Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.09.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 02.09.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981. 9 Matsmenn íbúða íverkamannabústöðum: FA AÐ MEÐALTAU1768 KR. FYRIR HVERJA SELDA ÍBÚÐ „Staðreyndin er sú að matsmenn- irnir hafa fengiö greitt til þessa á 11 mánuðum kr. 120.284, en það sam- svarar um 0,45% af matsverði þeirra íbúða sem þeir hafa metið og seidar hafa verið. Auk þess hafa þeir metið fjöida ibúða sem ekki hafa komið tii söiu af ýmsum ástæöum eða ekki hefur verið greitt fyrir matskostnað. Alls hafa þeir metið 110—120 (rétt tala mun vera 112 — innskot SSv.) á þessum tíma”. Félagsmálaráðuneytið brá hart við í gær eftir frásagnir fjölmiðla um „óeðlilega þóknun” til handa mats- mönnum íbúða í verkamannabú- stöðum og sendi frá sér tilkynningu þar sem málin voru skýrð af hálfu þess. Þar kemur einnig fram að mats- kostnaður á hverja selda íbúð er aö jafnaði um 1768 krónur á áður- nefndu tímabili og 1000 krónur á þær íbúðir sem skoðaðar hafa verið. Ekki er greint frá því hvort greiðsla fyrir ferða- og uppihaldskostnað sé meðtalin í þessum greiðsium, en gera verður ráð fyrir að svo sé ekki. - SSv. SPORSLURNAR MINNIEN TALIÐ VAR „Matsmennirnir tveir hafa fengið greiddar nákvæmlega 120.284 krónur frá því þeir hófu störf í október- mánuði í fyrra þannig að áður um- rædd upphæö — 35 milljónir gkróna — er fjarri raunveruleikanum,” sagði Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra við DB í gær. „Með ráðningu þessara mats- manna í fyrra var ætlunin fyrst og fremst að reyna að tryggja ibúðareig- endum hlutlaust mat, sem hægt væri að treysta og það held ég hafi tekizt,” bætti Svavar við. Er ráðherrann var inntur eftir því hvort kvartanir yfir seinagangi við mat ættu við rök að styðjast taldi hann að vel gæti verið að í einstökum tilfellum gæti slíkt hafa gerzt, en erfitt væri að koma í veg fyrir það. „Matsmennirnir eru tveir og þurfa að sinna öllu landinu þannig að yfirreið þeirra getur á stundum verið mikil og starfið krefjandi.” Ekki taldi ráðherra ástæðu til að fjölga mats- mönnum vegna þessa. Tölur þær er birtust i Alþýðu- blaðinu og þær sem síðan koma frá félagsmálaráðuneytinu eru í litlu samhengi. Virðist svo sem einhvers misskilnings gæti í útreikningum hærri tölunnar. „Matsmennirnir hafa líkast til metið á annað hundrað íbúðir frá því þeir hófu störf, en það er ekki þar með sagt að þær hafi síðan allar verið seldar. Þessi kergja í — samtalsl20 þúsund frá upphaf i Alþýðubiaðinu er til orðin vegna þess að um langt skeið hafa kratar haft tögl og hagldir í húsnæðisstjórnar- málum, en hafa það ekki lengur,” sagði Svavar. - SSv. Fyrstu réttir 13. september Fyrstu réttir á þessu hausti verða sunnudaginn 13. september en þá er réttað í Hraunsrétt í Aðaldal í S-Þing. og í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skaga- fjarðarsýslu. Síðan verða réttir ein- hvers staðar á landinu flesta daga mánaðarins. Stóðréttir verða um næstu mánaðamót. Þær réttir sem næst eru Reykjavík eru þessar: Kaldárrétt við Hafnarfjörð 20. september fyrir hádegi og sama dag, bæði fyrir og eftir hádegi, er Foss- vallarétt við Lækjarbotna. Mánudaginn 21. sept. fyrir hádegi er Hafravatnsrétt í Mosfellssveit, Þing- vallarétt, Þórkötlustaðarétt við Grindavik. Eftir hádegi verða Hús- múlarétt við Kolviðarhól og Nesja- vallarétt íGrafningi. Þriðjudaginn 20. sept. fyrir hádegi verður Kjósarrétt í Kjós og eftir hádegi Kollafjarðarrétt í Kjalarneshreppi. Miðvikudaginn 23. sept. fyrir hádegi er Selvogsrétt, Vatnsieysustrandarrétt og Selflatarétt i Grafningi. Fimmtudaginn 23. sept. fyrir og eftir hádegi er Ölfusrétt við Hveragerði. Réttalistinn lítur annars svo út: Auðkúlurótt i Svinadal, A.-Hún., föstud. 18. og laugard. 19. sept. Arnarhólsrétt í Helgafellssveit, Snœf., þriðjud. 22. sept. Brekkurétt í Norðurérdal, Mýrasýslu, mánud. 14. sept. Fellsendarétt í Miðdölum, Dalasýslu, ménud. 21. sept Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvik/Kóp.i, sunnud. 20. sept. Gillastaðarétt í Laxérdal, Dal., sunnud. 