Dagblaðið - 01.08.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.08.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1981. II Mikilvægar viðræður Reykinn frá bombum iðnaðar- ráðherra í súrálsmálinu er nú að leggja frá og þvf er auðveldara að átta sig á stöðu málsins. Ráðherra hefur samþykkt að hefja viðræður við Alusuisse um niðurstöðu skýrslu breska endurskoðunarfyrirtækisins. Það var skynsamlegt af ráðherra, enda hefur hofmóður og drýldni aldrei þótt gott veganesti þegar lagt er upp í vandasama samninga, sem menn ætla að ná árangri í. Alusuisse vill að visu takmarka viöræður við þær á- sakanir, sem bornar hafa verið á þá og svo virðist sem þeir vilji fá niður- stöður í því máli áður en önnur atriði koma til umræðu. Til þessa hefur ráðherra haldið þannig á málum, að allt hefur stefnt hraðbyri í málaferli. Þau yrðu vafalaust langvinn og illvig og á meðan biðu önnur atriði, sem nauðsynlegt er að taka upp við Alusuisse og fá niðurstöður i sem fyrst. Sannleikurinn er sá, að sá þáttur málsins er mun mikilvægari, ef til framtiðarinnar er litið, heldur en þjark um meintar ávirðingar Alusuisse. Auðvitað ber Alusuisse eins og öllum öðrum að standa við gerða samninga og ef eitthvað hefur farið úrskeiðis í þeim efnum, ber okkur að sýna fyllstu hðrku og ákveðni. Það þjark má hins vegar ekki verða til að við glutrum niður tækifæri til að fá fram breytingar á heildarsamningnum. Til þessa hefur iðnaðarráðherra verið á hraðri leið með að klúðra þeim málstað okkar. Ekkert er óskynsamlegra á þessu stigi en að reyra málið í fjötra iildeilna um smærri atriði. En hver eru þá hin stóru atriði, sem ná þarf samningum um við ályktun sinni frá þvi í sl. viku og boðið upp á samstarf til lausnar þeim. f fyrsta lagi er nú um að ræða hækkun raforkuverðs. Frá því siöasta endurskoðun samningsins fór fram 1975 hefur allt orkuverð i heimahúsum enn hækkað og því er það sanngirnismál að hækkun fáist á raforkuverðinu til ÍSAL. I öðru lagi þarf að ræða framtíðarskattgreiðslur fyrirtækis- ins. Helst þarf að fá breytt því fyrir- 0 „í þriðja lagi þarf að ræða um hugsan- lega eignaraðild íslendinga með tímanum og hvernig framtíðarsamstarfi verði þá háttað.” Alusuisse? Um þau virðist vera tiltölulega góð samstaða og hefur þingflokkur :sjálfstæðismanna m.a. tilgreint þessi efnisatriði sérstaklega í Kjallarinn *ggi komulagi að skattgreiðslurnar séu háðar heildarafkomu fyrirtækisins í jafnrikum mæliognúer. í þriðja lagi þarf að ræða um Birgir Isl. Gunnarsson hugsanlega eignaraöild íslendinga meö tímanum og hvernig framtíðar- samstarfi verði þá háttað. f fjórða lagi þarf að ræða um stækkun álversins, en ein af þeim leiðum, sem hafa verið taldar fýsileg- ar til aö nýta orkumöguleika okkar er aukin framleiðsla á áli. Sú aukning getur verið í samvinnu við Alusuisse og/eða aðra aðila og þau mál þarf að sjálfsögðu að taka upp í þessum viðræðum. Þetta eru þau mikilvægu atriði, sem vinna þarf að lausn á. Margt bendir til að það sé skynsamlegt að sérstök fagnefnd annist þessar viðræður, en hluti af ríkisstjórninni virðist vera þeirrar skoðunar. Líklegt er að með þvi myndi eyðast þaö neikvæða andrúmsloft, sem iðnaðar- ráðherra hefur skapað