Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 1
Laugardagur 25. aprfl 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. A morgun, laugardag, blrtlst franskl telknlmyndaflokkurlnn, Elnu slnnl var, á ný. Þráflurinn verflur taklnn upp afl nýju þar sem frá var horflfl I fyrra. 18.30 Einu sinni var. Fyrir ári var sýndur franskur teiknimynda- flokkur í þrettán þáttum, þar sem rakin var saga mannkyns frá upp- hafi og fram á okkar daga. Hér er þáðurinn tekinn upp að nýju þar sem frá var horfið í fyrra. Fyrsti þáttur af þrettán. Þýðandi Olöf Pétursdóttir. Sögumaður Þór- hailur Sigurðsson (Laddi). 18.33 Enskaknattspyrnan. 19.43 Fréttaágrip átáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.23 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löflur. Gamanmyndaflokkur. Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Prinsinn trúlofast. Karl, ríkis- arfi Bretlands, hefur nýlega fastnað sér konu, og verða þau gefin saman i sumar. Myndin greinir frá æviferli Karls og unnustu hans, lafði Díönu Spencer. Þýðandi Baldur Hermannsson. Þulur Gylfi Páls- son. 21.25 Barbara Thompson. Barbara Thompson og eiginmaður hennar, Jon Hiseman, eru kunnir jass- leikarar á Englandi. í myndinni er m.a. sýnt, er kvartett þeirra hjóna, Paraphernalia, lék á jass- hátíðinni í Bracknell 1979. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.05 Kornifl er grænt. (The Corn Is Green). Bandarisk sjónvarpsmynd frá árinu 1979. Leiicstjóri George Cukor. Aðalhlutverk Katharine Hepburn og Ian Saynor. Fröken Moffat hefur erft hús í lítilli borg i Wales. Hún hefur í hyggju að reka skóla, en borgarbúar virðast litt hrifnir af þeirri hugmynd. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.35 Dagskrárlok. Sunnudagur 26. aprfl 18.00 Sunnudagshugvekja. Ingunn Gísladóttir hjúkrunarkona flytur hugvekjuna. 18.10 Stundin okkar. í þessum síð- asta þætti vetrarins leikur Lúðra- sveit Laugarnesskóla undir stjórn Stefáns Þ. Stephensens. Flutt verður teiknisaga um Dolla dropa eftir Jónu Axfjörð. Fylgst verður með börnum í Myndlistaskólanum í Reykjavík, sem fást við leir- mótun. Nemendur úr Listdans- skóla Þjóöleikhússins dansa sumardans undir stjórn Ingi- bjargar Björnsdóttur. Talað verður við krakka á förnum vegi um sumarið. Barbapabbi verður á sínum stað og Binni kveður. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriða- son. 19.00 Lærið að syngja. Söngkennsla við hæfi áhugafólks og byrjenda. Annar þáttur fjallar um raddbeit- ingu. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 19.25 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.40 Tónlistarmenn. Jón Stefáns- son kórstjóri. Egili Friðleifsson kynnir Jón og ræðir við hann og Kór Langholtskirkju syngur. Stjórn upptöku Tage Ammen- drup. 21.25 Karlotta Löwensköid og Anna Svard. Nýr, sænskur myndaflokk- ur í fimm þáttum, byggður á tveimur skáldsögum eftir Selmu Lagerlöf. Leikstjóri Bengt Bratt. Aðalhlutverk Ingrid Janbell, Lars Green, Sickan Carlsson, Gunnar Björnstrand, Gunnel Broström og Rune Tureson. Fyrsti þáttur. Ungur guðfræðingur, Karl Arthúr, gerist aðstoðarprestur sr. Forsiusar prófasts. Kariotta hefur alizt upp hjá prófastshjónunum, og brátt verða hún og ungi presturinn góöir vinir. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.25 Sama veröid. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað fötluðum þetta ár og látið gera þessa heimildamynd af því tilefni um kjör þeirra víða um veröld. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.45 Dagskrárlok. Mánudagur 27. apríl 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Trýni. Fimmti og næstsiðasti þáttur. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. Sögumaður Ragnheiður Stein- dórsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). Norskt ajónvarpatelkrlt ð mánudag fjaUar um alnhvarfa, unga atúlku aem ar algarlaga háfl móflur alnnl. PRINSINN TRÚL0FAST—sjénvarp laugardag kl. 21: Greint frá æviferli Karls prins og DíÖnu — hafa þekkzt frá því í barnæsku Aðalumræðuefni brezkra fjölmiðla að undanfömu hefur verið trúlofun Karls prins og lafði Díönu Spencer og væntanlegt brúðkaup þeirra. Þau trúlofuðust 24. febrúar sl. og brúðkaup þeirra fer fram í St. Pauls-dómkirkjunni i lok júli. Sjónvarpið sýnir á iaugardag kvikmynd um hjónaefnin þar