Dagblaðið - 20.10.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 20.10.1981, Blaðsíða 14
14 (t DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. 15 Iþróttir Iþróttir Bþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir D Evelyn Ashford var „stxrsta nafnið” i frjilsum fþróttum kvenna i sumar. Hljóp 100 metra i 10,90 sek. og var þar langbezt. í heimsbikarkeppnini f Róm i september sigraði hón f 200 metra hiaupi og niði þar bezta heims- timanum, 21,84 sekúndur. Evelyn er ekki fyrsta blökkustúlkan sem athygli vekur f spretthlaupum. Wiima Rudolph, Bandaríkjunum, var skærasta stjarnan á ólympíuleikunum i Róm 1960 — og á leikunum f Tókfó 1964 var blökkustúlkan bandarfska, Wyomia Tyus, eitt af stóru nöfnunum. „Hæ þjátfari sérðu ekki stóra strákinn” —hrópuðu áhorfendur í Portland—Pétur Guðmundsson hefur leikið tvo leiki og fær endanlega úr því skorið á af mælisdegi sínum, 30. okt, hvort hann leikur með Frá Siguröi Jenssyni, Seattle. PétiiKJuðmundsson, fslenzki risinn f körfuknattleiknum, kom inn á, þegar fimm mínútur voru til leiksloka á sunnudag í sýningarleik Portland Trailblazers og Boston Celtic, banda- risku meistaranna í körfuknattleik. Ég var meöal áhorfenda á leiknum og var Pétri fagnað mjög af áhorfendum, sem troðfylltu fþróttahöllina f Portland, 12.600. Þeir voru farnir að kalla til Ramsey, þjálfara Portlands „Hæ þjálfari — sérðu ekki stóra strákinn.” Pétur stóð sig með hinni mestu prýði i þessum fyrsta leik sfnum á heimavelli Portland. Hirti 3—4 fráköst en skoraði ekki i leiknum. Greinilegt þó á viðbrögðum áhorfenda, að hann er orðinn mjög vinsæll í Portland. Eftir leikinn sagði Pétur mér að hann hefði verið mjög taugaóstyrkur, þegar hann kom inn á fyrir Kevin Kunnert, miðherja Portland, sem varð að fara út af eftir sina sjöttu villu. Þar fara þeir ekki út af með fimm villur eins og heima. Leikurinn var mjög Portland Trailblazers ívetur skemmtilegur og áhorfendur heldur betur með á nótunum. Heimaliðið oft- ast með forustu og sigraði „heims- meistarana” Bolton Celtic með 114 stigum gegn 99. Boston-liðið var með alla sina beztu menn. Þetta var annar leikur Péturs með Portland-liðinu. Fyrir nokkru lék hann gegn Seattle Zonics í Seattle. Heimalið- ið sigraöi með 10 stiga mun. Pétur lék síðustu 13 mínúturnar og var ekki ánægður með leik sinn. Hann skoraði tvö stig og hirti nokkur fráköst. Pétur meiddist á ökkla fyrir um mánuði og háði það honum talsvert í sambandi við æfingar. Hann var ekki alveg búinn að ná sér þegar hann lék í Seattle. Fær fróttirnar á afmælisdaginn Pétur á afmæli 30. október — verður þá 23ja ára —og þá fær hann endanlega að vita hvort hann leikur með Portland í vetur. Það er nær ANDRÉSENNSÁ BEZTIHJÁ GUIF Andrés Kristjánsson, fyrrum liðs- maður Hauka i Hafnarfirði, var enn á ný bezti leikmaður sænska liðsins GUIF, er það tapaði fyrir Lugi i sænsku 1. deildarkeppninni f hand- knattleik á sunnudagskvöld með 23:34. Andrés skoraði 6 mörk og var markhæsti maður liðsins. Hann hefur nú skorað 17 mörk f þremur sfðustu leikjum liðsins. GUIF hefur ekld gengið sem skyldi og er með 2 stig úr fjórum leikjum. Drott er f efsta sæti með 8 stig. f 2.