Dagblaðið - 05.06.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 05.06.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1981. IMMBIABIB Iijálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöifl hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoflanitstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hiimar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamloifur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaklkeri: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: SiAumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsimi biaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 70,00. Verfl i lausasölu kr. 4,00. Óánægöu stuöningsmennimir Dagblaðið og Vísir orðuðu á mis- munandi vegu spurningu um afstöðu til ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnun- um, sem nú hafa verið birtar. Spurning- arnar mæla ekki hið sama, og því eru niðurstöður skoðanakannananna nokkuð á tvo vegu. í skoðanakönnun Dagblaðsins var spurt: „Ert þú fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni?” í þeirri könnun kemur því skýrt fram, hversu margir eru stjórnarsinnar og hve margir stjórnarandstæðingar. í skoðanakönnun Vísis var spurt: ,,Ef þú ættir almennt að gefa álit þitt á þessari ríkisstjórn, hvort ertu þá ánægður eða óánægður með hana?” Því sýna niðurstöður þeirrar könnunar væntanlega, hve margir eru ánægðir með ríkisstjórnina og hve margir óánægðir. Af þeim, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Dag- blaðsins, kváðust um tveir þriðju fylgjandi ríkisstjórn- inni. í könnun Vísis sögðust um 55 af hundraði vera ánægðir með ríkisstjórnina, af þeim sem tóku afstöðu. Vísiskönnunin var gerð hálfum mánuði á eftir könnun Dagblaðsins. Vel mætti vera, að ríkisstjórnin hafi misst fylgi á þeim tíma, en könnun Vísis segir okkur ekkert um það. Sá munur, sem er á niðurstöðum þessara tveggja kannana, eru þeir, sem telja sig fylgja ríkisstjórninni en eru ekki ánægðir með hana. Mismunurinn eru hinir óánægðu stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar. Þetta kemur ekki á óvart. Dagblaðið fjallaði eftir birtingu sinnar könnunar um þá athyglisverðu stað- reynd, að almenningur virtist lítið ánægður með ríkis- stjórnina, þótt meirihlutinn væri henni fylgjandi. Dagblaðið byggði þetta á ummælum, sem fólk lét fylgja svörum sínum. í þeim var sú skoðun algengust, að ríkisstjórnin væri hið „skásta”, sem völ væri á, annað væri ekki að hafa Af þessum ummælum mátti glöggt ráða, að talsverður hópur manna var óánægður með ríkisstjórnina, þótt þeir segðust fylgja henni. Dagblaðið benti á í leiðara, að fylgi ríkisstjórnar- innar væri að því leyti fallvalt. Það gæti dvínað hratt, yrði ríkisstjórninni eitthvað á í messunni, sem fólki þætti máli skipta. Varla er að vænta mikillar ánægju með störf þess- arar ríkisstjórnar. Eftir hana liggur nánast ekkert, sem sköpum skiptir í þjóðmálum. Skoðanakannanir Dagblaðsins og Vísis mæla því ekki hið sama. Könnun Vísis er engu að síður gagnleg. Þarflegt er að fá svar við þeirri spurningu, hve margir séu ánægðir með ríkisstjórnina og hve margir óánægðir. Skoðanakönnun Dagblaðsins hitti betur í mark, þar sem hún veitti svar við spurningunni um fylgi ríkis- stjórnarinnar og andstöðu við hana. Niðurstöður hennar mátti svo nýta til samanburðar við eldri kann- anir. í ljós kom, að fylgi ríkisstjórnarinnar hafði minnkað síðan í janúar. Það var samt meira en í september í fyrra. Alþingi hefur verið slitið. Stjórnmálamenn spá friðsamlegu sumri. Ríkisstjórnin stóð af sér nokkurn háska i þinglok, en gert er ráð fyrir, að stjórnarsam- starfið tóri enn um hríð. Vinsældir ríkisstjórnarinnar munu ekki sízt fara eftir því, hvort henni tekst það ætlunarverk að halda verðbólgu ársins nálægt 40 af hundraði. Mistakist ríkisstjórninni, má búast við, að landsmenn telji rétt að binda enda á hina löngu hveiti- brauðsdaga hennar. Rauðu khmeram- irhafastyrkt stöðu sína mjög —Víetnamar hafa ógjaman viljað fóma mönnum að undanf örnu til að ná þeim landsvæðum sem Rauðu khmerarnirhaf a á valdi sínu Skæruliðar hinna Rauðu khmera virðast nú hafa sterkari stöðu í Kampútseu en nokkru sinni siðan vietnamskar hersveitir steyptu stjórn þeirra af stóli i janúar 1979, að þvi er vestrænir stjórnarerindrekar segja. En hin hernaðarlega kyrrstaöa sem rikir nú á milli skæruiiðanna 40 þús- und og 200 þúsund manna hernáms- liös Víetnama verður tæpast rofin á annan hvorn veginn, segja þessar sömu heimildir. Ef sá mjög svo umræddi möguleiki yröi að veruleika að bandalag kæmist á milli allra andstæöinga Víetnams í Kampútseu hefði það fremur i för með sér póUtiska en hernaðarlega erfiðleika fyrir stjómina 1 Hanoi. „Meginmarkmiðið með því að koma