Dagblaðið - 05.06.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.06.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1981. 70. skoðanakönnun Dagblaðsins: Hvort telur þú að næst berí að færa byggð í Reykjavík út til Rauðavatnssvæðisins eða Keldnalands? Sóð yfir svæðið sem meirihluti aðspurðra i skoðanakönnun DB kýs hekfur undir aukna byggð Heykjavikur. DB mynd Einar Olason. Meiríhlutinn kýs Keldnaland Meirihluti Reykvikinga og íbúa á Stór-Reykjavikursvæðinu vill heldur að byggðin verði færð út til Keldna- lands en svæðisins nálægt Rauðavatni. Þetta kemur i ljós i skoðanakönnun sem Dagblaðiö gerði fyrir skömmu. Spurt var: „Hvort telur þú að næst beri að færa byggö í Reykjavik út til Rauöavatnssvæöisins eða Keldna- lands?” 300 manns á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, helmingur af hvoru kyni, voru spurðir þessarar spurningar og siðan sérstaklega athugað hvernig hlutföllin voru i borginni sjálfri. Af heildinni völdu rúm 39 prósent Keldnaland en rúm 30 prósent Rauðavatnssvæöið. 24 prósent voru óákveðnir og tæp 6% vildu ekki svara spurningunni. Hlutföllin eru svipuð þessu ef íbúar i borginni sjálfri eru teknir út sérstak- lega. Af þeim völdu tæp 39 prósent Keldnalandssvæðið, tæp 32 prósent Rauöavatnssvæðið. Um 24 prósent voru óákveðnir og tæp 6% vildu ekki svara. Ef aöeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu hefur Keldnaland vinninginn i hlutfallinu 55:45 i borginni sjálfri og í hlutfallinu 56,5:43,5 á Stór-Reykja- vikursvæðinu öliu. -HH. Ummæli fólks í könnuninni -Upp í ísaldarhóla” „Keldnaland frekar. Ég þekki vel til ófærðarinnar i Árbæ á veturna. Ekki verður ástandiö betra nær Rauöa- vatni,” sagði karl nokkur þegar hann svaraði spurningunni i skoðanakönn- uninni. „Keldnaland er í beinu fram- haldi af fyrri byggö,” sagði annar. „Rauöavatnssvæðið er mjög snjóþungt á veturna og frekar kuldalegt þar. Auk þess eru margir sem stunda þar sport svo að mér lfzt betur á Keldna- landssvæðið,” sagöi einn. „Mér finnst nú mun fallegra á Keldnalandssvæðinu heldur en við Rauðavatnið. Svo voru lfka börn að setja niður tré við Rauða- vatnið, svo að jíar getur einhvern tima risið skógur,” sagöi kona nokkur. „Af þessu tvennu vil ég heldur Rauðavatnssvæðiö. Hins vegar finnst mér að þétta ætti byggðina til Garöa- bæjar, til dæmis á svæðinu milli Kópa- vogs og Garðabæjar og þar innúr,” sagði karl nokkur.” Rauöavatnsbyggö mundi efla Árbæinn. Strætisvagna- samgöngur þar mundu batna og það er hægara fyrir skólabörn að sækja frá Rauðavatni en Keldum. Þá mundi Rauöavatnsbyggð efla kirkjusókn í Árbæ,” sagði karl nokkur. „Þaö er fallegra við Keldur en hagkvæmara að byggja við Rauðavatn svo að ég held að hið síðarnefnda sé réttara,” sagði karl- maður. „Fallegt á báöum stöðum en hallast að Rauðavatni,” sagði karl einn. „Burt með flugvöllinn" Aðrir möguleikar voru nefndir. „Aðalatriöið er aö þétta byggðina i borginni en ana ekki út um fjöll og móa fyrst. Burt með flugvöllinn og byggjum þar,” sagði karl. „Er ekki ódýrast aö þétta byggðina?” sagði annar. „Báöir möguleikar jafnvitlausir meðan stór svæði i Reykjavik eru auð,” sagði einn. „Mér finnst það eigi að byggja ibúöar- hverfi meöfram sjávarströndum en ekki verksmiðjur eins og gert var á Ártúnshöfða. Þær hefðu átt að vera þar sem Hraunbærinn er,” sagði kona. „Helzt vil ég flytja flugvöllinn og byggja þar,” sagði karl. „Ég vil byggja meðfram sjónum suður til Keflavíkur. Það er rétt við allar hafnir, góðar sam- göngur, lftill hitakostnaöur og ekki þarf nema að fara með ýtur í hraunin til að fá góða húsgrunna. Það er ekkert vit i að þenja byggð upp i ísaldarhóla eða þeytast upp á Kjalarnes,” sagði karl nokkur. „Það ætti að þétta byggð- ina meira því aö útivistarsvæðin eru hvort eð er lítið notuö,” sagði kona. „Mér finnst að það ætti að vera al- menn atkvæðagreiðsla