Dagblaðið - 22.05.1981, Side 12

Dagblaðið - 22.05.1981, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981. 21 I íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sigurvegararnir á Eskifjarðarmótinu. Lengst til hægri er Guðný Aradóttir, formaður skíðaráðs Austra á Eskifirði. Guðný er mjög áhugasöm skiðakona og fer með börn sin á skiði þó ung séu. Guðný varð fvrir þvi siysi í vetur aö fótbrotna en mánuði síðar var hún komin með börn sin á skíði um hverja helgi. Hún vinnur fullt starf á bæjar- skrifstofunni á Eskifirði. DB-mynd Emil. Keppendur f rá sex félögum á Austurlandsnwti f Oddsskarði ,,Þar sem engin úrsllt hafa birzt og litlar fréttir hafa veriö frá skíöastöðum hér austanlands vœri gaman að fá þessi úrslit í Dagblaöiö,” sagði Guöný Ara- dóttir, formaður skíöaráös Austra á Eskifiröi, við Regínu, fréttaritara DB á Eskifirði. Regína sendi okkur úrslitin og við birtum þau meö ánægju. Þau eru frá Austurlandsmóti 12 ára og yngri, sem haidiö var í Oddsskaröi 17.—18. apríl si. STÓRSVIG: 7—8 ára drenglr: 1. Smárl Brynjarsson Seyðlsflrðl 2. Bjöm Kristjánsson Eskiflrði 3. Daniel Arason Neskaupstað 52,70 53,52 54,37 7—8 ára stúlkur: 1. Anna María Bogadóttir Eskifirði 56,16 2. Heiðrún Jónsdóttir Seyöisfiröi 56,30 3. Lilja Andrésdóttir Eskifirði 61,30 9—10 ára drengir 1. Guttormur Brynjólfsson Egilsstöðum 57,97 2. Sœvar Guðjónsson Eskifirði 61,35 3. Kári Hrafnkelsson Egilsstöðum 62,02 9—lOára stúlkur 1. Gerður Guðmundsdóttir Neskaupst. 63,70 2. Hildur Þorsteinsdóttir Fáskrúðsf. 65,31 3. Rósa Erlingsdóttir Egilsstöðum 66,53 11—12áradrenglr 1. Birkir Sveinsson Neskaupstað 73,60 2. Þorsteinn Lindbergsson Neskaupstað 76,40 3. Óskar Garðarsson Eskifirði 79,60 11—12 ára stúlkur 1. Gunda Vigfúsdóttir Neskaupstað 81,60 2. Ama Borgþórsdóttir Eskifirði 83,20 3. íris Bjamadóttir Seyðisfirði 84,10 ÚRSLITISVIGI: 7—8 ára drengir: 1. Bjöm Kristjánsson Eskifirði 58,97 2. Smári Brynjarsson Seyðisfirði 60,22 3. Guðmundur Vigfússon Neskaupstað 65,18 7—8 ára stúlkur: 1. LUja Andrésdóttir Eskifirði 64,21 2. Helðrún Jónsdóttir Seyðisfiröi 67,42 3. Anna Maria Bogadóttir Eskifirði 68,60 9—10 ára drengir: 1. Guttormur Brynjólfsson Egilsstöiium 58,42 2. Kristjánöm Kristjánsson Neskaupst. 62,97 3. Hreinn Jóhannsson Neskaupstað 67,88 Mikið mannlíf í vetur í skíðalandinu f Oddsskarði Mikið lif hefur verið i skiðalandinu i Oddsskarði i vetur. Það hafa verið i gangl tvser lyftur, önnur 800 m löng diskalyfta, sem rekin er af bæjarfélög- unum á Eskifirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Hin, litla lyftan sem köll- uð er, er ca 25 cm togbraut sem rekin er af Skiðaráði Austra á Eskifirði. Fyrir utan að sjá um rekstur á þessari lyftu, sem mest er sótt af byrjendum og börnum, hefur Skiðaráð Austra séð um aðrar framkvæmdir varðandi skiða- iþróttina á Eskifirði. Hefur það staðið fyrir þó nokkrum Start startaði með sigri — í 1. deildinm íNoregi Fyrsta umferðin i 1. delld norsku knattspyrnunnar var háð um helgina — leiknir fimm leikir af sex. Áhorfendur að leikjunum voru marglr, 40.257 eða rúmlega átta þúsund að meðaltall. ílr- slit urðu þessi: Ham-Kam—Lilleström Haugar—Bryne Moss—Start Vlking—Brann Valerengen—Lyn 2—2 1—1 