Dagblaðið - 22.05.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981.
7
Jónas Pélursson: „Min skoðun er sú að
meirihluti þingflokks Sjálfstæðls-
flokksins hafi gert hörmuleg mlstök við
stjórnarmyndunina."
Jónas Pétursson, fv.
þingmaður Sjátfstæðis-
flokksins:
Undrast
ekki
þessa
útkomu
— óskaplegur styrjaldar •
braguráeinstaka
mönnum
„Ég undrast -alls-éHcT þessa út-
komu,” sagði Jónas Pétursson, fv.
alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
„Hitt er svo annað mál hvað mikið er
hægt að byggja á henni. Úrtakið hefði
þurft að vera stærra. En hér eru þeir
nefndir sem helzt koma til greina sem
foringjar. Líta verður svo á að þau
tæpu 33%, sem ekki taka afstöðu til
armanna, telji ágreininginn ekki veru-
legan eða þannig að hægt sé aö brúa
bilið.
Það er annars merkilegt hve góð
samsvörun hefur verið í könnunum
Dagblaðsins.
Hvað varðar forystumál Sjálfstæðis-
flokksins þá vita allir mina afstöðu. Ég
hef verið eindreginn stuðningsmaður
þessarar ríkisstjórnar. Ég hef þó haft
þá von að stríöandi öfl næðu saman í
flokknum. En það er óskaplegur styrj-
aldarbragur á einstaka mönnum.
Mín skoöun er sú að meirihluti þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins hafi gert
hörmuleg mistök við stjórnarmyndun-
ina. Ég gerði mér grein fyrir þvi árið
1979 að Gunnar Thoroddsen væri eini
maðurinn sem gæti myndað stjórn.
Framsókn var sigurvegari og vegna öf-
undar gátu menn ekki hugsað sér að
framsóknarmenn fengju forsætisráð-
herrann að auki. Alþýðuflokkurinn var
búinn að dæma sig úr leik með þvi að
• sprengja vinstri stjórnina. Alþýðu-
bandalagið kom aldrei raunverulega til
greina og kosningastjórn Sjálfstæðis-
flokksins var með þeim eindæmum að
Geirsarmurinn spilaði sig út.
Gunnar var aldrei meö i þessari
kosningastjórn og naut þess, auk hæfl-
leika sinna. Þetta áttu þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins að sjá eftir rassskellinn
í kosningunum, auk þeirrar hörmulegu
ólánsgöngu að bola Jóni Sólnes út og
sprengja á Suðurlandi.”
-JH.
Ummæfí um könn-
un á örmum Sjálf-
stæðisfíokksms
Hvaða arm Sjálfstæðisflokksins
telur þú þig helzt styðja? spurði Dag-
blaðiö yfirlýsta fylgismenn Sjálf-
stæðisflokks i skoðanakönnun fyrr i
þessum mánuði. Spurningunni var
ætlað að leiða i ljós hvort kjósendur
flokksins almennt litu á hann sem
skiptan f arma og þá hvernig
stuðningsmenn skiptust á armana.
32.9% viömælenda tóku ekki
afstöðu til armanna eða litu svo á að
engir armar væru yfirleitt til. 41.1%
lýstu stuöningi við Gunnarsarm, 20%
studdu Geirsarm og 5.9% studdu
arm kenndan við Albert Guömunds-
son. Alls voru það 170 manns sem
Ientu f umræddu úrtaki viðmælenda.
Haukur Helgason aðstoöarritstjóri
DB benti á það i blaöinu i gær að frá-
vik i könnun með svo fámennu úrtaki
gætu verið veruleg. Hann sió þó
föstu að niðurstaðan um röð manna
á „vinsældalista” sjálfstæðismanna
væri rétt: Að armur Gunnars nyti
mests trausts, armur Geirs kæmi
næsturo.s.frv.
Dagblaðið hafði í gær samband við
nokkra sjálfstæðismenn af yngri og
eldri kynslóðinni og bað þá aö tjá sig
1 fáum orðum um niðurstöðu
könnunarinnar.
-ARH.
r
Halldór Hermaimsson, skipstjóri á Isafirði:
„Líf stjómarínnar er mik-
ilvægara en flokksþingið”
„Niðurstöðurnar koma þægilega á
óvart,” sagði Halldór Hermannsson,
skipstjóri á ísafirði. Hann er flokks-
bundinn sjálfstæðismaður og hefur
blandað sér í umræður á opinberum
vettvangi um forystumál flokksins og
rikisstjórnarþátttöku hluta flokks-
manna.
,,Ég hefði ekki reiknað með að
staðan væri svo ótvfrætt Gunnari í hag.
Þó hef ég alltaf verið þess fullviss að
við stjórnarsinnar i Sjálfstæðisflokkn-
um séum ofan á f fylgi meðal fólksins.
