Dagblaðið - 20.10.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 20.10.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. 13 Stjómarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði okkar er órjúfanlega tengt samstarfi við vestrænar þjóðir verja land okkar. Með varnar- og eftirlitsstöðinni á Keflavíkurflugvelli eru þeir þó fyrst og fremst að gæta eigin öryggishagsmuna. En vissulega sprettur öryggi okkar af herstyrk þeirra. Ísland er fyrir Bandaríkin eins konar ósökkvandi flugmóðurskip í miðju Atlanzhafi. Héðan er þeim kleift með AWACS-flugvélum sínum að skyggna norðurhöfin jafnt ofan- sjávar sem í djúpunum. Eftirlit þetta þjónar sama tilgangi og síminn milli Kreml og Hvíta hússins. Stórveldi grátt fyrir jámum er sýnu háska- legra, ef það veit ekki, hvað raun- vemlegur eða ímyndaður and- stæðingur þess er að aðhafast. Vitn- eskjan eykur öryggistilfinninguna og dregur úr hættu á því, að í gikk verði grípið i felmtri og fáti. Hvfta húsið og Pentagon aru ekki einráð í bandariskum utanrfkismáium Náin tengsl okkar við Bandaríkin eiga sér rót 1 þeirri staðreynd, að báðar þjóðirnar eru mjög háðar hvor annarri, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Vandi ráðamanna beggja þjóða er því að halda þeim tengslum i hófi gagnkvæms skiinings og virðingar. Með báðum þjóðum em sterk öfl, er vilja breikka bilið, m.a. með því að bandaríska varnarliðið fari af landi brott. Ekki aðeins eru herstöðvar- andstæðingar margir hverjir virkir og heitir i sannfæringu sinni hér á landi, heidur eru og einangrunarsinnar á þjóðþingi og öldungadeild Bandankj- anna atkvæðamiklir og vilja fækka herstöðvum erlendis og bæta við- skiptajöfnuð lands sins út á við. Sjónarmið Hvita hússins og Penta- gons kunna að lúta í lægra haldi fyrir þeim öflum. í upphafi skyldi endirinn skoða Það er því ekki út í hött að gera því skóna, að bandaríska varnarliðið muni hverfa af landi brott fyrr eða síðar, hvað sem líður hernaðarlegu mikilvægi landsins. Ef Íslendingar verða til að stíga fyrsta skrefið með því að segja varnarsamningnum upp, má leiða getum að viðbrögðum Bandaríkjamanna. Með hliðsjón af mikilvægi landsins munu margir vestra líta á slíka upp- sögn af okkar hálfu sem fjandskap, er tefli bandarísku öryggi í tvísýnu. Eftirliti því, sem nú er haldið úti frá Keflavíkurflugvelli, verður ekki gegnt jafntryggilega frá öðrum löndum. Ef t.d. Bandaríkjamenn yrðu að flytja sig um set til Skotlands með allt sitt hafurtask, mundi það kosta þá milljarða dollara í auknum útgjöldum auk þess sem eftirlitið yrði ótryggara. Stjórnin i Washington mundi freista þess að gera gott úr hlutunum til að gera ekki itlt verra, en allt að einu mætti gera ráð fyrír miklum and-islenzkum áróðri og kröfum um að gjalda líku líkt, m.a. frá hendi þeirra, sem vilja sölsa undir sig freðftskmarkað okkar vestra. Eftir stækkun landhelginnar i 200 milur eflist nú mjög fiskiðnaður á strandlengjunni frá Boston og norður til Nýfundnalands. Auðvitað leitar bandarískur fiskiðnaður sem vaxandi þrýstihópur allra ráða, fjár- málalegra og pólitískra, til að bola ís- lendingum út af heimamarkaðinum. Þar á móti kemur hins vegar vinsemd alríkisstjórnarinnar, sem m.a. á sér rætur í öryggishagsmunum hér norðuráíslandi. Sögum ekki