Dagblaðið - 07.07.1981, Side 19

Dagblaðið - 07.07.1981, Side 19
47 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981. <§ Útvarp » GÍSLING í VELDIAJATOLLANNA - útvarp í fyrramálið kl. 11,15: Róbert Amf innsson II itlf O l*m — les kaflabrot úr bókinni UIVar|IB Gíslar Í444 daga Róbert Arnfmnsson leikari les kaflabrot úr bókinni Gíslar i 444 daga eftir Sheldon D. Engelmayer og Robert J. Wagman. Sá lestur fer fram í fyrramálið kl. 11,15. Róbert Amfinnsson fæddist 16. ágúst 1923 i Leipzig, Þýzkalandi, sonur hjónanna Charlotte Jónsson Og Amfmns Jónssonar, skólastjóra í Reykjavík. Róbert lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík árið 1942 og fór þá í leik- skóla Lámsar Pálssonar leikara, þar sem hann stundaði nám i tvö ár. Frá 1945—46 bætti Róbert við kunnáttu sina i leikskóla hinnar gömlu og rót- grónu stofnunar, Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn, en á tima- bilinu 1943—49 stundaði hann annars ýmis störf inn á milli, t.d. hljóðfæraleik, verzlunarstðrf og fleira. Fyrsta hlutverk Róberts hjá Leik- félagi Reykjavíkur var Salarino i Kaupmanninum í Feneyjum eftir Shakespeare, 1944. Frá því að Þjóð- leikhúsið var stofnað, 1949, hefur hann verið fastráðinn þar. Róbert Amfinnsson héfur leikið nálægt 200 leiksviðshlutverk, eitt- hvað um 20 sjónvarpshlutverk, I einum 10 kvikmyndum og ótal út- varpsleikritum, eða alltaf annað veifið frá 1944. Auk þess sem þegar hefur verið talið hefur Róbert leikið með ýmsum leikflokkum, m.a. sinum eigin, árið 1959. Hann hlaut silfurlampa Félags fslenzkra leik- dómara 1956 fyrir titilhlutverkið i Góða dátanum Svæk og sfðan aftur fyrir frábæra meðferð sina á hlut- verkunum Puntila i Puntila og Matti og Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Viðurkenningu og styrk hlaut hann úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins árið 1958 og silfurskjöld fyrir „fagran flutning islenzkrar tungu í útvarp” úr Minningarsjóði Daða Hjörvar. Félag islenzkra leikara veitti Róbert gullmerki sitt árið 1971 og riddarakross fálkaorðunnar hlaut hann fyrir 12 árum, að ógleymdum lofsöng almennings jafnt sem gagn- rýnenda i gegnum árin. Það lof hefur Róbert ekki síður hlotið erlendis, þá fyrir Tevje í NUrnberg og Lilbeck og Grikkjann Zorba í Líibeck, Hamborg og Berlín en þá bárust heim á Frón fregnir af „stórkostlegum leiksigri” og ööru þesslegu. Það er skemmtileg tilviljun að hægt skuli vera að minnast á tvo mikla leikara okkar í sambandi við dag- skrárkynningu einn og sama daginn. Ekki sizt vegna þess að sitthvað áttu þeir sameiginlegt, Brynjólfur heitinn Jóhannesson og Róbert Arnfinnsson. Að frátöldum alvarlegri þáttum, eins og hæfileikum, dugnaði og þess hátt- ar, þá sýsluðu þeir báðir við verzl- unarstörf, voru vinir og gagnkvæmir aðdáendur og sitthvað fieira. Brynjólfur lék t.d. Jón Hreggviðsson í tslandsklukkunni, fyrstur manna, en i næstu uppfærslu, einum 10 árum síðar, lék Róbert það hlutverk. Báðir fengu þeir svo riddarakross fslenzku fálkaorðunnar og Brynjólfur stór- riddarakrossinn en „hvenær skyldi Róbert fá hann?” spurði einn starfs- bróðir beggja. -FG. DB-mynd Gunnar Örn. Róbert Arnfinnsson leikari. Myndin er tekin í sólstofu við heimili hans I Kópavogi. POCA VATNABÁTAR GUMMÍBÁTAR TRILLU DÍSILVÉLAR BÁ TAKAB YSSUR MARINER utanborðsmótorar BÁTA- OG VÉLAVERZLUIM, LYNGÁSI6 GARÐABÆ Bílasmiðja Sturlu Snorrasonar 23 - Sími 86150 Byggjum yfir allar gerðir pick-up blla, fallegar og Yandaðar inn- réttingar m enn tekið nokkra bíla fyrir sumarfrí. Hús Wniðurrifs Tilboð óskast í að rífa lítið timburhús í Reykjavík. Þeir sem vildu kynna sér málin leggi nafn og síma inn á auglýsinga- deild Dagblaðsins fyrir 11. júlí merkt „31637”. SKRIFSTOFUSTARF Dagblaðið óskar að ráða starfsmann á ritstjórn til starfa við móttöku, vélritun og sjálfstæða úrvinnslu efnis. Umsóknir sendist Dagblaðinu Síðumúla 12, fyrir 14. júlí. MMBUÐIB Þessi nýlegi sumarbústaður er til sölu. Hann stendur í landi Möðruvalla i Kjós gegnt Vindáshlíð. Hann er 44 mJ að stærð. Allar upplýsingar I slma 92-2172 Jk m BIABIB frýálst, úháð dagblað SJÁLFSTÆÐUR ATVINNUREKSTUR Mjög vel staðsettur og vel rekinn söluturn til sölu ef um semst. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vildu skapa sér sjálf- stæðan atvinnurekstur. Þeir sem áhuga hafa á frekari upp- lýsingum vegna hugsanlegra kaupa vinsamlega leggi tilboð til Dagblaðsins ekki síðar en 12. júlí næstkomandi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.