Dagblaðið - 07.07.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 07.07.1981, Qupperneq 8
MBIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaflið hf. , _ . FramkvsBmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Aðstoðarrítstjórí: Haukur Holgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urösson, Dóra Stofánsdóttir, EHn Albortsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall- dórsson. Droifingarstjórí: Valgoröur H. Svoinsdóttir. Ritstjóm: Siöumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerd: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánuðl kr, 80,00. Verö í lausasölu kr. 6JH). Við megum engan tímamissa Beizlun kjarnasamruna er endanleg lausn á orkuþörf mannkyns. Nóg er til af þungu vetni til 100.000 milljón ára, til margfalt lengri tíma en sólkerfið mun endast. Orkukreppa nútímans er því bara tímabundið ástand. ________ , Kjarnasamruni er einkar ánægjuleg orkulind. Hrá- efni hans og úrgangur er vatn. Ekki er reiknað með, að nein umhverfísvandamál fylgi kjarnasamruna, né geislavirkur úrgangur. Þetta er gerólíkt núverandi kj arnasprengistöðvum. Vísindamenn eru komnir vel á veg í kjarnasamruna. Þegar hefur verið byrjað á smíði fyrstu tilrauna- stöðvarinnar í Kaliforníu. Ef vel tekst til, á hún að geta framleitt margfalt meiri orku en öll íslenzk orkuver samanlögð. Jakob Björnsson orkumálastjóri var á alþjóðlegri orkuráðstefnu í vetur. Hann telur, að um 40 ár líði, unz kjarnasamruninn leysi orkukreppuna af hólmi. Það er álíka langur tími og liðinn er, siðan hitaveita kom til sögunnar á íslandi. Guðmundur G. Þórarinsson er sá alþingismaður, sem mest hefur látið sig orkumál varða. Hann hefur það eftir Richard Post, prófessor við framangreinda tilraunastöð, að kjarnasamruninn verði að veruleika eftir 15—25 ar. Menn nota mismunandi ártöl, en eru sammála um, að orkuframtíð mannkyns sé björt og að olíukreppan sé tímabundið vandamál. Þegar olían rennur til þurrðar, mun ný og ótæmandi orkulind taka við, vatnið sjálft. Þessi bjarta framtíð mun flytja okkur íslendingum það óhagræði, að sérstaða okkar sem eigenda orku mun hverfa að mestu. Allir munu verða sjálfum sér nógir og þurfa ekki að leita til íslands. Þetta þýðir, að við þurfum að nota sem bezt bau 20—40 ár, sem við höfum til umráða, — þann tíma, sem okkar orka er ódýrari en önnur. Við þurfum að virkja sem hraðast og afla orkuverunum tekna til að greiða niður stofnkostnað. Það gildir um vatnsorkuna og jarðhitann eins og kjarnasamrunann, að mestur hluti kostnaðar er stofn- kostnaður. Eiginlegur rekstrarkostnaður er sáralítill. Afskrifuð orkuver á öllum þessum sviðum eru hag- kvæmustu orkuverin. Þau orkuver, sem við eigum afskrifuð að 20 eða 40 árum liðnum, verða mjög vel samkeppnishæf við kjarnasamrunastöðvar. Af þessu má ljóst vera, að við megum engan tíma missa. Við verðum að vekja Hjör- leif Guttormsson. Vandinn er ekki mestur við undirbúning nýrra virkj- ana. Við erum komin svo vel á veg, að við getum hafið starfrækslu nýs vatnsorkuvers á þriggja ára fresti fram til aldamóta, án þess að leggja eins hart að okkur fjár- hagslega og hingað til. Vandinn er hins vegar sá að selja alla þessa orku. Á því sviði hefur til skamms tíma vantað pólitíska sam- stöðu þjóðarinnar. Óbeit á