Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.06.1981, Qupperneq 12

Dagblaðið - 18.06.1981, Qupperneq 12
sasBumn fijúlst, áháð dagblafi Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristj&nsson. Aflstoflarritstjóri: Haukur Heigason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur P&lsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Btaflamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stef&nsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóair, Kristj&n M&r Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þr&inn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: M&r E.M. Hall- dórsson. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, &skriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aflalsimi blaðslns er 27022 (10 Knur). Setning og umbrot Dagblaflið hf., Siflumúla 12. Mynd»- og plötugerfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufll kr. 80,00. Verfl f lausasölu kr. 6,00. Herfangi útbýtt Siðustu embættaveitingar sýna, að siðferði stjórnmálamanna hefur ekki batnað á undanförnum árum, þótt um það hafi verið fjallað meira en áður. Að gagnrýna stjórnmálamann fyrir spill- ingu er eins og að stökkva vatni á gæs. Stjórnmálamenn líta nokkuð almennt á flokka sína sem eins konar ræningjaflokka til að safna herfangi handa hinum útvöldu, embættum og bitlingum handa þeim sjálfum og ódýrum lánum handa fjárhagslegum hornsteinum þeirra. Menn raðast svo sem að nokkru leyti í flokka eftir pólitískum hugmyndum. En þess sjást næstpm engin merki í stjórnarathöfnum flokkanna. Enda eru margir eingöngu í eiginhagsmunaskyni þátttakendur í stjórn- málum. Björgvin Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Ingi R. Helgason hefur verið skipaður forstjóri Brunabótafélags íslands. Hvort tveggja er misbeiting valds fyrir opnum tjöldum. Að máli Björgvins var skynsamlegar staðið, af því að baki hans stóð ekki einn flokkur, heldur borgar- stjórnarmeirihlutinn og partur af minnihlutanum.Samt sem áður er veitingin pólitísk og efnislega út í hött. Bæjarútgerðin þurfti engan nýjan forstjóra til við- bótar við hina tvo. Þeir halda báðir áfram á fullum launum, þótt annar þeirra heiti nú ráðunautur. Enda getur Björgvin ekki rekið útgerðina og ætlar sér ekki að reyna það. Annars vegar verður hann kvígildi á stofnuninni og hins vegar mun hann taka að sér að útvega vildar- mönnum vinnu hjá henni. Hinn opinberi drungi bitl- inga og getuleysis mun spilla stofnun, sem hingað til hefur verið rekin af fagmönnum. Að baki Inga stóð maðurinn með meinlætasvipinn, Svavar Gestsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Þar var ekki verið að hafa fyrir hrossakaupum, heldur gengið svo beint til verks, sem austantjaldsmönnum einum er lagið. Ingi R. Helgason er að vísu mun hæfari starfsmaður en Björgvin og kann sitthvað til annarra verka en stjórnmálabrasks. Það er engan veginn vist, að hann valdi hinu öfluga tryggingafélagi vandræðum eða sé því gagnslaus. En Ingi er ekkert inni í starfssviði félagsins. í starfíð hefði átt að fá reyndan tryggingafræðing, reyndan uppgangsmann í einhverju hinna minni trygginga- félaga eða bara fráfarandi forstjóra áfram, enda var það hægt. Báðar þessar veitingar eru dæmi um kjark siðleys- ingja stjórnmálanna. Þeir víla ekki fyrri sér að misbeita valdi í allra augsýn, þótt þeir eigi von á gagnrýni. Þeir eru vissir um, að málið verði gleymt í næstu kosning- um. Og líklega hafa þeir rétt fyrir sér. Hver man núna eftir siðlausum embættaveitingum síðasta árs eða ársins þar á undan? Og eru þeir ekki líka margir, sem telja slíkar veitingar vera eðlilegan þátt stjómmálanna? En þetta er ekki öll sagan. Almennir, heiðarlegir borgarar muna að vísu ekki, hvort þessi ráðherrann eða hinn hagaði sér verr á þessu kjörtímabilinu eða hinu. En þeir gera sér grein fyrir, að ekki er allt með felldu. Hver stjórnmálamaður, sem gerir sig sekan um af- glöp af þessu tagi, tekur dálítið af sameiginlegu álits- forðabúri stéttarbræðra sinna. Hann magnar þögula og ráðalausa fyrirlitningu almennings á stjórnmálun- um. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1981. Jörð fíutt í fóstur íslendingar vilja fúslega sýna Grænlendingum vináttu og verða þeim að liði þar sem við erum ein- hverjum fetum framar. Land þeirra er kalt og bert og jarðvegur af skornum skammti. Það er svipuð aðbúð og ísland veitir okkur. Sá er þó allur munur að við eigum gnægð gróðurmoldar og okkar land nýtur betur legu sinnar þó norðar sé en hinn byggilegasti hluti Grænlands sem er á svipuðu breiddarstigi og Osló. Það orsakast af þeim fimbul- kulda sem býr í jökulskildinum skammt undan, og nætursvalinn að sumrinu eflist af jakðmagni við strendurnar — hungurdiskum sem Matthias nefndi svo. Þó ég viti vel að okkar menn, sem hafa forgöngu um grænl. / islenzka samvinnu, hlusti eftir hugarfari Grænlendinga sjálfra og hafi yfirsýn um hvað bezt sé aö gera, svo að hvorki verði skoðað sem ölmusa né íhlutun, langar mig til að vekja máls á einni hugmynd. En fyrst nokkur orð um tildrögin að henni. Svo bar til að ég var eitt sinnn gest- komandi í fjarlægu landi, sól- brenndu, þar sem varla var um annan jarðveg að ræða en „dauðan” síheit- an sand. Þetta land, Bermuda heitir það, hafði þá fyrir skömmu fengið heimsókn eins Englendings sem gaf þingi eyjanna stein úr Þingvalla- hrauni ,,þar sem elzta þjóðþing heimsins var stofnað”. Með því mig fýsti að sjá steininn gekk ég upp aö suðausturálmu hins undurfagra þinghúss, en þar er aðal- Kjallarinn Fríðrik Þorvaldsson inngangur þjóðþingsins, sem var stofnað 1620 og er þar með 3. elzta þing í heimi næst á eftir Alþingi og Parlamentinu enska. Ég sagði deili á mér og bar upp erindið sem var upp- fyllt með vinsemd. Steinninn, sveip- aður silkidúk með ísl. fánalitunum, er varðveittur í sama viðhafnarsal og sjálfur veldissprotinn (The Mace) ásamt táknum og erfðadjásnum hins aldnaþings. Aiúðin, sem ég naut þarna, var sannarlega mikilsverð og heimsókn þar á eftir í jarðyrkjudeild land- búnaðarins var sem opinberun. Hinn glóðheiti, snauði kóralsandur var lífgaður með jarðvegi sem fluttur var um óravegu (frá Irlandi). Þama blöstu við gróðurreitir og ólýsanleg fegurð. I þessu landi er ekkert vatns- fall en viöa má sjá fannhvitar hæðir sem likjast jökulbungum tilsýndar en sá litblær stafar af hvítum, vatns- heldum hjúpi sem smuröur er á hið hrjúfa, gróöurlausa yfirborð til að safna regnvatni svo að ekki þurfi að sækja allt vam f tankskipum til fjar- lægra landa. Og þá er ég kominn að efninu. Fyrst hinn aðflutti jarðvegur i bar- áttu við blíða höfuðskepnu gat skapaö ávanið lífríki, og sem honum heföi verið um megn á heimaslóð, má þá ekki ætla að svipaður árangur náist í samskiptum við sömu höfuð- skepnu, þó i kaidara lagi sé? Á Grænlandi eru ágæt beitilönd en i byggðum er jarðvegur sagður sárlega grunnur. Hugmynd mín er þvi sú að við bjóðum Grænlending- um gróðurmold á afmarkað svæði, ef þeir vilja þiggja og tiltaka staðinn. Hugsa mætti sér gjöf í svipuðu formi og gróðursvæðið í Laugardal. Þar hefir Hafliði, garðyrkjufræðingur, sýnt merkilegan árangur — lífsgildi, samt kaloriulaust. Þekking hans og útsjónarsemi gerir hann sjálfvalinn forystumann að okkar leyti, þ.e.a.s. ef til kæmi. t