20. sept Gjábakkarétt i Þingvallasveit, Árn., ménud. 21. sept. Grimsstaðarétt i Álftaneshr., Mýr., fimmtud. 17. sept Hafravatnsrétt í Mosfellssveit, Kjós., ménud. 21. sept. Hitardalsrétt í Hraunhr., Mýr., miðvikud. 15. sept Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing., sunnud. 13. sept Hrunarétt í Hrunamannahreppi, Ám., fimmtud. 17. sept Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún., ménud. 14. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn., ménud. 21. sept Kaldérrétt við Hafnarfjörð, sunnud. 20. sept Kaldérbakkarétt i Kolbeinssthr., Hnapp., ménud. 14. sept Kirkjuf ellsrétt í Haukadal, Dal., sunnud. 20. sept Kjósarrétt i Kjós, Kjósarsýslu, þriðjud. 22. sept Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn., miðvikud. 23. sept Kollafjarðarrétt í Kjalarneshr., Kjós., þriðjud. 22. sept Landrétt í Landmannahr., Rang., föstud. 25. sept Langholtsrétt i Miklaholtshreppi, Snsef., miðvikud. 23. sept Laufskélarétt í Hjaltadal, Skag., sunnud. 13. sept Laugarvatnsrétt í Laugardal, Ám., þriðjud. 22. sept Mælifellsrétt í Lýtingsstaðahr., Skag., miðvikud. 16. sept Nesjavallarétt i Grafningi, Árn., ménud. 21. sept Oddsstaðarétt i Lundarreykjadal, Borg., miðvikud. 16. sept Rauðsgilsrétt í Hélsasveit, Borg., föstudag 18. sept Reyðarvatnsrétt, Rangérvallahr., Rang., föstud. 25. sept Reynistaðarótt í Staðarhreppi, Skag., ménud. 21. sept Selflatarétt i Grafningi, Árn., miövikud. 23. sept Selvogsrétt í Selvogi, Árn., mið vikud. 23. sept Silf rastaðarétt í Akrahr., Skag., ménud. 21. sept Skaftértungurétt i Skaftértungu, V-Skaft, miðvikud. 23. sept Skaftholtsrétt í Gnúpverjahr., Árn., fimmtud. 17. sept Skeiðarétt é Skeiðum, Ám., föstud. 18. sept Skrapatungurétt í Vindhælishreppi, A-Hún., sunnud. 20. sept Stafnsrétt í Svartérdal, A-Hún., fimmtud. 17. sept Svarthamarsrétt é H valf jarðarstr., Borg., miðvikud. 23. sept Svignaskarðsrétt i Borgarhreppi, Mýr., miðvikud. 16. sept Tungurétt í Svarfaðardal, Eyjaf., sunnud. 20. sept Tungnarétt i Biskupstungum, Árn., miðvikud. 16.sept Undirfellsrótt í Vatnsdal, A-Hún., föstud. 18. og laugard. 19. sept Vatnsleysustrandarrétt, Vatnsleysustr., Gull., miðvikud. 23. sept Víðidalstungurétt i Víðidal, V-Hún., föstud. 18. og laugard. 19. sept Þingvallarétti Þingvallasveit, Árn., ménud. 21. sept Þórkötlustaðarétt v/Grindavik, ménud. 21. sept Þverérrétt i Þverérhlíð, Mýr., þriðjud. 15. og miðvikud. 16. sept ÖHusrétt i ÖHusi, Árn., fimmtud. 24. sept. ölkeldurétt i Staðarsveit, Snæf., fimmtud. 24. sept STÓÐRÉTTIR Undirfellsrétt i Vatnsdal, A-Hún, laugard. 26. sept Viðidalstungurétt í Viðidal, V-Hún., laugard. 26. sept Auðkúlurétt í Svinadal, A-Hún., sunnud. 27. sept Laufskélarétt i Hjaltadal, Skag., sunnud. 4. okt RÓTAÐ í RÚSTUNUM múrsteinar seldirá 2 krónur stykkið í rústum sænska frystihússins Það var heldur betur handagangur í öskjunni um sl. helgi er múrsteinar voru boðnir til kaups í rústum sænska frystihússins á mótum Skúlagötu og Kalkofnsvegar. Gátu menn nælt sér í eins marga múrsteina og þeir gátu komið höndum yfir gegn því að greiða 2 krónur fyrir stykkið. „Okkur fannst þetta vera sanngjarn- asta aðferðin,” sagði skrifstofustjóri borgarverkfræðings, Jón B. Kristjáns- son, við DB í gær. „Það voru vafalítið margir, sem höfðu áhuga á að verða sér úti um steina og með þessu móti var engum mismunað”. Þeir, sem hafa áhuga, geta gert sér ferð í rústirnar og hirt það sem enn er nothæft. Á meðfylgjandi mynd má sjá eina af húsmæðrum bæjarins þar sem hún hefur gripið tvo steina heljartaki og stikar með þá, vopnuð vinnuvettlingum og hraustlegum skófatnaði, í rústun- um. - SSv. / DB-mynd Einar Ólason. frá 55 til 82 á LAUGAVEGI amatör UÓSMYNDAVÖRUVERZLUN ístærra og betra húsnæði að 0*0* LAUGAVEGI82 bjóðum við mikið meira úrvai af ijósmyndavörum, td. nýkomið frá USA hinarþekktu aniHaaaa a LEARN FUJICA • PENTAX • II PHOTOGRAPHY OLYMPUS-myndavélar SERIES Myndavélatöskur, 12 gerðir — Þrífætur, aaaaaaaa a 5 gerðir — Flass, 15 gerðir. HPBonk- _ 14 TITLAR mamatör • 60 ára þjónusta % LJÓSMYNDAVÖRUVERZLUN • LAUGAVEGI82 - SÍM112630

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.