Dagblaðið - 22.05.1981, Side 16
24
Lausar stöður
Við Mennlaskólann við Hamrahlíð eru lausar til umsóknar. nokkrar
kennarastöður. Kennslugreinar: stærðfræði, eðlisfræði og líffræði. Til
greina kemur fullt starf eða hlutastarf.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir. ásamt itarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu
hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6. 101 Reykjavík. fyrir
20. júní nk.
— Umsóknareyðublöðfást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
19. mai 1981.
VIDEO
Video — Tæki — Fiimur
Leiga — Saia — Skipti
Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480.
Skóiavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin).
KVIKMYNDIR
Framboósfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í
Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör fulltrúa á 13.
þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna.
Kjörnir verða 59 fulltrúar og jafnmargir til vara.
Listar þurfa að hafa borizt kjörstjórn á skrifstofu VR.
Hagamel 4. fyrir kl. 12:00 mánudaginn 25. maí.
Kjörstjórn.
Léttar -
meðfærilegar -
viðhaldslitlar
Góö varahlutaþjónusta.
C
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
'Armúla 16
Reykjavík
I V
sími 38640
Þjöppur
vibratorar
dælur
sagarblbð
steypusagir
Þjöppur
bindivírsrOllur
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981.
Leiklist
KVADDI „
VAKRISKJ0NI
Flosl Ólafsson, Arnar Jónsson og Bessl BJarnason i hlutverkum sinum I Gusti.
-DB-mynd bj.»j.
leikatriðum hans — þar sem Andri
Clausen, Ingólfur Björn Sigurðsson,
Ólafia Bjarnleifsdóttir, Kristin
Kristjánsdóttir vöktu sérstaklega at-
hygli í hinum samvalda, lipra og
ieikna hóp. ökuferð strax fyrir veð-
reiðar strax eftir hlé voru einhverjar
■fallegustu senur í leiknum, höfðu til
að bera líf, fjör og yndi sem leikurinn
hefði betur notið í heild sinni. Leik-
mynd Messíönu Tómasdótturheld ég
að sé hennar besta verk til þessa, og
sá þáttur sýningar sem vekur óskerta
aðdáun manns, sára-einföld að sjá en
veitir sýningunni ómælda myndræna
vidd.
Örðugra hefur Messíönu að vísu
veist að klæða leikendur — í veð-
reiðasenunni fyrrnefndu, dyngju
frönsku friliunnar, til dæmis, verður
sviðið í bili eins og í óperettu, en
alþýðufólk og hestar er aftur á móti
allt ágætlega búið. Leikhúsgestir
fundu ástæðu til að klappa sérstak-
lega fyrir ljósaborði og hringsviði i
hlaupasenu hesta og fursta, þar sem
Gustur hleypur úr sér. Víst var hún á
sinn hátt tilkomumikil. En rétt eins
og í Smalastúlkunni i fyrravor fannst
mér þessi tækni eins og utanverð við
leikmátann á sýningunni að öðru
leyti, hreyfingin var öll i græjunum,
ekki í leiknum. Þórhildi lætur miklu
betur að stýra fólki en tækjum. Og
með einstökum hópatriðum, hesta-
látum i þessari sýningu gera þær
Messíana Tómasdóttir leikhúsgestin-
um reglulega glaðan dag.
Að Gusti loknum byrjaði eiginlega
önnur óperetta á frumsýningunni á
miðvikudagskvöld. Þá var farið að
halda upp á 30 ára leikafmæli Bessa
Bjarnasonar með blómum og gjöf-
um, ræðuhöldum og hagmælsku.
Leikarastéttin er engri lfk: eftir fáein
ár á sviðinu eru þeir farnir að halda
upp á þaö á fimm ára fresti að þeir
skuli enn vera að vinna vinnuna sína!
Það má að vísu vel þakka honum
Bessa Bjarnasyni marga glaða stund
á sviðinu i þrjátíu ár. Og það hygg ég
að leikhúsgestir geri með glöðu hjarta
á Gusti. En að öðru leyti finnst mér
tað leikarar eigi að halda svona til-
standi út af fyrir sig í leikara-
mafíunni.
rauninni ósköp notalegt aö horfa á
músíkalið um Skjóna í musteri þjóð-
legra leikmennta við Hverfisgötu.