sem greint er frá æviferli þeirra. Þó að áhugf íslendinga sé líklega ekki eins mikill og áhugi Breta sjálfra á öllu tilstandinu í kringum unga parið, er víst að margir munu fagna kvik- myndinni og horfa á hana með at- hygli. Trúlofun Karls og Díönu hefur mælzt ákaflega vel fyrir í Bretlandi og þykir Karl hafa valið sér sam- boðinn og góðan maka. Reyndar vom margir farnir að vera æði óþolinmóðir við að bíða eftir því að Karl festi ráð sitt. Hann hefur í mörg ár verið orðaður við hinar og þessar og var listinn yfir allar stúlkumar i lífi hans orðinn nokkuð langur. Karl og Díana hafa þekkzt frá því i barnæsku enda liggur landsvæði föður hennar, Spencer jarls, að sveitasetri konungsfjölskyldunnar í Sandringham. Karl var á tímabili orðaður við systur Díönu, Söru Spencer en sú varð illilega fyrir barðinu á slúðurdálkahöfundum sem sögðu hana þjást af drykkjusýki. Díana Spencer er ekki nema 19 ára gömul og afkomandi Karls konungs annars. Spencer jarl, faðir hennar, var í þjónustu Georegs konungs sjötta, afaKarls. Þýðandi myndarinnar er Baldur Hermannsson en þulur Gylfi Páls- son. -KMU. Karl Bretaprins og laffli Diana daginn sem trúlofunin var tilkynnt. W 20.45 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.20 Dansmærin. Norskt sjónvarps- leikrit eftir Arne Skouen. Leikstjóri EIi Ryg. Aðalhlutverk Minken Fosheim og Liv Thorsen. Malin er. einhverf, ung stúlka. Aðeins móðir hennar skilur hana. Malín er þvi algerlega háð móður sinni og móðirin reyndar henni. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nord- vision — Norska sjónvarpið). 23.30 Dagskrárlok. Þriðjudagur 28. apríl 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veflur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sögur úr sirkus. Rkkneskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. Sögumaður Júlíus Brjánsson. 20.45 Litiö á gamlar Ijósmyndir. Níundi þáttur. Augu sögunnar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. Þulur Hallmar Sigurðsson, 21.15 Ur læðingi. Áttundi þáttur. Efni sjöunda þáttar: Sam Harvey er sendur til bæjarins Market Cross til að aðstoða lögregluna þar við að hafa uppi á morðingja Ritu Black. Systir Ritu, Isabella, upplýsir að hún hafi verið trúlofuð Ernest Clifford, en slitnað hafi upp úr trú- lofuninni. Vinkona Ritu, Becky, fullyrðir að hún hafi séð hana á götuhorni i Market Cross kvöldið, sem hún var myrt, ásamt karl- manni. Sá er bandarískur auðkýf- ingur, Scott Douglas að nafni, en hann harðneitar að hafa verið I; Market Cross umrætt kvöld.1 Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.45 Þingsjá. Þáttur um störf Al þingis. Umsjónarmaður lngvi Hrafn Jónsson. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 29. apríl 18.00 Barbapabbi. Endursýnd mynd úr Stundinni okkar frá síðastliðn- um sunnudegi. 18.05 Hrafninn og páfuglinn. Norsk mynd um tvo fugla, sem héldu að A mlflvlkudag kl. 18,36 varflur sýnd mynd um leiflangur sam far- Inn var tll afl ná llfandl elnhverju styggasta og sjaldséflasta dýrl Afrlku, Bongó-antilópunnl. Drottinn hefði gleymt |reim. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóltir. (Nordvision — Norska sjónvarpiði. 18.35 Bongo-antilópan Bresk mynd um hjón, sem tóku sér fyrir hendur að ná lifandi einhverju sjaldséðasta og styggasta dýri Afríku, bongo- antilópunni. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Um sjónarmaður Örnólfur Thorlacius. 21.05 Malu, kona á I.rossgötum. Sjötti og síðasli þattur. Þýðandi Sonja Diego. 21.50 Selma Lagerlöf. Heimildamynd um sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöf. Þýðandi Óskar Ingimars son. (Nordvision — Sænska sjón varpið). 22.25 Dagskrárlok. Föstudagur 1. maí 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lúörasveit verkalýflsins. Ión leikar I sjónvarpssal. Stjómandi Ellert Karlsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.05 Fyrsti maí. Umræðuþáttur í til- efni dagsins. Umræðunum stjórnar Guðjón Einarsson, fréttamaður. 22.00 Getur nokkur hlegiö? Banda- risk sjónvarpsmynd frá árinu 1979. Aðalhlutverk Ira Angustain. Ken Sylk og Kevin Hooks. Freddie Prinze vex upp í fátækrahverfum New York þar til hann er átján ára. Þá fer hann að heiman, ákveðinn í að geta sér frægð, og aðeins ári

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.