Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 2
I 14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981. JÆJARINS ESTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar sýna APOCALYPSE NOW Leikstjóri: Francis Coppola. Leikendur. Martín Sheen, Robert Duvall, Marlon Brando. Sýningarstaóur Tónabíó. Þeir eru vafalaust fáir sem ekki hafa heyrt minnst á myndina Apocalypse Now, enda tvímælalaust frægasta kvikmynd Ameríku eftir stríð. Endir siðmenningarinnar eins og við þekkjum hana er meginþema myndarinnar og er það á köflum stórkostlega útfært. Myndin gerir varfærnislega úttekt á afskiptum Bandaríkjanna í Víet- nam en leggur meiri áherslu á að sýna martröð og stundum ánægju þeirra sem börðust þar. Síðast en ekki síst er myndin þroskasaga Will-1 ard kapteins og að mörgu leyti nokkuð glæfraleg sem slík. Apocalypse Now er stórkostleg kvikmynd fyrir augað; kvikmyndataka og klipping með því allra besta sem ég hef séð. Veikir punktar eru ekki margir í myndinni en þar vegur mest ófullnægjandi handrit Coppola, sérstak- lega áberandi þegar Brando birtist. Eins og áður sagði er öll tækni- vinna frábær, einnig eiga leikararnir sinn þátt í að gera myndina eftir- minnilega. Apocalypse Now er um ferð upp eftir á. En myndin er einnig alveg einstakt sjónrænt „trip”. Mynd sem fæstir ættu að missa af. SCANNERS Leikstjóri: David Cronenberg. Leikendur Patrick McGoohan, Jennifer O'Neill, Stephon Lack. Sýningarstaðun Gamla bíó. Hugarorku má til margs nota. Um það fjallar kvikmynd Cronen- bergs, Scanners. Myndin fær að láni hugmynd Brian de Palma úr The Fury og gengur talsvert lengra í hryllingi sínum en sú misheppnaða kvikmynd. Að öðru leyti er Scanners gamaldags b-mynda vísinda- hrollvekja. T.a.m. er handritið vægast sagt bágborið og öll samtöl hreinasta bull, en ímyndunaraflið — líkt og í gamla daga — alveg til fyrirmyndar. Cronenberg tekst iðulega að byggja upp dágóða spennu og til að krydda myndina eru frumlegir tæknigaldrar notaðir óspart. í myndum á borð við Scanners skiptir persónusköpun sáralitlu máli og leikarar jafnvel minna; hins vegar skiptir frásögn og uppbygging spennu meira máli. Þetta er Cronenberg ljóst enda skorar hann flest stig á því sviði. Ég mæli með Scanners sem ágætis afþreyingu og hryll- ingskitlara. Myndin skilur ekkert eftir sem slík en sannar gamla speki, að ef ímyndunaraflið er í lagi þá er hægt að gera skemmtilega myndir. LILI MARLEEN Leikstjóri: Rainer Werner Fassbinder. Leikendur: Hanna Schygulla, Mel Ferrer, Giancarlo Giannini. Sýningarstaður: Regnboginn. íslenskir kvikmyndahúsagestir hafa haft þá blöndnu ánægiu: undanlarið að geta fylgst með nýjustu myndum Fassbinder. Hingað til hef ég haft fremur lítið álit á þeim ofmetna leikstjóra en ég verð þó að viðurkenna að Lili Marleen er góð mynd. Hversu góð er hins vegar stór spuining. Bestu bútarnir i myndinni fjalla um það hvort fólk á að1 taka afstöðu eða hvort það eigi bara að reyna að lifa, skitsama hvar, eða hvernig. Fassbinder teku. óve skýra afstöðu í þessari niynd sinni oger myndin því að mörgu leyti meðeinföldustu frá hans hendi. Það er hins vegar auðvelt að benda á stóran galla á myndinni en það' er hve oft Fassbinder endurtekur pælingar sínar. Það hefur verið sagt um myndir Fassbinder að í þeim sé ekki að finna eitt einasta raun- verulegt atriði. Þessi fullyrðing er ekki út í hött en á móti má benda á að enginn alvarlegur kvikmyndagerðarmaður gerir fullkomlega raun-' verulegar