Dagblaðið - 10.03.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.03.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1981. arnir hafa vaiið hugmyndum félags- hyggjunnar skammarheitið „miðju- moðið”. Einar Páll virðist ekki hafa áttað sig á því, að „miðjumoðið” er orð, sem mér dytti aldrei í hug að brúka gæsalappalaust um hugmyndir nokk- urs manns, vegna þess að orðið sjálft tilheyrir hugmyndaheimi, sem er mér fjarlægur. Sú túlkun Einars Páls, að ég vilji kalla stúdenta miðjumoð, er hins vegar fáránlegri en svo,’ að nokkru tali taki. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir þeim einföldu sanníndum, að stúdentar eru ekki það sama og hugmyndir þeirra. Stúd- entar geta aðhyllst félagshyggju og þar með verið félagshyggjumenn. Stúdentar geta einnig aðhyllst rót- tækni og verið róttæklingar. Er þetta nægilega skýrt, Einar Páll? Leiftursóknar- tilburðir Vöku Grein Vökumannsins snerti mína aðeins í framhjáhlaupi, enda tel ég hana vart þess virði að eyða miklu púðri á hana. Greinin einkennist óþarfléga mikið af þeirri vanþekk- ingú á málum stúdenta og þeim til- hæfulausa hugarburði, sem i allt of ríkum mæli hefur einkennt málflutn- ing Vöku undanfarin ár. í þessari grein bætast þar við ruglingslegar dylgjur í minn garð persónulega, sem að sjálfsögðu dæma sig sjálfar. „Vaka” er reyndar mikið rang- nefni á félaginu, því í málefnum stúd- enta sefur félagið allt árið um kring, nema rétt í kringum kosningar. Fyrir síðustu kosningar viðhöfðu þeir Vökumenn leiftursóknartilburði í lánamálunum, en í ár nær leiftur- sóknin yfir breiðari víglínu. Nú opin- eða rannsóknarlögreglumaður, jafn- vel prestur. I þessu tiltekna máli Rannsóknar- lögreglunnar og Dagblaðsins er ljóst að Rannsóknarlögreglan telur að starfsmenn stofnunarinnar hafi lekið upplýsingum í blaðamenn Dagblaðs- ins. Hver og einn getur séð að hags- munir og öryggi stofnunarinnar eru i húfi að ekkert leki út um rannsóknir þær, sem þar fara fram. í þessu máli liggur beinast við að fara fram á það við blaðamennina að þeir upplýsi um heimildarmenn sína. Þeir neita og er þá auðvitað leitað til dómstólanna til þess að fá úrskurð um málið, knýja blaðamennina til þess að vitna. Þetta er eðlileg leið. Hún er ekki að- för að frjálsri blaðamennsku né heldur er þætti fjölmiðla i tryggingu lýðræðisins raskað. Þó svo að blaða- menn haldi því fram, að það séu „augljósir hagsmunir almennings að hafa til sin upplýsingastreymi”, þá eru það einnig hagsmunir almenn- ings, að lögreglan í landinu geti unnið ótruflað að rannsókn sakamála og ekkert leki út um rannsóknina, hvorki til blaða né annarra sem gætu haft af því gagn vegna tengsla við þau mál sem verið er að rannsaka. Þetta hljóta blaðamenn að skilja og verða að virða. Hagsmunaárekstur Hér er um hagsmunaárekstur að ræða eins og ljóst er af framansögðu. Rök beggja eru jafngild, en greinilegt er að þjóðinni er nauðsyn á hvoru tveggja; góðri blaðamennsku og góðri löggæslu, þess vegna er hér ekki um tvo ósættanlega aðila að ræða, heldur tvo aðila, sem almanna- hagsmunir krefjast að vinni saman. í þessu sambandi má minnast á upplýsingaskyldu stjórnvalda, en í íslenskum lögum fyrirfinnast