Dagblaðið - 22.05.1981, Síða 20
28
I
•áfe-
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1981.
DAGBLADIÐ ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ
SIMI 27022
ÞVERHOLT111
I
Húsnæði í boði
i
Til lcigu ný 2ja herb. íbúð
í Kópavogi, leigist til árs í senn, fyrir-
framgreiðsla. Reglusemi áskilin. Tilboð
sendist DB fyrir 25. maí ’8l merkt
„Austurbær — 793”.
Til ieigu litið
einbýlishús í Garðabæ. Uppl. í síma 93-
6230, Ólafsvík, milli kl. 12 og l og 19 og
20.
Til leigu i gamla bænum
einstaklingsherbergi með eldhúskrók,
allt nýinnréttað. Fyrirframgreiðsla.
Tilboð er greini nafn, heimilisfang og
síma sendist til DB fyrir 25. maí ’8l
merkt „Gamli bærinn.
3ja herb. ibúð
til leigu rétt við Háskólann. Reglusemi
áskilin. Tilboð er greini frá fjölskyldu-
stærð og greiðslugetu mánaðarlega og
fyrirfram sendist DB fyrir kl. 6 miðviku-
dag 27. maí merkt „Vesturbær 680”.
2ja herb. i tvo mán.
Tveggja herb. íbúð í Fossvogi til leigu.
Laus strax. Leigist til I. ágúst.
Reglusemi og góð umgengni áskilin.
Tilboð merkt „Fossvogur" sendist DB
fyrir hádegi á laugardag.
3ja herb. ibúð
I Kópavogi til leigu, laus I. júlí. Tilboð
ásamt meðmælum og fjölskyldustærð
sendist DB merkt „Kópavogur, 001”.
Til leigu er 85 ferm
3ja herb. íbúð I Hlíðunum. Ársfyrir-
framgreiðsla. Tilboð sendist DB merkt
„Hlíðar 10”.
Til leigu 2ja herb. íbúð
í Breiðholti. Leigist í l ár frá l. júní.
Tilboð er greini fyrirframgreiðslu og
leigu sendist DB merkt „Hólahverfi —
916”.
Tveggja herb. íbúð
til leigu i Heimahverfinu. Tilboð er
greini fjölskyldustærð og greiðslugetu
sendist DB merkt „Heimar 930” fyrir
sunnudag.
Rúmgóð ný 2ja herb. ibúð
i vesturbæ til leigu með eða án
húsgagna í 3 mánuði frá l. júní.Tilboð
sendist augld. DB fyrir sunnudagskvöld
merkt „Útsýni 953”.
Einbýlishús
á Neskaupstað til leigu í skiptum fyrir
íbúð I Reykjovík,helzt í vesturbænum.
Uppl. hjá auglþj. DB i síma 27022 eftir
kl. I2.
H—719
t
Húsnæði óskast
i)
Fóstra óskar cftir
góðri 2ja herb. íbúð. Er barnlaus, reglu-
söm og heitir góðri umgengni. Meðmæli
fyrir hendi og ef til vill fyrirframgreiðsla.
Uppl. í síma 27363.
Íbúðí3—4 mán.
Eldri hjón óska eftir ibúð í 3 til 4 mánuði
frá l.júní eins.tveggja eða þicggja herb.
Tvö í heimili, rólegt fólk. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 82597
eftirkl. I2áhádegi.
Ungur maður óskar
eftir herb. eða einstaklingsíbúð. Góð
fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 2109I
eftirkl. 18.
Hjúkrunarfræðingur óskar
eftir 2ja til 3ja herb. íbúð. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Uppl. hjá auglþj.
DB í sima 27022 eftir kl. 12.
H—880
Fósturnemi óskar
eftir 2ja herb. íbúð fyrir l. september til
þess að geta haldið áfram námi næsta
haust. Er reglusöm og hefur meðmæli ef
óskaðer. Uppl. í síma 38884.
Mjög róleg og
reglusöm 3 systkini utan af landi í skóla
óska eftir að taka á leigu 3ja—4ra herb.
íbúð, helzt í Breiðholti. góðri umgengni
heitið. Geta borgað hálft ár fyrirfram.
Vinsamlegast hringið í síma 40482 eða
94-76990.
í síðustu viku dreymdi hann að
heill hópur af leðurjakkatöffur-
um lægi óvigur eftir baráttu við
hann einan . . .
Fjölskyldu utan af landi
vantar 3ja—-4ra herb. ibúð sem allra
fyrst. Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022
eftirkl. I2.
H—821
Tvöherbergi
og eldhús óskast til leigu strax í Reykja-
vík. Uppl. í síma 84623 eftir kl. 20.
Ungt par utan af landi
óskar eftir 2ja herb.íbúðfrá 1. sept.Uppl.
gefur Albert í sima 37573.