Þar á ég bæði við flokksbundna og
ófiokksbundna sjálfstæðismenn. Kjós-
endur vilja að rfkisstjórnin fái að reyna
sig út kjörtimabilið. Ég er ekkert
hræddur við Alþýðubandalags-grýluna
sem Morgunblaðið og Vísir hafa búið
til. Við höldum okkar skoðunum í
þessari stjórn ekkert sfður en í öðrum
ríkisstjórnum.
Við stjórnarsinnar erum ekki á
neinum klofningsbuxum. En rikis-
stjórnin á að lifa áfram. Við ætlum
ekki að verzla með hana á flokksþing-
inu í haust. Líf stjórnarinnar er miklu
mikilvægara en flokksþingið.”
-ARH.
Halldór Hermannsson: Ekkert hrædd-
ur við Alþýðubandalags-grýlu Mogg-
ans og Vlsis.
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjórí á Sauðárkróki:
„Verð var við dvínandi fylgi
ríkisstjómarínnar”
„Það er ástæðulaust að neita tilvist
hópa meö mismunandi afstöðu til
forystumanna í Sjálfstæðisflokknum.
Ég fer ekki dult með að ég styð Geir
Hallgrimsson og hef alltaf gert. Jafn-
framt tek ég fram að ég er ekki and-
vfgur neinum öðrum forystumönnum
flokksins,” sagði Jón Ásbergsson,
Jón Ásbergsson: Styð Geir Hallgrfms-
son og hef alltaf gert.
framkvæmdastjóri Loðskinns á
Sauðárkróki. Jón er nýkjörinn for-
maður Sjálfstæðisfélagsins á Krókn-
um.
„Ég er eölilega ekki sérlega ánægður
með útkomuna í skoðanakönnun Dag-
blaösins, sé eitthvert mark á henni tak-
andi. Ég þykist verða var viö dvínandi
fylgi ríkisstjórnarinnar og stjórnar-
sinna í flokknum. Færri taka upp
hanzkann fyrir stjórnina en áður sakir
almenns úrræðaleysis hennar. Hún er
ekki færari en fyrri ríkisstjómir til að
Ieysa vanda okkar.Hér eru engir töfra-
menn á ferðinni.”
-ARH.
Ámi Sigfússon, formaður Heimdallar:
„Gefurtilkynnaað
skiptar skoðanir séu
um forystumálin”
„Gunnar Thoroddsen taldi lítið
mark takandi á ályktun tæplega 600
sjálfstæðismanna á nýafstöðnum aðal-
fundi Heimdallar. Þar var ályktað gegn
veru nokkurra sjálfstæðismanna í ríkis-
stjórn ” sagði Árni Sigfússon blaða-
maður, formaður Heimdallar.
„Varla getur 170 manna úrtak í Dag-
blaðskönnuninni talizt marktækara.
Auk þess sem margir vildu ekki svara.
Niðurstöðurnar gefa þó til kynna skipt-*
ar skoðanir um það hver forystumanna
flokksins sé hæfastur. Það er alls ekki
óeðlilegt í svo stórum flokki sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er.” -ARH.
Ámi Sigfússon: Finnst Gunnari meira
mark takandi á könnun með 170 mönn-
un en ályktun 600 manna?
-DB-mynd: Sig. Þorri.
TOYOTA-
SALURINN
SÍMI44144
Nýbýlavegi 8 (bakhús)
Opið laugardaga kl. 13—17
Toyota Corolla árg. '80. 2ja dyra,
beinsk. Ekinn 14.000 km. Litur:
Silfur. Verð: 84.000.- Beln sala.
aasa* .
loyota Coroiia '77 KE-30. Ekinn:
42.000. Gulur.Verð: 49.000.-
'"■»
Toyota Carina Grand Lux árg. ’78.
Litur: silfur-sanseraður. Ekinn:
57.000. Verð: 73.000.-
Toyota Corolla Lift Back ’78.
Sjálfsk., Ekinn aðeins 19.000 km.
Litur: blár metalic. Verð: 75.000.
Toyota Crown DL árg. ’75. Ekinn:
66.000. Litur: Gul-beige. (Nýtt lakk.)
Verð: 58.000.-
Toyota Cressida ’78. Ekinn: 68.000.
Litur: Gold metalic. Verð: 75.000.-
Toyota Crown Super Saloon árg.
’80. Ekinn: 6.000 km. Litur: brúnn
metalic. Verð: 180.000,- Rafm. rúður
og læsingar, 4ra gira sjálfskipting,
útvarp og kassettutæki.
Toyota Carina árg. ’75. Ekinn:
72.000. Silfurgrár. Verð: 42.000.
Toyota Starlet 1000 DL árg. ’79.
Ekinn: 40.000. Litur: gulur. Verð:
58.000,-
ATH.
Okkur bráö-
vantar allar
geröir Toyota-
bifreiöa á sölu-
skrá.