Dagblaðið - 28.08.1981, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981.
[[ Erlent Erlent Erient Erlent
Carter kampa-
Árás N-Kóreumanna á bandaríska njósnaþotu:
Bandaríkjastjóm lítur
málið alvariegum augum
—en áætlar að halda fluginu áfram
Bandaríkjastjórn hefur fordæmt
atburð þann sem gerðist sl. miðviku-
dag er N-Kóreumenn skutu eldflaug
að bandarískri njósnaþotu á flugi í
alþjóðlegri lofthelgi. Segja þeir
Kóreumenn hafa brotið alþjóðalög
og rofið gerða friðarsamninga. Tals-
maður utanríkisráðuneytisins, Dean
Fischer, segir stjórnina hafa sent
stjórn N-Kóreu tilkynningu um að
hún liti málið mjög alvarlegum
augum. Flugi verður þó haldið áfram
og mun stjórnin gera sitt ýtrasta til að
tryggja öryggi flugmanna sinna.
Eftir er að kanna hvort eldflaug-
inni var skotið að flugvélinni af
ásettu ráði sem viðvðrun eða hvort
telja má atburð þennan slys.
Þetta er í annað skiptið sömu
vikuna sem bandarísk flugvél verður
fyrir árás. í fyrra skiptið voru það
Líbýumenn sem réðust á bandaríska
flugvél yfir Miðjarðarhafi og skutu
bandarísku flugmennimir þá niður
tvær líbýskar flugvélar. Bandaríkja-
stjórn telur þó ekki að nokkur tengsl
sé að finna á milli þessara atburða.
kátur
eftir Kínaför
Fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
Jimmy Carter, hélt blaðamannafund í
Washington að lokinni Kinaför sinni.
Hann sagði aö auðvitað greindi kín-
versku stjórnina og Bandarikjastjórn
enn á um Taiwan en annars væm engin
teljandi ágreiningsefni á milli þessara
tveggja landa. Kinverjar hefðu að vísu
verið mjög tortryggnir út í stjóm
Reagans áður en hún tók við völdum en
nú yrði ekki vart við neina teljandi
óánægju með stefnu þessarar nýju
stjómar. Ennfremur hefðu Kinverjar
látið i ljósi ánægju sina með heimsókn
Alexanders Haigs í júní.
Kínverjar hafa þó ráðizt hart að
Reaganstjórninni vegna þeirra um-
mæla Clements Zablockis þingmanns,
að stjórnin gæti hugsað sér að selja
vopn til Taiwan.
Ayatollah Khomeini á fundi með rfkisstjórn sinni fyrir skömmu. í miðjunni er hinn nýi landflótta i Frakklandi þar sem hann hefur farið mjög hörðum orðum um núverandi
forseti landsins, Mohammed Ali Rajai, sem tók við embættinu af Bani-Sadr sem nú er stjórn írans og segir hana hina mestu ógnarstjórn.
Ljósritum
\sam -
{stundis
\Vélritunar■
þjónusta
S
FJÖLBtTUN
LJÓSRITUN
VÉLRITUN
STENSILL
ÓOINSGÖTU 4 - REYKJAVÍK - SIMI24250
rrrr
FILMUR DC VÉLAR S.F.
SKÓLAVÚRDUSTÍG 41 - SÍMI20235.
Kennara vantar
Kennara vantar að Grunnskóla Siglufjarðar.
Kennslugreinar: Stærðfræði og eðlisfræði í efri bekkjum
skólans (og til framhaldsdeilda). Upplýsingar veitir skóla-
stjóri í síma 96-71310 og 96-71184.
Skólanefnd Siglufjarðar.
Hellissandur
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni
á Helíissandi.
Uppi. hjá umboðsmanni, sími93-6677
eða 91-27022.
SMSBIAÐIЕ
Hægri bylgja íNoregi:
Fær Noregur borgara-
lega ríkisstjóm?
— Fóstureyðingar og olíumál aðalkosningamálin í Noregi
Enginn fiokkur í Noregi telur jafn-
marga meðlimi og Hægriflokkurinn,
ekki einu sinni Verkamannaflokkur-
inn. 1973 hafði flokkurinn fylgi 17,4%
kjósenda en nýjustu kannanir sýna að
það fylgi hefur nú aukizt í 32%. Það
má því segja að Hægriflokkurinn með
sína 170.000 meðlimi sé á leið að verða
nokkurs konar „þjóðflokkur”.
Að visu er meirihluti meðlima enn úr
þeim hópi sem kalla mætti betri
borgara, þ.e.a.s. fólk sem hefur ívið
hærri laun og betri menntun en gengur
og gerist en það er ekki lengur stétta-
skipting sem takmarkar framsókn
flokksins. Hann hefur einnig umtals-
vert fylgi verkamanna.
Hægrimenn þakka fylgi sitt stefnu-
skránni, kosningakönnuðir álíta aftur á
móti að það sé þjóðfélagið sem hafi
breytzt. Borgir stækka, menntun eykst
og lífskjör batna. Einnig hefur ósigur
flokksins i sambandi við þátttöku
Norðmanna 1 Efnahagsbandalaginu
Káre Willoch leiðtogi hægrimanna i baráttuhug á kosningafundi utan við Osló.
með tímanum snúizt upp í sigur. Það
fólk sem var óánægt með stefnu eigin
flokks í því máli hefur snúið sér til
hægri í staðinn.
Og vissuiega eru það stefnumál eins
og lægri skattar, minni skriffinnska og
minni ríkisafskipti sem ná sífellt meiri
hljómgrunni á meðal vestrænna kjós-
enda. Formaður Hægriflokksins í
Noregi, Káre Willoch, leggur t.d.
áherzlu á í viðtali við sænska blaðið
Dagens Nyheter að of mikil útþensla
ríkisfyrirtækisins Statioil sé neikvæð.
— Reynslan hefur kennt okkur að
fyrirtæki sem njóta of mikilla sérrétt-
inda staðna, segir hann. — Hættan er,
eins og t.d. með Statoil, að sýndur
ágóði stafi ekki af betri rekstri heldur
eingöngu örlæti ríkisins.
Aðspurður um hugsanlegt samstarf
borgarflokkanna eftir kosningar segist
Káre Willoch lita það björtum augum
og lætur ekki brösulegt samstarf sams
konar samsteypustjómar í Svíþjóð
hræða sig.
— Hér i Noregi er ekki um jafn
verulegt ágreiningsefni að ræða á milli
flokka og í Svíþjóð þar sem kjarnorkan
á í hlut, segir hann. — Þótt okkur
greini á um afstöðu til fóstureyðinga er
það alls ekki jafnmikið hitamál. í öðru
lagi höfum við lagt mikla áherzlu á að
leggja drög að sameiginlegri stefnuskrá
með væntanlegt samstarf í huga.
Því er þó tæpt að trúa að borgaraleg
samsteypa gangi snurðulaust fyrir sig.
Kristilegi þjóðflokkurinn er gallharður
á neikvæðri afstöðu sinni til fóstur-
eyðinga, hægri menn beggja blands.
Og þriðji flokkurinn í hugsanlegri
stjórnarsamvinnu, Miðflokkurinn, er
alls ekki til viðtals um aukna olíufram-
leiðslu á meðan hægrimenn vilja
tvöfalda framleiðsluna og draga tak-
mörkin við 90 milljón tonn á ári.