0—1 2—0 3-0 Noregsmeistarar Start byrjuðu vel. Sigruðu i Moss. Flestir áhorfendur voru í Stavanger eða 10.975, þegar Vík- ingarnlr hans Tony Knapp sigruðu Bergen-liðið Brann. Næstflestir eða 10.664 sáu vlðureign Osló-liðanna Val- erengen og Lyn á Bislet-leikvanginum. Fresta varð leik Rosenborg og Fredrik- stad á Lerkendal-vellinum i Þránd- heiml. Ekki kemur tii mála hjá norsk- um að leika i 1. deildinni á malarvöll- um. ÞJÁLFARI óskast til 3ju deildarliðs Reynis, Sandgerði, í handknatt- leik. Æskilegt að hann sé einnig leikmaður. Uppl. veita: Heimir Morthens, sími 92-7600, og Grétar Mar Jónsson, sími 92-7473. mótum f vetur sem örvað hefur áhuga ungra skfðamanna og kvenna. Með til- komu aðstöðunnar i Oddsskarði hófst mikii og góð samvinna með Eskfirðing- um og Norðfirðingum og árangurinn i vetur sameiginlegt svlgmót og sam- vinna um framkvæmd Austuriands- móts 12 ára og yngri sem haldið var i Oddsskarðslandi 17.—18. april. í samvinnu við skólayfirvöld á staðn- um var ráðinn hlngað skiðakennari, Helgi Geirharðsson, og dvaldist hann hér i tvær vikur. Mikil og almenn ánægja var með skíðakennslu hans jafnt hjá ungum sem öldnum. Er það ósk okkar hér að brátt munum við sjá okkur fært að hafa skfðakennara mest- an hluta skiðatimabilsins og mun skfðaiþróttin þá fyrst standa jafnfætis öðrum fþróttagreinum s.s. kantt- spyrnu. Það varð okkur til bjargar i vor að Norðfirðingar fengu heim frá Noregi Ingólf Sveinsson og tók hann að sér þjálfun keppniskrakka fyrir Austur- landsmót og Andrésar andar leika en þar áttu Eskfirðingar 9 keppendur. Þess má svo geta að skiðavertiðinni lauk hjá okkur með Eskifjarðarmóti þann 10. maf og er það okkar stærsta innanfélagsmót. Að þessu sinni hlaut Jón Trausti Guðjónsson farandbikar- inn sem veittur er fyrir aipatvikeppni hvert ár. Efst i hugum okkar við samantekt vetrarstarfsins er þakklæti til allra þeirra sem veitt hafa okkur lið f vetur. Skfðaráð Austra. 9—10 ára stúlkur: 1. Benný íslelfsdóttir Eskifirði 65,31 2. Gerður Guömundsdóttlr Neskaupstað 69,26 3. Bylgja Jensdóttir Seyðisfirði 69,64 11—12 ára drengir: 1. Birkir Sveinsson Neskaupstað 55,00 2. Þorsteinn Lindbergsson Neskaupstað 58,20 3. Óskar Garðarsson Esklfirði 59,90 11—12ára stúlkur: 1. Þórey Haraldsdóttir Neskaupstað 62,00 2. Ama Borgþórsdóttir Eskifirði 64,90 3. Gunda Vigfúsdóttir Neskaupstað 65,00 GANGA 11—12ára drengir: 1. Birkir Sveinsson Neskaupstað 6.33,31 2. Siguröur Finnsson Seyöisfirði 7.53,96 3. Hallgrimur Jónasson Seyðisflrðl 8.16.02 ÚRSLIT í STIGAKEPPNIFÉLAGA Yngri flokkar: 1. Þróttur Neskaupstað 106 stig 2. Austri Eskifirði 79 stig 3. Huginn Seyölsfiröi 53 stig 4. Höttur EgUsstöðum 37 stig 5. Leiknir Fáskrúðsfirði 7 stig 6. Hrafnkell Freysgoðl Breiðdalsvik 3 stig íþróttir „Kærkommn sigur og mörkin hefðu átt að vera fleiri” - sagði Gunnar Gíslason, leikmaður KA, eftír að lið hans hafði sigrað KR á Melavelli Ilrottaleg mistök hins unga mark- varðar KR, Stefáns Jóhannssonar, færðu KA frá Akureyri bæði stigin i viðurelgn KR og KA i 1. deild á Mela- velii i gær. Fimm min. fyrir leikslok var knettinum spyrnt langt fram á valiar- helming KR, Stefán hijóp úr marki sinu i alveg vonlausri stöðu og út fyrir