sundur greinina, sem við sitjum á íslenzkt sjálfstæði, stjórnarfarslegt og éfnahagslegt, er samtvinnað, og hvorugt stendur traustum fótum i fallvöltum heimi. Og spörkum við í vinarþjóðir, sem háðar eru greiða- semi okkar, getum við ekki vænzt þess, að allt verði við það sama og áður. Aftur og aftur sjáum við þess dæmi á spjöldum sögunnar, að menn stóru orðanna, sem oftast tala um ást á þjóð og föðuriandi, verða til þess að leiða skelfingar yfir hvort tveggja, af því að þeir egna til fjandskapar og ófriðar við aðrar þjóðir. Vel að merkja er þjóðernishyggja ein tegund kynþáttahyggju, þótt Þjóðviljamenn vilji annað vera láta. Tveir menn hafa öðrum fremur mótað íslenzka utanríkisstefnu síðasta áratuginn. Það eru þeir Einar Ágústsson og Ólafur Jóhannesson. Þeir hafa kunnað að rata meðalhófið í samskiptum við aðrar þjóðir og þeim má m.a. þakka, að við komumst klakklaust um úfinn sjó þorskastríðsins án þess að manns- lifum yrði fórnað. Einar Ágústsson ávann sér vinsældir og virðingu þjóð- arinnar fyrir einarðlega framkomu og skorinorð tilsvör. Og Ólafur Jóhannesson hefur sem utanrikisráð- herra bæði reynzt raunsær og djúp- vitur stjórnmálamaður. Á meðan slikra manna nýtur við, þurfum við ekki að óttast, að i barnaskap verði söguð í sundur sú græna grein hins vestræna meiðs, sem við sitjum á. Sigurður Gizurarson sýslumaður. 7 lendingar eiga i hlut, þá koma þeir ekki aðeins með framtak og fjár- magn, heldur einnig með hina dýr- mætu tækniþekkingu og einnig markaðsaðstöðu. Á tækniþekkingu veltur svo mikið um afköst og arð- semi. Þeir sem hvað harðast börðust gegn álverinu, eru farnir að halda því fram, að nú gætu íslendingar sjálfir rekið álver. En hverjum er það að þakka að hún Gunna flaut? Varla þeim sem börðust gegn komu Sviss- lendinganna. Fjármagnið Það vantar fjármagn til nýrra framkvæmda, atvinnutækja, virkj- ana, já — og til nýrra íbúða. Mér skilst að innflutningur nýrra skipa og flugvéla hafi stöðvazt. Hvers vegna þessi mikli skortur? Ég hefi rætt um svelginn mikla: tapreksturinn, sem blasir við á öllum sviðum. Þá er jjað hin hliðin: framboðið. Hvernig myndast fjármagnið? Hvaðan kemur það? Fjármagnið myndast með tekjuaf- gangi fyrirtækja. Gróðinn er fjár- magn, nýtt fjármagn. Þá er og sparn- aður einstaklinganna nýtt fjármagn, nýja spariféð. Þetta eru hinar einu uppsprettur nýs fjármagns, þessar tvær, ásamt með sjóðsmyndun hjá opinberum sjóðum eins og atvinnu- leysistryggingasjóðum og lífeyris- sjóðum. Lántökur erlendis eru aðeins tilfærsla á fjármagni. v'ið þetta má svo — í vissum skilningi — bæta af- skriftum, sem að vísu eru ekki nýtt^ fjármagn, en handbært fjármagn" samt. Eðlilegar afskriftir þýða, að eign er haldið við, þótt mannvirkið gangi úr sér. Afskriftirnar eru endur- nýjunin. En þær eru handbært fjár- magn, sem flytja má burt úr fyrir- tækinu, og koma því að sama gagni annars staðar eins og nýtt fjármagn. Með því að sökkva afskriftunum í svelg taprekstrarins, verður þjóðin fátækari. Og þetta má gera með því einu, að leyfa ekki hæfilegar afskrift- ir. Þjóðin er þá að éta eigur sínar. Á þennan hátt er hægt að éta bæði sem- entsverksmiðju og áburðarverk- smiðju. Það er enginn gleðilegur boð- skapur, að stjórn Sementsverksmiðj- unnar sé nú að taka stórt erlent