Dagblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 2
Sjónvaip næstu viku • ••
Þessi töframaður er frá Hollandi. Hann galdraði kerti af fingrum fram. '
MEISTARAMÓT í TÖFRABRÖGÐUM
—sjónvarp laugardag kl. 21,30:
Hlutir hverfa
eða breytast
f önnur form
IJrslitakeppni alþjóðlegs meistara-
móts í töfrabrögðum verður sýnd i
sjónvarpinu annað kvöld, laugar-
dagskvöld. Hér er um að ræða
keppni sjónhverfingameistara sem
fram fór i Briissel í Belgíu. Mótið er
um leið nokkurs konar kaupstefna
því þarna koma saman menn sem at-
vinnu hafa af því að sýna töfrabrögð
og eins menn sem finna upp brögð og
verzla með þau.
Til úrslita keppa töframenn
frá Austurríki, Bandaríkjunum,
Frakklandi, Hollandi, Sovét-
ríkjunum og Þýzkalandi. Þeir sýna
alls konar kúnstir, oftast eru hlutir
látnir hverfa eða -þeim er breytt úr
einu formi í annað. Dúfur sem alltaf
eru viðloðandi töframenn koma
nokkuð við sögu, einnig verða spila-
galdrar sýndir, einn sjónhverfinga-
maðurinn galdrar kerti af fingrum
fram, annar hellir úr bjórkönnu í
dagblað og svo mætti telja áfram. Sá
yngsti sem kemur fram er ekkt nema
15 ára gamall og annar er 18 ára. Og
það eru ekki eingöngu karlmenn sem
sýna. Frá Þýzkalandi kemur stúlka
sem sýnir léttklædd til að sýna að
ekkert sé í ermunum. Hún sýnir m.a.
brögð með hálsfestum.
Að sögn Björns Baldurssonar sem
er þýðandi, er þátturinn fjölbreyttur
og skemmtilegur en hvert atriði er
stutt og gengur hratt fyrir sig.
-KMU.
list eftir Eyþór Þorláksson, sem
flytur ásamt Gunnari Gunnars-
syni. Stjórn upptöku Tage Amm-
endrup. Áður á dagskrá 6. júní
1980.
22.15 Dagskrárlok.
Föstudagur
3. apríl
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Á döfinni.
20.50 Skonrok(k). Þorgeir Ástvalds-
son kynnir vinsæl dægurlög.
21.20 Fréttaspegill. Þáttur um inn-
lend og erlend málefni á líðandi
stund. Umsjónarmenn Bogi
Ágústsson og Guðjón Einarsson.
22.30 Mánudagur (Lundi). Ný,
frönsk sjónvarpsmynd. Leikstjóri
Edmond Sechan. Aðalhlutverk
Bernard Le Coq, Franpoise Dornet
og Pierre Etaix. Mánudagsmorg-
un nokkurn vaknar maður á bekk
við götu í Paris. Hann hefur misstj
minnið og tekur að grafast fyrir
um fortíð sína. Þýðandi Ragna
Ragnars.
00.00 Dagskrárlok.
Laugardagur
4. apríl
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Svartvængjaða krákan.
Teiknisaga um kráku, sem vildi
vinna hetjudáð, en komst að því,
að það er ekki alltaf auðvelt. Þýð-
andi Kristín Mantyla. (Nordvision
— Finnska sjónvarpið).
19.00 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Spitalalif. Síðasti þáttur.
Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Parísartískan. Stutt mynd um
sumartískuna ’81. Þýðandi Ragna
Ragnars. Þulur Birna Hrólfsdótt-
ir.
21.10 Heimsmeistarakeppnin í
diskódansi. Keppnin fór fram í
Lundúnum í desember síðastliðn-
um. Þýðandi Ellert Sigurbjörns-
son.
Petar Sellers fer með aðalhlut-
verkið f bfómynd sjónvarpsins
laugardaginn 4. apríl.
22.00 Tápmiklir tugthúslimir s/h
(Two Way Stretch). Bresk gaman-
mynd frá árinu 1960. Leikstjóri
Robert Day. Aðalhlutverk Peter
Sellers, Lionel Jeffries og Wilfrid
Hyde White. Þrír bófar hyggjast
fremja fullkominn glæp: Ræna
demöntum, meðan þeir afplána
fangelsisdóm; þannig hafa þeir
gilda fjarvistarsönnun. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
23.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur
5. apríl
18.00 Sunnudagshugvekja. Fólk úr
Samhygð flytur hugvekjurnar í
aprílmánuði.