á slíku bandalagi er að stofna til póUtlskrar andstöðu við Vietnama i Kampútseu og öðlast alþjóðlega, diplómatiska viðurkenningu.” Meirihluti Sameinuðu þjóðanna viðurkennir enn stjórn Rauðu khmer- anna þrátt fyrir alþjóðlega fyrirlitn- ingu og fordæmingu á þeim grimmd- arverkum sem sú stjórn vann á íbúum landsins á fjögurra ára valdaferU sínum og þrátt fyrir ótta fjölmargra aöUa við afleiðingar þess að Rauðu khmerarnir kæmust aftur til valda. Vestrænar heimUdir segja að ef bandalag kæmist á miUi kommúnista úr röðum Rauðra khmera og Rauðra khmera, sem ekki eru kommúnistar, auk þjóðfrelsishreyfingar Son Hvemig standa orkumálin nú? Hvernig standa orkumálin eftír að frumvarp iðnaðarráðherra um ný raforkuver hefur verið samþykkt á Alþingi? Þetta er spurning, sem margir velta fyrir sér og því er rétt að gera henni nokkur skil hér i blaðinu. í stuttu máli sagt, þá skipta hin nýju lög um raforkuver mjög litlu máU. Orkumálin eru i jafnmikUli óvissu eftir sem áður og enn vantar alveg V..... og mjólkurvörur. Samtimis hefur út- flutningsbótaréttur landbúnaðarins verið fullnýttur, þannig að framleið- endur taka á sig nokkurn hluta þess halla sem verið hefur á útflutningi búvara. Það var því beinlinis tap fyrir framleiðendur að halda óbreyttri framleiðslu miðað við árið 1978 eða 1979 og flytja út umframframleiðsl- una. Það þýðir einfaldlega lækkaö verð til bænda á allri framleiðslu í hefðbundnu búgreinunum. Þegar ástandið er orðið það slæmt, t.d. 1 útflutningi osta, að vinnslu- kostnaður i mjólkurbúunum næst ekki einu sinni með útflutningsverð- inu, þá er það augljóst að ekki er fjárhagslegur ávinningur fyrir bænd- ur aö auka framleiösluna eða halda henni á því stigi að flytja þurfi út um- talsvert magn af t.d. ostum. Ef við gerum ráð fyrir að heildar- mjólkurframleiðslan sé hæfileg i ár 105 milljónir litra, — bændur fái fullt verð fyrir þessa framleiðslu. — Allt það sem umfram yrði mundi lenda á bændunum sjálfum. Ef unnið væri úr einni milljón lítra af mjólk og það flutt út. — Útfiutn:v ingsverðið dugar til að greiða vinnslu- og flutningskostnaö, — þá mundi útborgunarverð til bænda á allri mjólk framleiddri í ár lækka um tæpa 5 aura. Segja má að fyrir hvert 1%, sem aukning verður í mjólkur- framleiðslunni umfram innanlands- neyslu og útflutningsbótaréttinn, þá lækkar útborgunarverð til bænda um tæpt 1% frágrundvallarverðinu. Tæpt ár er síöan gefin voru út bráðabirgðalög um kjarnfóðurgjald. í upphafi var gjaldið 200% á cif- verði innflutts kjarnfóðurs og fóður- blandna. Fljótlega var ákveðið aö svina- og alifuglabændur gætu fengið keypt ákveöið magn af fóðri út á hvem grip, með aðeins 50% gjaldi, en það var fljótlega lækkað niður i 40%. Síðan ákvað aðalfundur Stétt- arsambands bænda að allir búfjáreig- endur gætu fengiö ákveðinn skammt af fóðri út á hvern grip með 33.3% gjaldi frá 1. september 1980. Það sem keypt var umfram þennan skammt, var greitt með 200% álagi. Sfðasta breyting á gjaldtökunni var gerð 1. april sl., þá ákvað Framleiösluráö landbúnaöarins að afnema skömmt- unina og leggja 33.3% á allt fóður og framleiðendum gefinn kostur að kaupa ótakmarkað magn með þvi gjaldi. Fóður sem er undanþegið gjaldinu er það sem ætlað er loð- dýrum ogí fiskeldi. Það hefur ekki farið fram hjá nein- um, sem fylgst hefur með umræðum um landbúnað, að svína- og alifugla- bændur hafa mótmælt þessum lögum og álagningunni á fóður vegna þess- ara búgreina. Þeir telja að þar sem þeirra framleiðsla falli ekki undir verðlagskerfi landbúnaðarins, þá standist það ekki að þeir séu meðábyrgðir fyrir umframframleiðsl- unni i hefðbundnu búgreinunum. Það má segja að útilokað sé að leggja gjald á fóður ætlað nautgripum og sauðfé en hafa annað skepnufóður án gjaldsins. Þá væri ein búgreinin tekin fram fyrir aðra og væri frekar veriö að stuðla að aukinni fram- leiðslu i henni. Þá er ekki útilokað að nota fóður sem ætlað er ákveðinni tegund búfjár handa öðrum skepn- um. Kjallarinn Agnar Guðnason Útflutningur og varðlag á búvörum Sífellt hefur bilið breikkað milli innanlandsverðsins og þess verðs sem fengist hefur erlendis fyrir kindakjöt stefnu um nýtingu þeirrar orku, sem unnt er að framleiða I hinum nýju orkuverum. Athugum fyrst efni hinna nýju laga. Allt tekifl til baka í 1. gr. eru taldar upp ýmsar virkj- anir, sem til greina hefur komið að byggja. Ýmist er Landsvirkjun heim- ilað að fengnu samþykki ríkisstjórn- arinnar að vinna að framkvæmdun- um eða að rikisstjórninni er heimilt að semja við Landsvirkjun um að reisa og reka virkjanirnar. Siðar- nefnda orðalagið á aöallega við virkj- anir sem eru utan við núverandi Landsvirkjunarsvæði. í 2. gr. lag-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.