Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.05.1939, Blaðsíða 2

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.05.1939, Blaðsíða 2
-2 r$ 'U N 'N TJ 'D A G U R Chaplin í hversdagsfötum skært nú, 1Q39, sem hún gerði t. d. árin 1915—25. Á Chaplin hefur enn enginn skyggt. Chaplin er séníið, snillingur- inn. List hans er einföld en djúp, allir skilja hann. Kvik- myndir hans eru vorrar tíðar And'ersens-æfintýri. Hollywood hefur tekið aðsér að undirbúa hátíð liins mennt- aða heims í iilefni af 50 ára af- mæli Chaplins með hinni svo- kölluðu ,,Chaplin-viku“. Prett- án af eldri kvikmyndum hans hafa á ný verið teknar í notk- un og gerðar að hljóðfilmum í tilefni af deginum. Tuttugu lönd haía þegar pantað þessar hátíðiamyndir. Að sjálfsögðu mun hinn mikli kvikmyndasnillingur hljóta þá viðhöfn sem hann verðskuldarv Þakkir og virðingu allrarheims byggðar. — HvaS mundir þú gera, drengur minn, ef ég gæfi þér eill pund sterling? spurði skoti nokkur son sinn. — Eg mundi sldpta því í shill inga og hverjum shilling í pence. —• En hvað svo? Svo skipti ég pencunum aftur í shillinga og þeim svo í pund og svo'koll af kolli. Veslings harn, livað þú get ur verið illa gefinn, andvarpaði faðirinn. — Eg, pabbi, nei, það er þér sem skjátlast, því að fyrr eða síðar mundi einhver skipta vit- laust. Ósbar Pórðarson frá Haga: Stöðuvatnið iiggur lognslétt milli skógivaxinna hlíða í kyrrð haustkveldsins. Rökkrið er að færast yfir. Eg legg eyrað eftir lísti einmana þrastar, sem ekki hefur fylgt bræðrum sínum og syslrum úr landi, því nú eru flestir sumarfuglarnir farnir burt og skógarnir bleikir og svartir. En þessi yfirgefni söng- fugl vorsins heldur áfram að tala máli sínu út í roflausa ]>ögn haustsins; honum verður ekki svarað. Síðastliðinn morgun var héla á gluggum, og í dag var ekki haigt að yrkja jörðina, hún var frosin. Tessum degi hef ég eyll til einskis, gengið tvær bæjar- leiðir til að skila sendibréd sem rauiiar liefði mátl biða lengur, seinnililuta. dagsins bef ég ráfað um húsið í eirðarleysi. aðgælt liitt og þetta. en ekkert \ mdið, sem þurfti aðgerðar. Og. svo er komið kvöld. Eg verð cinn heima í nótl; all annað heimilisfólk í skírnarveizlu hjá skyldmennum í næstu sveit, Iiessvegna verð ég að vera bæði „bóndinn og húsfreyjan” eins og það er kallað. Meðan ég stend við bæjar- dyrnar og virði fyrir mér hið rökkvaða land, læt hugann reika, en nem hvergi staðar, fer tíkin skyndilega að sperra eyr- un og gelta. Þegar þetta hefur endurtekið sig nokkrum sinn- um hleypur hún af stað úl í rökkrið og stefnir upp Bröttu- sncið, upp í snarbratta heiðina( - Hvað er nú á seiði? hugsa ég með sjálfum mér, rölti fram á hlaðið og fer að glápa í slóð líkarinnar. AÖ langri stundu liðinni kem ég auga á einhverja dökka mannskepnu, sem staul- 'asl áfram ósköp hægt og sein- lega og stefnir til bæjarins. Nokkrar mínútur líða og mann skepnan silast áfram fet fyrir fel. Tegar hún kemur heim á blaðið, sé ég að þelta er stúlka, á að gizka einhversstaðar milli i fermingar og tvílugsaldurs. berhöfðuð með rautt band urn hárið og í svartri kápu. — Golt kvöld, segir hún um leið og hún rétlir fram hvíta og ullmjúka hendina, sem titrar lítiö eitt: Komdu sæll. — Sæl vertu. Svo horfum við dálitla slund þegjandi hvort á i annað, þangað til að hún spyr: — Átt þú hérna heima? — Já . . Getur þú gjört svo vel að segja mér til vegar að Reyk holli.? — Já, ég get það, en gjörðu annars svo vel og komdu inn; bú l'erð varla lengra í kvöld, það er að koma myrkur. — Jú-hú, segir hún, ég þyrfti helzl að komast lengra núna; skólinn verður settur á morg- un. — Svo-o, þú ætlar í Reyk- liolt, í yngri deild trúi ég? Hefurðu verið í Reyk- holti? — í fyrra og hilteðfyrra. — Er elcki gaman þar? — Ó jú, stundum, en nú skaltu bara koma inn og fá þér hressingu, svo ferðu heldur ekki lengra, þú kemst þetta áreiðanlega á morgun. T’að er ekki svo langt. — Nei, þakka fyrir; ég ætla að reyna að komast til næsta bæjar, er það langt? — Já, sjálfsagt hálfsannars klukkutíma ferð 1 svona dimmu. — Og slæmur vegur? — Eintómar holur og lækir, og þar að auki á, sem þú verð- ur að vaða yfir. Við þessar yfirlýsingar dofn- ar sýnilega ylir stúlkukindinni. og eftir nokkurt þóf kemur hún innfyrir bæjardyrnar með mér, smokrar sér úr kápunni og fylgir mér síðan eftir inn moldargöngin og þegar þeim er lokið opna ég baðstofuhurð- ina og býð henni að setjasl . . . — Pakka, segir hún.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.