vita- teiginn. Hinrik Þórhallsson, hinn leik- reyndi leikmaður KA-Iiðsins, varð fyrstur að knettinum og sá að marldð var opið. Spyrnti hátt yfir Stefán markvörð um 30 metra frá markinu. Knötturinn small niður rétt fyrir framan marklinuna og hoppaði upp i þaknetið. Ódýrt mark en vel að hlutun- um staðið hjá Hinrik, sem siasaðist i samstuði við einn KR-ing og kastaðist i völlinn. Sá þvi ekld, þegar knötturinn hafnaði i markinu. Meiðslin reyndust svo slæm að hann var borinn af velli, nefbrotinn. Mjög sanngjarn sigur Akureyringa. Þeir voru sterkari aðilinn ailar leikinn. y „Þetta var kærkominn sigur. Það kom mér þó á óvart hve lið okkar náði vel saman og hafði mikla yfirburði, því þrjá sterka menn vantaði, þá Elmar Geirsson, Gunnar Blöndal og Jóhann Jakobsson. Við áttum að sigra með meiri mun,” sagði Gunnar Gíslason, hinn eitilharöi leikmaður KA eftir leik- inn. Það er rétt hjá Gunnari. KA hafði umtalsverða yfirburði nær allan leik- inn. Leikmenn liðsins voru fljótari á knöttinn, ákveðnari og voru ekki að reyna neitt „dúkkuspil” á malarvellin- um. Smáspil KR-inga gafst illa og kom þeim oft i klípu, sem þeir sluppu þó frá. Slík leikaðferð getur ekki heppnazt á örmjóum Melavellinum en það getur eflaust orðið gaman að sjá KR-liðið, þegar á grasið kemur. Margjr leikmenn liðsins leiknir vel en það verður að haga leikaðferð eftir aðstæðum hverju sinni. Það gerðu KR-ingar ekki og voru reyndar heppnir að tapa þessum leik ekki með meiri mun. Allan fyrri hálfleikinn vai knötturinn nær stanzlaust á leikvelli KR — KR átti aðeins þrjú upphlaup, sem hægt var að nefna því nafni. Óskar Ingimundarson fékk reyndar gott færi rétt fyrir leikhlé- ið en spyrnti framhjá. Hættan var við KR-markið og stórgóð markvarzla Stefáns kom i veg fyrir mörk KA. Hann var bezti leikmaður KR-liðsins þrátt fyrir slysamarkið. Ásbjöm Björnson, miðherji KA og fyrirliði ísl. unglingalandsliðsins í fyrra, er snjall leikmaður og gerði KR-ingum erfitt fyrir ásamt Hinrik og Gunnari Gísla- syni. Ásbjöm átti skalla rétt framhjá marki KR, Stefán varði mjög vel frá Gunnari, og síðan skalla frá Ásbirni eftir góða aukaspyrnu Guðjóns Guðjónssonar bakvarðar, áður IBK, en hann var einn bezti maður KA. Sjálfur Stefán Gunnarsson „kominn heim” Tveir aðrir lands- liðsmenn til Vals Handknattleiksdeild Vals hefur feneið góðan liðsstyrk. Stefán Gunn- W 8 Stefán Gunnarsson veifar Valsmönn- um á ný. arsson, sem var þjálfari og leikmaður Fylkis siðasta keppnistimabil, hefur til- kynnt félagaskipti aftur yfir i Val. Segja má þvi að fyrirliðl Vals um langt árabil sé kominn heim. Þá var í gærkvöld gengið frá félaga- skiptum Friðriks Jóhannssonar, Ár- manni, og Jóns Gunnarssonar, Fylki, yfir í Val. Þeir höfðu báðir skrifað undir félagaskiptin fyrir nokkrum dögum. Jón Gunnarsson hefur verið bezti leikmaður Fylkis mörg undanfarin ár. Snjall markvörður og Valsmönnum mikill fengur að fá hann í sínar raðir eftír að Ölafur Benediktsson gekk yfir i Þrótt. Valsmönnum er mikil eftírsjá í Ólafi. Friðrik er góður leikmaður og hefur skorað mikið af mörkum með Ármanni undanfarin ár. Jón Gunnars- son og Friðrik hafa báðir leikið í ís- lenzka landsliöinu i handknattleik og Stefán Gunnarsson