Dagblaðið - 02.09.1981, Page 6
Menningarsjóður ís/ands
og Finn/ands
Tilgangur sjóðsins er aö efla menningartengsl Finnlands og íslands. 1 því
skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárhagsstuðning.
Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, en stuðningur við
samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á.
Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar stjórn Menningarsjóðs
íslands og Finnlands fyrir 1. október nk. Áritun á íslandi er: Mennta-
málaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Æskilegt er að umsóknir
séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku.
Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands.
25. ágúst 1981
LAUSAR STÖÐUR LÆKNA
0G HJÚKRUNARFRÆÐINGA
m HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður lækna og hjúkr-
unarfræðinga við heilsugæslustöðvar:
Staða læknis við H2 Akranesi
Staða læknis við H2 Akureyri
Staða læknis við H2 Hafnarfirði
Staða 2ja lækna við H2 Keflavík (þar af annar með aðsetri í
Grindavík)
Staða hjúkrunarfræðings á Kópaskeri
Staða hjúkrunarfræðings á Stöðvarfirði
Staða hjúkrunarfræðings á Fáskrúðsfirði
Staða hjúkrunarfræðings á Djúpavogi
Staða hjúkrunarfræðings Asparfelli 12, Reykjavík
Staða hjúkrunarfræðings Fossvogi, Reykjavík
Staða hjúkrunarfræðings á Akureyri
Hálf staða hjúkrunarfræðings i Hveragerði
Stöðurnar veitast frá 1. október 1981.
Staða hjúkrunarfræðings í Vík í Mýrdal veitist frá 1.
desember 1981.
Ráðning hjúkrunarfræðinga í hlutastarf á ofangreindum
stöðum kemur til greina.
Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi síðar en 20. sep-
tember nk. ásamt upplýsingum um menntun og störf.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
1. september 1981.
[FUI XT
FV1 VIII IJjT ii ir
1 1^1 m 1JMJM. LIT
« f Ji IVl fJ.T
*W/J af skólavörum
CH
1 HAFNARSTRÆT118 • LAUGAVEGI84 • HALLARMÚLA 2 |
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER I98i.
i
Erlent
I
Erfent
Hneykslismál í Pentagon:
Gaddafiléká
Bandaríkjameim
— Fékk úrvals hermenn úr Grænu húfunum til að þjálfa
liðþjálfi. Maðurinn sem sá um
samninga fyrir Líbýustjóm var aftur á
móti fyrrverandi CIA-maður sem hafði
verið rekinn úr leyniþjónustunni. Hann
er nú flúinn frá Bandaríkjunum og er
álitið að hann sé nú í Trípolí. Alríkis-
lögreglan, FBI, sem nú rannsakar
málið, heldur því fram að CIA-
maðurinn, Edwin P. Wilson, hafi
gengið í þjónustu Gaddafi ofursta 1976
og að hann hafi einnig útvegað Lfbýu-
mönnum háþróuð bandarísk
sprengiefni sem síðan voru notuð til
hryðjuverka.
Hneykslismál þetta kemur sér að
vonum afar illa fyrir bandaríska
varnarmálaráðuneytið og krefst
Bandaríkjastjórn nú þess að það verði
rannsakað hvernig manni í þjónustu
Gaddafi hafi tekizt að hagnýta sér
bandaríska hermenn til verkefna, sem
stangast svo gjörsamlega á við hag
landsins.
hryðjuverkamenn
1977 fóru tíu úrvals hermenn úr her-
deildum þeim sem kenndar eru við
Grænu húfumar til Líbýu þar sem þeir
þjálfuðu hryðjuverkamenn, segir í frétt
í New York Times. Álitið er að enn sé
nokkra þeirra að fmna í Líbýu.
Samkvæmt upplýsingum amerískra
hermanna sem hlut áttu að máli fór
þjálfun þessi fram með blessun hersins.
Þar var álitið aö þeir væru sendir af
CIA, bandarisku leyniþjónustunni, og
væri verkefni þeirra að gabba
Líbýustjórn.
Níu af þessum hermönnum höfðu
lokið herþjónustu í Grænu húfunum,
sá tíundi, sem stóð fyrir hneykslis-
förinni var þar enn að störfum sem
Gaddafi ofursti hefur svo sannarlega
ástæðu til að klappa saman lófunum.
Hneyksli á diskóteki:
Bamaræninginn Ekiand
Kvikmyndastjarnan Britt Ekland,
sem nú er 36 ára, er búin að missa frá
sér nýjasta elskhugann, hinn 17 ára
gamla Jaime Ostos.
Eftir margar ástarnætur í
spænskum ferðamannabæ fannst
móður hins barnunga elskhuga leik-
konunnar nóg komið. Hún gerði
innrás á diskótek nokkurt þar sem
hjónaleysin voru að skemmta sér og
hreif son sinn úr örmum hans
miðaldra ástmeyjar.
Britt Ekland, sem var áður gift
hinum nýlátna kvikmyndaleikara
Peter Seller og bjó siðar í storma-
samri óvígðri sambúð með
poppstjörnunni Rod Stewart, yfirgaf
staðinn í mikilli bræði og tók fyrstu
flugvél heim til London.
Britt Ekland: Töluvert fyrir lamba-
kjötið.
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um hjálp við bágstöddustu þróunarlöndin:
Engin lausn í sjónmáli og
tregari f járframlög
I gær hófst í París ráðstefna á
vegum Sameinuðu þjóðanna sem
fjallar um hjálp við þau þróunarlönd
sem verst eru á vegi stödd.
Þessi lönd, sem einkum tilheyra
Afriku- og S-Aslu, hafa litla sem enga
von um bætt ástand og er reginmunur
á framtíðarhorfum þeirra og annarra
þróunarlanda.
Ekki er þess að vænta að ráðstefnan
finni neina raunhæfa lausn á vanda-
málunum, heldur skal hún undirstrika
að Sameinuðu þjóðirnar geri sér fulla
grein fyrir nauðsyn á sérstökum að-
gerðum í þágu þeirra. Einnig verður
tekin fyrir betri dreifing á fjár-
framlögum til þessara illa stöddu
landa. Á lista Sameinuðu þjóðanna eru
löndþessi 31 að tölu.
Miðað er við að meðal árstekjur á
mann séu minna en 250 dollarar og
iðnaðarframleiðsla sé innan við 10% af
— neyðin mest í Af ríku
og S-Asíu
brúttóþjóðartekjum. Tala fullorðinna
sem kunna að lesa og skrifa nær hæst
20%. Lönd þessi hafa engan aðgang að
náttúruauðlindum og landbúnaður er
það litilfjörlegur að þau eru ekki sjálf-
bjarga meö fæðu.
Þar sem versnandi efnahagur
vestrænna iðnaöarríkja hefur dregið
mjög úr örlæti þeirra til þróunar-
landanna má búast við að það sé borin
von að næg fjárframlög fáist til hjálpar
þessum bágstöddustu löndum.