lán. Áburðarverksmiðjan hefir einkarétt á innflutningi tilbúins áburðar. Þetta ætti að hjálpa henni til að fljóta. Og enginn kvartar yfir því, að hún greiði lágt rafmagnsverð. Sementsverksmiðjan er ágæt spegilmynd af opinberum rekstri, ríkis rekstri, embættismannarekstri. Eftir aldarfjórðung hefir þjóðin ekki eignazt meira í verksmiðjunni en það, að nú þarf hún stórt erlent lán. Um gróða þarf víst ekki að ræða. Eftir aldarfjórðung virðist sem ekki séu til neinir afskriftasjóðir. Gróði í einkarekstri er hvati fram- fara. En jafnt í einkarekstri sem opinberum rekstri er gróði aflgjafi framfara. Og það er einmitt vegna framfaranna sem verkamaðurinn fær hærri laun. Framförunum fylgja bæði aukin atvinnutækifærí og aukin framleiðni. Verkamaðurinn fær ekki hærri raunveruleg laun úr aukinm krónutölu, heldur úr stærri afurð. Ein grundvallarhugmynd Marx um fjármagnið (auðmagnið) er sú, að það vaxi sjálfkrafa. Það er eins og snjóbolti, sem hleður á sig niður fjallshlíð. Lífið sýnir annað. Mann- legt erfiði er ekkert nýtt, svo að ekki kemur vöxturinn þaðan. Stundum spyr ég sjálfan mig: Hvað var i þessu húsi í fyrra? Verzlun með föt? Nú eru þar leikföng. Fyrir fáum árum voru þar bækur. Og hvað um eigendurna? Og hvernig er með frystihúsin? Hver á þetta hús i dag? Hver átti það í gær? Hver byggði það í upphafi? Hvað varð um hann? Hvað er framleitt I því? Frystur fiskur? Gaffalbitar? Tunnur? Eða er það geymsla fyrir sement? Og hitt húsið? Hvað hefir það oft skipt um eigendur? Og hvað hafa margir tengdir þessu húsi, þess- ari fiskverkunarstöð, þessari verzlun, þessu skipi — orðið gjaldþrota? Allir sem hafa opin augun sjá, að í at- vinnulífinu skiptist sífellt á líf og dauði, Ný fyrirtæki rísa, önnur deyja. Vaxi fjármagnið, þá er það ávöxtur af starfi lifandi manna — tapið afleiðing þess. Sjálfvirknin er mestu leyti missýning. Atvinnulífið er lífrænt, líf — ekkivél. Það mun rétt, að afkoma ríkis- sjóðs hafi verið þolanlega hagstæð hjá núverandi rikisstjórn. Meira er vist ekki hægt að ætlast til, meðan foringjar bændanna líta á hvern af- gangseyri hjá ríkinu sem sitt óskilafé. Hins vegar eru mörg ríkisfyrirtæki rekin með risavöxnum halla. Ofhátt kaupgjald Hinn almenni taprekstur stafar af of háu kaupgjaldi. Tapið er kaup á vöru og þjónustu umfram það af vöru og þjónustu, sem fyrirtækið selur. Fyrirtækið tekur til sín meira en það lætur í té. Heildareftirspurnin í kerfinu verður meiri en framboðið. Verðbólga. Þrýstingurinn á verðlagið leiðir til almennrar verðhækkunar Krónurnar smækka. Smám saman verður of hátt kaupgjald eðlilegra við það að krónurnar smækka. Smám saman nálgast kaupgjaldið það, að vera afurð verkamannsins. „Loftið” fer úr samningunum. „Kjararýrnun- in” er það, að menn eru smám saman að komast niður á jörðina aftur. Enn um fjármagnið Er mikið leggjandi upp úr þessu tali um fjármagnið? Marxistarnir vilja heldur tala um auðmagnið, sem er sami hluturinn, — siðan um auð- vald og auðvaldsskipulag. Þótt sumir vilji gera lítið úr þýðingu þess, fjár- magnsins, og heilbrigðri varðveizlu þess, telji aukaatriði — aðeins bók- haldsatriði — hvort fyrirtæki græði eða tapi, þá fá stjórnmálamennimir við og við góðviðrisdag, dag án þoku og moldviðris. Þá setja þeir lög um