Dagblaðið - 18.06.1981, Side 20

Dagblaðið - 18.06.1981, Side 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ1981. Menning Menning Menning Menning I sjálfum sér bæði fagurfræðilega og móralskt. Frá þvi hann hóf að helga sig málaralist af fullri alvöru fyrir u.þ.b. 5—6 árum, hefur Guðbergur Auðunsson, sem nú sýnir i Gallerí Langbrók, ávaxtað á skynsamlegan hátt þá þjálfun sem hann hlaut í auglýsingaiðnaðinum forðum daga. Tæknilega séð hefur hann flest það til að bera sem prýða má hvern þann sem fæst við að festa sjónarmið sin á léreft eða pappir: þekkingu á litum og komposisjón, auga fyrir aðal og aukaáherslum i mynd og svo vandað handbragð. Hins vegar hefur hann, eins og svo marga sem byrjað hafa í altmúlíg- mennsku auglýsingahönnunar, skort sannfæringu hins þroskaða mynd- listarmanns, þá fulivissu að hann væri að gera hið eina rétta f sinni list, gjörðir sem hann gæti réttlætt f> rir Af almannafæri En Guðbergur hefur fikrað sig áfram, skref fyrir skref, með hliðar- stökkum öðru hvoru, — í átt að því málverki sem hann hefur getað sætt sig við. Útgangspunktur hans hefur verið poppiistin, einkum hin evrópska hlið hennar: notkun á alls kyns myndefni sem maðurinn skilur eftir sig á opin- berum vettvangi, plakötum, flugu- miðum, ljósmyndum, dagblöðum o.s.frv. 1 eina tíð reyndi Guðbergur að innlima þessi föng (úr Reykjavik og borgum austan hafs og vestan) beint inn i myndverk með því að mála eftir þeim eða líma þau á flötinn. En slík verk láta ekki vel að stjórn, eru ....ww. Guðbergur Auðunsson á sýningu sinni í Galleri Langbrók. oflausf reipunum. Á sýningu sinni f Gallerf Langbrók kompónerar Guðbergur með bútum af piakötum og auglýsingum af almannafæri. Og lyidlorðið er „kompónerar”, því þessir bútar ganga ekki lausir heldur lúta strangri myndstjórn listamannsins. Út úr þessu pappírsrifrildi nær Guðbergur að gera smámyndir sem hver og ein er hið mesta augnayndi, hvort sem lista- maðurinn leikur sér með letur, tölu- stafi, parta úr ljósmyndum eða tóna og áferð. Þetta er án efa sterkasta sýning Guðbergs til þessa þótt lítil sé hún umfangs. Takist honum að fylgja þessum vinnubrögðum eftir f stærri verkum og átakameiri, án þess þó að ánetjast Austmennsku, þ.e. offágun forma og lita sem er jú móðgun við þennan lifandi efnivið, — þá hef ég engar áhyggjur af listrænum þroska hans. Rokkað á milli En það eru fleiri en Guðbergur sem sýna í miðbænum. í Djúpinu er að finna tvo unga myndlistarmenn, tiltölulega nýslopna úr MHÍ, þá Björn Árdal og Gest Guðmundsson. Þeir eru nokkuð óráðnir í því sem þeir fást við, eins og eðlilegt er með myndlistarfólk sem er að hefja feril sinn. Gestur rokkar á milli hreinna afstraktverka þar sem hraði og hreyfikraftur eru kveikjan, og verka í anda Japser Johns. Þótt ýmislegt gott megi um þau segja, t.a.m. er f þeim lipurleg teikning og litnæmi, þá hafa þessi verk ekki til að bera sann- færingarkraft atvinnumannsins. Björn er enn óákveðnari í afstöðu sinni til sköpunarinnar, sýnir í senn raúnsæisleg verk og hálffígúratíf sem minna um margt á fyrrverandi skóla- stjóra hans Einar Hákonarson. Svei mér þá ef teiknimyndastíll S.Ö.B. kemur ekki líka við sögu í þessum myndum. En þeir félagar standa sem sagt á krossgötum, eru á báðum áttum. Nú er bara að þeir nái áttum. (DB-myndir Gunnur Örn) Verk eftir Gest Guómundsson í Djúpinu. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON MESTMEGNIS UM RIFRILDI Sýning Guðbergs Auðunssonar í Gallerí Langbrók og Gests Guðmundssonar & Bjöms Árdal f Djúpinu BRÆÐRALAG Tónleikar Þórhall. fiðlulelkara og Snorra Sigfúsar planóleikara Birgiseona ( Norræna húsinu 11. júní. Efnisskró: Dimitri Kabalevsky: Improvlsation op. 21 nr. 1; Sergei Prokofflef: Sonata nr. 1 f f- moll; Henri Wieniawsky: Scorzo-Tarantella op. 18; Erik Satie: Choses vues a droite et a gauche sans lunettes; Maurice Ravel: Sonate. Alltaf þykir það tíðindum sæta ef systkini ná langt á tónlistarbrautinni, þótt ekki sé það með öllu óalgengt fyrirbæri. Bræðurnir Þórhallur og Snorri Sigfús tilheyra þessum undan- tekningahópi og héldu nú tónieika saman í Norræna húsinu. Það nægði að líta yfir efnisskrána, hér var ekki um alvenjulega tónleika að ræða. Annað hvort eða Tónleikar með efnisskrá af því tagi sem jjeir bræður völdu sér eru jafnan annaðhvort eða — engin hálfvelgja — ekkert hálfkák, heldur annað hvort góðir eða slæmir. Sumum nægir að komast í gegnum svo erfiða efnisskrá, en svo eru aðrir sem brill- era á slíku torfi. Kabalevsky spiluðu þeir fremur hlutlaust, en mjög þokkalega þó. En það var í Prokoffief sónötunni sem -.... - þeir fóru fyrir alvöru í gang. Hárfin náicvæmni og alúð í túlkun þeirra sat þar í fyrirrúumi og hélst svo tónleik- aná á enda. Tarantella Wieniawskys flaut með eins og rétt til að sýna að flóandi rómantík nítjándu aldar lægi jafn vel fyrir þeim og annað, auk þess sem góður kostur gafst til að sýna tæknilegan brillíans. Þrælslegt torf, sem á yfirborðinu er sekleysið uppmálað í Gleraugnaleysi Saties kom styrkur þeirra bræðra hvað best í ljós, því það er ekki á færi nema af- burðahljóðfæraleikara að spila þetta þrælslega torf, sem á yfirborðinu er ekkert nema sakieysið uppmálað, svo vel. Ravel sónötuna í lokin léku þeir að síðustu frábærlega vel. Snorri Sigfús kemur fyrir eins og einn af þessum galdrakörlum, sem virðast geta spilað hvað sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Ég er þess nokkurn veginn fullviss að betri sam- starfsmann gat Þórhallur bróðir hans vart fundið. Þórhallur er orðinn ótrúlega þroskaður fiðluleikari. Leikur hans er svo inniiega laus við þann aka- demiska svip, sem gjarnan loðir við hijóðfæraleikara sem enn eru i námi eða nýsloppnir. Tónninn er nettur, tær og fijúgandi tæknin hjartanlega eðlileg og tilgerðarlaus. En tóninn mætti gjarnan hafa meiri fyllingu og Snorri Sigfús Birgisson, píanóleikari og tónskáld. Þórhallur Birgisson fiðluleikari. vera stærri. Samleikurinn var sem fyrr segir frábær — í þeim efnum ríkti algjört bræðralag. -EM

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.