myndir. Lili Marleen er þægilegasta kvikmynd sem ég hef; séðeftir Fassbinder en ekki endilega sú merkilegasta. CRUISING Loikstjóri: William Friedkin. Leikendur: Al Pacino, Paul Sorvino, Karen Allen. Sýningarstaður: Haifnarbió. Cruising er gleði- og hamingjusnauðasta kvikmynd sem ég hef scð lengi. Myndin fjallar um öfgafyllstu tegund af kynvillu og afgreiðir hana tiltölulega ódýrt. Al Pacino leikur löggu sem sendur er út i kyn- villuheim stórborgarinnar til að góma geðveikan morðingja. Leik- stjóranum Friedkin tekst þokkalega að búa til spennandi mynd en mistekst hins vegar að gera sannfærandi athugun á hommaveruleik- anum og sérstaklega finnst mér persóna Pacino óunnin. Þetta er ekki Pacino að kenna, William Friedkin er einfaldlega ekki leikara leik stjóri. Stórgóð tónlist Jack Nitzche gefur Cruising ögn meira gildi og í mínum huga er Nitzche hinn ótviræði sigurvegari myndarinnar. Cruising er að mörgu leyti athyglisverð kvikmynd er vantar ná kvæmari persónuskoðun til að ég geti verið fullkomlega sáttur við hana. Ekki er ðlíklegt að Friedkin hafi verið á báðum áttum við gerð myndarinnar oggefiðeftir fyrir ódýrum þriller-sjónarmiðum. Kvik myndir ÖRN ÞÓRISSON Hvað er á seyöi? TEKST HINUM UÐUN- UM AÐ SAXA Á FORSKOT VÍKINGS? Fyrsti leikur 12. umferðar 1. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu verður í kvöld, er KA og KR leika á Akureyri. Á morgun verða tveir leikir. í Kópavogi eigast við Breiðablik og Þór og I Vestmanna- eyjum leika heimamenn við Akurnesinga. Á sunnudagskvöld keppa Víkingur og Fram á Laugar- dalsvelli, en umferðinni lýkur með leik Vals og FH á mánudagskvöld. KR-ingar verða helst að ná stigi á Akureyri i kvöld, en liðið berst nú harðri baráttu fyrir tilveru sinni í deildinni. Þeir eru nú neðstir með sex stig, en Þór og FH hafa sjö. Hætt er þó við að róðurinn verði þungur fyrir Vesturbæjarliðið því KA-menn eru til alls vísir og má nefna að þeir unnu Skagamenn á heimavelli um síðustu helgi. Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik í deildinni gegn Fram á dögun- um, en þeim ætti þó varla að verða skotaskuld að hala inn bæði stigin gegn Þór á morgun. Til þess er of mikill gæðamunur á liðunum. Akurnesingar eiga harma að hefna gegn Eyjamönnum eftir 0—5 tapið fyrir þeim I bikarnum á miðvikudag. Þeir bræður í liði Eyja- skeggja, Sigurlás og Kári, hafa verið í banastuði í undanförnum leikjum og skorað grimmt og vafalítið verður erfitt fyrir varnarmenn Akraness að hemja þá. En ef Skagamenn hætta að skjóta I markrammann og fara að koma knettinum í netið eru þeir til alls vísir. Það stefnir því allt í hörkuleik í Eyjum. Ómar Torfason leikur ekki með Víking gegn Fram, þar sem hann er í leikbanni. Diðrik Ólafsson markvörður liðsins er meiddur og leikur því ekki heldur með Hæðar- garðsliðinu. Stöðu Diðriks tekur Sigurjón Elíasson en hann var óöruggur í jafnteflisleiknum gegn FH. Framarar léku mjög vel í siðasta leik sínum og þeir gætu auðveldlega sett strikimeistaravonirVíkings. Fyrri leik Vals og FH lauk með sigri Vals 3—2 í fjörmiklum leik. Valsmenn hafa skorað allra liða flest mörk og leikir FH hafa yfirleitt verið markamiklir, þannig að þessi viður- eign ætti að geta orðið skemmtileg. SÁ Jón Einarsson I góðu færí við mark Fram en ekki tókst honum að skora í það skiptið. Fram vann 3—1 og fyrsti ósigur Breiðabliks var staðrcynd. DB-mynd: S. mábvtðð Gegn flokkanna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.