hvergi nein skýr ákvæði, sem skylda stjórn- völd til þess að láta af hendi upplýs- ingar. Sem blaðamaður get ég gengið til opinbers starfsmanns og beðið hann um að segja mér allt af létta um eitt- hvert atriði og lofað honum þvi jafnframt, með tilvísun í siðareglur blaðamanna, að kjafta ekki frá nafni hans. Með þessu móti er ég auðvitað að brjóta lög og á þessu er ekki nema stigsmunur og að biðja mann um að brjótast inn í hús og sækja þangað hlut, sem ég hvort eð er myndi ein- hvern tímann eignast. Meðan engin lög eru til um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda eða stofnana ríkisins, þá myndast engin tengsl á milli þeirra og fjölmiðlanna nema einstök persónuleg tengsl, sem gera það að verkum að fjölmiðlarnir leggja áherslu á að fá frétt, hvernig sem henni er náð. bera þeir t.d. skilningsleysi sitt á félagsleg sjónarmið betur í málefnum Félagsstofnunar en þeir hafa gert áður. Þar vilja þeir leiða markaðs- hyggju sína til öndvegis, án tillits til greiðslugetu námsmanna. Hverjir standa að þriðja framboðinu? Nóg um misskilning á misskilning ofan, en víkjum heldur að staðreynd- um um framboð Umbótasinnaðra stúdenta. Að því framboði stendur fólk úr hópi stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka og óháð fólk, sem aldrei hefur látið uppi stuðning við neinn flokkanna. En stuðningur ein- stakra frambjóðenda við einstaka stjórnmálaflokka í landsmálapólitík- inni skiptir ekki máli í sambandi við framboð Umbótasinnaðra stúdenta, því það er að öllu leyti sprottið af við- horfum i stúdentapólitíkinni. Það er sumsé stefnan í málefnum stúdenta sem tengir. þá, sem standa að framboði Umbótasinnaðra stúd- enta. Við Umbótasinnaðir stúdentar höfum lagt fram ítarlega stefnuskrá í málefnum stúdenta, sem birt hefur verið í heild i kosningablaði okkar. Hér verður að láta nægja að drepa Iauslega á nókkur meginatriði stefn- unnar í fáeinum af helstu málaflokk- unum. Félagsstofnun stúdenta Hlutverk Félagsstofnunar stúdenta er að reka fyrirtæki í þágu stúdenta. Þegar stofnunin var sett á laggirnar var ráð fyrir því gert, að framlög ríkisins til hennar yrðu miklum mun hærri en framlög stúdenta. Á það hefur geysimikið skort til skamms tíma, aðupphaflegri stefnu væri fylgt íþeimefhum. Umbótasinnaðir stúdentar leggja megináherslu á að ríkið standi við þær skuldbindingar, sem það tók á sig er Félagsstofnun var stofnuð, en jafnframt leggja þeir áherslu á þá ábyrgð stúdenta, sem leiðir af meiri- hluta þeirra í stjórn stofnunarinnar. Við teljum, að stúdentar skuli njóta góðs af hagkvæmum rekstri Félags- stofnunar, en þá hljóta þeir jafn- framt að taka á sig skaða af völdum lélegs rekstrar. I þessum efnum höfnum við öfgum bæði til hægri og vinstri. Við höfnum bæði hinni blindu markaðshyggju Vöku og hinni ruglingslegu afstöðu „vinstri” manna, sem lýsir sér í kjörorði þeirra: „Enga ábyrgð á kreppu borg- arastéttarinnar.” Umbótasinnaðir stúdentar vilja að nokkur verkefni verði sérstaklega tekin út úr og gerð að forgangsmál- um í rekstri Félagsstofnunar. Þarna er einkum um að ræða lækkun matarverðs í matsölunni, átak í barnaheimilismálum og byggingu námsmannaheimila. Þetta eru