Dagblaðið - 22.05.1981, Page 24
OLÍA A JAN MAYEN-
SVÆBINU AÐALMÁUD
— í samningum við Norðmenn—arði botngæða skipt milli ríkjanna
í tillögum um samninga milli
íslendinga og Norðmanna um nýt-
ingu hafsbotns milli íslands og Jan
Mayen mun vera gert ráð fyrir að
hvor þjóðin fái þriðjung af tekjum
þeim sem hin hlýtur af dýrmætum
efnum sem finnast á hafsbotni á
þessu svæði. Finnist eitthvað slíkt á
hafsbotni innan landhelgi íslands,
munu Norðmenn hljóta þriðjung af
tekjum af því og öfugt, að sögn
heimildarmanna DB í morgun.
Norðmenn munu styrkja íslend-
inga tæknilega til aö leita að og nýta
hugsanlega olíu sem kynni að finnast
í landhelgi íslands.
Einn heimildarmaður DB lagði
áherzlu á að fram kæmi í skýtslu Jan
Mayen-nefndarinnar að 5—6 leið-
angrar hefðu kannað ítarlega hafs-
botn á Jan Mayensvæðinu, rússnesk-
ur, franskur, þýzkur, norskur og
bandarískur. Hann taldi töluverðar
líkur til að olía fyndist á þessu svæði.
Það væri aðalmálið í samningunum.
-HH.
Læknaþjónustan svarar
fjármálaráðuneytinu:
Óbundnir
af kjara-
samningi
sjúkra-
hús-
lækna
—félagarhinsnýja
fyrirtækisum
170
Ef kjarasamningar takast við
lækna, þá gæti starfsemi Lækna-
þjónustunnar sf. verið lögð niður, en
það er félagsfundar að ákveða slíkt,
sagði Jóhann Heiðar Jóhannsson
formaður Læknaþjónustunnar sf. í
gær. Jóhann Heiðar sagði það mis-
hermt í DB í fyrradag að taxtamál
Læknaþjónustunnar dyttu niður við
nýja kjarasamninga.
Að sögn Jóhanns Heiðars sendi
Læknaþjónustan fjármálaráðuneyt-
inu bréf i gær, en það er svar við
bréfi ráðuneytisins. í bréfinu kemur
fram að þeir læknar, sem sagt hafa
upp störfum, eru taldir óbundnir af
kjarasamningi sjúkrahúslækna. Þeir
sem hafa gert starfskjarasamning við
Læknaþjónustuna eru starfsmenn
þess fyrirtækis.
Félagar hins nýja fyrirtækis eru nú
um 170, en starfsmenn færri.
_______________-JH.
Manndrápsmálið
á Flateyrí:
Hæstiréttur
þyngdi
dóminn
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm undir-
réttar í máli ákæruvaldsins gegn Þór-
arni Einarssyni. Hann varð unnustu
sinni, Sigurborgu Katrínu Ingvadóttur,
að bana á Flateyri í september 1978.
Undirréttur hafði dæmt Þórarin i 7 ára
fangelsi en dómur Hæstaréttar var 8 ár.
Til frádráttar kemur gæzluvarðhalds-
vist Þórarins frá því í september 1978.
Þórarinn og Sigurborg Katrín voru
saman í verbúð á Flateyri og svipti
Þórarinn haha lífi með því að bregða
snæri um háls henni og herða að. í
dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Stað-
festa ber þá úrlausn héraðsdóms, eða
eigi sé sannað að ákærði hafi tekið
fyrirfram ákvörðun, um að svipta
stúlkuna lífi. Það atferli ákærða að
bregða snæri um háls stúlkunnar og
herða að, svo sem lýst er í héraðsdómi,
var stórháskalegt og gat ákærða ekki
dulizt að langlíklegast var, að af því
hlyti hún líkamstjón”.
-JH.
Már Hulldórsson, augtýsinffastjóri Dagblaðsins, óskar Einari Ingvarssyni til hamingju með feróavinninginn. Borghildur
Steingrímsdóttir, eiginkona Einars, er meó þeim á mvndinni. DB-mynd: Siguróur Þorri.
Fyrsti vinningshafínn
,,Ég frétti þetta um leið og ég fékk
blaðið. Strákurinn sem ber það út
hringdi dyrabjöllunni og sagði mér frá
þessu,” sagði Einar Ingvarsson, fyrsti
vinningshafmn í getraunaleik Dag-
blaðsins.
Einar, sem býr á Seltjarnarnesi, er 1.
vélstjóri á togaranum Bjarna Herjólfs-
syni ÁR 200 sem gerður er út frá
Stokkseyri.
,,Ég var nýkominn af sjónum og
hafði því ekkert frétt af þessum get-
raunaleik. Ég þurfti því að skoða
blöðin vel áður en ég hringdi og svaraði
spurningunum,” sagði hann.
