Dagblaðið - 05.06.1981, Síða 10

Dagblaðið - 05.06.1981, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Margar samkomur hafa verið haldnar i Bandarikjunum til að vekja athygli á Atlanta- morðunum og safna fé til rannsóknar morðmálanna. Myndin cr tekin af einni slikri samkomu i Washington. VANDAMÁUN HEIMA OFMÖRGOGBRÝN segir Lech Walesa, leiðtogi Einingar Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sambands hinna óháðu verkalýðs- félaga 1 Póllandi, sagðist i gær gjarnan vilja heimsækja Bandarikin én i augnablikinu væru of mörg brýn vandamál heima fyrir til að af þvi gæti orðið. Walesa sagði þetta á fundi með fréttamönnum i Genf í gær áður en fundur Alþjóðlegu verkamannasam- takanna hófst þar. Walesa mun ávarpa þing samtak- anna i dag. Hann er i hinni opinberu sendinefnd Póilands, sem skipuð er fulltrúum rikisstjórnarinnar, at- vinnurekenda og verkamanna. Helgarvinnubann Helgarvinnubann í hafnarvinnu og við alla fisk- verkun verður í sumar frá og með 13. júní til 1. september nk. Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkakvennafélgið Framsókn, Verkakvennafélagið Framtíðin, Verkamannafélagið Hlif. HÖFUM OPNAÐ SÝNINGARSAL 0G VERZLUN AÐ ÁRMÚLA 20. Kynnum ÁRFELLS skilrúm, handriö og húsgögn. Opiðtil kl. 22 í kvöld, til hádegis laugardag. Lögreglan handtók Ijósmyndara vegna Atlanta-morðanna: UÓSMYNDARISÁST HENDA EINHVERJU í CHA TTAHOOCHEE-ÁNA —Hann kveðst saklaus af morðunum 28 en er undir strangri gæzlulögreglunnar Lögreglan i Atlanta hefur nú 23 ára gamlan blökkumann, Wayne Williams, undir eftirliti eftir að hafa yfirheyrt hann um morð 28 blökkubarna í Atlanta á siðustu 22 mánuðum. Williams, sem er ljósmyndari, sagði i útvarpsviötali i gærkvöldi, eftir að lögreglan haföi látiö hann lausan eftir dagslangar yfirheyrslur, að hann væri saklaus af Atlanta-moröunum svo- nefndu. Hann sagði að Atlanta-lögreglan hefði ekki yfirheyrt sig heldur alríkis- lögreglan. Hann var óánægður með að hafa ekki fengið að tala við lögfræðing sinn og kvaðst hafa það á tilfinning- unni aö hann lægi ennþá undir grun. Tveir lögreglubilar biðu í gærkvöldi fyrir utan heimili Williams og virtist sem lögreglan ætlaði sér að' fylgjast með hverju fótmáli hans. Williams er ljósmyndari, sem starfar á eigin vegum, og hefur hann selt myndir og fréttir til fjölmargra sjón- varps- og útvarpsstöðva. Lögreglan hafði fyrr lýst þvi yfir að hún hefði handtekið mann, sem sézt hafði henda einhverju í Chatta- hoochee-ána þar sem nokkur líkanna hafa fundizt. Hún segir nú að þessi maður sé Williams og hafi hann haldið því fram að hann hafi hent rusli i ána ofanafbrúnni. Sjálfur sagði Williams hins vegar við lögregluna að hann hefði aldrei hent neinu i ána. Hann sagði að lögreglan heföi reynt aö fá hann til að játa á sig 20 af morðunum 28. Atlanta-morðin hafa vakið mikinn óhug meðal íbúa borgarinnar sem ekki þora lengur að láta börn sin vera úti enda hafa flest fórnarlömbin horfið sporlaust um miðjan dag. öll fórnar- lömbin hafa verið svertingjar og flest á aldrinum sjö til fimmtán ára. Nokkur siöustu fórnarlambanna hafa þó verið um eða yfír tvitugt. „Við látum ekki skólakrakka segja okkur fyrir verkum,” segir lögreglan i Jóhanncsarborg um ásakanir á hendur henni fyrir hrottaskap og harðræði í garð stúdcntanna. Rannsóknar krafízt á ásökunum um hrotta- skap lögregluHðsins —Stúdentaóeirðir í Jóhannesarborg annan daginn í röð Lögregla beitti táragasi gegn hörundsdökkum stúdentum í vestur- hluta Jóhannesarborgar í gær en þeir stóðu fyrir mótmælaaögerðum vegna harðræðis og hrottaskapar sem lögreglan hafði sýnt gegn mótmæl- endum í Jóhannesarborg i fyrradag. Um 200 stúdentar söfnuðust saman i Riverlea i gær, þ.e. á staðnum þar sem lögreglan barði á mótmælendum í fyrradag. Lögreglan segir að stúdent- arnir hafl byrjað grjótkast að bif- reiðum. Lögreglan réðst með hundum og gúmmikylfum að stúdentunum og notaði táragas til að dreifa þeim. Mörg hundruð stúdentar úr öðrum skólum, sem reyndu að blanda sér í málin, voru einnig hraktir á flótta. Sjónarvottar segja að þegar stúdent- arnir flúðu og reyndu að leita skjóls inni í skólastofum hafi lögreglan hent táragassprengjum inn i stofurnar og sært a.m.k. tvo stúdenta. Um sextíu menn voru handteknir í mótmælaaö- gerðunum i fyrradag sem blakkur stúdentaleiötogi hvatti til i siðustu viku. Lögregluforinginn Louis Le Grange svaraði ásökunum um ruddaskap lögreglunnar þannig: „Skólabörn sem hlýða ekki skipunum lögreglunnar og kasta steinum og sprengjum að henni geta ekki búizt við að lögreglan sýni þeim einhverja linkind.” Hann sagði leitt til þess að vita ef sakiausir hefðu orðið fyrir barðinu á lögreglunni ,,en hjá sliku verður ekki komizt þar sem óeirðaástand rikir.” ,,Við látum skólabörn ekki kenna okkur hvernig túlka eigi lögin,” segir lögregluforinginn. Yvonne Peterson skólastjórafrú segist hafa verið lamin með kylfu þegar lögreglan ruddist inn á stúdentagarö þar sem eingöngu bjuggu stúlkur. Peterson segir að lögreglan hafi ruðzt inn i eldhús, velt um stólum og borðum og jafnvel leitað inni i frystiklefa að fólki. „Við vorum öll saklaus á stúdenta- garðinum. Erigin okkar hafði tekið þátt i mótmælaaðgerðunum og engin réðst á lögregluna,” sagöi hún. Hörundsdökkir foreldrar segjast hafa orðið fyrir baröinu á táragasi lögreglunnar án þess að hafa á nokkurn hátt tekið þátt í mótmælunum. Leiðtogar blökkumanna hafa krafízt rannsóknar á framkomu lögreglunnar og Colin Eglin, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, yfirheyrði Le Grange varð- andi ásakanirnar á hendur lögreglunni. Egin sagði að ráöherrann hefði óskað eftir lögregluskýrslum um málið sem yrðu teknar til athugunar þegar i stað. Ráðherrann kvaöst ekki myndu liða ofbeldi lögreglunnar. 1 gærkvöldi lokuðu hermenn af blökkumannaúthverfi Suöur-Afriku er þeir leituðu þeirra er staöið hafa fyrir stúdentaóeirðunum undanfarna daga.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.