Dagblaðið - 08.08.1981, Síða 10

Dagblaðið - 08.08.1981, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1981. . smm frýálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. x Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. iþróttir: Haliur Simonarson. Menning: Aðalsteinn ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pftlsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Biaðamenn: Anna Bjamason, AtJi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson. Bragi Sig urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Eiín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga HuM Hákonardóttir Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamloifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Si' uröur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaidkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. Dreif ingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverð á mánuðl kr. 80,00. Verð f lausasölu kr. 6,00. Húsnæði óskast Neyðarástand hefur áratugum saman ríkt í húsnæðismálum Reykjavíkur, eins og í flestum borgum heims og í flestum bæjum landsins. Þetta er eins og náttúrulögmál, sem allar aðgerðir brotna á eða magna jafnvel, þegar verst lætur. Þegar íbúafjöldi Reykjavíkur staðnaði fyrir nokkr- um árum, án þess að neitt drægi úr húsbyggingum, var ástæða til að búast við linari þjáningum á leigu- markaðnum. En það óvænta gerðist, að bati sást enginn. íbúðaeigendur hafa ekki minnkað við sig, þótt börnin fljúgi úr hreiðri og makinn hverfi af vettvangi. Hinni miklu mannfækkun í gömlu hverfunum hefur ekki fylgt neitt verulegt framboð á nýju leigu- húsnæði. Almennt tregðulögmál ræður hér mestu. Ekki má þó vanmeta ótta íbúðaeigenda við leigu og leigjendur, verðstöðvun og húsaleigulög. Fjöldi fólks treystir sér hreinlega ekki til að bjóða leigu í fjandsamlegu and- rúmslofti. Mikið framboð er á leiguhúsnæði í sumum löndum gamals auðs. í Bretlandi eru til dæmis heilu hverfin í eigu auðugra ætta. Hér á landi er hins vegar mjög sjaldgæft, að fjölskyldur eigi meira en eina eða tvær íbúðir. Einnig er mikið framboð á leiguhúsnæði í sumum löndum’ félagshyggju. í Svíþjóð hefur hið opinbera réist heilu hverfin í þessu skyni. Hér á landi hefur hinn sameiginlegi kassi verið talinn hafa lítið bolmagn til slíks. Okkar ástand er þó engan veginn verra en í Bretlandi og Svíþjóð, svo að ofangreind dæmi séu tekin. Við höfum nefnilega í staðinn komið upp þeirri siðferði- legu kröfu, að allir verði að reisa þak yfir höfuð sér. Mörgum hefur þessi stefna komið vel. Þeir hafa eflzt af erfiðleikum framkvæmda og fjármögnunar. Þeir hafa aflað sér húsnæðis eins og þeir vilja hafa það. Og þeir hafa búið sér til mikilvægt framtíðaröryggi. En þessi leið er ekki einhlit og sízt núna, þegar verð- bólgugróði íbúðalána hefur verið takmarkaður og jafnvel afnuminn. Hamar fyrstu tveggja herbergja íbúðarinnar í fjölbýlishúsi er síður kleifur en áður var. Og dæmi eru þess, að draumurinn um þak yfir höfuðið verði að martröð, sem nísti menn á sál og líkama. Aðrir hafa ekki kjark eða hörku til að taka þátt í slagnum eða hafna einfaldlega lífsgæðakapp- hlaupi af því tagi. Vandi alls þessa fólks verður ekki leystur með verð- stöðvun og húsaleigulögum, þótt hvort tveggja kunni að vera nauðsynlegt af öðrum