-3. sæti eru Lugi og Ystad með 5 stig. -GAJ, Gautaborg. öruggt að Pétur verður í liðinu ef ekkert óvænt kemur fyrir hann, til að mynda meiðsl. Pétur hefur gert fimm ára samning við Portland Trailblazers, Pétur Guðmundsson — 2.18 m á hæð. Blökkustúlkan bandaríska bezt Konur settu 12 heimsmet f sumar í frjáls- um fþróttum en nafn þeirrar stúlku, sem mesta athygli vakti, komst þó ekki á heims- metaskrána. Það var Evelyn Ashford, blökkustúlkan bandariska. Ashford var f sérflokki i spretthlaupunum, miklu betri en aðrar. Einkum þó f 100 metra hlaupinu. Yfirleitt náðist frábær árangur i frjálsum íþróttum kvenna á árinu, sama hvar litið er niður. Tékkneska konan, um þrítugt, með langa, erfiða nafninu, Kratochvilova, náði frábærum árangri i 400 m og kom næst Evelyn Ashford í 200 metrum. Fjögur heimsmet voru sett i nýju greininni — sjö- þraut — og konur eru nú farnar að hlaupa langhlaup með miklum árangri. Paula Fudge, Bretlandi, hljóp 5000 m á 15:14,51 mfn., á móti f Noregi f haust, og Jelena Sipatova, Sovétrfkjunum, hljóp 10000 m á 32:17,19 mín. f Moskvu. Hvort tveggja heimsmet en farið er að skrá heimsmet á þessum vegalengdum hjá konum. Heimsafrekaskrá kvenna i frjálsum fþróttum f sumar verður birt hér f heild i blaðinu. Við byrjum i dag á hlaupunum. 100 m hlaup 10,90 Evelyn Ashford, USA 11,07 Merlene Ottey, Jamaica 11,09 J. Kratochvilova, Tékkósl. 11,09 Marlies Göhr, A-Þýzkal. 11,10 Kathy Smallwood, Bretlandi Liðibættvidí 1. deildí körfu —KFÍ, Hndastóll eða ÍV tekursæti Armanns Á fundi forráðamanna 1. deildar- liðanna f körfuknattleik, sem haldinn var rétt fyrir sfðustu helgi, kom fram eindreginn vilji liðanna um að einu liði yrði bætt við i 1. deildina i stað Ármanns sem hætt hefur við þátttöku. Erfitt er um vik þar sem keppni i 1. deild er hafin og reynd- ar f 2. deild lika. Þau þrjú 2. deildarlið sem til greina koma hafa þó ekki leikið enn en þau eru KFÍ, ísafirði, Tindastóll, Sauðár- króki og ÍV, Vestmannaeyjum. Lið KFl hafnaði í 2. sæti 2. deildar í fyrra og situr fyrir með 1. deildarsætið. fs- firðingar eru reiðubúnir að færa sig jpp um deild en vilja koma suður einu sinni í mánuði eða svo og leika fjóra leiki í ferð. Erfitt mun hins vegar að fá inni í íþrótta- húsum fyrir þá leiki svo óvíst er hvort af verður. Tindastóll frá Sauðárkróki er tilbúinn að taka sæti i 1. deild en Sauðkræklingar lentu í 3. sæti 2. deildar í fyrra. íV er einnig að hugleiða málið og þá i sambandi við að ná í erlendan leikmann. Að sögn Arnar Andréssonar hjá KKÍ fer sennilega fram aukaleikur milli Tindastóls og ÍV, fari KFÍ ekki upp, og verður hann þá leikinn um næstu helgi. Tindastóll virðist þó eiga meiri rétt í 1. deildarsætinu en ÍV þar sem norðanmenn voru ofar í 2. deildinni í fyrra. Annað sjónarmið er að sjálfsögðu að betra liðið komist upp en hér gætu deilur hæglega risið. Þess má geta að Þór frá Akureyri, sem lék í 1. deild í fyrra en féll, hefur ekki áhuga á 1. deildarsætinu svona seint. Málin ættu að skýrast á næstu dögum, verða reyndar að gera það. -VS. 11.12 Angella Taylor, Kanada 11.13 Bárbel Wöckel, A-Þýzkal. 