í kringum þetta mál og samstaða innanlands er liklegri úr því sem komið er. Fyrstu viðræður ætlar iðnaðrráðherra þó að eiga sjálfur ásamt trúnaðarmönnum sinum úr Alþýðubandalaginu. Það er óskynsamlegt af ráðherra, en þessar fyrstu viðræður munu vafalaust mjög móta allt framhaldið. Á þessu stigi verða aðrir að bíða og sjá hverju fram vindur. Birgir ísleifur Gunnarsson. alþingismaður ER SVARTHOFÐIHAUSLAUS? Ég ætla i eftirfarandi grein að gera að umtalsefni tvær greinar. önnur birtist í Vísi 16. júli eftir Svarthðfða. Hin var í Alþýðublaðinu eftir HMA. Svarthöfði Hámark lágkúru og siðleysis íslenskrar blaöamennsku kemur venjulega vel til skila i Svarthöfða- greinum Vísis. Þar skrifar einhver gallsúr vesalingur, sem þorir ekki að standa við það, sem hann lætur frá sér fara. Varla er um marga menn að ræða, sem skrifa þessar greinar, því stíllinn og fúllyndið er áþekkt f þeim öllum. f umræddri grein gefur Svarthöfði í skyn að afurðasölufélög bændatelji sig eiga rétt á að selja sviknar vörur og það sama gildir reyndar um blaða- fulltrúa bændasamtakanna. Mér hefur verið sagt að náungi skyldur eða venslaður Svarthöfða hafi hlotn- ast töluverð upphefð hjá eigendum Vísir fyrir framangreindar fullyrðingár. Eflaust eru ýmsar ástæður fyrir þessum sjúklegu skrifum Svarthöfða, aðrar en peningar. Mér hefur helst dottið i hug að maðurinn á bak við nafnið þjáist af minnimáttarkennd yfir því að hafa aldrei verið kos’nn á þing. Yfirleitt er greinum Svarthöfða ekki svarað, enda eru ómerkingar öllum til leiðinda. Þó verður gerð undantekning að þessu sinni og bent á nokkrar rökleysur. Þeir vilja selja súra mjólk Ein fullyrðing Svarthöfða er að Mjólkursamsalan vilji endilega selja neytendum fúla og súra mjólk. Furðuleg fáviska kemur þarna fram. Heldur Svarthöfði að þeir, sem starfa við mjólkuriðnaðinn geri sér ekki fulla grein fyrir, að nauðsynlegt er, að sú vara, sem sett er á markaðinn, seljist. Það gerist ekki, nema hún standist kröfur neytenda. Einhverja daga I júlí henti það óhapp, að mjólk með skert geymsluþol var sett óvart á markaðinn. Það virtist gleðja Svarthöfða og hans sálufélaga. Reynt var að bæta fyrir tjónið og koma í veg fyrir að slíkt mundi henda á ný. Fyrir nokkrum dögum stóð kona fyrir framan mig i biðröð við kassann í einni kjörbúð borgarinnar. Hún spuröi stúlkuna á kassanum ,,er ekki til önnur mjólk en þessi í kælinum?” Stúlkan svaraði ósköp sakleysislega, ,,þaö held ég ekki, er eitthvað að henni?” „Hún er súr og hér kaupi ég ekki mjólk,” svaraði konan. Þetta þótti mér merkilegt og spurði því konuna hvernig hún gæti vitað aö mjólkin væri súr, án þess að opna umbúðirnar. ,,Ég sé það á dag- setningunni,” svaraði hún á auga- bragði. Kona þessi hefur eflaust gengið í tíma hjá Svarthöfða. Ég keypti mjólk þarna og reyndist hún vera óskemmd. Þeir sviku skemmt smjör inn á neytendur Svarthöfði fullyrðir eftirfarandi í greininni . . . ,,Þá var gripið til þess ráðs að blanda saman öllu smjöri 1 landinu, góðu smjöri, og vondu smjöri”.