Akureyri — Reykjavik.
Ungt par frá Akureyri óskar eftir íbúð til
leigu á Reykjavíkursvæðinu frá og með
júli til ágúst. Til greina koma leiguskipti
á íbúð á Akureyri Uppl. í síma 31814
eða 96-23810.
Ung kona með 1 barn óskar
eftir að taka á leigu I—2ja herb. íbúð.
Helzt í vesturbænum en annað kæmi til
greina. Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Uppl. I síma 35482.
Ungur maður utan af landi
óskar eftir herbergi á leigu. Er reglu-
samur. Tilboð sendist DB fyrir þriðjudag
26. maí merkt „Herbergi 88”.
Óskum eftir 3—5 herb. íbúð
sem fyrst, gjaman í vesturbænum.
Góðri umgengni heitið. Sími 52529.
Reglusamur maður
óskar eftir herbergi eða einstaklingsíbúð
nú þegar. Má þarfnast viðgerðar.
Öruggar mánaðargreiðslur. Vinsamlega
hringið í auglþj. DB í síma 27022 eftir kl.
12.
H—968
Góðir leigjendur.
Par, 20 og 24 ára, utan af landi leitar að
2ja herb. íbúð. Fyrirframgreiðsla ef
óskað er. Áreiðanleg meðmæli. Uppl. í
síma 45893 í kvöld.
Fyrirframgreiösla, meðmæli.
2ja herb. íbúð óskast til leigu strax fyrir
ungt par utan af landi. Vinsamlegast.
hringiðí síma 17568 íkvöld.
Ungt par úr Strandasýslu
bfáðvantar 2ja herb. íbúð í bænum.
Höfum meðmæli úr fjölbýlishúsi. Fyrir-
framgreiðsla ef óskað er og góðri
umgengni heitið. Hringið í síma 31248 í
kvöld.
Hjúkrunarfræðingur óskar
eftir að taka á leigu 2ja til 3ja herb. íbúð,
helzt í miðbænum, þó ekki skilyrði.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Reglu-
semi og góðri umgengni heitið. Uppl. í
síma 75726 og 39399.
Akranes — Akranes.
Okkur bráðvantar 3ja herb. íbúð á Akra-
nesi frá 1. júní. Erum 3 í heimili. Fyrir-
framgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma
93-2593 Akranesi.
Óska eftir að taka
á leigu góðan bilskúr með góðri vinnuað-
stöðu. Uppl. ísíma 81698.
Einhleypur miðaldra maður
óskar eftir herbergi, helzt með aðgangi
að eldhúsi eða hálfs dags fæði á góðum
stað i bænum. Algjör reglusemi. Uppl. í
síma 15785 eftir kl. 17 á morgun og
föstudag eftir kl. 13.
3ja—4ra herb. íbúð óskast.
Tvær systur, 21 og 24 ára, með 5 ára
barn vantar 3ja—4ra herb. íbúð sem
fyrst, má þarfnast lagfæringar. Einhver
fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. í síma
45132.
Erum á götunni með litið barn.
Óskum eftir 2ja—3ja herb. íbúð á leigu
strax. Algjör reglusemi. Einhver fyrir-
framgreiðsla. Uppl. í síma 14929 eftir kl.
15.
3ja herb. íbúð
óskast á leigu strax. Góð umgengni og
reglusemi. Uppl. í síma 50669 eftir kl. 18
og í síma 53871.
Rólegur og reglusamur
miðaldra maður óskar eftir góðu her-
bergi með aðgangi að snyrtingu á leigu
strax. Uppl. í síma 30726.
Ung hjón með eitt barn
óska eftir íbúð á leigu sem fyrst. Má vera
á Suðurnesjunum. Góð greiðsla í boði.
Uppl. ísíma 34428 eftirkl. 17.
Atvinna í boði
Barngóð kona.
Óskum eftir að kynnast barngóðri konu/
sem gæti tekið að sér að sjá um heirrriíi
með þrem skólabörnum nokkra daga í
senn 3—4 sinnum á ári. Vinsamlegast
sendið uppl. til DB merkt „Barngóð
kona 2005”.
Heildverzlun óskar
eftir sölumanni til starfa strax. Vinnu-
tími eftir samkomulagi. Hentugt fyrir
vaktmenn eða sölumenn sem vilja bæta
við sig vörum í umboðssölu. Uppl. hjá
auglþj. DBisíma 27022 eftirkl. 12.
H—895
Mosfellssveit.
Kona óskast til heimilisstarfa eftir
hádegi alla föstudaga, aðeins 3 i heimili.
Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022 eftir
kl. 12.
H—919
Vanan matsvein vantar
á 56 tonna humarbát. Uppl. í síma 99-
3357 eftirkl. 19 og 99-3162.
Trésmiðir óskast
í uppmælingu. Uppl. í síma 54578 eftir
kl. 18.
