Dagblaðið - 08.08.1981, Side 9

Dagblaðið - 08.08.1981, Side 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1981. N Af þessu virðist ljóst að efniviður- inn í góða skákmenn sé nægur hér á landi en er vissum styrkleika er náð er eins og margir heltist úr lestinni. Annaðhvort hætta skákmennirnir að tefla eða þeim hættir að fara fram, einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki tíma eða aðstöðu til þess að stunda íþróttina sem skyldi. ísland virðist vera að dragast aftur úr hinum Norðurlöndunum á skáksviðinu. Það er einnig athyglisvert að á alþjóðavettvangi hafa íslendingar náð langbestum árangri í unglinga- flokki, ef árangur Friðriks Ólafs- sonar er undanskilinn. Á heims- meistaramóti unglingasveita skák- menn sé nægur hér á landi en er viss- um styrkleika er náð er eins og margir hellist úr lestinni. Annaðhvort hætta skákmennirnir að tefla eða þeim hættir að fara fram, einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki tíma eðá aðstöðu til þess að stunda íþróttina sem skyldi. ísland virðist vera að dragast aftur úr hinum Norðurlönd- unumáskáksviðinu. Það er einnig athyglisvert að á alþjóðavettvangi hafa íslendingar náð langbestum árangri í unglinga- flokki, ef árangur Friðriks Ólafs- sonar er undanskilinn. Á heims- meistaramóti unglingasveita yngri en 16 ára, varð ísland í 4. sæti og íslenskir skákmenn hafa unnið sigur á unglingamótum miðað við svipuð aldurstakmörk. Á mótum fyrir skák- menn 20 ára og yngri hafa íslend- ingar undantekningalaust staðið sig lakar, þá eru þeir farnir að dragast aftur úr bestu skákmönnum annarra landa. Ástæðan fyrir þessu gæti m.a. verið sú að skákmenn hreinlega gleymist hér á landi er þeir hafa náð vissum aldrei, eða vissum styrkleika. Unglingastarfíð ber auðvitað sist af öllu að vanmeta en engu er líkara en að því sé ekki fylgt eftir sem skyldi. Þarna gerir aðstöðumunur íslendinga og „útlendinga” vart við sig. Skák- menn á Norðurlöndum og miðsvæðis í Evrópu hafa úr miklum fjölda alþjóðlegra skákmóta að velja sem þeir geta sótt án mikils tilkostnaðar og hlotið að launum nauðsynlega þjálfun. Á íslandi er venjulega aðeins um að ræða eitt alþjóðlegt skákmót á tveggja ára fresti. önnur mót verða bestu skákmennirnir að sækja til út- landa en þá er yfir langan veg að fara og dýran. Skáksamband íslands og taflfélögin hafa auðvitað margsinnis hlaupið undir bagga fyrir „fátæka skákmenn” en naumt skammtað fjármagn þeirra hrekkur ekki til. Vart þarf að taka fram að opinberir styrkir til þessarra félaga hafa að krónutölu lítt hækkað hin síðari ár. Annað atriði er þjálfun. í mörg ár hefur staðið til að fá hingað til lands erlendan þjálfara, en aldrei orðið að því fyrr en nú, að sovéski stór- meistarinn og skákþjálfarinn Alexei Suetin kom hingað og dvaldi í mánaðartíma. Vonandi kemur sem fyrst að því að heimsóknir erlendra þjálfara hingað verði reglubundnar og tíðar. Þótt skákin sér auðvitað fyrst og fremst einstaklingsíþrótt er þjálfari ákaflega nauðsynlegur ef árangur á að nást. Hlutverk