Það vafðist ekki fyrir honum og að
launum hlýtur hann Útsýnarferð til
Lignano á Ítalíu, að verðmæti 8000
krónur.
-KMU.
Ljósir punktar í úttekt Haf rannsóknarstof nunar:
Óhætt að auka sókn-
ina i skarkola, humar
og hörpudisk
- skarkolaveiðina má
að skaðlausu tvöfalda
Fiskifræðingar telja að skaðlaust
sé að veiða tvöfalt meira af skarkola
við landið í ár en í fyrra. Þeir vilja
leyfa veiði á allt að 10 þús. tonnum
en meðalafli á tímabilinu 1972—1979
var aðeins tæp 5 þús. tonn. Á sl.
sumri veiddust 1100 tonn af skarkola
í Faxaflóa og var aflinn unninn í
flökunarvélum. Segir i nýrri skýrslu
Hafrannsóknastofunar um nytja-
stofna á íslandsmiðum að ef slík
vinnsla yrði tekin upp við helztu skar-
kolamið landsins mætti eflaust ná
sæmilegri nýtingu á stofninum innan
tíðar, ekki sízt ef greitt yrði fyrir tog-
veiðum á líklegum stöðum á haustin.
Þá leggur Hafrannsóknastofnun
blessun sína yfir lítils háttar sóknar-
aukningu í hörpudisk og humar.
Ástand hörpudisksstofnsins er lakast
í austanverðum Húnaflóa en í
Breiðafirði bendir hins vegar flest til
að auka megi veiðar verulega. Lagt er
til að samtals megi veiða 10.700 tonn
af hörpudiski (ár.
Þar af 8.000 tonn í Breiðafirði,
1150 tonn við Vestfirði, 1000 tonn í
Húnaflóa og 550 tonn á öðrum
svæðum. í fyrra veiddust tæplega
9000 tonn alls af hörpudiski.
Af humri veiddust 2400 tonn í
fyrra en fiskifræðingar telja óhætt að
veiða 2700 tonn í ár. Veiðar verði
leyfðar á tímabilinu 15. maí til 30.
ágúst.
-ARH.
frjálst, áháð dagbJað
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981.
Stórtjón af
eldi í miðbæ
Akureyrar
— gamla „komvöru-
húsið”íeigu
KEA logaði íhálfan
fJórða tíma
Allt slökkvilið Akureyrar var kvatt
út á ellefta tímanum i gærkvöldi er
eldur varð laus í svonefndu kornvöru-
húsi KEA. Var þetta þrílyft steinhús,
timburklætt að innan. Skemmdust risið
og efri hæðin mjög af eldi og mikið
tjón varð af vatni og reyk á neðri
hæðum. Einnig komst vatn í kjallara
verzlunarhúss KEA við Hafnarstræti,
Þangað lagði einnig reyk, sem valdið
hefurskemmdum.
Gamla húsið ættu margir íslendingar
að þekkja því utan í þvi var komið fyrir
stigum þar sem ganga mátti frá brekku-
rótunum upp á Brekkuna.
Slökkvistarfið i stóð til klukkan um
tvö í nótt og miklu magni af vatni og
sjó hafði þá verið dælt í húsið.
I hinu brunna húsi höfðu smiðir,
starfsmenn KEA, aðstöðu og var því
eitthvað inni af vélum þeirra. Þarna
voru og geymdar ýmsar vörur fyrir
starfsemi KÉA. Tjónið er því verulegt
af þessum eldi. Engan mann sakaði í
brunanum eða við slökkvistarfið. -A.St.
Eskifjörður:
Missti meðvitund
ílestinni
— vegna súref nisskorts
Þegar verið var að landa kolmunna
úr Grindvíkingi á Eskifirði í gær-
morgun missti starfsmaður í lest með-
vitund vegna súefnisskorts. Maðurinn,
Þorsteinn Gunnarsson, hafði aðeins
verið stutta stund er hann féll í dá enda
mikill kolsýringur í lestinni.
Þegar var farið með Þorstein til
læknis og að sögn Ísaks Einarssonar
læknis tók það um 15 mínútur að lifga
Þorstein við með súrefnisgjöf. Hann
var talsverðan tíma að ná sér.
-Regina Eskifirði.
n sz m (V Q NIN 'Q' 3UR
1VIKU HVERRI
Vlnningur fyrstu vikunnar er
Útsýnarferð til Lignano á ttaliu,
og hefur hann verið dreginn út.
Næsti vinningur verður kynnt-
ur í blaðinu á mánudaginn. Nýir
vinningar verða veittir vikulega
næsta hálfa árið i þessum leik
Dagblaðsins:
Ferðaskrifstofan
JÚTSÝIM
\ /
Sanitas
drykkir
LÆKKAÐ
VERÐ