Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 16.04.1939, Page 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 16.04.1939, Page 3
SUNNUDAGUR 3 Bjarnasonakvæði og þáttur Jóns drottningar Mönnum eru ferskar í huga þær mótsetningar, sem voru milli rómantísks skilnings og raunsæ- is um flest mannleg efni á öldinni sem leið. Menn minnast þess, hvernig Matthías, sem var fu’l- trúi hinnar rómantísku stefnu, gerði Gesti Pálssyni, sem var fu!l- trúi raunsæisstefnunnar, upp orð og skoðanir: Humbug er himinn, hómó api, salin fosfór, sæla draumur, frelsi flónska, fiðrildi er ást, Guð tóm grýla o. s. frv. Ellegar þegar Gröndal leitaði uppi fyrirmynd raunsæis Hannes- ar Hafsteins í fornum kveðskap: Bersi brunarassi beit geit fyrir Herjúlfi, en Herjúlfur hokinrassi hefndi geitar á Bersa. Sá mismunandi skilningur á allri tilverunni í þessum tveim stefnum, sem fengu sín nöfn og afmörkun í hugtökum á öldinni sem leið, er engan veginn nýr. Þannig voru þessar mótsetningar ef til vill engu síður rikar hér á landi á 13. öld en þeirri 19. Þessu til sönnunar skal hér birt kvæði og frásögn um sama atburð, ee gerðist í Noregi 1206 (eða 1207), vig Jóns drottningar og tildrög til þess. Kvæðið heitir Bjarnasonakvæöi og má telja það í flokki með hin- um rómantísku riddarakvæðum um ástir og hetjubrögð, er flæddu yfir öll lönd Evrópu á krossferða- tímunum. Mikill hluti danskra og sænskra „þjóðkvæða” (Folkeviser, folkvisor) eru þvílk riddarakvæði, og eru mörg þeirra einmitt um at- burði kring um 1200, og má af því ráða um aldur þeirra. Þvílík kvæði eru hinsvegar sjaldgæf í norskri og íslenzkri leifð, og virð- ist hafa komið í stað þeirra í Nor- egi kappakvæði og tröllakvæði, en á Islandi rímur, og má auðveld- lega rekja saman ættir þeirra skáldskapargreina. Til eru þó nokkur riddarakvæði í norskri og íslenzkri leifð og ekki annarsstaðar. Meðal þeirra kvæða er Bjarnasonakvæðið, sem ekki er þekkt nema á íslenzku og í ís- lenzkum handritum. Mætti af því ætla, að það kvæði væri íslenzkt og að sá útlendi hreimur, se.n sumstaðar kennir í málfarinu, sé fyrir áhrif af samskonar kveð- skap erlendum, og hafi þeirra á- hrifa gætt fyrir það, að þessi kveðskapur hafi aldrei fest djúpa rót hér á landi. Annars g æ t i kvæðið verið norskt, og hefðu Is- lendingar lært það og geymt. Frásögnin í óbundnu máli er úr sögu Hákonar Sverrissonar, GuG- orms Sigurðssonar og Inga Bárð- arsonar og er 8. kafli þeirrar sögu. Mönnum skal bent á, hví- líkur regin munur er á skilningi kvæðis og sögu á ástum Jóns cg Rannfríðar, „rikismannsins rétti” rétti eiginmannsins (sbr. þau hin svörtu svín), helgi kirkjunnar o.fl. Bjarnasonakvacdí Herra Jón og Rannfríður töluðu sér gaman, uppi í liægu loftinu sváfu þau bæði sarnan. — Svo fóru dýrir drengir. SofnaSi hún Rannfríður. Illa hún lét. Vakti hana herra Jón og spurði, hvað hún grét. „Mig dreymdi í dúrnum þá ina rauðu sól. Ekki muntu, herra Jón, lifa önnur jól. Mig dreymdi í dúrnum þann inn rauða eld, ekki muntu, herra Jón lifa annað kveld. Mig dreymdi í dúrnum þau nistin sjau íyrir mínu hrjóstinu, sprengd voru þau. Mig dreymdi í dúrnum þau in svörtu svín, þau rótuðu upp moldinni með rönunum sín. Staltu nú upp, herra Jón, og kkrddu þig skjótt, hér koma þeir Bjarnasynir alhrynjaðir í nótt”. „HvaS mun ég upp slanda og klæSa mig skjótt? Hvorki er í loftinu hogi minn né spjót”. „Upp máttu standa og klæSa þig skjótt, hæSi er í loftinu hogi þinn og spjót”. Upp stóS hann herra Jón og var þó deigur, liann fann það á fótunum, aS hann.var feigur. Herra Jón hann lagði sig fyrir allariS niSur: Sjálfur guS í himinríki gefi mér góSan sigur! Út gekk lnmn lierra Jón um kirkjunnar dyr. Par stóðu þeir Bjarnasynir albrynjaðir fyr. „Þrándur”, segir hann, „Bjarnason, gef þú mér grið! líg hef engan bóndason bcðiS þess t'yrr”. „Eins skaltu, herra Jón, griSunum ná og þú lézt hana RannfríSi sæmdirnar fá”. „Hvernig mátti hún Rann- fríður meiri sæmdir fá en að eiga sjálfan mig og allt það ég á”. Lágan gerðu þeir Bjarna- synir ríkismannsins rétt: hjuggu þeir af honum höfuSið við kirkjustétt. Framh. á 6. síðui

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.