ástæðum. Allar slíkar aðgerðir fæla íbúðaeigendur frá leigumarkaðnum. Á tveimur síðustu áratugum hefur verið lögð vax- andi áherzla á verkamannabústaði, það er íbúðir, sem seldar eru fólki með sérstaklega miklum lánum og tiltölulega þægilegum kjörum. Þetta hefur haft mikil og góð áhrif. Færri komast þó að en vilja. Og sumir hafa ekki einu sinni ráð á þeim kjörum, sem bezt eru boðin. Til að minnka þann vanda eru húsaleigustyrkir skynsamleg- asta leiðin, sem bent hefur verið á. Með slíkum hætti væri hinum verst settu gert kleift að greiða leiguna, sem markaðurinn krefst til að íbúðir komi í Ijós. Félagsmálastofnanir hafa löngum gert þetta og mættu gjarna fá fé til að færa út kvíarnar. Nóbelsverðlaunahaf- inn býr við stöðugar morðhótanir V —Argentínumaðurinn Adolfo Perez Esquivel heldur friðar- og réttlætisbaráttu sinni ótrauður áf ram þrátt fyrir síendurteknar hótanir í hans garð Adolfo Perez Rstfuivel, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir sjö mánuöum, hefur allt frá þeim tlma búið við síendurteknar ofbeldishót- anir. Hann hefur staðið frammi fyrir vopnuðum mönnum, lögreglan hefur fundið sprengjur á skrifstofu hans og honum og fjölskyldu hans hefur margsinnis verið hótað lífláti i gegnumsíma. Nóbelsverðlaunahafínn hefur nú keðju og lás á hliðinu við heimili sitt. Keðja á skrifstofudyrunum sér til Viola Argentínuforseti isamt Galtieri, yfirmanni hersins. Stjórnvöld vilja ekk- ert viö nóbelsverölaunahafann tala. þess að þær opnast aðeins i hálfa gátt þannig að athuga megi hver gesturinn er áður en hann gengur inn. „Hér búum við alltaf í óvissu,” sagði Perez Esquivel, sem er bæði höggmyndasmiður og málari, í blaðaviðtali fyrir skömmu. ,,Ég má ekki láta það draga úr mér kjarkinn því þá myndi ég ekki gera neitt.” Hann leitaði til dómstólanna I slðasta mánuði og það varð til þess að lögreglan kom fyrir útbúnaði á síma hans svo hún gæti fylgzt með slmtölum til hans. Esquivel hlær þegar hann segir frá þessu vegna þess að hann hafði einmitt kvartað undan því að slmi hans væri hleraður. Fyrir rúmum tveimur mánuðum hringdu Esquivel og synir hans I frú Esquivel sem þá var stödd í París á afmælisdegi sínum. Um klukkustund síðar hringdi einhver maður, óskaði frú Esquivel til hamingju með daginn og sagðist ætla að drepa alla fjöl- skylduna. „Það virðist augljóst hvaðan hótanirnar koma,” sagði Pérez Esquivel og átti við sveitir sem tengdar eru öryggissveitum stjórnar- innar. Þjóðir Rómönsku Ameriku búa við stööug ofbeldisverk og oftast eru þau runnin undan rifjum svokallaöra „öryggissveita” ekki sfður en skæruliða. Myndin hér aö ofan er tekin á Plaza de Mayo I Buenos Aires þar sem hópur mæðra hefur mót- mælt vikulega vegna horfinna ættingja sinna. Adolfo Perez Esquivel: „Það virðist augljóst hvaðan hótanirnar koma.” Þjóðlaga- og mótmælasöngkonan Joan Baez sótti Rómönsku Ameriku heim f sumar við litla hrifningu ráða- manna I álfunni. Er hún dvaldist I Argentfnu færðust hótanirnar I garð nóbelsverðlaunahafans Perez Esquivel mjög f aukana. Rauðhálsar Eins og ég hefi oft drepið á í þess- um dálkum, býr hérna I henni Amer- íku mýgrútur af þjóðflokkum, kyn- flokkum, trúflokkum, kynþáttum og öllum mögulegum öðrum bálkum og brotum, sem mannkynið greinist nú annars niður í. Mér var kennt í barnaskóla, að Ameríka