11,16 Marita Koch, A-Þýzkal. 11,18 Jeanette Bolden, USA 11,21 Leleith Hodges, Jamaica 11.21 Angela Bailey, Kanada 200 m hlaup 21,84 Evelyn Ashford, USA 21.97 J. Kratochvilova, Tékkósl. 22,07 Bárbel Wöckel, A-Þýzkal. 22,35 Merlene Ottey, Jamaica 22.50 Kirsten Siemon, A-Þýzkal. 22,55 Angella Taylor, Kanada 22,58 Kathy Smallwood, Bretlandi 22,62 Gesine Walther, A-Þýzkal. 22,65 Ch. Cheeseborough, USA 22,72 Chantal Rega, Frakklandi 400 m hlaup 48,61 J. Kratochvilova, Tékkósl. 49.27 Marita Koch, A-Þýzkal. 50.50 Irina Nazarova, Sovét. 50,83 Gaby Bussmann, V-Þýzkal. 50.98 Dagar Riibsam, A-Þýzkal. 51,08 Kathy Smallwood, Bretlandi 51.22 Joslyn Hoyte-Smith, Bretlandi 51.27 Ivanka Venkova, Búlgariu 51,38 JackiePusey, Jamaica 51,43 Irina Baskakova, Sovét. 800 m hlaup 1:56,98 Ljudm. Veselkova, Sovét. 1:57,16 Marina Steuk, A-Þýzkal. 1:57,42 Fita Lovin, Rúmeniu 1:57,55 Tamara Sorokina, Sovét. 1:57,56 Hildegard Ulrich, A-Þýzkal. 1:57,81 Doina Beliu, Rúmeníu 1:58,00 Zamira Zaitseva, Sovét. 1:58,18 Marion Hiibner, A-Þýzkal. 1:58,22 Olga Monakhova, Sovét. 1:58,30 Jolanta Januchta, Póllandi 1500 m hlaup 3:57,78 Olga Dvirna, Sovét. 3:58,29 Maricica Puica, Rúmenia 3:58,70 Zamir Zaitseva, Sovét. 3:58,89 Tamara Sorokina, Sovét. Paula Fudge, Englandi, náði bezta heims- I timanum i 5000 metrum. 3:59,67 Anna Bukis, Póllandi 3:59,84 Tatj. Pozdnjakova, Sovét. 3:59,90 Angelika Zauber, A-Þýzkal. 4:00,26 AUa Jusjina, Sovét. 4:00,99 T. Podorova, Sovét. 4:01,44 Ulrike Bruns, A-Þýzkal. 3000 m hlaup 8:34,30 Maricica Puica, Rúmeniu 8;34,80 Tatj. Pozdnjakova, Sovét. 8:38,35 Alla Jusjina, Sovét. 8:44,60 Olga Dvirna, Sovét. 8:44,64 Grete Waitz, Noregi 8:46,00 Galina Zakharova, Sovét. 8:46,80 Silvana Cruciata, Ítalía 8:48,65 Gabriella Dorio, ítalia 8:49,30 Sarina Cronje, S-Afríku 8:49,61 Angelika Zauber, A-Þýzkal. 100 m grindahlaup 12,68 Tatj. Anisimova, Sovét. 12,85 Kerstin Knabe, A-Þýzkal. 12,93 Danuta Perka, Póllandi 12.96 Kementsjezhi, Sovét. 12.97 Lucyna Langer, Póllandi 13,03 Steph. Hightower, USA 13,10 Mich. Chardonnet, Frakklandi 13,10 Benita Fitzgerald, USA 13,10 Elzbieta Rabsztyn, Póllandi 13,10 Shirley Strong, Bretlandi 400 m grindahlaup 54,79 Ellen Neumann, A-Þýzkal. 55,49 Natalja Tsiruk, Sovét. 55,51 Anna Kastetskaja, Sovét. 55,54 Petra Pfaff, A-Þýzkal. 55,58 Tatjana Zubova, Sovét. 55,78 Genowefa Blaszak, Póllandi 55,90 Birgit Sonntag, A-Þýzkal. 