Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 4
16 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981 Hvað er á seyðium hé ATOYOT Þessi mynd er tekin af sigurvegurum i Toyota-mótinu i fyrra. Toyotan sem vannst þá er til hægri á myndinni. Golf: Toyota-mót á Hvaleyrínni Um helgina fer fram á Hvaleyrar velli á vegum Golfklúbbsin Keili' hln árlega Toyota-keppni. Verður keppt í flokkum og verða leiknar 18 holur. Á laugardaginn leika öldungar, kven- fólk, 2. og 3. flokkur. Á sunnudag leika svo 1. flokkur og meistara- flokkur. Þetta er síðasta opna mótið fyrir Landsmót sem hefst í næstu viku, og gefst kylfingum sem leika í 2. og 1. flokkiágætt tækifæri til að undirbúa sig fyrir l.andsmótið, bví áætlað rr 1. og 2. flokkur leiki á Hvaleyrinni. Verðlaun verða hin eigulegustu, þó ekki sé Toyota bifreið í verðlaun fyrir að vera næstur holu eins og var í fyrra. Væntanlegum þátttakendum er bent á að láta skrá sig í dag fyrir kl. 19.00 í skála Keilis, síminn þar er ■53360. -HK. Iþróttir íslandsmótið f knattspyrnu 1981 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ Akureyrarvöllur KA-KR 1. deild kl. 20. Akranesvöllur ÍA-Vlöir kvcnnafi. kl. 20. Fellavöllur Leiknir-KR kvennafl. kl. 20. Valsvöllur Valur-UBK kvennafl. kl. 20 Kelavíkurvöllur ÍBK-Fylkir 4. fl. Akl.20 Framvöllur Fram-KR4.n. Akl. 20. Kaplakríkavöllur FH-lK 4. fl. A kl. 20. Hvaleyrarholtsvöllur Haukar-Njarövík 4. fl. B kl. 20 Vikingsvöllur Vikingur-Selfoss 4. fl. B kl. 20 Grindavikurvöllur Grindavik-Reynir S. 4. fl. C kl. 20. LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ Kópavogsvöllur UBK-Þór l.deildkl. 14. Vestmannaeyjavöllur ÍBV-ÍA l.deildkl. 14. Týr-Afturelding4. fl. B kl. 17. Borgarnesvöllur Skallgrimur-Fylkir 2. deild kl. 14 Skallagrímur-Ármann4. fl. Ckl. 16 Laugardalsvöllur Þróttur R.-ÍBÍ 2. deild kl. 14 Nordfjarðarvöllur Þróttur N.-Reynir 2. deild kl. 14 Selfossvöllur Selfoss-Völsungur 2. deild kl. 14 Hveragerðisvöllur Hveragerði-Ármann 3. deild A kl. 14 Melavöllur Óðinn-ÍK 3. deild Akl. 16 Varmárvöllur Afturelding-Grótta 3. deild A kl. 14 Fellavöllur Leiknir-ÍR 3. deild B kl. 14 NJarflvikurvöllur Njarðvik-Viðir 3. deild B kl. 14. sýörnuvöllur Stjarnan-Léttir 3. deild B kl. 15 Akranesvöllur HV-Bolungarvík 3 deild C kl. 14 Grundarfjarflarvöllur Grundarfj.-Reynir Hn. 3. deild C kl. 14 Hellissandsvöllur Reynir He.-Vlk. ó. 3. deild C ,\i. 14 Reynir-Þór Þ. 4. fl. C kl. ’ j Siglufjarflarvöllur KS-Reynir Á 3. d .iu D kl. 14 Sauflfcrkrók* ^ilur Tindastóll-Leiftur 3. deild D kl. 14 Dagsbrúnarvöllur Dagsbrún-Árroöinn 3. deild E kl. 14 Grenivikurvöllur Magni-HSÞ b 3. deild Ekl. 14 Borgarfjarflarvöllur UMFB-Valur 3. deild Fkl. 15 Borgarfjarflarvöllur UMFB-Valur 3. deild F kl. 15 Vopnafjarflarvöllur Einherji-Höttur 3. deild F kl. 15 Eskifjarflarvöllur Austri-Leiknir 3. deild G kl. 15 Stöflvarfjarflarvöllur Súlan-Sindri 3. deild G kl. 15 Þróttarvöllur Þróttur-lBÍ 4. fl. B kl. 14 Stjömuvöllur Stjarnan-Týr5. fl. B kl. 14 Stykkishólmsvöllur Snæfell-Hverag. 