Dagblaðið - 18.06.1981, Page 8

Dagblaðið - 18.06.1981, Page 8
8 i DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JÚNf 1981. Erient Erlent Erlent Erlent I ........................ Kínverskum embættismanni einum hefur verið vikið úr starfi fyrir að eignast tvö böm. Embættismaður- inn, sem hér um ræðir, kona að nafni Zang Yongfen, hafði þann starfa með höndum i embættismannakerf- inu að sjá til þess að hver hjón eign- uðust aðeins eitt barn i heimahéraði hennar. Tianjin-dagblaðið, sem kom út í Beijing siðastliðinn sunnudag, skrifaði að Zan Yongfen hefði með hegðun sinni sniðgengið baráttuna fyrir takmörkun fæðinga og hún hefði haft mjög slæm áhrif meö for- dæmi sinu 1 heimahéraðinu. Afleiðingin hefði verið sú að næstum hundrað börn hefðu fæðzt þar án þess að hafa tilskilin leyfi yfirvalda. Kinverjar, langfjölmennasta þjóð veraldar, em nú taldir vera um einn milljarður talsins. Þeir reyna nú að takmarka fjölda fæðinga við eitt bam á hver hjón. Þannig gera þeir sér vonir um að vera ekki fleiri en 1200 milljónir árið 2000 og að þeim fjölgi ekki eftir það. Ströngu kerfi hefur verið komið á i þessu skyni um mestaUt landið. Sam- Frumburðurinn var stúlka. Kínverjar gera sér vonir um að stöðva fólksfjölgunina i landinu við 1,2 milljarða ibúa. Kínverjar reyna af hörku að takmarka fjölda fæðinga í landinu: Kínverskri konu var vikiö úr starfí fyrir að eignast tvö böm kvæmt þessu kerfi verða hjón að sækja um sérstakt leyfi til ákveðinna skrifstofa tU að fá að eignast barn. Frú Zang var varaformaður fram- kvæmdanefndar Zhangwo héraðs og átti að hafa yflrumsjón með tak- mörkun fjölda fæöinga i héraðinu. Frumburður hennar var stúlka og samkvæmt kinverskri bændahefð þótti henni nauðsynlegt að freista þess að eignast son þrátt fyrir þá bar- áttu sem hún stjórnaði sjálf gegn auknum fæðingum i héraðinu. Þar sem héraðsstjórnin óttaðist alvarlegar afleiöingar fordæmis frú Zang þá reyndu leiðtogar héraðsins að fá hana til að láta eyöa fóstri sínu. Henni tókst þá að blekkja lækna sjúkrahússins, sem hún var lögð inn á, með þvi aö hnupla blóðsýnum úr veikum konum. Það varð tU þess aö læknar töldu ekki ráðlegt að hún gengist undir fóstureyðingu. Þegar frú Zang hafði fætt annað bam sitt komu svik hennar i ljós. Hún var þá svipt öUum trúnaðarstöð- um sinum, öðrum til viðvörunar. Blaðið segir einnig að hún hafi verið sektuð eins og venja er þegar konur eignast böm í Kína i leyfisleysi. Refsingin við sUku athæfi er oftast sú að laun foreldra hins óleyfilega barns em lækkuð auk þess sem þau verða að greiða hærra verð fyrir kom- skammta og læknisþjónustu. Þrir félagar frú Zang, sem hjálp- uðu henni að komast yfir blóðsýni úr sjúkum konum, voru opinberlega fordæmdir af kínverska Kommúnista- flokknum. (Reuter). REUTER 45% ALLRA 0LÍU- BIRGÐA HEIMSINS ERUÁHAFSBOTNI —Orkuforði heimsins fer eftir því hversu vel tekst að vinna oiíu af hafsbotni botni. Talið er að um 45% af allri olíuséuíhafmu. Hingað til hafa meira en 30 lönd unniö olíu og gas af landgrunn- svæðum sínum. Árleg vinnsla oliu af hafsbotni nemur 500 