Ekki síst ef maður gætir þess að fara
til dæmis á Torfuna og fá sér gott að
borða og drekka fyrir sýningu.
Gustur hefur til að bera þá höfuð-
prýði góðra leiksýninga að taka fljótt
af, stendur ekki nema rétt rúma tvo
tíma, svo að manni fer aldrei að
leiðast. Og má þó ekki muna miklu,
ég held satt að segja að sýningin
mætti ekki vera kortérinu lengri. Þá
færi verr.
Bessa Bjarnasyni lætur ágætlega
að leika hest. Það voru reglulega
falleg andartök og augnablik í lýs-
ingu hans á Skjóna gamla húöarjálki
og fyrrum merka hlaupahesti í svip-
falli, hreyfingum, viðbrögðum leik-
arans á sviðinu. Aftur á móti tókst
þeim Arnari Jónssyni og Sigríði Þor-
valdsdóttur miklu miður að lýsa
ástum fursta og franskrar hispurs-
meyjar í sögudrögum þess efnis sem
líka eru í leiknum. Tolstoj greifi virð-
ist hafa álitið að hestar væru að öllu
leyti samlíkjanlegir við menn. Ég
-hygg aftur á móti að gúanórokkarar
mættu íhuga það hvort ekki væri nær
að fjalla um sálarlíf hesta sjálfra i líki
manna í hinu fyrirhugaða músikali
um Stjörnu.
Það skemmtilega i Gusti, sviðsetn-
ingu Þórhildar Þorleifsdóttur, er
umfram allt kórinn með miklum
hestalátum. Tónlistin í leiknum
heyrðist mér að væri dálítið eins og
útvötnuð rússnesk þjóðlagatónlist
með ivafi af ögn gamaldags dægur-
músík. Hún er fyrir alla muni áheyri-
leg í leikhúsinu, og mesta salarprýði
að hljómsveitinni á sviðinu, en alveg
er þetta ó-dramatísk músík. Orkan í
sýningunni liggur öll í framgöngu
kórsins, mörgum hrífandi einstökum
ÞJóðlelkhúslð:
QUSTUR
Saga af hastl
aftlr TolstoJ, Rozovskí,
RJasantsjef, Vetkín
Þýðandi: Áml Bergmann
Lýsing: Ami Baldvinsson
Lelkmynd og búningar: Masstana Tómasdóttir
Lelkstjóri: Þórhiidur ÞorieHsdóttir
Uppskrift að heimsfrægð — handa
íslensku leikhúsfólki, tónlistarmönn-
um, leikskáldum, rokkurum og
pqppurum. Takið söguna Heimþrá
eftir hann Þorgils gjallanda. Semjið
eftir henni eins einfalda leiksögu og
verða má um tilfinningalíf hryssunn-
ar Stjörnu, húsbændur hennar og
stóðið á fjallinu. Setjið við þetta
þjóðlegt gúanó-rokk við stefið Afi
minn fór á honum Rauð. Og frægðin
er ykkar! Nafn á músikalið er auðvit-
að Stjarna. Nema ef það væri Beinin
hennar Stjörnu — eins og heitir eitt-
hvert hið versta málverk og ég held
að sé eftir Finn Jónsson. Nema ef
það væri Guðmundur frá Miðdal.
öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Án frekari samanburðar á þingeysk-
um bóndakarli og hinum mæta rúss-
neska greifa og stórskáldi held ég,
með leyfi að segja, að sagan af
Stjörnu sé markverðari skáldskapur
en ævisaga Skjóna — eða að minnsta
kosti veröur ekki annaö ráðið af
músfkalinu eftir sögu Tolstojs. Sam-
kvæmt því er sagan af Skjóna einhver
hin hversdagslegasta dýrasaga, um
húðarjálkinn sem eitt sinn lifði glaða
daga og hittir i ellinni sinn forna hús-
bónda frá því í þá tíð, og er hann þá
orðinn að minnsta kosti jafnmikill
jálkur og Skjóni sjálfur. Og tárfella
þeir þá báöir ásamt gjörvöllum leik-
húsgestum. Nei, takk Scheving,
mætti ég þá frekar biðja um beinin
hennarStjörnu.
Ekki svo að skilja: það er í