þau mál, sem heitast brenna á stúdentum um þessar mundir og brýnast er að leysa. Námsmannaheimilin eru þannig hugsuð, að þau skuli reist með sam- eiginlegu átaki námsmanna á fram- haldsskólastigi, háskólanema, kenn- araháskólanema, nemenda í verk- menntunarskólum o.s.frv. og með liðsinni ríkis og borgar. í náms- mannaheimilum þessum yrði bæði húsnæði fyrir einstakligna og fjöl- skyldur. Umbótasinnaðir stúdentar telja samstöðu námsmanna um þeita mál forsendu þess að árangur náist. „Vinstri” menn hafa lagst gegn því, að hið slæma ástand í húsnæðismál- um námsmanna yrði bætt með ný- byggingu húsnæðist fyrir námsmenn. Helsta „röksemd” þeirra í þeim efn- um hefur verið, að stúdentar mundu algerlega einangrast frá alþýðunni ef þeir byggju allir í sama húsi! Stúdentablaðið - Við Umbótasinnaðir stúdentar teljum Stúdentablaðið hafa miklu hlutverki að gegna við að tengja saman stúdenta, sem sundraðir eru í fjölmargar greinar og þekkjast litið innbyrðis, og við að efla samstöðu þeirra í baráttunni fyrir sameiginleg- um hagsmunamálum. Þar hefur blaðið algerlega brugðist undanfarin ár. Stúdentablaðið hefur verið svo uppfullt sérvisku þröngrar róttækl- ingaklíku, að stúdentar hafa fengið óþökk á því. Gerbreyta þarf um stefnu í málefn- um Stúdentablaðsins. Umbótasinn- aðir stúdentar vilja að í framtíðinni verði lögð höfuðáhersla á hagsmuna- mál stúdenta og innanskólamál í blaðinu. Jafnframt vilja þeir að létt sé undir fjárhag blaðsins með auk- inni auglýsingasöfnun. Forsenda þess er að sjálfsögðu sú, að Stúdenta- blaðið verði í raun blað allra stúd- enta. Nýtt blóðí Stúdentaráð! Hér hefur aðeins verið drepið á örfá af umbótamálum hins nýja framboðs í háskólanum. Rúmsins vegna urðu fjölmörg önnur og síst ómerkari mál útundan, svo sem lána- málin, baráttan gegn fjöldatakmörk- unum, réttindaskrifstofa og svo mætti lengi telja. Um þessi mál verður að láta nægja að vísa til kosn- ingastefnuskrár Umbótasinnaðra stúdenta. Það þarf að taka til hendi í stúd- entapólitíkinni. Umfram allt þarf að setja hagsmunamál stúdenta á odd- inn. Til þess var stofnað til framboðs Umbótasinnaðra stúdenta. Kjartan Ottósson islenskunemi AÐ GEFA UPP HEIMILDIR R^ktavftm Mar fiaOað um hefur vakiS þjððarathygln ^níáTgefe upp nokkur nöfn .„úogfyrirhehtin.v^an* tg^m^Tn % Tögmaðurþeirra SkúU SMSÍffSÍ ffiSðaðh.aða^nnunum PéUson hri.. kærði órskurð- Greinargerð Skúla Pábsonar R^fneðings btoftamanna OagbWsins: Krafa Einars notudsem yfirskin til að upplýsa I * ■ ■ A" — aðölKimtíkindumeinhverjarinnanhúserjur 21)1^ gllllll hjáRannsóknalögreglurikisins Hér á eftir er birt brifrann- sóknariðgreglustjðra tíl Saka- dóms Reykjavlkur, útdrittur úr greinargerð Skúla Péls- sonar hrl. I Tnálinu ry'tójð . álits þeirta * sambandi manns og heimfldarmanna. ; Skúli Pálsson lirl.. I<)gfra;ftingur jitamannanna tseggja á Dagblaft afa i eldlinunni fyrir _ Rannsóknin yfirskin? Þannig cr krafa EJG notuð sem Bréf rannsóknarlögreglustjóra rikisins til Sakadóms: HVER ER TILURD FRÉTTARINNAR OGHEIMILDIR? - upptýsa hvort trúnaóarsamband hafi verið rofið Sakadóms ReykjavíkurcrsvohML8r- ,a*a nr—1Zl ái Dagblaðið má vara sig Ég hef fullan samanburð á íslensk- um