Vélvirkjar — vélstjórar.
Viljum ráða menn til vélaviðgerða.
Uppl. í síma 50445.
Skólastjóra
vantar að Tónlistarskóla Vestur-Húna-
vatnssýslu. Uppl. gefur Ingibjörg Páls-
dóttir í síma 95-1366 fram til 20. júní.
Skólanefndin.
Bifvélavirki,
vélvirki eða maður vanur bílaviðgerðum
óskast strax. Uppl. hjá auglþj. DB I síma
27022 eftir kl. 12.
H—801
Óskum að ráða aðstoðarmcnn
í bakarí. Verða að geta byrjað strax.
Uppl. veittar í síma 76259 milli kl. 17 og
20.
Góð og snyrtileg kona
óskast á gott sveitaheimili, gott væri ef
hún væri vön, má hafa barn. Uppl. í
síma 76073.
Iðnfyrirtæki
við Smiðjuveg í Kópavogi óskar eftir
fólki til starfa (ekki sumarfólk) við léttan
iðnað. Aðeins heilsdags vinna í boði.
Uppl. hjá auglþj. DB i síma 27022 eftir
kl. 12.
H—642.
Vana vörubifreiðarstjóra
með meirapróf vantar nú þegar. Einnig
vantar okkur reyndan mann á Broyt
vélgröfu. Uppl. gefnar á skrifstofu í síma
75722.
Nokkrar vanar sumarstúlkur
óskast strax. Solido, Bolholti 4, 4. hæð,
^ími 31050.
Hafnarfjörður.
Vanur gröfumaður á Payloader gröfu
óskast strax. Uppl. í síma 50997 og
54016.
Óska eftir aö ráða
vanan mann á Caterpillar 966 hjóla-
skóflu. Uppl. i síma 93-7134 eða 93-
7144.
Vélstjóra,
matsvein og háseta vantar á góðan neta-
bát strax. Uppl. i síma 45925 eftir kl. 18.
Vantar húsasmiði
eða laghenta menn í uppsetningu úti á
landi. Mikil vinna. Uppl. í síma 45810.
Atvinna óskast
&
Stúlka óskar
eftir vinnu á kvöldin, t.d. við ræstingar.
Er vön. Uppl. í síma 27363.
Tuttugu og sjö ára gömul kona
óskar eftir vinnu allan eða hálfan
daginn. Uppl. í síma 44596.
1
Spákonur
D
Les í lófa og spil
og spái í bolla alla daga, tímapantanir i
síma 12574.
Barnagæzla
Hafnarljörður.
Óska að ráða stúlku til að gæta 5 ára
tvíbura frá kl. 4—10 eina viku í mánuði
log jafnvel kvöld og kvöld þar fyrir utan.
'Uppl. í síma 54517.
Ung kona sem vinnur
vaktavinnu óskar eftir barngóðri og
reglusamri stúlku til að gæta tæplega
2ja ára drengs á óreglulegum tímum
(daginn, kvöldin og stöku sinnum um
nætur). Gæti verið sem aukastarf.Uppl.
í síma 45246 og 81881 næstu daga.
Barngóð og samvizkusöm telpa,
10 til 12 ára, óskast til aðstoðar við
barnagæzlu I sumar í sveitaþorpi á
Austurlandi. Uppl. í síma 44913.
1
Einkamál
Ætlar þú að dvelja í
Gautaborg í júlí/ágúst? Þá getum við
leigt þér 3ja herb. íbúð með húsgögnum
og heimilistækjum. 10 mínútna gangur
frá miðborginni. Uppl. hjá auglþj. DB i
síma 27022 eftirkl. 12.
H-797
Óska eftir að kynnast
ekkju eða fráskilinni konu, 30—45 ára,
með sambúð í huga, er reglusamur og
barngóður. Svara öllum bréfum og al-
gjörum trúnaði heitið. Vinsamlega
leggið inn nafn, heimilisfang og síma-
númer á augld. DB sem allra fyrst merkt
„Trúnaður 658”.
Stjörnuafstaða við fæðingu.
Stjörnuafstaða sem ríkti þegar þú
fæddist skráð og skýrð í einkatímum.
Einnig reiknuð út einstök fæðingarkort.
Skrifið eftir uppl. Rannsóknastofnun
vitundarinnar PO box 1031, 121
Reykjavík.
Tapað-fundiö
Um siðastliðna páska
töpuðust silfurdósir við Sundhöll
Reykjavíkur. Dósirnar eru merktar
eiganda á loki og gefanda á botni. Finn-
andi vinsamlegast hafi samband í síma
44887 eða 31277 Fundarlaun.
Grænn og gulur páfagaukur
tapaðist í Fossvoginum. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 30549.
Reiðhjól hefur
fundizt. Uppl. í síma 36190.