18.10 Stundin okkar. Bergljót Jóns-
dóttir og Karólína Eiríksdóttir
fjalla um hljóð umhverfis okkur.
Rætt er við börn og fullorðna um
hljóðmengun. Fluttur verður
brúðuleikur um Unga litla og
sýndur síðari hluti myndarinnar
um hestana frá Miklaengi. Talað
er við tvíburana Hauk og Hörð
Harðarsyni um hreyfilist og þeir
leika listir sínar. Barbapabbi og
Binni verða líka á sínum stað.
Umsjónarmaður Bryndís Schram.
Stjórn upptöku Andrés Indriða-
son.
19.00 Skiðaæfingar. Lokaþáttur
i endursýndur. Þýðandi Eiríkur
! Haraldsson.
jl9.30 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
Í20.00 Fréttir og veður.
120.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.45 Föstumessa. Nína Björk Árna-
dóttir tes ljóð úr bók sinni, Börnin
ígarðinum.
20.50 Sveitaaðall. Áttundi og síðasti
þáttur. Efni sjöunda þáttar: Linda
situr peningalaus á brautarstöð í
París og veit ekki hvað hún á til
bragðs að taka, þegar gamall
kunningi, Fabrice de Sauveterre,
kemur auga á hana. Hann finnur
íbúð handa henni, og með þeim
tekst náið samband. Heimsstyrj-
öldin síðari brýst út, ög í öryggis-
skyni sendir Fabrice Lindu heim
til Englands. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
21.40 Spaðadrottningin. Ópera í
þremur þáttum eftir Pjotr Tsjaí-
kovský. Fyrri hluti. Upptaka í
óperuhúsinu i Köln. Söngvarar
René Kollo, Leif Roar, Claudio
Nicolai, Herbert Schacht-
schneider, Erlingur Vigfússon
o.n. Barnakór Kölnar syngur
undir stjórn Hans Gúnter
Lenders. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson. Síðari hluti óperunnar
verður fluttur mánudaginn 6.
apríl og hefst um kl. 21.20. (Evró-
vision — Þýska sjónvgrpið).
23.00 Dagskrárlok.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981.
BÆJARINS
>ESTU
Stutt kynning á þvíathyglis-
verðasta sem kvikmyndahús
botgarínnar sýna
Punktur, punktur, komma strik
Leikstjóri: Þorstoinn Jónsson
Loikondur: Erlingur Gisiason, Kristbjörg Kjeid, Pótur Jónsson og Hallur Helgason.
Sýningarstaður Laugarásbfó og Háskólabíö:
íslenskar kvikmyndir eru ekki sýndar á hverjum degi, því
jánægjulegra er þegar maður sér eina, sérstaklega ef vel tekst til.
Kvikmyndin „Punktur, punktur. . . ” er nýjasti afrakstur íslenskr-
ar kvikmyndagerðar. Myndin byggir eins og flestum er kunnugt á
bók Péturs Gunnarssonar með sama nafni. Myndin bregður upp
svipmyndum úr lífi nokkuð venjulegs stráks og er reyndar þroska-
saga hans frá barnsárum til unglingsára. Uppbygging myndarinnar
er kannski svolítið gölluð og safalaus, en mestanpart hennar — sér-
staklega fyrri hluta — er gamansemin og vinnubrögðin slík, að allt
annað er fyrirgefið. Efnistök Þorsteins leikstjóra bera með sér, að
hann er hæfileikamaður, sem greinilega hefur verið gefinn sá hæfi-
leiki að leikstýra börnum. Kvikmyndataka Sigurðar Sverris er með
þvi besta frá hans hendi og þá er það talsvert. Loks er þá ógetið'
sviðsmyndar og búninga, sem eiga sinn þátt í endursköpun gömlu!
áranna og gefa myndinni „fíling”. Hvað get ég sagt meira, annað
en hvernig væri að drífa sig og sjá Punktinn.
Willie and Phil
Leikstjóri: Paul Mazursky.
Leikendur: Micheel Ontkean, Ray Sharkey og Margot Kidder.
Sýningarstaður: Nýja bió.