5. n. C kl. 14 SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ LAUGARDALSVÖLLUR Víkingur-Fram 1. deild kl. 20 Stykkishólmsvöllur Snæfell-Reynir Hn. 3. deild C kl. 14 Vestmannaeyjavöllur ÍBV-Þór 2. fl. A kl. 14 Þróttaravöllur Þróttur-KA 2. fl. A kl. 14 Siglufjarflarvöllur KS-KA5. n.Dkl. 14 KS-KA4. fl. D kl. 15 KS-KA3. fl. D kl. 16 KS-KA3.il. Dkl. 16 Þórsvöllur Þór-Völsungur 5. fl. D kl. 14 Þór-Völsungur 4. fl. D kl. 15 Þór-Völsungur 3. fl. D kl. 16 Grenivíkurvöllur Magni-Tindastóll 4. fl. D kl. 14 Neskaupstaflarvöllur Þróttur-SCilan 5. fl. E kl. 14 Þróttur-Súlan 4. fl. E kl. 15 Horaafjarflarvöllur Sindri-Valur 5. fl. E kl. 13 Sindri-Valur 4. fl. E kl. 14 Seyfllsfjarflarvöllur fUt*guók \ Í^^SSSV^-i i klukkan fimm 1 S'ðasta Iag/ , f eft'rm/ðdö ™ J, .m,öyikuda%- J ^----- ÁT. Keppnin hefst 1 Keflavfk hefst klukkan tfu á sunnudagsmorguninn. Hér reynir kunnur tóniistarmaður frá Keflavfk, Magnús Kjartansson, hæfni sfna á reiðhjóli. DB-mynd: Sigurður Þorri. íþróttir um helgina: KEPPT A RQDHJ0LUM MILU KEFLAVÍKUR 0G HAFNARFJARDAR — H jólreiðaf élag Reykjavíkur gengst fyrir keppninni ,,Við búumst við mikilli þátttöku á sunnudaginn. Fyrst hægt var að fá fjölda fólks til að hjóla til Þingvalla í vondu veðri á handónýtum vegum um síðustu helgi slá hjólreiðamenn varla hendini á móti því að keppa milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,” sagði Ásgeir Heiðar formaður Hjólreiðarfélags Reykjavikur. Hjólreiðafélagið gengst fyrir keppni á sunnudaginn milli Kefla- víkur og Hafnarfjarðar. Hún hefst í Keflavík um tiuleytið um morguninn. Ásgeir Heiðar reiknaði með því að fyrstu keppendur kæmu í mark um ellefuleytið. Keppt verður í fjórum flokkum; flokki 13—14 ára, flokki 15—16 ára, flokki 17 ára og eldri og loks í kvennaflokki. Sigurvegararnir hljóta farandbikara, sem örninn, Hjól og vagnar, Hjólreiðafélag Reykjavíkur og íþróttasamband íslandshafagefið. En hvað kemur til að Hjólreiða- félag Reykjavíkur gengst fyrir keppni milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar? Jú, lögreglustjórinn í Reykjavík hefur lagt blátt bann við öllum hjólreiðakeppnum innan síns lög- sagnarumdæmis, þar eð allir slíkir leikir stuðli að hraðaakstri og óvarkárni. „Við áttum svo sem von á þessu banni sem okkur barst bréflega fyrir nokkrum dögum,” sagði Ásgeir Heiðar. „Hins vegar þykir okkur undarlegt að ekki megi keppa á reiðhjólum, en hins vegar séu sýning- ar á borð við þá sem American Helldrivers buðu upp á leyfðar. Þar var ekið á tveimur hjólum, stokkið á bílum og mótorhjólum og ekið á.” Fleiri hjólreiða- keppnir í deiglunni Keppnin milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar verður væntanlega ekki sú eina sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur gengst fyrir á þessu sumri. „Við erum að kanna möguleikana á keppni frá Hellu að borgarmörkunum,” sagði Ásgeir. „Þetta er um 92ja kílómetra leið. Hún er öll á Olíumöl og gæti orðið hin skemmtilegasta.” Þá sagði Ásgeir Heiðar að fyrirhuguð væri hjólreiðakeppni á Suðurnesjunum þann 8. ágúst. Ekið verður frá Keflavík, um Garð, Sandgerði og til Keflavíkur. Sú keppni var haldin í fyrsta skipti í fyrra og þótti takast svo vel að full á- stæða væri til að endurtaka hana. Þá hafði formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur heyrt að Selfyssingar væru að hugsa sér til hreyfings og jafnvel Akurnesingar. Öllum er heimil þátttaka í keppninni nú á sunnudaginn, sem hafa aldur til að komast í einhvern flokkanna. Þátttökugjald er fimmtíu krónur. Skráningu lýkur opinberlega á morgun, laugardag. Ásgeir Heiðar sagði að ef einhverjir yrðu of seinir til skráningar af einhverjum ástæðum væri nóg að tilkynna þátttöku við upphaf keppni. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.