Dagblaðið - 28.08.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.08.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981. ----------------------- WsWWWWWU^J\\UI11IIIU//////////////Jff#^ o Einkennandi byggingastfll fyrir miðborg Heisinki, — frá Sentatiintorgi. „Er það ekki að fara í geitarhús að leita uÚar að leita myndlistar þarna upp við rússnesku landamærin?” spurði einn fávís en velviljaður vinur minn, er ég tjáði honum að ég hygðist kynna mér myndlistir í Finnlandi með hjálp Finnsk-íslenska menn- ingarsjóðsins. Ég varð því að taka hann á beinið og fræða hann um það sem ég þóttist vita um afreksmenn Finna í grafík, skúlptúr, listiðn, — svo og byggingalist, maður lif- andi . . . „Þóttist vita” eru orð að sönnu. Vegna hinna miklu afreka sem margir helstu arkitektar Finna, Aalto, Saarinen feðgar, Ruusuvuori, Mikkola & Pallasmaa o.fl. hafa unnið, bæði í heimalandi sínu og víða um heim, býst gesturinn fastlega við því að finna í Helsinki fallegasta arki- tektúr í heimi, alla borgina undir- lagða hinum stílfögru nútímabygg- ingum hinna finnsku meistara. Með nýklassísku yfirbragði Þeir sem fara til Helsinki fyrsta sinni með því hugarfari hljóta að verða fyrir sárum vonbrigðum. Það ber nefnilega sáralítið á þess- um nýja arkitektúr í miðborg Helsinki sem er að miklu leyti í þeim nýklassíska stíl sem Rússar, yfir- drottnarar Finna fram til 1918, inn- leiddu í landið á 18. og 19. öld. Inn á milli má svo sjá voldugar byggingar í „art deco” stíl frá þessari öld önd- verðri, t.a.m. járnbrautarstöðina og þinghúsið. Hið nýklassiska yfirbragð á miðborg Helsinki sést í hnotskurn á Sentatiintorginu, steinsnar frá höfn borgarinnar og útimarkaði. Þær nýbyggingar sem maður sér víða um Helsinki eru yfirleitt í stöðluðum, alþjóðlegum stíl og eru í engu frábrugðnar aragrúa nýrra bygginga um öll Norðurlönd. Til að sjá reglulega fallegar nútímabygg- ingar eftir bestu arkitekta Finnlands verður gesturinn að gefa sér drjúgan tíma og gera sér ferðir til úthverfa Helsinki eða bæja útí á landi, — til HvittrSsk, Espoo, Otaniemi og alla leið til Tampere. Ilmurinn af róttunum Þó eru nokkrar þekktar byggingar innan seilingar, t.d. hið glæsilega Finlandia hús Alvars Aalto sem lokið var árið 1975 og Tempeliaukio kirkj- an sem sprengd hefur verið inn í klöpp. Hins vegar er hægt að fá ilm- inn af réttunum með því að fara á Safn finnskrar byggingalistar sem opið er flesta daga og sé gesturinn tæknilega sinnaður, getur hann fylgt þeirri heimsókn eftír á Byggingamið- stöðinni (Salomonkatu 17 c). Þeir sem leita listar í ókunnu landi, byrja flestir á söfnunum. Þótt undar- legt megi virðast, eru Finnar ekkert of vel staddir í safnamálum. Helsta listasafn þeirra, Ateneum, er til húsa í gamalli byggingu og býr greinilega við mikil þrengsli enda er listaaka- demían í sama húsi. Þó má ráða af því sem þarna er til sýnis að Finnar áttu sér ágæta málara á úthallandi 19. öld og fram eftír þessari öld. Síðan er eins og deyfð færist yfir finnskt málverk en myndhöggvarar, grafíklistamenn og listiðnaðarfólk fari að Iáta ljós sitt skína fyrir alvðru. Hið nœma auga í Amos Anderson Ustasafninu var einmitt til sýnis málverkaeign þessa einkasafns, sem reyndar er þekktara fyrir timabundnar samsýningar af ýmsu tagi. Því listasafni er skemmti- lega komið fyrir í miðborg Helsinki og yfir því er viss þokki, en fátt var það af málverkum þess sem heillaði augað, nema e.t.v. málverk listakon- unnar Marjöttu Tapiola sem virðist á góðri leið með að blása nýju lífi í hinn gamla expressjónisma í Finn- landi. Fyrir þá sem unna gamalli grafík: Schongauer, Hogarth, Goya, Dore o.fl., er sjálfsagt að heimsækja Sinebrychoff slotið nálægt miðborg- inni og enginn ætti að láta framhjá sér fara listiðnaðarsafn Finna. Þar sá listar, líkast til besta þverskurð slíkrar listar á Norðurlöndum og þá undanskil ég ekki Moderna Museet í Stokkhólmi. Þarna er ágæt klippimynd eftir Picasso frá kúbíska tímabilinu, góð mynd eftir Léger og væntanleg er þekkt mynd eftir Gris sem Sara Hildén var að kaupa. Af öðrum list- jötnum má nefna Rouault, — aldeilis frábæra mynd, — Klee og Bonnard. Dada á ágætan fulltrúa í Schwitters og súrrealisminn er sterkur í safninu: Miró, Delvaux, Tanguy, de Chirico, Giacometti, Brauner og Bellmer. Af öðru sem Sara Hildén safnið á má nefna Albers, Arman, Bacon, Bill, Bissier, Botero, Christo, Dubuffet, Fontana, Hartung, Iposteguy, Kienholz, Moore, Morandi, Segal, Soto, Sutherland