56,00 Ann-L. Skoglund, Svíþjóð 56,28 Nad. Assenova, Búlgariu 56,36 Charmaine Fick, S-Afriku íþróttir sem skiptist í fimm eins árs tímabil. Hann verður að leika með liðinu á árinu til jress að samningurinn sé endurnýjaður eftir fyrsta árið. Upphaflega voru margir leikmenn, sem kepptu um sæti hjá Trailblazers. Þeim var síðan fækkað í átta, sem voru til reynslu. Nú fyrir nokkru i fjóra og Pétur Guðmundsson var einn af þessum fjórum. Hann virðist hafa alla möguleika á að festa sig hjá þessu þekkta atvinnumannaliði hér í Banda- ríkjunum. Pétur hefur þegar verið valinn í 13 manna hóp leikmanna Portland-liðsins — 12 eru í fastaliðinu í veturl. Það var greinilegt, þessar fimm mínútur, sem Pétur lék á sunnuag, að áhorfendur í Portland binda miklar vonir við Pétur í keppninni í vetur. Stór og sterkur strákurinn. Að mínu mati stóð hann sig með hinni mestu prýði, þó hann skor- aði ekki. Geysilegur áhugi er á körfuknattleik í Portland. Leiktímabilið hjá atvinnumannaliðunum hefst 1. nóvember næstkomandi. Þegar er uppselt á alla heimaleiki Portland Trailblazers. Þeir eru 41 og eins og áður segir rúmar höllin 12.600 áhorf- endur. Ekki nóg með það,ne!durhefur félagið kvikmyndahús í grenndinni á leigu, þegar leikið er. Leikurinn sýndur þar beint. Þar rúmast fjögur þúsund áhorfendur og þar er einnig að mestu uppselt á leiki vetrarins. -SJ/hsím. Úrslit í ensku knattspyrnunni i gærkvöld urðu þessi: 3. deild Brentford-Southend 0—1 4. deild Port Vale-Peterbro 1—3 Stockport-Bradford 2—3 Leiðrétting fráVal Einar Matthfasson, liðsstjóri úrvals- deildarliðs Vals i körfuknattleik, hafði samband við DB í gær. Hann taldi að i frásögn af leik Vals og KR í úrvals- deildinni i körfuknattleik mætti mis- skilja fyrirvara þann sem Valsmenn gerðu í sambandi við annan dómara leiksins. Eins og fram kom i DB i gær mætti annar dómarinn ekki á leikinn og var að lokum fenginn maður úr hópi áhorfenda, Guðmundur Sigurðsson, til að hlaupa i skarðið fyrir hann. Vals- menn gerðu þá eftirfarandi athuga- semd: ,,Ef i Ijós kemur að þessi maður reynist ekki hafa tilskilin dómararétt- indi ásldljum við okkur rétt til að kæra leikinn.” Valur sigraði síðan i leiknum og KR gerði enga athugasemd svo málið er úr sögunni. - -VS. Allan litli Simonsen er enn skærasta stjarnan meðal danskra knattspyrnumanna. Leikur með stórliðinu Barcelona á Spáni. Hann fékk 36.640 krónur danskar fyrir þátttöku I landsleikjum Dana í sumar. Átta leikmenn fengu hærri upphæð. Myndin að ofan er af Simonsen á æQngu á Laugardalsvelli. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. DANIR FÁ VEL BORGAÐ FYRIR LANDSLBKINA —geta þeir ekki orðið íslendingum til fyrirmyndar eina férðina enn? sem leika í Danmörku, sem hafa fengið Árangur danska landsliðsins i knatt- spyrnu i ár hefur vakið mikla athygli. Að visu náðu Danir ekki að komast i lokakeppni HM en leikmenn landsliðs- ins hafa ekki þurft að kvarta yfir lé- legum greiðslum fyrir landsleikina. Danska knattspyrnusambandið hefur nefnilega greitt leikmönnum samtals 706.640 danskar krónur fyrir leikina níu á þessu ári. Allir í 16 manna hópnum fá jafnháa upphæð fyrir viðkomandi leik, sama hvort þeir leika allan leikinn eða sitja á varamannabekknum allan tímann. Sex leikmenn hafa verið í hópnum í öllum leikjunum, þeir Ole Qvist, Ole Kjær, Ole Rasmussen, Ole Madsen, Jens Jörn Bertelson og Henrik Eigenbrodt, og hafa þeir fengið 44.640 danskar krónur hver á þessu ári. Einn þeirra, mark- vörðurinn