Th. Björnsson. Stjórn upptöku Valdimar Leifsson. 21.10 Landnemamir. Áttundi þáttur. Efni sjöunda þáttar: Oliver Seccombe reynir með öllum ráðum að komast- yfir jörð Hans Brumbaughs, sem gefur sig hvergi. Nautgripabændur eru allt annað en ánægðir, þegar Messa- molre Garrett flyst í héraðið með mörg þúsund fjár. Yfirgangur stórbændanna keyrir úr hófi. Lög- reglan þorir ekkert að aðhafast, og loks taka Hans og Jim Lloyd lögin í sírtar hendur. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.45 Dagskrárlok. Lynn Redgrave kemur til sögunnar I Landnemaþættinum á sunnudag. Hér er hún í hlutvcrki sinu I George Girl. LANDNEMARNIR—sjónvarp kl. 21,20 á sunnudag: Átök á milli stór- bænda og smábænda Bandaríski myndaflokkurinn Landnemarnir er í sjónvarpi á sunnudag. í siðasta þætti fylgdumst við með John Skimmerhorn ásámt hörkutólinu Poteet reka nautgripi Olivers Seccommbe frá Texas til Colorado. Oliver Seccombe og meðeigendur hans ætla sér að reisa heimsins stærsta nautgripabú, en til þess að það takist þurfa þeir æði mikið land- rými. Seccombe reynir nú að flæma bændurna burt af jörðum sínum en sumir þrjózkast við og einn af þeim er Þjóðverjinn Hans Braumbaugh. Seccombe , sem vill komast yfir jörð hans, leigir nokkra byssumenn til að sjá um Braumbaugh. Mjög er tekið að halla á Braumbaugh þegar Seccombe þarf að beina kröftum sínum annað. Til sögunnar kemur Garett nokkur, hann hyggst hefja sauðabúskap í stórum stíl en nautgripabændurnir líkja sauðfénu við engisprettufar- aldur og segja sauðfé naga grasið niður að rót. Út úr þessu öllu verður síðan hinn mesti ófriður. -GSE. Umsjón: FriðrikÞ. Friðríksson BÆJARINS BESTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarínnar sýna Óvætturin Leikstjóri: Ridley Scott, gerð í Bretlandi 1979. Sýningarataðun Nýja bíó. Nýja bíó hefur nú hafið sýningar á jólamyndinni Óvættinni en myndín sú er einhver umtalaðasta hrollvekja síðustu ára. Myndin fjallar um sjö geimfara sem verða að hlýða neyðarkalli sem kemur frá ókunnri plánetu. Þar lenda þeir i baráttu við óvætti sém því miður reynist alger ofjarl þeirra á flestum sviðum. Það er enguni greiði gerður að rekja söguþráð myndarinnar nánar því hrollvekjan byggir á því að koma áhorfandanum á óvart. En eitt er víst að hrollurinn nístir inn að beinum. Leikstjórinn Ridley Scott hafði aðeins gert eina niynd í fullri lengd þegar hann gerði Óvættina. það var The Duellist sem sýnd var í Háskólabiói fyrir rúniu ári. Hann hafði áður gert þúsundir auglýsingamynda. Þetta er niynd sem allir aðdáendur hryllingsmynda verðaaðsjá. Refskák Leikstjóri: Arthur Penn, gerð í USA 1979. Sýningarataðun Borgarbíó. Borgarbíó sýnir um þessar mundir nýjustu niynd Arthur Penn. En fleslir muna eftir myndum hans Little Big Man og Alices Restaurant sem báðar hafa gengið vel hér á landi. Þetta er eina mynd Penn á fimm ára timabili og Refskák var þvi fjölmörgum aðdáendunt hans fagnaðarefni. Refskák fjallar um einkaspæjara sem leikinn er af Genc Hackman. Hann fær það verkefni að hafa upp á I7 ára gamalli stúlku. en stúlkan sú er ekki við eina fjölina felld og hefur reynt meira i sínu stutta lífi en flest fólk á heilli ævi. Það upphefst ógurlegur eltingarleikur sem ekki verður rakinn hér. Gene Hackman á þarna ágæta spretti og myndin i heild er ágætis þriller. Hjónaband Maríu Braun Leikstjóri: Reinor Womer Fassbinder, þýsk 1979. Sýningarataður: Regnboginn. Þá er hingað komið eitt af meistaraverkum Fassbinder og á kvik- myndahúsið hrós skilið fyrir hversu fljótt hún berst hingað. Myndir Fassbinder hafa margar hverjar sést hér. má þar nefna Örvæntinguna sem sýnd var í Laugarásbiói og fjölmargar mánudagsmyndir og þf hefur sjónvarpið sýnt að minnsta kosti tvær. En Fassbinder er einn afkastamesti kvikmyndahöfundur sem er uppi og á tiu árum hefur hann gert nær 30 myndir. Hjónaband Mariu Braun er sú mynda hans sem mesta aðsókn hefur fengið utan Þýskalands. Myndin fjallar um Maríu Braun sem giftist í lok stríðsins, maður hennar er talinn af og fer hún þá að halda við amerískan hermann. Þegar svo eiginmaður inn birtist myrðir hún hermanninn en eiginmaðurinn tekur á sig glæpinn og afplánar fangelsisvistina. Á meðan tekur hún saman við verksmiðjueiganda sem reynist henni vel. Þegar hann dcyr arfleiðir hann hana og eiginmaðurinn losnar úr fangelsinu. Það litur úl fyrir að allt ætli að blessast en skyndilega verða þau að horfast i augu við eilífðina. Þetta er mjög velgerðog leikin mynd. HannaSchygulla scm fer méð hlutverk Mariu leikur þó sérstaklega vel enda fékk hún silfur björninn á kvikmyndahátíðinni i Berlin fyrir frammistöðu sina i myndinni. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá. í lausu lofti Leikstjóri: Jim Abraham, David Zucker og Jery Zucker. Gerði USA1980 Sýningarataður. Háskótabió Þeir sem vilja hlæja af sér höfuðið geta gert það um þessar mundir í Háskólabíó. En þar er nú sýnd einhver allra besta gamanmynd sem hingað hefur komið i langan tíma. Myndin fjallar um erfiðleika sem upp koma þegar heiftarlég matareitrun gerir áhöfn flugvélar nokkurr- ar óstarfhæfa i háloftunum. Eins og nærri má geta verður flugvélin stjórnlaus og kátbroslegir atburðir gerast í kjölfarið. Höfundar myndarinnar eru islenskum áhorfendum ekki alls ókunnir þvi þeir sömu gerðu „The Kentucy Fried Movie" og Deltaklikuna sem báðar voru sýndar í Laugarásbíói hér um árið. Í þessari ágætu mynd skopast þeir félagar aðstórslysamyndunum og þá einkuni Airport myndunum sem tröllriðu kvikmyndahúsunum hér fyrir nokkrum áruni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.