er gamalreyndur landsliðsmaður með 57 landsleiki. -hsim. átti Guðjón skot rétt yfir KR-markið. Framan af siðari hálfleiknum voru KA-menn sterkari en svo gerði Man- fred Steves tvær breytingar á liði sínu. Setti þá Snorra Gissurarson og Sigurð Indriðason inn á í stað Birgis Guðjóns- sonar og Davíðs Skúlasonar. Aðeins meiri broddur kom í leik KR og Atli Þór Héðinsson var færður fram í mið- herjastöðuna. Sæbjörn Guðmundsson komst frír í gegn á 74. mín. Spyrnti á markið. Aðalsteinn Jóhannsson varði. Beinlínis settist á knöttinn. Síðasta stundarfjórðunginn fór nokkurrar þreytu að gæta hjá leikmönnum KA. Greinilegt að þeir sættu sig við jafntefli en svo kom tækifærið óvænta, sem Hinrik nýtti vel. KR-ingar reyndu að jafna þær mln. sem eftir lifðu og einum varnarmanni KA tókst þá að komast I veg fyrir knöttinn á síðustu stundu, þegar Óskar var kominn í færi, Auk þeirra leikmanna, sem áður eru nefndir I KA-liðinu, sýndu þeir Eyjólfur Hjólað íþágu þeirra sem ekki geta hjólað —Hjóireiðadagur í Reykjavík á sunnudag Patrick Sercu. Daninn hélt titlmum Dansld Evrópumeistarinn í welter- vigt i hnefaieikum, Jörgen Hansen, varði titil sinn i Kaupmannahöfn i gær. Áskorandinn var Richard Rodrigues frá Frakklandi en hafðl ekld erindi sem erfiði. Daninn hélt titli sinum. Vann á stigumi 12 lotum. Á sunnudaginn verður hjólreiðadag- ur í Reykjavík og er búizt við að aliir sem vettlingi geta vaidið, og sérstaklega hjóium, verði með og hjóli sjálfum sér til heilsubótar og styrld jafnframt gott málefni. Allt söfnunarféð vegna hjól- reiðadagsins rennur óskipt til eflingar útivist og íþróttum fatlaðra barna á þessu ári fatlaðra. Lögreglan hefur útbúið tíu leiðir I höfuðborginni frá jafnmörgum skólum og sameinast hóparnir á Laugardals- velli. Hver þátttakandi safnar áheitum áður en lagt er af stað og kemur með áheitakortin og peningana með sér í Laugardal, þar sem hann fær viður- kenningar fyrir vikið. Hjólreiðadagurinn hefur verið ræki- lega kynntur að undanförnu og fylgja félagar úr hjólreiðaklúbbi Reykjavíkur öllum hópum. Þá mun lögreglan sjá til þess að hjólreiðafólkið fái að hjóla óáreitt um götur borgarinnar og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi. Með fjölmennasta hópnum hjólar einn frægasti hjólreiðamaður heims, Belgíu- maðurinn Patrick Sercu, og á Laugar- dalsvelli ætla íslenzkir hjólreiðamenn að etja kappi við hann. Á Laugardalsvelli verður ýmislegt til skemmtunar auk hjólreiðakeppninnar, hljómsveitin Start leikur af miklu fjöri, Eiríkur Fjalar ávarpar þátttakendur og Texas-trióið slær á létta strengi. Margir leggja hönd á plóginn til að gera hjól reiðadaginn að merkum atburði. Fyrir tækið Hjól og vagnar lætur alla kepp- endur hafa sérstök keppnisnúmer, Svölumar, félag fiugfreyja, aðstoðar konur úr styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra við afhendingu á viðurkenning- um, Coca Cola-fyrirtækið býður öllum þátttakendum upp á hressingu að leiks- lokum. Allir skemmtikraftar koma fram endurgjaldslaust. Það verða von- andi „alliráhjólum” ásunnudaginn. Lagt er af stað frá eftirtöldum skólum á sunnudaginn klukkan 14 en þátttakendur þurfa að vera mættir klukkan 13: Hagaskóla, Hvassaleitisskóla, Hlíða- skóla, Langholtsskóla, Árbæjarskóla, Seljaskóla, Fellaskóla, Laugarness- skóla og Réttarholtsskóla. Hinrík Þórhallsson — sigurmarldð kostaði nefbrot. Ágústsson og Friðfinnur Hermannsson á stundum góð tilþrif. Það verður áreiðanlega erfitt að sækja KA-menn heim í sumar. Hjá KR voru það helzt Börkur Ingvarsson og Sigurður Péturs- son, sem gerðu góða hluti auk Stefáns. Óli Olsen góður dómari. -hsim. „Verðuraðtaka út refsingu” — sagði Jupp Derwall, þýzki landsliðseinvaldur- inn ígærum Schiister „Hann verður að taka út sina refs- ingu, ég vil ekki að komið sé fram við mig á þennan hátt,” sagði Jupp Der- wall, landsliðseinvaldur V-Þýzkalands i knattspyrnunni, i Frankfurt i gær, þeg- ar Ijóst var að Bernd Schuster var kominn á ný til Þýzkalands. Derwall hafði sett þennan sterka landsliðs- mann, sem er 21 árs, úr iandsliði sinu i HM-leikinn gegn Finnlandi á sunnu- dag. Það var vegna agabrots eftir landsleik V-Þýzkalands og Brasiliu. Schiister ieikur með Barcelona og er einn albezti leikmaður þýzka landsliðs- ins. Hann hefur áður átt i útistöðum vegna agabrota en Derwall tekið hann i sátt. ,,Ég mun ekki ræða við Derwall fyrr en þetta fer að róast. Sjá hvað skeður en það á ekki að vera min ákvörðun hvort DFB (þýzka knattspyrnusam- bandið) vill fá mig aftur i þýzka lands- liðið,” sagði Schiister við blaðamenn i gær samkvæmt frétt Reuters-frétta- stofunnar. Keflvíkingar afgreiddu Hauka á tveimur mín! —sigruöu 6-1 eftir að jaf nræði hafði verið framan af Eftir að Keflvíkingar einu sinni tóku forystuna gegn Haukum á grasvelllnum í Hvaleyrarholtinu í gærkvöld var aldrei nein spurning um. sigurvegara i ieiknum. Keflavík bókstaflega réði lögum og iofum út leiktimann og sigr- aði 6—1 eftir að hafa leitt 3—0 í hálf- ieik. Það tók Suðurnesjamennina 25 mín. að finna leiðina í netið en eftir það héldu þeim engin bönd. Upphafskafli leiksins gaf fyrirheit um jafna viður- eign og Haukar virtust vera að sækja í sig veðrið er þeim var greitt rothöggið. Það var Öli Þór Magnússon er kom Keflvíkingum yfir með föstu skoti úr miðjum vitateig — í stöng og inn eftir laglegan undirbúning Ómars Ingvars- sonar. Óli Þór var svo aftur á ferðinni aðeins tveimur mín. siðar með annað mark — þrumuskot. Skúli Rósantsson átti þá langan bolta inn undir markteig þar sem Sigurður Björgvinsson lagði hann laglega út til Óla, sem lét ekki segja sér tvisvar að skora. Á milli markanna björguðu Haukar hörku- skalla Gísla Eyjólfssonar á línu. Gott dæmi um sóknarþunga gestanna. Á 37. min. vann Ómar Ingvarsson knöttinn með harðfylgi út við enda- Knattspymuskófi Fram Knattspyrnudelld Fram mun i sumar gangast fyrir nokkrum námskeiðum i knattspyrnu fyrir drengi fædda á árun- um 1969—1975, að báðum árum með- töldum, eins og félagið hefur gert und- anfarin ár. Hvert námskeið mun ná yfir tveggja vikna timabil og er ætlunin að á hverju námskeiðl verði tveir hópar, annar með drengjum fæddum 1972, 1973,1974 og 1975 og hinn með drengj- um fæddum 1969, 1970 og 1971. I hvorum hópi verða 24 drengir og verður þeim svo aftur skipt í smærri hópa við æfingar. Námskeiðin verða þannig uppbyggð að eldri drengir verða frá 9—12 og þeir yngri frá 1—4. Þegar illa viðrar