Ole Kjær, hefur aðeins leikið einn leik, setið á bekknum í hin átta skiptin, og tímakaup hans fyrir leikinn er því 29.760 danskar krónur! Mest fengu dönsku. landsliðsmenn- irnir borgað fyrir sigurinn gegn ítölum, 7.300 d.kr. hver, en minnst fyrir vin- áttulandsleikina gegn íslandi, Rúmeníu og Noregi, 3.000 d.kr. á mann fyrir hvern leik. Alls hefur 31 leikmaður verið í 16 manna hóp á árinu og 23 jseirra hafa fengið 10.000. d.kr. eða meira í laun fyrir. Hin góða frammistaða íslenzka landsliðsins í undankeppni HM vekur ýmsar áleitnar spurningar í þessu sam- bandi. Okkar menn fá ekki grænan eyri fyrir allt það sem þeir leggja á sig til að vera landi sínu og þjóð til sóma á knattspyrnusviðinu. Er ekki eitthvað hægt að gera, er ekki einhverju hægt að breyta? Það liggur ljóst fyrir að fjárhagur knattspyrnusambandsins er ekki upp á marga fiska frekar en fjár- hagur íþróttahreyfingarinnar í landinu í heild. Það þyrfti að leita á ný mið, fara nýjar leiðir í fjáröflun. Hér er ekki verið að tala um að greiða íslenzku landsliðsmönnunum upphæðir á borð við þær sem nefndar voru hér á undan. Hins vegar mætti verðlauna þá með einhverjum „bónusgreiðslum” þegar góður árangur næst. Með því móti væri kannski hægt að fylgja góðum árangri íslenzka landsliðsins betur eftir í framtíðinni. Það eru dönsku landsliösmennirnir, mestar upphæðir í sumar. Skiljanlegt. Þeir hafa leikið flesta landsleikina. Preben Elkjær er hæstur atvinnumann- anna með 37.640 danskar krónur. Allan Simonsen er með 1000 krónu lægri upphæð og Frank Arnesen með 34.640 krónur. -VS. Unglingalandsleikuríkörfuknattleik: Hollendingar sigruðu í fyrstu atrennu —en þurfa alls ekki að fara osigraðir héðan Ekki reyndist eins mikill munur á unglingalandsliðum íslands og Hollands í körfuknattleik og búast hefði mátt við. Hollendingar sigruðu að vísu nokkuð sanngjarnt, 77—71, en islenzku piitarnir höfðu frumkvæðið lengst af og ef frá eru skildar upphafs- minútur leiksins komust þeir hollenzku ekki yfir fyrr en nokkuð var liðið á siðari hálfleik. Fyrsti leikur þjóðanna, af fjórum, fór fram í íþróttahúsinu í Hafnarfirði að viðstöddum um 100 áhorfendum. Valur Ingimundarson skoraði fyrstu körfu leiksins en Holland komst í 8—5. Minnmgannótið um Atla Helgason: TBR-KEPPENDURNIR SIGR- UÐU í MQSTARAFIjOKKNUM Minningarmót um Atla Helgason var haldið á Akranesi 4. október siðastlið- inn. Atli var mikil driffjöður fyrir bad- mintoniþróttina á Akranesi. Hann var gjaldkeri B.A. um árabil og Ijósmynd- ari B.A. Til að heiðra minningu hans mun B.A. halda árlega minningarmót i fullorðinsflokkum þar sem allt bezta badmintonfólk landsins mun keppa hverju sinni. Kiwanisklúbburinn Þyrill gaf mjög fallega verðlaunagripi í þetta mót, en Atlio var virkur félagi í þeim klúbb. Þá gaf prjónastofan Akraprjón ullarpeys- ur í aukaverðlaun í tvíliðaleik karla og kvenna í meistaraflokki. Úrslit i þessu fyrsta Atla-móti urðu þessi: Meistaraflokkur: Einliðaleikurkarla: Broddi Kristjánsson TBR sigraði Jó- hannKjartanssonTBR,J5:9og 