Dagblaðið - 18.06.1981, Síða 4

Dagblaðið - 18.06.1981, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1981. DB á neytendamarkaði „Við reynum að leggja heldur' áherzlu á að skapa eitthvað sem kall- azt getur umferðarmenning en það að velta okkur upp úr slysatölum,” sagði Sigurður Ágústsson hjá Um-' feröarráði þegar við tókum á honum hús i siðustu viku. Sigurður var beðinn að segja lesendum Neyt- endasiöunnar sitthvað um það sem betur mætti fara í umferöinni hjá þeim sem eru á reiðhjólum. „Það er hrein undantekning ef hjólreiðaslys er ekki hjólreiðamann- inum aö kenna. Það kemur fyrir að slys verða vegna óaðgæzlu biistjóra en hitt er miklu algengara. Það sem einkum viröist skorta er þessi um- ferðarmenning sem ég var aö tala um. Það hleypir t.d. oft illu blóði í bilstjóra'að sjá hjólreiðafólk þver- brjóta allar umferöarreglur. Og ekki verður þetta nýja ákvæði um að hjóla megi á gangstéttum til þess að bæta ástandið. Það þýðir ekkert að leyfa fólki að hjóla á gangstéttum án þess að setja jafnframt reglur um það hvernig það á að fara að,” sagöi Siguröur. í umferðarlögum er í heildina gert ráð fyrir því að hjólreiðamaður hagi sér næsta svipað og ökumaður bíls. Gerðar eru til hans sömu kröfur um getu tii að stjórna farartækinu og um hegðun í umferðinni. Samkvæmt gömlu umferöariögunum átti aö hjóia einungis á götum en ekki á gangstéttum. Þá átti hjóliö aö lúta öllum sömu umferðarreglum og bílar, aka sömu megin og þeir, vikja eins og þeir en auk þess var krafizt sérstakrar varkárni af þeim sem hjóia. Með nýjum regium, sem Aiþingi setti núna rétt fyrir þinglok, var hins vegar gert heimilt frá fyrstá október i haust að hjóla á gangstétt- um. Þó er hjólreiðamaðurinn skyld- aöur til að sýna fyllstu varúð og aö vikja fyrir gangandi. Ekki er neitt kveðið á um það hvorn gangstéttar- heiminginn hann skuii heldur velja sér eöa hvernig hann á að haga sér á gatnamótum hjóli hann á gangstétt. „Þetta getur orðið til þess aö hjól- reiöafólk, sérlega böm, hjólar yfir götur á gangbrautum og er þá i mik- illi hættu af bflunum. Bilstjórinn hefur oft nóg aö gera við það ið gá að öðrum bflum á horninu og tekur ekki eftir hjólreiðamanninum sem skyndilega birtist á gangstéttinni. Í sólskininu hefur hann fækkað fötum þessi hjólreiðamaður og leiðir við hönd sér farkostinn góða. DB-mvnd Sigurður Þorri. hafa nasasjón af umferðinni. Það eru orðin það mörg ár síðan hægri um- ferð var tekin upp að allir hljóta oröið að kunna reglurnar. Við höfum ekki viljað fara út i að dreifa þessum reglum með Umferðarskólanum ungir vegfarendur því þá erum við hræddir um að það verði til þess að hvetja ung böm til að hjóla á götum úti. í umferðarreglum segir að ekki megi yngri böm en 7 ára hjóla á götum úti. En þar stendur lika að sér- hver ökumaður, þar með talið á hjóli, skuli vera líkamlega og andlega fær um að stjórna ökutæki sinu. Það eru 7 árabörn ekki,” sagði Sigurður. Útbúnaður á hjólum Samkvæmt umferðarlögunum er skylt að hafa á reiðhjólum það sem kailað er hæfilega traustan hemil. Ekki er skilgreint nánar við hvað er átt með því og ekki er okkur kunnugt um að neitt eftirlit sé með hemlaút- búnaði hjóla. Venjulega verka heml- arnir með því að þrýsta á gjörðina eöa jafnvel dekkið á hjólinu. Sá búnaður þykir hins vegar sumum ekki nógu góður, sérlega i bleytu. Stilla þarf þessa hemla reglulega og fylgjast vel með þeim. Á sumum hjólum eru öflugri bremsur, svo- nefndar diskabremsur. En þau hjól eru jafnframt dýrari. Hjólið skal einnig hafa ljósker sem nota á á sama tima og ljós bíla. Þaö er frá klukkustund fyrir sólsetur til klukkustundar eftir sólaruppkomu. Gott er að miða við þann tíma sem ijós logar á ljósastaurum bæjanna. Glitauga skal einnig vera á hjólinu og er það að mati Siguröar Ágústs- sonar enn meira áriðandi en jafnvel ljós. Sé hjól vel og kirfilega búið glit- merkjum sést það i myrkri, komi að því bili með ljósum. Glitmerkin eru ódýrari en ljósin og telur Sigurður vænlegra til árangurs að brýna notkun þeirra fyrir fólki. Bjalla verður að vera á hjólinu og er hún eini löglegi hljóðgjafinn. Á reiðhjólum á einnig að vera lás. Það borgar sig að búa hjólið vel og eyða frekar fleiri krónum en að valda skaða á eigin líkama, t.d. með þvi aö hjóla ljóslaus á bremsulausu hjóli i