hans er fyrst og fremst að leiðbeina skák- manninum. Skoða með honum skák- ir hans og benda honum á veika hlekki í taflmennsku hans, benda honum á leiðir til úrbóta og síðasta en ekki síst leiðbeina honum um vinnubrögð. Ég tel að þeir skákmenn sem nutu leiðsagnar Súetins hafi allir sitthvað mátt læra, enda er þekking hans á skák með ólíkindum. Meðan hann var hér flutti hann einnig nokkra fyrirlestra um skák, m.a. um „vinnuaðferðir skákmeistarans”, „listina að sundurgreina í skák”, ein- vígi Petrosjans og Fischers 1971 o.fl., sem þóttu fróðlegir og lærdómsríkir. Verkefni fyrir skákþjálfara hér á landi eru óþrjótandi og á mánaðar- tíma er ekki hægt að sinna öllum. Best væri að hafa fastan þjálfara allt árið, sbr. ýmsar aðrar íþrótta- greinar, þó það hljóti að vera vonlítið í nánustu framtíð fyrir fjárvana Skáksamband. Arnór Bjömsson er einn af hinum fjölmörgu efnilegu íslensku ungling- um sem þarf að hlynna að. Að fá 9 vinninga af 9 mögulegum á alþjóð- legu skákmóti er hreint ekki svo lítið afrek. Við skulum í lokin líta á hand- bragð Arnórs, skákin er tefld í 7. umferð. Hvítt: Jón Á. Jónsson. Svart: Arnór Björnsson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 Rbd7 7. Bd3 Dc7 8. Rf3 Markvissara er 8. a4 sem þrengir að svörtu stöðunni. 8. — bS! 9. 0-0 e6 10. Eel?! b4 11. Re2 Bb7 12. Rg3 h5 13. Rg5 h4 14. Re2 d5 15. e5 Re4! 16. Bxe4 dxe4 17. Rd4 Be7 18. Be3 g6 19. Rh3 Rb6 20. Hcl Rc4 21. c3 Rxb2 22. cxb4 Dd7 23. Dd2 Rd3 24. Hbl Hd8 25. Hfdl f6! Arnór teflir af miklum krafti og gefur andstæðingnum engin grið. Eflaust væri „rútínuskákmaðurinn” fyrir löngu búinn að hróka stutt, en Arnór má engan tíma missa. Fylgir ráðum Reti, sem sagði: „Ekki hróka nema þú finnir engan betri leik!” 26. Rf2 fxeS 27. Rxd3 exd3 Ekki 27. — exd4? 28. Re5. 28. fxe5 Dd5 Hvíta staðan er að hruni komin. 29. Rf3 er sterklega svarað með 29. — h3! 29. h3 Dxe5 30. Hel Hxd4 31. Bxd4 Dxd4+ 32. De3 Dd5 33. Dd2 Svartur hefur auðvitað unna stöðu en nú er komið að þvi að vinna úr yfirburðunum. Arnór finnur stystu leiðina að settu marki. 33. — Bg5 34. Db2 Bf6! 35. Dd2 Bc3! Biskupinn er ávallt friðhelgur vegna mátsins á g2. 36. Hxe6+ Kd7! Einfaldast. Hvíturgafst upp. Það er stutt i fiskinn og eins gott að byrja snemma að venja yngstu borgarana við. Snemma beygist krókurinn.... eða Krókurinn. Krakkarnlr lelka ser t qorunm og renna fyrir ufsatitti og marhnút. Það gerir að minnsta kosti hann Sigurpáll Sveinsson en vinkona hans Júlía Pálmadóttir virðist hafa meiri áhuga á einhverju f fjöruborðinu. Nokkur trilluútgerð er frá Sauðárkróki og yfirleitt hægt að fá i soðið — eða þá að spjalia um gæftir og horfur. DB-myndir: Gunnar Bender Götulffið á Sauðárkróki er fjölbreytt og yfirleitt talsvert um að vera. Ekki fara sér aliir hratt, ef gamlir kunningjar hittast á götu er sjálfsagt að staidra aðeins við og ræða nýjustu tiðindi. í sjónum er aiitaf eitthvað, sem hægt er að skoða og hægt er að ná tii i nógu góðum stigvélum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.