Dagblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981. ■ 2 r Hættulegurakstur: DREKKHLAÐNIR GRJOT-, OG MALARFLUTNINGABILAR —án gaf If jalar í umf erðinni Vilhjulmur Kagnarsson hringdi: Ég vil vekja athygli vegfarenda, bílstjóra og ekki sízt viðkomandi yfirvalda á hversu hættulegt það er, þegar grjótfiutningabílar aka full- hlaðnir án þcss að pallinum sé lokað aðaftan. Erlendis er tekið mjög strangt á þessu, enda eru þetta, að öllu jöfnu, ekki bílarnir sem aka hægast 1 um- ferðinni. í því sambandi má benda á að sumar þjóðir merkja vöruflutn- ingabíla stórum merkjum, þar sem leyfður hámarkshraði er merktur skýrum stöfum. Þung viðurlög liggja síðan við of hröðum akstri þeirra, því þessi flikki, ekki sízt fullhlaðin, þurfa miklar vegalengdir til þess að geta stöðvað, ef um einhvern hraða er að ræða. í þessu sambandi vil ég minna á dauðaslys, sem varð af þessum sökum í Mosfellssveit i fyrra, að mig minnir, en þá fékk maður grjóthnull- ung af slíkum bíl beint inn um fram- rúðuna á bílnum sínum. Hve mörg dauðaslys þurfa að verða áður en yfirvöld taka við sér I þessu efni? Um daginn hrapaði grjóthnullung- ur af opnum palli eins þessara þrjóta beint fyrir framan bílinn minn og rakst upp undir hann. Af þessu urðu töluverðar skemmdir, en vörubíllinn ók áfram í rykmeggi, eins og ekkert hefði í skorizt, þrátt fyrir að ég bæði flautaði og blikkaði ljósunum. Ég vil vita hvort Bifreiðaeftirlitið hefur einhverjar reglur um þetta, og hvað hefur lögreglan um málið að segj a? Vegna þessara fyrirspurna, hafði DB samband við Guðna Karlsson, for- stöðumann Bifreiðaeftirlits rikisins, Sturlu Þórðarson, fulltrúa lögreglu- stjóra og Óla H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs. „Bifreiðaeftirlitið skráir og skoð- ar vörufiutningabíla, engu síður en aðra,” sagði Guðni Karlsson, ,,en engar reglur eru til um merkingu þeirra, hvað hraða viðvíkur. Við eigum einungis að ganga úr skugga um að bifreið sé i lagi. Eftirlit með umferðaröryggi kemur til kasta þeirra sem annazt eftirlit á vegum. Það skal haft í huga að hverjum einstökum bifreiðarstjóra er skylt að búa þannig um farminn að hann valdi ekki tjóni.” Er lögum um hámarkshraða vörubíla framfylgt? Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglu- stjóra, sagði að í 54. grein, annarri málsgrein, umferðarlaga stæði: Hver kannast ekki við drekkhlaðna grjót- og malarflutningabíla, án gaflfjalar, á miklum hraða i umferðinni? „Ganga skal svo frá farmi að hann raskist ekki né valdi óþrifnaði né óþarfahávaða.” Sturla sagði ennfremur að ekkert ákvæði væri til um að vöruflutninga- bílar ættu að hafa gaflfjöl, en hins vegar væri bílstjóra skylt að ganga frá farminum í samræmi við áður- nefnda lagagrein. „Vörubifreiðum, sem eru 3 og 1/2 tonn að heildarþyngd, má ekki aka hraðar en 60 km á klukkustund, sam- kvæmt 3. málsgrein 50. greinar um- ferðarlaganna. Síðan mega bifreiðar með tengi- og festivagna hvergi aka hraðar en 45 km/klst, nema þar sem annað er ákveðið,” sagði Sturla að lokum. Samkvæmt 54. grein umferðarlag- anna er því bifreiðastjóra auðvitað skylt að hafa gaflfjöl, þegar hann fiytur farm sem hrunið getur aftan af palli bílsins. Full þörf á að umferðarlögum sé framfylgt. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, sagði: ,,í fyrstu málsgrein umferðarlaga, nr. 54, stendur: „Við hleðslu ökutækis skal þess gætt að hvorki farþegar né farmur byrgi nauðsynlega útsýn ökumanns fram eða til hliðar eða í baksýnis- spegli, né tálmi notkun stjórntækja eða valdi annarri umferð hættu eða truflun”. ,,í annarri málsgrein stendur síðan,” bætti Óli við: „Ganga skal svo frá farmi að hann raskist ekki né valdi óþrifnaði né óþarfa hávaða.” „Ég vil leggja áherzlu á þessa máls- grein,” sagði Óli, „og vekja á því at- hygli að i 5. málsgrein sömu laga stendur: „Lögreglumaður eða eftirlits- maður ökutækja getur stöðvað öku- tæki ef hann telur hleðslu þess var- hugaverða og bannað akstur þess nema úr verði bætt.” (Öll feitletrun er samkvæmt beiðni Óla H. Þórðarsonar). „Mér finnst þessi hraðamerking þungaflutningabíla mjög athyglis- verð og mun tala fyrir þessu máli, enda er mér kunnugt um að þetta er gert erlendis og reglum um hámarks- hraða stranglega framfylgt. Það er ekkert launungarmál að ég hef áhyggjur af miklum hraða sumra þessara bílstjóra, sem ekki er heimilt að aka hraðar en 60 km/klst. Svona lög eru ekki sett út í bláinn. Það er full þörf á að þeim sé framfylgt,” sagði Óli H. Þórðarson að lokum. -FG. Eru fjölmiðlamir verkfæri í höndum fjögurra flokka? Þ.Á. skrifar: Allt í einu eru Kommúnistasam- tökin orðin áhugaverð í augum fjöl- miðlarekenda. Loksins kom að því, að lesin var yfirlýsing frá Kommún- istasamtökunum í fréttatíma útvarps (7.9.’81). í mörg ár hafa samtök íslenzkra kommúnista (og þá vel að merkja, þeirra, sem hafna rússneska kerfinu) sent nærri mánaðarlega frá sér álykt- anir um ýmis mál og sent fjölmiðlum. Má þar nefna verkalýðsmál, her- stöðvamál, Afganistan, Pólland, almennar stjórnmálaályktanir sam- takannao.fi. Ég man ekki eftir að hafa heyrt lesið úr neinni af þessum yfirlýsing- um í útvarpið og blöðin hafa hunds- að þær að mestu. Sama gildir um fundi og aðgerðir, sem samtökin hafa haldið, að stuðlað að. Kommúnistasamtökin og fyrir- rennarar þeirra (Eik(ml) og KSML) hófu baráttu fyrir breytingum á verkalýðshreyfingunni og starfshátt- um hennar i átt til lýðræðis og al- mennrar þátttöku, löngu áður en Vil- mundur og síðar Jón Baldvin „upp- götvuðu” þau mál. Kommúnistar töluðu í mörg ár fyrir daufum eyrum um vaxandi hættu á heimsstyrjöld áður en Þjóðviljinn og fieiri fjölmiðl- ar hófu fréttaflutning af evrópskri friðarhreyfingu. Kommúnistasam- tökin eru enn þann dag í dag einu stjórnmálasamtökin hér á landi, sem mér vitandi leggja bæði Sovétríkin og Bandaríkin að jöfnu og telja þau vera heimsvaldasinnuð ríki, sem séu á góðri leið með að steypa heimsbyggð- inni allri út I hryllilegt stríð. Sam- tökin leggja þunga áherzlu á hvers kyns baráttu gegn báðum þessum risaveldum og hvetja til raunverulegs stuðnings við samtök og ríki, er heyja frelsisstríð gegn yfirgangi þeirra og telja slíka baráttu geta tafið fyrir eða jafnvel komið í veg fyrir að stórveld- in hætti sér út í allsherjar uppskipta- stríð. Hér er tekin afstaða til mála, sem geta varðað líf þorra íslenzku þjóðarinnar. Svo virðist, sem fjölmiðlarnir séu verkfæri í höndum flokkanna fjög- urra og að þeir skipti þeim á milli sín eftir ýmsum reglum. önnur stjórn- málastarfsemi er að mestu þöguð í hel. Það er ekki fyrr en Kommúnista- samtökin dragast inn í argaþras eins af þessum heilögu fiokkum að þau verða fréttnæm. Kaffibollarabb Ara Trausta Guðmundssonar, ritstjóra Verkalýðsblaðsins, og Vilmundar Gylfasonar, verðuraðstórmáli. Ég er ekki beint að amast við því að fjallað sé um þetta rabb þeirra Vilmundar og Ara og flokksbroddar reyni að koma myð því höggi á Vilmund Gylfason fyrir óhlýðni hans, enda er Vilmundur fullfær um að svara fyrir sig. Það er hins vegar dapurlegt að þetta skuli að mati fjöl- miðlarekenda vera merkilegra mál heldur en starf það og stefnumótun, sem þessi nýja kommúnistahreyfing hefur unnið sl. 10 ár. Þessir herrar hefðu mátt sperra eyrun fyrr. Raddir lesenda „önnurstjórnmála- starfsemi erað mestu þöguðíhel”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.