til knattspyrnuiðkana mun drengjunum verða haldið innandyra og verða þá sýndar knattspyrnumyndir, ýmsir þekktir knattspyrnumenn munu koma í heimsókn, bæði meistaraflokksleik- menn Fram og jafnvel landsliðsmenn sem leika með erlendum félagsliðum, og munu þeir ræða við drengina. Þá á knattspyrnudeild Fram myndsegulband og upptökutæki og er ætlunin að taka myndir af drengjunum við æfingar og sýna þeim þær síðan strax að æfingu lokinni í litasjónvarpi I félagsheimilinu. Þá munu allir geta reynt viðknattþraut- ir KSl og unnið þar til brons- eða silfur- merkis. Ætlunin er að afhenda þeim merkin, sem til þeirra vinna í hálfleik í Evrópubikarleik Fram í september. Á námskeiðunum verður einnig daglega keppt um titlana vítakóngur og bráða- banakóngur og veitt verða verðlaun í lok hvers námskeiðs til hæfustu manna í þessum greinum. Einnig mun öllum drengjum verða afhent viðurkenningar- skjöl fyrir þátttökuna í námskeiðinu. Það skal skýrt tekið fram að þátttaka í námskeiðum jjessum er ekki bundin við að viðkomandi sé félagi í Fram heldur er drengjum úr öllum félögum frjálst að taka þátt án þess að binda sig á nokkurn hátt hjá Fram. Kennarar verða meistaraflokksleikmaðurinn ÁgústHaukssonog Guðmundur Ólafs- son en yfirumsjón með námskeiðunum hefur Jóhannes Atlason. Fyrsta nám- skeiðið hefst mánudaginn 1. júni en seinni námskeiðin hefjast 15. júní, 29. júní, 13. júli og 27. júlí. Verð á hverju námskeiði er kr. 130.- og greiðist við innritun. Innritun fer fram í félags- heimili Fram viö Safamýri frá mánu- deginum 25. maí kl. 13—16 alla virka dag og þá má einnig fá upplýsingar un. námskeiðin i síma Fram 34792. mörk. Sendi út í teiginn þar sem Steinar Jóhannsson afgreiddi knöttinn með föstu skoti í netið. Rétt á eftir átti Steinar þrumuskot af stuttu færi í hlið- arnetið. Síðari hálfleikurinn hófst eins og þeim fyrri iauk. Látlaus sókn ÍBK. Á 54. mín. skoraði Steinar gullfallegt mark eftir sendingu Óskars Færseth — mjög keimlíkt fyrra marki hans. Aðeins fjórum mín. síðar fékk hinn bráðefnilegi Freyr Sverrisson stungu- bolta frá Ómari og skoraði örugglega af vítateig — gott mark. Á 66. mínútu var Ómar svo felldur innan vítateigs og annars slakur dómari leiksins, Gisli Guömundsson, dæmdi umsvifalaust víti. Úr því skoraði landsliðsmarkvörð- urinn Þorsteinn Bjarnason af öryggi. Eftir þetta mark færðist doði yfir leikmenn Keflavíkur enda sigurinn í höfn. Þeir fengu þó færi á að skora — t.d. Óli Þór með markið gapandi fyrir framan sig en skallaði framhjá. Hauk- arnir sýndu aðeins tennurnar rétt í lokin — mest fyrir afslöppun varnar- manna ÍBK. Lárus komst í gegn, lék á Þorstein, en bjargað var á línu, en loks á lokamlnútunni tókst Haukum að skora. Hermann Þórisson komst í gegn, reyndi skot, sem Þorsteinn varði. Lárus fylgdi eftír og skoraði af mark- teig. Sást annars varla i leiknum. Keflavíkurliðið lék lengst af stór- skemmtilega knattspyrnu og leikmenn reyndu ávallt að byggja upp spil. Liðið er geysilega ungt en ljóst er að það verður ekki auðveldlega sigrað í sumar. Haukarnir hreiniega brotnuðu er þeir fengu á sig tvö mörk á örskömmum tíma og því varla sanngjarnt að dæma liðið eftir bessum leik. -SSv. EÓP-mótið ífrjálsumíþróttum E.