dagblöðum, en verð að segja að jafnt og blaðamennirnir eru margir þá eru þeir mismunandi. Dagblaðið hefur verið boðberi nýrra tíma í blaðamennsku og margt af því sem það hefur komið með er mjög já- kvætt, en annað má^gagnrýna. Til dæmis hefur mér mislíkað meðferð blaðsins á ýmsum sakamálum. Menn eru ekki sekir fyrr en sök þeirra er sönnuð, þangað til er sökin meint, þ.e. þeir eru sakaðir um eitthvað, sem ætlunin er að sanna eða afsanna. Um tilvik veit ég, þegar maður fær á sig miklar ávirðingar, hann missir sitt starf og fjölskyldan þarf að þola erfiða tíma, fjárhagslega jafnt sem andlega. Fyrir kemur að menn eru hreinsaðir af öllum ákærum með dómi og slíkt er stór stund. Aldrei hef ég þó séð sliku slegið upp á forsiðu hjá Dagblaðinu, þó svo að hið meinta afbrot hafi verið tilefni til forsíðu- greina og mikUla umfjallana á síðum blaðsins í langan líma. Þetta skapar sár sem aidrei gróa og alltaf eimir eftir af kjafthætti vegna slíkra mála og þá sérstaklega vegna óvarlegrar meðferðar fjölmiðla á slíkum mál- um. Ég virði það Dagblaðinu einnig til verri vegar, að það skyldi birta frétt eins og þá sem birtist um Kötlufells- brunann og sömuleiðis um viður- kenningu hinnar ógæfusömu konu á verknaðinum. Ef þessi frétt var talin vera sölufrétt og átti að auka líkurnar á því að blaðið seldist framar öðrum blöðum, þá er það röng stefna í blaðamennsku og kemur ekki almannahagsmunum á nokkurn hátt við. Dagblaðið skiptir það engu máli, hvort játningin fréttist einum deginum fyrr eða siðar. Mér hefur þannig oft virst Dagblaðið gera sér mat úr óförum annarra bæði með fréttum og myndbirtingum. Það þarf úthald til þess að fylgjast með talstöðvarsendingum lögregl- unnar dag og nótt og raunar virðist það vera furðulegt áhugamál að leggja fyrir sig. Heimildarmenn minir innan Rannsóknarlögreglu ríkisins hafa tjáð mér að þeim hafi það verið lengi þyrnir í augum, hversu Dag- blaðið fær alltaf fljótt upplýsingar um það, sem gerist innan veggja stofnunarinnar og í þagnargildi á að liggja. Þannig var meðan Geirfinns- málið var frétttaefni fjölmiðlanna. Þessir heimildarmenn mínir, sem ég nafngreini auðvitaðekki, teljaaðein- hver innan stofnunarinnar leki mál- unum og þarf ekki skarpan mann til þess að álykta sem svo. Þær upplýs- ingarhef ég nýjastarað Rannsóknar- lögreglan viti hver blaðrarinn er, en hafi ekki neinar sannanir í höndun- um. Upp komst um kauða þegar úti- lokunaraðferðin var reynd við starfs- mennina og þeir látnir frétta um viss „mál”. F.inn starfsmaður reyndist leka og inun nú vera sigtað á að afla sannana gegn honum í sakamálinu gegn blaðamönnunum tveim. Tilgangurinn með þessari grein minni er hvorki að varpa rýrð á Dag- blaðið né heldur blaðamenn þess. Mér var það efst í huga að vekja at- hygli á þeirri hlið málsins sem ekki hefur komið fram í umfjölluninni um Dagblaðið og sakamálið gegn hinum tveimur blaðamönnum. Mín skoðun er sú, að málstaður blaðamanna sé hvorki betri négöfugri helduren ann- arra, Það serður að viðurkennasl að stjórnvöld hafa líka skyldum að gegna við almenning í landinu. Sigurður Sigurðarson, útgefandi / ritstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.