Þarna fer Svarthöfði visvit- andi með rangt mál, smjðri var ekki og er ekki blandað saman frá mis- munandi mjólkursamlögum. Þetta veit Svarthöfði, nema hann sé hauslaus. Þetta er ein af þessum sögum, sem ýmsir hafa gaman af að segja. Með stofnun Osta- og smjörsölunnar var tekið upp mjög strangt mat á smjöri og var þvi á skömmum tíma náð því marki sem sett var, að smjör var mjög hliðstætt að gæðum frá öllum mjólkursam- lögunum. Ef það stenst ekki gæðakröfurnar þá er það sett í annan flokk og selt á lægra verði. Kartöf lur að norðan Svarthöfði heldur þvf fram að mörg undanfarin ár hafi kartöfluibændur á Norðurlandi orðið að sitja uppi með góðar Þá kemur að greininni, sem birtist i Alþýðublaðinu. Þegarverð á búvörum hœkkar Laugardaginn 25. júlí sl. birtist grein eða frétt á forsíðu Alþýðublaðsins um verðlagningu á ostbita. Undir fréttina skrifar HMA, sem er blaðamaður hjá Alþýðublaðinu. Þar sem mikils misskilnings virðist gæta hjá HMA, varðandi verðlagningu búvara og rekstur Osta- og. smjörsölunnar .tú tel ég rétt að fara nokkrum orðum um greinina, ef vera skyldi að einhverjir séu jafnfá- fróðir um þessa hluti og hann. Verðið var hækkað í stuttu máli gekk fréttin út á það að Osta- og stmjörsalan hækkaði verð á osti 1 samræmi við ákvörðun 6-mannanefndar 1. júní sl. Blaða- maðurinn HMA telur að með því . . . „hafi verið að ræna neytendur. Flytja fjármagn frá neytendum til bænda og milliliðastarfsemi, sem i mörgum tilfellum er óþörf og ger- spillt”. Svo mörg voru þau orð. Svona fullyrðingar eru auðvitað ærumeiðandi og á ekki að líðast óátalið, ef öllum rökstuðningi er sleppt. Ekki vilja bændur eiga viðskipti við „gerspillta” milliliði. ^ „Þetta þótti mér merkilegt og spuröi því konuna hvernig hún gæti vitað aö mjólkin væri súr, án þess að opna umbúðirnar. „Ég sé það á dagsetningunni,” svaraði hún á auga- bragði. Kona þessi hefur eflaust gengið í tíma hjá Svarthöfða.” kartöflur meðan ruslið af Suðurlandi hafi veriö selt i Reykjavík. Þau eru ekki mörg árin, sem bændur hafa átt eitthvað óselt af kartöflum þegar ný uppskera. hefur verið sett á markaðinn. Hlutfallslega hefur magnið þá verið svipað fyrir norðan og sunnan. Mjög góðar kartöflur hafa verið á markaðnum undan- farnar vikur á Suðurlandi og i öðrum landshlutum. Markaðnum er skipt eins sanngjarnlega og unnt er milli framleiðanda. Sennilega er Svart- höfði haldinn átthagarómantík og heldur að allt sé betra i heimahögum. Ýmislegt annað hefði mátt tína til úr grein Svarthöfða, en hér verður numið staðar. Það væri því tiltölulega hógvær krafa til málgagns þess flokks, sem kennir sig við alþýðu, að skýra nánar frá þessari spillingu, hjá afurðasölu- félögunum. Þá er að koma að verð- breytingunni. Varla trúi ég þvi, að HMA og Alþýðublaðið reikni með að allar birgðir af vörum, hvar sem þær eru, eða hvenær sem þær voru framleiddar, séu seldar á föstu verði. Ef um frjálsa verðlagningu er að ræöa, þá verðleggja framleiðendur sínar vörur i samræmi við markaðs- aðstæður á hverjum tíma. Þar sem ríkja verðlagshöft, þá hækkar framleiðandinn sinar vörur í samræmi við leyfða hækkun. Þá skiptir ekki máli hvort umrædd vara Kjallarinn Agnar Guðnason var búin til daginn, sem hækkunin var leyfð, daginn áður eða mánuði fyrr. Framleiðandinn telur sig þurfa að hækka allar birgðir og allt er selt á nýjaverðinu. Hvernig er ostur verðlagður? Fyrst er ákveðið