Ó.P.-mótið f frjálsiþróttum 1981 verður haldin á Fögruvöllum i Laugardal föstudaginn 29. mai klukkan 19. Keppt verður f eftirtöldum greinum: Konur: 100 m grindahlaup, 200 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk og kúluvarp. Kariar: 110 m gríndahlaup, 100 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, stangarslökk (hefst ki. 18), kúlu- varp, kringlukast, spjótkast. Þátttaka tilkynnist Guðna Halldórssyni á skrif- stofu FRÍ f siðasta lagi þriðjudaginn 26. mai. Höfðingleggjöf til golflandsliðsins Dunlop umboðið á íslandi, Austurbakki h/f, sem er stærsti innflytjandi á golfvörum á landinu, af- henti á dögunum iandsliðinu i golfi, sem tók þátt i siðasta Evrópumóti, golfboita til æfinga og keppni. Fengu aliir keppendurnlr sex að tölu, svo og fyrir- liði liðsins, þrjú dúsin af golfboitum hver (36 bolta) og er hver bolti áritaður með nafni viðkomandi. Gjöf þessi kemur sér vel fyrir iandsliðskappana, þvi golfboitar eru stór útgjaldaliður hjá þeim á hverju ári og ekki var verra að fá þá núna, þvf ailir æfa þeir af kappi til að komast i fslenzka landsliðið á Evrópu- mótið sem fram fer i næsta mánuði. í landsiiðinu á sfðasta EM sem fékk boltana frá Dunlop voru þeir Geir Svansson GR, Hannes Eyvindsson GR, Sveinn Sigurbergsson, GK, Björg- vin Þorsteinsson GA, Sigurður Hafsteinsson GR og Jón Haukur Guðlaugsson GN. Á meðfylgjandi mynd afhendir Árni Þ. Árnason forstjóri Austurbakka t.v. fyrirliða og „einvaidi” golflandsliðsins, Kjartani L. Pálssyni, gjöfina til landsliðsmanna hans. Tefltálandsmóti UMFÍá Akureyrí Á iandsmóti UMFÍ, sem fram fer á Akureyri 10.—12. júii nk., verður m.a. keppt f skák. 13 fjög- urra manna sveitir tilkynntu þátttöku i forkeppni mótsins og var þeim skipt i þrjá riðla. Tvær vinn- ingshæstu sveitirnar f hverjum riðli komast í aðal- keppni landsmótsins. Keppni í A-riðli fór fram i Kópavogi og tefldu þar 5 sveitir. Umf. Bolungarvik- ur sigraði 1 þeim riöll en i 2. sæti varð sveit Ums. Kjalarnesþings. Keppnin i C-riðli fór fram i Vik i Mýrdal. Fjórar sveitir mættu til leiks og urðu tvær sveitir efstar og jafnar að vinningum, sveit Ung- menna- og iþróttasambands Austurlands og sveit Héraðssambandsins Skarphéðins. Keppni i B- riðli, þ.e. Norðurlandsriðli, fer væntanlega fram um næstu mánaðamót. Um siðustu mánaðamót rann út frestur til að kynna þátttöku i þrcmur keppnisgreinum lands- mótsins. t körfuknattleik tilkynntu 10 iið þátttöku, f handknattleik kvenna 8 lið og i blaki 7 lið. Landsmótsnefnd UMFÍ er með opna skrifstofu að Hjalteyrargötu 10, Akureyri, og er hún opin alla virka daga eftir hádegi. Siminn á skrifstofunni er 33707. Það er Ungmennasamband Eyjafjarðar sem sér um framkvæmd þessa landsmóts. Handbók FRÍ Handbók Frjálsiþróttasambands Íslands 1981 er komin út. Hún hefur að geyma upplýsingar um mót i sumar, glldandi Íslandsmet, sfmanúmer helzta frjálsiþróttafóiks og flelra sem frjálsiþróttaunnend- ur hafa gagn af. Handbókin kostar 30 kr. og fæst á skrifstofu FRÍ i Laugardal, skrifstofu ÍSÍ Laugardal og á skrifstofu UMFI, Mjölnisholti 14 Rvik. Á skrifstofu FRÍ eru einnig til sölu afrekaskrár fyrri ára. /

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.