Nýjasta kvikmynd Paul Mazurskys er endurgerð á gamalli sígildri
ikvikmynd, Jules et Jim eftir Francois Truffaut. Hvort vel eða illa
hefur tekizt til með endurgerðina get ég ekki dæmt um en ef litið er
á Willie og Phil sem sjálfstæða kvikmynd þá er það lögulegasta
kvikmynd. Mazursky hefur í gegnum tiðina sýnt af sér hæfileika og
þokka sem gera hann einn af persónulegri leikstjórum í Ameríku.
, Willie og Phil er kvikmynd sem ber öll aðalsmerki Mazurskys, þ.e.
hófstilltan húmor og mannlega hlýju. Myndin ber einnig með sér
alla galla Mazurskys sem handritahöfundar, han i skrifar og gerir
kvikmyndir um fólk sem manni stendur svo algjörlega á sama um.
Einnig á maður effitt með að skynja vandamál aðalpersóna hans.
Hvað sem því líður er Willie og Phil þægilegasta mynd, kvikmynd
sem engum ætti að leiðast undir. Leikarar standa sig allir með
prýði, þrátt fyrir reynsluleysi — einn aðalgaldur Mazurskys hefur
alltaf verið að nota unga og óreynda leikara.Semsagt, þetta er
mynd, sem gaman er aðen veitir þó fulllitla næringu.
Hárið
, Leikstjóri: Milos Forman.
Leikendur: John Savage, Treat Williams, Beverly d'Angelo.
Sýningarstaður: Tónabió.
Ein skemmtilegasta kvikmynd sem sýnd er i bænum er eflaust
Hárið, sem er byggð á samnefndutn söngleik. Hinn kunni leiksljóri
Milos Forman (Gaukshreiðrið, „Taking Off’ o.ll.) hefur valist i
leikstjórastólinn og gerir hann allt vel og árcynslulausl. Helsti galli
myndarinnar er hins vegar sá að cfni söngleiksins er afskaplega lítil-
Ijörlegt og hefur lítið gildi árið 1981. Einnig er lónlisl hans mjög
Broadwayleg, í neikvæðri merkingu þess orðs. Þrátt fyrir þessa
galla er myndin skemnuileg á að horla ogAemur þar til einlöld og
stilhrein kórcógrafia, sem nýtir utanhússatriði myndarinnar lil
fullnustu. Kvikmydnataka Ondricck hjálpar Forman líka talsvcrt lil
að ná fram fantasíuáhrifum myndarinnar. Hárið er semsagt dæmi
um kvikmynd, þar sent efnislegir minusar rckast á við læknilega
plúsa. Reyndar treysti ég mér ekki að gera upp þetta dæmi hér, en
get þó sagt, að vibrurnar sem ég lckk af Hárinu voru nægar til að
hægt sé að mæla með myndinni.
The Elephant Man
Leikstjóri: David Lynch.
1 Leikendur: Anthony Hopkins, John Hurt, Anne Bancroft, John Gielgud.
Sýningarstaflur: Regnboginn.
Fílamaðurinn er kvikmynd sem allir ættu að sjá, hún á erindi til
allra. Eins og flestum er eflaust kunnugt fjallar Fílamaðurinn um
John Merrick, mann sem var svo herfilega vanskapaður að fólk
skelfdist við að sjá hann. Merrick er þrátt fyrir öll herfilegu líkams-
lýtin mjög fágaður og listrænn persónuleiki, sem mestalla ævi sína
hefur verið farið með sem skrímsli. Kvikmyndin segir frá siðustu
árum „Fílamannsins” og raunum verndara hans við að koma fólki
i skilning um að Merrick sé mannleg vera. Það er ekki ósennilegt að
i margir muni telja að hér sé á ferðinni venjuleg hryllingsmynd, en til
að forðast allan misskilning þá vil ég ítreka það hér að svo er ekki.
Fílamaðurinn er kvikmynd um mannlega virðingu, einnig sýnir hún
okkur vel mannlega lágkúru. John Merrick er skrímsli i útliti, en
öfugt við fiflin sem ofsækja hann er hann heilbrigður á sál. Þetta er
kvikmynd sem fólk ætti að sjá, því að Fílamaðurinn hreyfir við
einhverju inni i manni sem síðan lætur mann ekki í friði.
Kvik
myndir
ÖRN
ÞÓRISSON