verð til bænda i verðlagsgrundvellinum fyrir hvern mjólkurlftra. Síðan er miðað við fjölda mjólkurlítra, sem þarf til að framleiða 1 kg af osti. Þá er vinnslu- kostnaðurinn í mjólkurbúinu fundinn og síðan er hægt að ákveða veröið, sem neytendum er gert að greiöa, þegar dreifingarkostnaður hefur verið samþykktur. Ef vinnslukostnaður I mjólkurbúinu reynist meiri en gert var ráð fyrir, þá lækkar einfaldlega útborgunarverð til bænda. Þetta skilja eflaust allir. Hjá Osta- og smjörsölunni er verið að pakka ostum í neytenda- umbúðir alla virka daga. Inn á vigtina er stimplað verð ostsins á hverjum tíma. Við verðbreytingar geta verið til nokkrir bitar af verömerktum osti, þá verður að endurmerkja þá. Þvi þessir bitar hafa ekki verið seldir, ekkert frekar en þau hundruð tonna, sem eru I geymslum hjá mjólkursamlögunum og Osta- og Smjörsölunni. Oft hafa myndast verulegar birgðir hjá mjólkursamlögunum á tímabili sem fleiri verðhækkanir hafa átt sér stað. Hvernig tekst að greiða verðlags- grundvallarverð? Mjólkurframleiðendur fá greitt 60—90% af mjólkurverðinu fljótlega eftir að þeir leggja sina mjólk inn. Það fer eftir árstíma hvert út- borgunarhlutfallið er. Endanlega greiðslu fyrir mjólkina fá þeir 4—5 mánuöum eftir að nýtt ár er hafið. Þá fá þeir eftirstöðvar frá öllu árinu á undan. Fundið er meöal verðlagsgrund- vallarverð ársins fyrir hin ýmsu samlagssvæði. Það byggist á mjólkurinnieggi á hverju verðlags- tímabili. Ef það mundi nú verða fram- kvæmt, eins og HMA álitur rétt, að allar birgðir mjólkurvöru yrðu seidar á þvi verði, sem gilti, þegar þær voru framleiddar, þá væri útilokað að bændur fengju nokkurn tima verðlagsgrundvallarverð fyrir mjólkina miðað við það kerfi, sem starfað er eftir i dag og þá verðbólgu, sem hér er. Hækkun á verði birgða, kemur að nokkru upp i hækkun á vinnslukostnaði á milli verðlags- breytinga. Verð á landbúnaðaraf- urðum breytist á þriggja mánaða fresti. Hækkun á verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara er afleiðing annarra hækkana i landinu. Bændur fá síðastir allra hækkuð sin laun. Undanfarin ár hefur tekist að greiða bændum verðlagsgrundvallar- verö fyrir mjólk, aö öðru leyti en þvl, sem tekið hefur verið af þeim til að greiða í Verðjöfnunarsjóð. Ef verð á birgðum hefði ekki verið hækkað, þá hefðu bændur ekki fengið umsamið verð fyrir mjólkina. Osta-og s njörsalan og neytendur Mjolkurframleiðendur eiga og reka Osta- of s' íjörsöluna. öll sala á hennar vegum ct umboðssala. Rekstrarkostnaður undanfarin ár hefur verið um 3% af veltu fyrir- tækisins. Áður en Osta- og sr.ijörsalan tók til starfa voru ýmsir heildsalar, sem önnuðust dreifingu til smásalanna á höfuðborgarsvæðinu. Þá var mjög algengt að heild- sölukostnaður næmi um 10% af verði vörunnar. Osta- og smjörsalan hefur frá fyrstu tíð lagt mikla áherslu á góð samskipti við neytendur. Það hefur verið reynt að þjóða báðum aðilum, þ.e.a.s. framleiðendum og neytendum, sem best. Ég læt hér staðar numið, þó væri full ástæða til að kenna HMA ýmis- legt um geymslu og meðferð osta. Því þar kom fram óvenjulega mikil van- þekking. Agnar Guönason blaðafulltrúi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.