myrkri. - DS Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamiega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsinganúðlun mcðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í maímánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m vik w Svona á að taka vinstri beygju á hjóli. Hættulegustu punktarnir eru þegar sveigt er að miðlinu og stefna hjólsins skerst við stefnu bils sem heldur beint áfram og þegar komið er inn á götuna sem beygt er inn á. merki, færa sig að miðlinu vegar eftir að hafa litið vel til vinstri og taka beygjuna þaðan. Hann á síðan að fara yfir á hægri vegarhelming nýju götunnar en þarf samt ekki að flytja sig alla lcið út i rennusteininn. Ætli hann t.d. að beygja fljótlega aftur til vinstri er honum fullkomlega heimilt að vera vinstra megin á þessum hægri vegarhelmingi. Ef biU beygir samsiða hjólreiðamanninum er oft betra aö fara ekki yfir hægri vegarhelminginn strax en leyfa bilnum að komast framúr og færa sig þá yfir akbrautina I rólegheitum. Ef hjólreiðamaðurinn treystir sér ekki til þess að fara svona að er happasælast að fara af hjólinu og leiða þaö yfir götuna eftir gang- brautum. En aögátin hlýtur alltaf að vera númer eitt, tvö og þrjú. Stefnumerkin á að gefa áður en beygjan er tekin en aUs ekki á meðan. Það veitir alls ekki af báðum höndum á stýri meðan beygjan er tekin. Ekki meðfram bflaröð „Menn sjá oft, þegar þeir stöðva bfl sinn á gatnamótum, hvar reið- hjólamenn koma fram með hUðinni á bilnum. Þetta skapar mikið óöryggi hjá bUstjórunum því þeir vita ekki hvað hjólreiöamaöurinn ætlast fyrir. Hjólreiöamaðurinn á auövitað að stöðva hjóUð fyrir aftan bilaröð- ina. Þaö er ekkert sem segir honum aö halda sig í rennusteininum, hann á fuUan rétt á akbrautinni. En mér finnst stundum að fólk sé hrætt, feimið, eða úrræðalaust um það hvernig það á að haga sér. Það kann einhvern veginn ekki við að stoppa á miðjum gatnamótum og hjólar þvi alveg eins yfir á rauðu ljósi, á móti urnferð- eða eitthvað út f bláinn. Satt að segja skU ég ekki þetta úrræða- leysi,” sagði Sigurður. Við bentum honum á að skortur væri á upplýsingum um það hvemig hjólreiðafólk ætti að hegða sér. Þetta er ég mjög hræddur við,” sagði Siguröur. 46slys ífyrra Árið 1980 urðu 46 slys i um- ferðinni þar sem hjólreiðamaður meiddist. Það er mikil aukning frá árinu áður þar sem slysin urðu 26. Samanburöurinn er kannski ekki réttmætur nema tekið sér tillit til þess að árið 1979 var óvenju lítið um svona slys. Þannig urðu slysin 36 árið 1978. Til aprílloka hafa orðiö 2 slys á móti 3 á sama tima i fyrra, en i mai voru hvorki meira né minna en 12 slys. Mest er ævinlega um slysin á sumrin en minnst fyrri hluta vetrar. Eitt banaslys hefur þegar orðið í ár. Ekkert var í fyrra en eitt árið 1979. Ekkert var 1978 en afturtvö 1977. „Aigengast er aö slysin verði með þeim hætti að hjólreiðamaöur sveigi skyndilega fyrir bil, til dæmis á gatnamótum. Bílstjórinn sér þá ofti manninn á hjólinu of seint til þess að fá neitt við ráöið. A gatnamótum, þar sem leiðir bíls og hjóls skerast, er það oftar en ekki svo að hjólreiða- maðurinn hjólar áfram eins og ekkert sé, beint i veg fyrir bilinn. Virðist þá engu skipta þó bfllinn eigi réttinn samkvæmt umferðarlögum. Hjól- reiðamenn virðast oft taka skyndi- ákvarðanir og framkvæma þær um leið. Þeir taka stundum beygjur án þess að lita í kringum sig eöa gefa stefnumerki. þetta er erfitt að varast,” sagði Siguröur. Vinstri beygjan virðist vera einna hættulegust. Þá er hjólreiðamanni ætlað aö koma hjólandi á hægri vegarhelmingi. Þegar hann nálgast gatnamótin á hann að gefa stefnu- REYNDU AD FARA RÉTTAÐ! Sigurður Ágústsson hjá Umferðarráði. „Okkur vantar hjólreiðamenningu.” DB-ömynd Gunnar Örn. Okkur finnst til dæmis engin goðgá að i hjólreiðabúðum lægi frammi UtíU bæklingur með helztu umferðar- reglum og skýringarmyndum við þær. „Það hefur komiö til tals að gera slíkan bækling en ekki orðiö úr því enn þar eð annað hefur verið látíð ganga fyrir. En vissulega væri það þarft verk. Hitt er aftur annað mál að þetta er kennt i 4.—6. bekk i grunn skóla og þeir sem eldri eru ættu að Gefð merki Hjólreiðamenn verða að sýna meiri aðgát en aðrir „HJÓLREIÐASLYS UNDANTEKNINGA- LÍTK) HJÓLREIDAMANNIAD KENNA”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.