o.fl. o.fl. Úti á eyju En meðan gesturinn dvelur á ann- að borð í Finnlandi, ætti hann ekki að láta hjá líða að taka ferju frá Hel- sinki út í Sveaborg, upphaflega ein stærstu strandvirki í heimi, sem nú hýsir m.a. Norrænu myndlistarmið- stöðina. Margir íslendingar kannast við þessa miðstöð sem er eitt af 40 menningarfyrirtækjum sem Norður- löndin reka í sameiningu. Miðstöðin var sett á laggirnar árið 1978 eftir nokkrar umræður um æskilega staðsetningu hennar og hlutverk, og henni er ætlað að stuðla að kynningu og útbreiðslu á myndlist um Norðurlöndin öll. Núverandi for- stöðumaður er Erik Kruskopf. Nú er e.t.v. rangt að gera miklar kröfur til svona ungar stofnunar sem í ofanálag á við fjárhagsvandræði að etja. Hins vegar hefur borið nokkuð á skipulagsleysi og handahófi í starf- semi Sveaborgar, sem náði hámarki í útgáfu listatímarits á ensku um norræna list nýverið. Það rit var í senn illa hannað og skipulagt, en kostaði samt sem áður næstum þriðjung af rekstrarkostnaði Svea- borgar allrar. Á tjá og tundri Satt að segja var aðkoman að mið- stöðinni ekki sérlega traustvekjandi heldur. Hún er til húsa í gömlum strandbúðum og í byggingu uppi á miðri eyju. Hvorug byggingin er merkt þannig að ókunnugir geti ratað þangað úr fjarlægð. Verslunar- og veitingaaðstaða er fremur frumstæð og þar sem innrétta átti vinnustofur fyrir norræna listamenn var allt á tjá og tundri. Þá voru ekki nema þrjár vikur þangað til vígja átti þessar vinnustofur. Þarna stóð að vísu yfir ágæt sýn- ing, Norrænir teiknarar, sem fór mjög vel í sýningarsal miðstöðvarinn- ar og fyrir dyrum stóð sýning á verkum Errós. Fulltrúar íslands á teiknisýningunni voru Kristján Davíðsson, Rúna, Sigurður Þórir Sigurðsson og Valgerður Bergsdóttir. Framlag Finnanna fannst mér ábér- andi best. Sveaborg hefur einnig staðið fyrir öðrum ágætum sýningum sem m.a. hafa gist Norræna húsið hér í bæ. Samt sem áður veltir maður því fyrir sér eftir á, hve hagkvæmt og skyn- samlegt það sé í raun og veru að stað- setja norræna myndlistarmiðstöð úti á eyju við Finnlandsstrendur. Mér varð hugsað til þeirrar fyrirhafnar og þess kostnaðar sem slík staðsetning hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér. En Norðurlöndin verða að gera upp við sig hvort þau vilja starf- rækja Sveaborg með sóma, — og þá auknum kostnaði, — eða halda mið- stöðinni stöðugt á hungurnöfinni. í síðari grein minni ætla ég að ræða nánar um finnskar myndlistir. - AI Nýtt hangandi textílverk eftir Maiju Lavoncn, á sýningu i Gallerfi mynd- höggvara, „Sculptor”. Brot af nýja tfmanum: hluti af Finlandia húsi Alvars Aalto. Sér ekki einhver skyidieikann við Norræna húsið? Rikir og stórtækir safnarar nú- tímalista eru fremur sjaldgæfir á Norðurlöndum og yfirleitt hafa þeir ekki þann góða sið að gefa almenn- ingi listasöfn sín eins og amerískir auðmenn gera oft og tíðum. Undan- tekningar eru þau hjón, Sonja Henie og Niels Onstad í Noregi og finnska kaupkonan Sara Hildén. Enginn sá sem ég talaði við virtist vita fyrir víst hvaðan hún hefði peninga sína. Allt um það var hún búin að safna nú- tímalist í 15 ár er hún samdi við Tampere borg um að borgin fengi safn hennar ef borgin léti byggja utan um það veglega safnbyggingu sem bæri nafn gefandans. Á þetta féllust menn i Tampere árið 1975 og var Úr Sara Hildén safninu. ég yfirlitssýningu á finnskum textíl í aldarfjórðung þar sem blasti við sér- staða Finna á því sviði. I tilfinningu fyrir efni og formi standa fáir þeim á sporði. Hið næma auga og agaða hönd eru í hvívetna sjáanleg. Stórtækir safnarar En ekkert þessara safna er nýtt né sérstaklega hannað fyrir nútímalistir. Því er það sem gesturinn verður að leggja land undir fót og fara allar götur norður til Tampere, rúmlega tveggja tíma lestarferð, til að kynnast eina reglulega nútímalistasafni Finna, Sara Hildén safninu. Myndlist safnið reist á hæð í helsta skemmti- og útivistargarði borgarbúa. Besta úrval nútfmalistar Skemmst er frá því að segja að mikil prýði er að þessari safnbygg- ingu. Hún var opnuð árið 1979, er einföld og stilhrein, 2500 m! að stærð með görðum fyrir skúlptúr allt um kring. Alls staðar er tekið tillit til fatl- aðra og lýsing er skynsamleg blanda af dagsljósi og flúrljósum. Ekki er minna um vert að safnið hýsir mjög góð sýnishorn nútíma- AÐALSTEINN INGÓLFSSON Listaferðalag til Helsinki—Fyrri hluti: FINNVITKAÐUR í VIKU 7 V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.