skyldusparnað, með öllum — eða flestum — greiddum atkvæðum. Á því augnabliki sjá þeir og skilja, að það vantar fjármagn. Og meir en það, — að það fæst fyrir ráðdeild einstaklinganna. Tapreksturinn, sem þeir eru svo duglegir að koma á, og viðhalda, sér um það, að það vantar sífellt fjármagn. Skyldusparnaðurinn er eins konar blóðgjafaskylda, mjög skynsamleg, úr því sem komið er. En hvernig væri að stöðva heldur hinn mikla blóðmissi, nota heldur fjár- magnið til framfara? Væri það ekki einhvern veginn skynsamlegra, t.d. vegna verkamannsins, sem þyrfti n’ geta afkastað stærri afurð, svo u' hann bæri meira úr býtum, 'ciigi hærra raunverulegt kaup? Launþegar Tapreksturinn blasir alls staðar við. En ég hefi aöeins rætt um eina hlið hans, fjármagnshliðina. En þær eru langtum fleiri. Ein sú alvarlegasta er atvinnuleysið, sem leiðir af lang- vinnum taprekstri, stöðnun. önnur er greiðsluhalli við útlönd og óheil- brigð skuldasöfnun erlendis. Um þetta er Pólland nærtækt dæmi, er sýnir hvert svona þróun stefnir. Vér höfum jú sams konar fólk við völd hér á landi og Pólverjar hafa hjá sér, þótt aðstæður séu auðvitað aðrar. Hugarfar ofbeldis og ránsskapar er hið sama hjá báðum, eins og fram kemur í umræðunum um húsnæðis- inálin í Reykjavík. Þar sem kaupgjaldið er of hátt, og allt mannvit og framtak skortir til að fara beinustu og hreinustu leiðina, til £ „Skattpeningarnir, sem ættu aö fara í brýnar sameiginlegar þarfír, eiga aö fara í það sem nánast eru pólitískar mútur til verka- lýösforingjanna. Þetta gera menn kinnroða- laust.” þess að færa ástandið í lag — lækka kaupgjald, ftskverð, búvöruverð og annað tilheyrandi, þá er ekki um annað að ræða en hækka allt verðlag til samræmis við kaupgjaldið — en laun taka til sin um tvo þriðju þjóð- arteknanna. Menn hafa fyrir löngu gefizt upp á millifærsluleiðinni, þar sem hún verður fljótt óþolandi sökum tregðu og aukaverkana. Hækkun verðlagsins næst skjótast með gengislækkun. Auk þess er verðhækkunin bráðust, þar sem hennar er mest þörf: á útflutnings- vörunni. Verðlagseftirlit, til þess að hafa heimil á hraða verðhækkananna innanlands, getur aldrei verið að gagni, nema sem bráðabirgðaráð- stöfun. Um styrjaldatima gildir annað. Menn eru sífellt að leita að ein- hverju til að friða hina miklu ófreskju sem launaþegasamtökin eru orðin, voldug og ábyrgðarlaus. Þessi viðleitni verður víst ekki umflúin við núverandi aðstæður. En auðvitað er þetta vonlaust verk. Fólk, sem er óánægt með níföld laun (frá alda- mótum), það verður alveg eins óánægt þótt þau verði — með ein- hverjum óheillavænlegum og skað- legum ráðstöfunum — tífölduð i nokkrar vikur eða mánuði, t.d. með því að halda niðri verði á vörubirgð- um verziunarinnar, meðan þær endast, eins og gert hefir verið’, eða með því að safna skuldum erlendis, eins og líka hefir verið gert. Ormar öfundar og ágimdar naga manns- hjartað daglangt og árlangt hjá fjöld- anum, á vorum dögum sífellt egndir af pólitískum lýðskrumurum. Af fréttaflutningi fjölmiðlanna er aug- ljóst, að enn einu sinni eiga þær syst- urnar fáfræði og heimska að vera ráðgjafarnir. í augnablikinu heyrast háværar kröfur um hærra kaupgjald! í þeim vottar ekki fyrir heilbrigðri hugsun. Hærra kaupgjald í krónum skapar engan frið, og breytir