15:7. Einliðaleikur kvenna: Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði Kristínu Kristjánsdóttur TBR, 11:5, 10:12 og 11:5. Tvíliðaleikur karla: Víðir Bragason í A og Sigfús Æ. Árna- son TBR sigruðu Hörð Ragnarsson og Jóhannes Guðjónsson, ÍA, 15:3 og 15:12. Tvíliðaleikur kvenna: Kristín Magnúsdóttir TBR og Kristín Kristjánsdóttir TBR sigruðu Sif Frið- leifsdóttur KR og Ragnheiði Jónasdótt- urÍA, 15:11 og 15:5. Tvenndarleikur: Broddi Kristjánsson og Kristín Magnúsdóttir TBR sigruðu Jóhann Kjartansson og Kristínu Kristjánsdótt- urTBR, 15:6, 6:15 og 18:16. A-flokkur Einliðaleikur karla: Þórhallur Ingason ÍA vann Harald Gylfason ÍA, 17:16og 15:12. Einliðaleikur kvenna: Inga Kjartansdóttir TBR vann Elínu BjarnadótturTBR, ll:2og 12:10. Tvíliðaleikur karla: Þorsteinn Þórðarson Gróttu og Ari Ed- wald TBR unnu Óskar Óskarsson TBR og Jón Sigurjónsson TBR, 15:3 og 15:2. Tvenndarleikur: Ari Edwald og Inga Kjartansdóttir TBR unnu Þórhall Inga- son og Ingunni Viðarsdóttur ÍA, 15:3 og 15:4. íslendingar breyttu stöðunni i 12—8 sér 1 hag og voru síðan yfir þar til mínúta var til hálfleiks, mest munaði 10 stigum. 32—22. Holland jafnaði 32— 32 en Valur og Bénedikt skoruðu tvívegis á síðustu hálfu mínútunni, 36—32 fyrir ísland í hléi. Axel og Valur komu íslandi í 40—32 á fyrstu mínútu siðari hálfleiks en síðan fór að síga á ógæfuhliðina. Holland komst yfir 48—46 og eftir það náðu íslenzku strákarnir aðeins að jafna, síðast 54—54. Holland hélt 2—8 stiga forystu og sigraði sem áður sagði 77— 71. Ágæt barátta var í íslenzka liðinu, lengst af, en sóknarleikurinn var heldur fálmkenndur. í vörninni gekk illa að ráða við hina hávöxnu Hollendinga en Valur og Axel gáfu þeim þó ekkert eftir. Þeir voru sterkastir íslendinganna ásamt Benedikt og Pálmari. Hoilenzka liðið náði sér heldur betur á strik í siðari hálfleik án þess þó að sýna neina snilldartakta. Van Dijkum (9), Jonker (4), og Emanuels (7) voru sterkastir í jöfnu liði þar sem stigin skiptust mjög jafnt. Stig íslands: Valur Ingimundarson 28, Axel Nikulásson 14, Benedikt Ingþórsson 8, Pálmar Sigurðsson 7, Viðar Vignisson 5, Ragnar Torfas. 4, Tómas Holton og Hjörtur Oddsson 2 hvor og Hálfdán Mrkússon 1. Stigahæstir Hollendinga voru Van Dijkum með 15 stig og Cris Jonker 12. ísland og Holland mætast að nýju í Borgarnesi í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. -VS. Fimm með 12rétta -og27.730 kr.íhlut í 8. leikviku Getrauna komu fram 5 raðir með 12 réttum og nam vinningur fyrir hverja röð kr. 27.730.00. Með 11 rétta voru 87 raðir og nam vinningur fyrir hverja kr. 683.00. Þessir „tólfar- ar” komu frá Ólafsfirði, Hafnarfirði og þrír frá Reykjavfk. Firmakeppni Gróttu í knattspyrnu innanhúss verður í íþróttahúsi Seltjarnarness tvær síðustu helgarnar í október. Keppt verður um Gróttu- bikarinn sem nú er í vörzlu Kristjáns Ó. Skagfjörð. Þátt- tökugjald er kr. 600. Þátttaka tilkynnist í síma 25769 fyrir hádegi (Sigrún). Knattspyrnudeild Gróttu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.