væri bræðslupottur allra þessara áður- nefndu flokka og myndi úr þeim verða feiknar góð Ameríkana-súpa! En það óvænta hefir gerzt og virðist súpan á stundum hafa skilið sig, ekki blandazt vel og oft orðiö allkekk jótt. En hér eru llka aðrar tegundir flokka, sem myndazt hafa upp úr súpunni, I þessu þjóðfélagi eins og öðrum í hinum frjálsa heimi. Hér á ég við dilka þá, sem menn eru dregnir I eða ganga i sjálfviljugir, eftir því I hvaða llfsskoðunar-, trúar- eða efna- hags-flokk þeir setja sjálfan sig. í Suðurfylkjunum hefir myndazt einn slíkur og allkyndugur flokkur, sem kallaður er rauðhálsar (red necks). Orðabókin segir rauðhálsa hafa upprunalega verið heiti á hvitu vinnu- fólki upp til sveita í Suðurfylkjunum. Heitið fékk fólkið vegna þess, að það varð sólbrennt eða rautt aftan á háls- inum af að bogra og puða I steikjandi sólinni og hitanum I suðrinu. Síðan myndaði þessi lýður sér ýmsar skoðanir á llfinu, stjórnarvöldunum og samferðafólkinu, sem með tlð og tíma urðu einkenni þess, ásamt rauðum hálsi. Svo varð þróunin sú, að fólk, sem ekki þurfti að puða á ökrum og engjum og láta sólina brenna á sér hálsinn, fór að tileinka sér skoöanir rauðhálsanna. Og það þurfti ekki einu sinni að búa i Suðurfylkjunum. Þannig var byrjað að kalla alla, sem aðhylltust þessar skoðanir, rauð- hálsa, hvort sem þeir voru rauðir, hvitir eða bara illa þvegnir á háls- inum! Og hverjar eru svo þessar merki- legu llfsskoðanir? Eftir því, sem ég hefi næst komizt og persónulega kynnzt, eru þessar þær helztu: Her landsins verður að styrkja og svo á hann að taka í lurginn á þjóðum, sem auðmýkja Ameríku, eins og t.d. Iran gerði í fyrra. Blámenn eru oft ágætis- vinnulýður, ef þeir sýna hæfilega undirgefni. Rikið á ekki sýknt og heilagt að vera að skipta sér af borg- urunum. Leggja á niður alla lýð- hjálp, þar með talda ellistyrki og at- vinnuleysisstyrki. Hver er sinnar gæfu smiður. Kirkjan er góð. Kommar eru vondir. Búrbon viskí er gott, enda ameriskt. Stórborgirnar I Norðurfylkjunum eru syndabæli. Margt gleymist ábyggilega, en þetta er þaö helzta, sem ég man. Hér er eitt smárauðhálsa dæmi: Andbýlingur minn og hans fólk eru rauöhálsar, sem fluttu hingað I Flóriði frá Georgiu. Auðvitað er þetta prýðisfólk, og maður varast bara að rökræða við það framan- greinda hluti. Húsbóndinn, sem er ekki nema rúmlega fertugur, hefir komið ár sinni það vel fyrir borð, að hann þarf ekkert að vinna lengur. Hann gerir ekkert annað en að klippa arðmiða af hlutabréfum, sem getur náttúrlega verið mjög þreytandi fyrir þumalinn, ef maður á mörg hlutabréf. Hann tekur yfirleitt aidrei til hendinni kringum húsið og hefir hann sagt mér, að hann sé langt frá þvi að vera handlaginn, nema með skæri. Um daginn varð ég þess vegna hissa, þegar ég sá hann vera að bogra við nýjan sportbíl, sem þau höfðu keypt fyrir dótturina, sem nýbúin var að fá ökupróf. Hugsaði ég, að batn- andi fólki væri bezt að lifa, þvl þarna væri nágranninn búinn að taka sér verkfæri I hönd og farinn að lagfæra eða breyta einhverju i nýja bílnum. Ég lallaði yfir götuna til að heilsa upp á hann og dást að farartækinu. Og ég „Kirkjan er góö. Kommar eru vondir. Búrbon viskí er gott, enda amerískt. Stórborgirnar í Norðurfylkjunum eru synda- bæli.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.