orkufrekum iðnaði er rík og Alþýðubandalagið hefur magnað hana sem mest það má. En nú loksins virðast skoðanir á stóriðju vera að renna í einn farveg: að eignaraðild geti verið með ýmsum hætti, en stefna beri að virkum yfirráðum íslendinga með virkri þátttöku í markaðsmálum, tækni og stjórnun. Viðræður um orkufrekan iðnað við erlenda aðila hafa að verulegu leyti legið niðri í nokkur ár. En nú verðum við að taka til höndum, svo að hin mikla orku- eign okkar renni ekki út í sandinn á næstu 20—40 árum. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981. f Sovézkir fjölmiðlar þögðu um nafn sigur- vegarans í Moskvu - Boris Gulko lýsti yfir stuðningi við kröf ur Viktors Kortsnoj og þar með reyndist sovézkum f jölmiðlum ekki unnt að greina f rá því að hann hefði sigrað í meistaramóti Moskvu ískák Sovézki stórmeistarinn og gyðingurinn, hinn 34 ára gamli Boris Gulko varð Moskvumeistari í skák fyrir skömmu eins og fram hefur komiö f fréttum. Gulko sigraði meðal annars tólf stórmeistara, þar á meðal núverandi Sovétmeistara, Lev Psakhis og Mayu Chiburdanidye, heimsmeistara kvenna i skák. Sovézkur almenningur fékk hins vegar ekkert að vita um hver sigraði I mótinu þrátt fyrir hinn mikla skák- áhuga sem er þar I landi. Sovézkum fjölmiðlum tókst sem sé hiö furðu- iega að fjalla um þetta mikia skák- mót án þess aö geta þess hver sigur- vegarinn væri. Slíkt þætti ekki góð fréttamennska á Vesturlöndum. Astæðan til þessara viðbragða sovézkra fjölmiðla var sú að í sam- sæti sem haldið var aö mótinu loknu bað sigurvegarinn um orðið. Grafar- þögn mun hafa orðið f salnum vegna þess að vitað var að Gulko hafði átt í útistöðum við sovézk yfirvöld og hafði hann ekki tekið þátt i meiri- háttar skákmóti siðan hann og kona hans sóttu um að fá að flytjast úr landi í desember 1978 (Gulko var þó einn alsterkasti skákmaður Sovétrikj- anna og varð Sovétmeistari i skák 1977). Kortsnoj og Karpov að tafli. Kortsnoj ásamt Friðrik Ólafssyni, forseta FIDK, sem nú hefur frestað einvigi Kortsnojs og Karpov. Isabella Kortsnoj, eiginkona Viktors Kortsnoj. Skákmeistarinn Gulko rit- aði Skáksambandi Sovétríkjanna bréf og hvatti það til að beita sér fyrir því að fjölskylda Kortsnojs fengi að fara úr landi. Gulko flutti ræðu sina hratt og virtist taugaóstyrkur. Hann kvaðst hafa ritað Skáksambandi Sovétríkj- anna bréf þar sem þaö var hvatt til að beita sér fyrir þvi að fjölskylda Viktors Kortsnoj fengi að fara úr landi. Þögnin sem varð eftir hina stuttu ræðu Gulko var rofin af einhverjum þeirra sem sat á fremsta bekk: „Þetta eru stjórnmál.” Síðan gaf Fyodor T. Konstantinov, formaður Skáksam- bands Moskvu, næsta ræðumanni orðið í skyndi. Eftir verðlaunaafhendingu munu ýmsir þátttakenda á mótinu og veizlugesta hafa staldraö við til að taka i höndina á Gulko. Eldri maður heyrðist segja: ,,Þú þekkir mig ekki en mig langar til að óska þér til hamingju, fyrst fyrir það sem þú sagðir og slðan fyrir sigurinn.” Gulko sagði að siðar um kvöldið hefðu margir aðrir skákmenn látið svipað I ljósi. Má nærri geta að Gulko á ekki upp á pallborðið hjá sovézkum yfir- völdum á næstunni og kæmi ekki á óvart þótt biö yröi á þvi að hann verði meöal þátttakenda I sterkum skákmótum þar I landi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.