raun- verulega engu — nema þá til hins verra, þar sem afurð verkamannsins hefir ekki stækkað, framleiðnin aukist. Hækkunin er aðeins ein rim í stiganum niður. Fjárlögin Mér finnst eitthvað ógeðfellt við það, að embættismenn tilkynni nú, að í væntanlegu fjárlagafrumvarpi sé sett til hliðar ákveðin upphæð skatt- peninga, sem eigi að greiða út að ráði foringja launþegasamtakanna, beri þeir sig eftir upphæðinni með hótun- um eða verkfölium. Þetta er svona eins og þegar reynt er að lægja stór- sjóina með því að hella lifur eða lýsi í hafið. Skattpeningarnir, sem ættu að fara í brýnar sameiginlegar þarfir, eiga að fara í það sem nánast eru pólitískar mútur til verkalýðsforingj- anna. Þetta gera menn kinnroða- laust. En er það nú alveg víst, að fólkið i landinu standi á þt.ssu þroskastigi og vilji svona stjórnarfar? „Lifi fátœktin" í umræðum um efnahagsmál má heyra hina furðulegustu hluti, já, og það á óvæntum stöðum. í Mbl. skrif- ar SV grein hinn 27.9. um Sadat. „í stað sósíalisma hefir hann beitt sér fyrir óheftri einkaneyzlu —.” Getur það ekki verið að í efnahagsmálum hafi Sadat hugsað eitthvað svipað og ég, og margir aðrir hafa gert allt til þessa: í efnahagsmálum er óvinurinn fátæktin, þótt ekki sé hún hinn eini. Nei, eftir allt saman er það velmegun- in! Sadat vildi augljóslega auka at- hafnafrelsið. Þaðan vænti hann framfara og betra lífs. I Ijósi frétt- anna frá Póllandi og öðrum austan- tjaldslöndum, þá skynjaði hann kannski þann sannleik — að auð- valdsskipulagið er eina skipulagið, sem gert hefir þjóðirnar ríkar, bundið enda á alla endanlega ör- birgð. Velmegunin, sem fylgir þvi, er nú orðin að árásarefni og uppnefnist einkaneyzla, skefjalaus einkaneyzla, sú hin voðalega, og það á siðum Mbl. Hvað er hægt að forheimska menn mikið? Loksins sést eitthvað „gott” við kommúnismann! Það vanta ekki skefjarnar á einkaneyzluna. En Pól- verjar eru ófullkomnir og kvarta yfir fátæktinni. Á frjálsum markaði — sem er í raun frjáls vöruskipti sérhæfðra framleiðenda, og skilyrði fullkom- innar verkaskiptingar — þar hafa menn frjálst vöruval og stjórna þvi í raun framleiðslunni. Þeir kaupa það sem þeir þurfa. Þarfir þeirra ráða því hvað framleitt er. Þeir stjórna fram- leiðslunni. Þetta er hin eina sanna lýðræðislega stjórnun framleiðslunn- ar, stjórnun neytandans. Þetta er hið óttalega í augum kommúnista og fólks, sem bergmálar áróður þeirra. Það er frelsið og velmegunin sem þeir fjandskapast gegn. En það verður að játa, að Mbl. gerir fleira en birta hrá- an áróðúr kommaforingjanna. í sama tölublaði segir Arnór Hanni- balsson, nýkominn frá Póllandi: „Allar ríkisverzlanir eru tómar. — Almenningsvagnakerfi eru i lama- sessi. — Kreppan er alls staðar.” Menn eru því án afsökunar. Þarna vantar ekki skefjar á einkaneyzluna. Það er þetta sem býr á bak við hið silkimjúka málfar kommaforingj- anna: leið sósíalismans, fátækt — og kúgun. Stólar kommaforingjanna eru reistir á fjalli, fjalli lyginnar, þess sem þeir Einar og Brynjólfur komu sér upp með mikilli ástundun og slægð. En það fjall er að hrynja, sumpart hrunið. Hið mikla hrun er fyrir dyrum. Það er lífsnauðsyn fyrir íslenzka alþýðu að losa sig úr viðjum Alþýðubandalagsins. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.