verki eigum við skara af góðu æskufólki og vegna ágætrar staðháttaþekkingar má hér tilnefna Gísla Kristjánsson, ritstjóra, og Ingva Þorsteinsson, magister, sem nú mun staddur í Grænlandi. Minnumst þess að 100 tenm af jarðvegi geta orðið mörg hundruð ferm garðlands til viðbótar þeim sverði sem fyrir er og sem árlega drýgist af náttúrlegu affalli. Og svo er flutningsleiðin ekki lengri en þaö að milli landa sést. Friðrik Þorvaldsson. ^ „Steinninn, sveipaður silkidúk með ís- lenzku fánalitunum, er varðveittur í sama viðhafnarsal og sjálfur veldissprotinn ...” r Pólland púður- tunnan í Evropu isminn í Póllandi er þvi rússneskur innflutningur byggður á .„vestur- þýzkri heimsspeki” eins og Laxness komst einu sinni að orði. Því er hann afhinuilla. Stórgöllufl hugmyndafrssfli og efnahagskerfi Karl Marx sneri sér við í gröfinni fyrir þrem mánuðum þegar fjármála- ráðherra frá sósialísku riki þurfti að mæta fyrir framan fulltrúa stórkapi- talsins i London og tilkynna þeim, að Pólland væri í gjörsamlegu greiðslu- þroti, skuldir upp á 24 milljarða dollara og engir peningar til, ekki einu sinni til að gera upp vextina. Hvernig gat þetta raunverulega átt sér stað þar sem óhugsandi er, skv. hugmyndafræði og efnahagskerfi sósialismans, að riki, sem stjórnað er af sósialistum, geti vegna stórgalla kerfisins og algjörlega misheppnaðs vals á forustumönnum keyrt heilt þjóðfélag i greiðsluþrot? Þetta er nú sannarlega umhugsunarefni fyrir íslenzka komma. Þetta er nú samt i dag söguleg staðreynd sem horfast verður í augu við. Pólsk þjóðernisstefna Áður en lengra er haldið er rétt að gera sér ofurlitla grein fýrir pólskri sögu. Pólland hefur í aldir átt tvo erkióvini, Þjóðverja i vestri og Rússa í austri. í lok 18. aldarinnar, þegar þessir erkióvinir tóku höndum saman í þrígang i ásælni sinni í lönd Pól- verja, þurrkuðu þeir Pólland gjör- samlega út af landabréfi Evrópu í 3. Kjallarinn Pétur Guðjónsson umferöinni. PóQand vmr ekki lengur til sem riki hddur dngöngu sem niðurbútaöir landshlutar i öðrum ríkjum. Það er sögulegt hatur i Pól- landi á þessum yfirgangsfullu ná- grönnum þeirra, hatur sem er æðra og sterkara en allt hugarrugl um efnahagsstefnur og stjórnmálalega hugmyndafræði. Kommúnistarnir í Póllandi náðu völdum með tilstilli ógnunarvalds Rauða hersins I lok sdnni heimsstyrjaldarinnar. Sósial- Sósíalisminn bragzt Pólska kommúnistastjórnin hefur beitt öllum hugsanlegum ráðum til þess að ná tökum á pólsku þjóöinni og laða hana til fylgis við sósíalism- ann. Landinu hefur veriö lokað frá hinum frjálsa hdmi, ritskoðun hefur verið beitt, frjálsa hugsun hefur verið reynt að kæfa með miskunnarlausri ógnarstjóm, fangelsin hafa verið þéttsetin pólitískum föngum þótt af- rekin nálgist ekki stórafrek „Gúlag forstjóranna í Kreml”, en svo skrif- aði hinn snjalli pólitiski orðasmiður, Jón Þ. Árnason. Þegar svo var komið, að kommúnistastjórnin í Var- sjá gat ekki séð fyrir nægjanlegum matvælum á skikkanlegu verði og skorturinn blasti við, sauö upp úr og upp rds afl sem i mætti samtaka þjóðarinnar i formi Samstöðu afnam alræði hinna rússnesku kommúnista- leppa. Siðan hefur margt breytzt til batnaðar og reynt er að færa valdið úr höndum einræðisherranna í mið- stjóm Kommúnistaflokks Póllands til fólksins. Andlegi styrkurinn til þessara stórátaka hefur verið kaþólska kirkjan sem kommúnist- arnir megnuðu aldrei að undiroka. Nú fyrir nokkru er látinn erkibiskup Póllands og æðsti maður kirkjunnar í Póllandi I 30 ár. Fulltrúi kommún- istastjórnarinnar í Varsjá minntist hans sem þjóðhetju.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.