milljónum tonna, af þeim milljöröum sem unnin eru af eldsneyti áári i heiminum. Olíulög á hafsbotni eru misjafn- lega mikUvæg fyrir hin ýmsu lönd og skiptir þar í fyrsta lagi mestu máU hversu miklum oliulindum þau hafa yfir að ráða á þurru landi og í öðru lagi hversu háð þau eru innflutningi á oliu og oliuvörum. Þessi atriði móta stefnu landanna um vinnslu á þessum oliulögum og hversu fljótt þau hyggjast hefja hana. í Sovétrikjunum fer nú fram mikil vinna i sambandi við nauösynlegar umbætur á vinnslunni i Kaspíahafl og aukna vinnslu á gömlum kola- lögum á botni Kaspiahafsins og land- grunnsvæðum annarra hafa. Oliuvinnslan í Kaspíahafí fer fram af bryggjum sem standa á stólpaundirstööum ef sjórinn er ekki nema nokkra tugi metra á dýpt. Bryggjurnar mynda palla fyrir borana en með hverjum bor eru boraðar nokkrar holur. Pallarnir eru tengdir saman með færanlegum bryggjum. Á bryggjunum eru við- gerðarverkstæði, rannsóknastofur, ibúðarhúsnæði og aðrar byggingar sem hægt er að færa á milli oliubor- stöðva. Vinnsla olíunnar á þennan hátt er Sovétrikin voru ein fyrsta þjóðin f heiminum til að vinna oliu af hafs- botni. Fyrsta holan var boruð i botn Kaspiahafs, ekki langt frá. Bakú, og þar með hafin vinnsla á þessu svæði. Síðan hafa verið boraðar þar hátt á annað þúsund holur og úr þeim unnin um,l 50 milljón tonn af ollu. Olíuvinnsla á þessu svæði hefur aukizt hratt síðustu árin. Olían á þessu svæði er að því leyti mikilvæg aö hún er unnin mjög nálægt öllum helztu iðnaðarsvæðum í suðurhluta Sovétrikjanna. Það er viðurkennd staðreynd í heiminum i dag að orkuforði heims- ins fer mikið eftir því hversu vel tekst til með vinnslu olíu af hafs- Oliuvinnslan i KaspiahaG fer fram af bryggjum sem standa á stólpaundirstööum ef sjórinn er ekki ncma nokkra tugi metra á dýpt. Við byggingu oliuborpallanna hefur verið notazt við nýjar tækniuppgötvanir á sviði skipasmiða og borsmiða sem hindra að efnin ryðgi. aðeins tæknilega möguleg og hag- fræðilega praktfsk á nokkurra tuga metra dýpi, a.m.k. er ekki hægt að koma henni við ef dýpið er meira en 100 metrar. Stærstur hluti oliunnar, liggur á 60—200 metra dýpi sem er mjög algengt i Kaspíahafi svo og i Svartahafi, Eystrasalti og Azovshafi. Landgrunnsvæði Eystrasalts, Svartahafs og Azovshafs eru sérlega vel staðsett til vinnslu i framtíðinni vegna þess hvað þau eru nálægt Evrópuhluta Sovétríkjanna. Þar fer orkuþörf vaxandi og olíulög og önnur hráefni á þurru landi full- nægja ekki eftirspurninni. Einnig hefur svæðið i kringum strendur eyjarinnar Sakhalin vakið mikinn áhuga. Þar er tilvalinn staður fyrir olfuvinnslu vegna vaxandi eftir- spumar á fljótandi hráefni í austasta hluta Sovétrikjanna. Við borun hola og vinnslu úr þeim á dýpi allt að 200 metrum hafa verið og em byggðir i Sovétríkjunum bor- pallar, sérstaklega hannaðir fyrir vinnu á mismunandi dýpi og við mis- munandi aðstæður. Við byggingú slíkra palla hefur verið notazt við nýjar tækniuppgötvanir á sviði skipa- smíða og borsmíða sem hindra að efnin ryðgi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.