um borgar- skipulagið en ekki að láta einhverja karla ráða því hvar fólk byggir,” sagði kona. -HH. Davíð Oddsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins f borgarstjóm: Hefði átt von á enn — með byggð meðf ram ströndinni í stað Rauðavatnssvæðisins þarna er talaö um Keldnaland en þaö má hártoga þar sem Keldnalandið, 130 hektarar, er eina landið þama sem borgin á ekki af um 1400 hektara svæði. Það eru ekki sambærilegir kostir að neinu leyti að byggja meðfram strönd- inni eða á Rauöavatnssvæðinu. Skoðanakönnunin sýnir að þrátt fyrir það að sagt sé að lítið sé fylgzt með sveitarstjórnarmálum þá hafa okkar sjónarmið komizt til skila. Að sjálfsögðu verður aldrei byggt á Rauðavatnssvæðinu ef Sjálfstæðis- flokkurinn kemst aftur I meirihluta í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Ég á heldur ekki von á þvi þó þessi meirihluti hangi með harmkvæl- um að hann byggi þarna. Slíkt hefur stórkostlegan kostnaðarauka i för með sér. Ég tel víst aö þeir sem telja Rauða- vatnssvæðið heppilegra séu pólitfskt „óríenteraöir”, þ.e. harðir fylgismenn meirihlutaflokkanna, þvf það eru ekki nokkur rök sem mæla með Rauða- vatnssvæðinu.” -JH. „Ég hefði átt von á því að fylgi með byggð meðfram ströndinni væri enn meira afgerandi,” sagði Davíð Odds- son, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavikur. „En þaö kann að hafa ruglað fólk nokkuð aö Davíð Oddsson: „Okkar sjónarmið hafa komi/.t til skila.” Keldnaland...... Rauðavatnssvæöi Óákveðnir....... Vilja ekki svara .. 118 eða 39,3% ... 91 eða 30,3% ... 74 eða 24,7% ... 17eða 5,7% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurn- arþessar: Keldnaland ........................................56,5% Rauðavatnssvæði....................................43,5% Keldnaland .........................................38,7% Rauðavatnssvæði.....................................31,7% Óákveðnir...........................................23,6% Vilja ekki svara ................................... 5,9% Ef aðeins eru teknir þeir borgarbúar sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Keldnaland............................................55% Rauðavatnssvæði ......................................45% Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjómar: Höfum ekki komið sjónarmiðum okkar nógu vel á f ramfærí Rauðavatnssvæðið heldur byggðinni betur saman en bæði svæðin verða byggingarsvæði íframtíðinni „Skoöanakönnunin sýnir að við höfum ekki komiö sjónarmiðum okkar nægilega vel á framfæri,” sagði Sigur- Sigurjón Pétursson: Óskynsamlegt að mynda sérstakan byggflakjama i Korpúlfsstaðalandl, án tengingar við aðra byggð. jón Pétursson, forseti borgarstjórnar Reykjavikur, i gær. „Bæði þessi svæöi verða byggingarsvæði i framtiðinni en núverandi meirihluti hefur valið Rauðavatnssvæðið til þess að halda byggðinni betur saman. Rauðavatns- svæðið hefur þegar verið samþykkt sem byggingarsvæði í borgarstjórn. Hefði verið byggt i Korpúlfsstaða- landi hefði myndazt þar sérstakur byggðarkjarni. Það væri óskynsam- legt, sérstaklega ef litið er til áætlana um íbúafjölda í Reykjavík á næstu ámm. Þá er lengra fyrir fólk að sækja ýmsa þjónustu þaðan en frá Rauða- vatnssvæðinu. Sé borinn saman kostnaður Reykja- vikurborgar á þessum tveimur svæðum liggur fyrir að gatnagerð og holræsa- lögn á Rauðavatnssvæðinu er nokkru dýrari. En þetta má ekki taka eingöngu með f dæmið. Ríkiö hefur eignarhald á Keldnalandi og hefur ekki fengizt til þess að selja það borginni, þrátt fyrir áralangar tilraunir. Þó Rauðavatnssvæðið verði nokkru dýrara fyrir borgina sem slíka þá verður það ódýrara fyrir þá sem þar koma til meö að byggja og búa. Það tengist þéttbýlinu betur. Þar er nægi- legt rými fyrir byggingar næstu 20 ára ef miöað er við fjölgun íbúöa.” -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.