Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.05.1939, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.05.1939, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR „AHar erum vér syndugar sysiur" Bnrgir Sovétríkjanha fú óðum nýlízkusnið. — Éfri mgndin er frá Tiflis. Neðri: Teveleva-torgið í Kiev. I Kirkjubæ á Síðu í Skaptafells- sýslu var sett nunnuklaustur 1186. Þaðan eru þessar sagnir um: „Meðan nunnuklaustrið var í Kirkjubæ, var því samtíða múnka- klaustur á Þykkvabæ í Álftaveri, og er ekki lengra á milli en 1*4 mílu vegar, þegar beint er farið; en á milli Síðunnar og Álftavers- ins rennur Skaptá, sem kunnugt er. Á ánni var brú í fornöld, og lá sú kvöð á Kirkjubæjarklaustri að viðhalda henni, og því var reka- fjara lögð til klaustursins, sem • enn heitir Brúarfjara. Seinna á öldum braut brúna af; en þar sem hún hafði verið á ánni heitir enn Brúarhlað, og er þar nú almenn- ingsvað á Skaftá. Það er sagt, að oft hafi ábótinn og múnkarnir úr Þykkvabæ farið í Kirkjubæ að hitta abbadísina og systurnar, og var það hægt í högum, meðan brú- in var á Skaftá. Er. á þeirri leið fyrir sunnan eða vestan ána, heit- ir Sönghóll; þaðan sér fyrst heim að Kirkjubæ, þegar sú leið er far- in. Þegar munkarnir komu á þenna hól, hófu þeir alla jafna upp söng svo mikinn, að heyrðist heim að klaustrinu, og af því dregur hóllinn nafn enn i dag. Þegar söngurinn heyrðist heim að Kirkjubæ, lét abbadísin hringja klukkum, en gekk sjálf 'með öllum systrunum í móti ábótanum og múnkunum niður að Skaptá; það eru nú sandgígar eintómir og heit- ir það svæði svæði „Glennarar”1). Mikið var jafnan um dýrðir í Kirkjubæ, þegar Þykkbæingar voru þar komnir, og aldrei þótti systrunum jafngóð æfi sín, sem. þá. En snemma lagðist sá orðróm- ur á, að múnkarnir vendu þangað komur sínar, meir en góðu hófi gegndi, til að fífla systurnar. Þessi lifnaður keyrði svo úr hófi, að abbadisin og systurnar vissu 1) Menn ætla að nafnið sé dreg- ið af því, að þær systur hafi orðið stórstígar (glennt sig), þegar þær gerðu slíkar processíur í móti múnkunum; annars hefur þar ver- ið fagurt skemmtigöngusvið frá klaustrinu niður að ánni, meðan þar var óblásin jörð. þetta nálega hver með annarri, og eru enn um það nokkrar sagnir. Einu sinni er sagt, að ábótinn frá Þykkvabæ hafi verið nótt í Kirkju bæ, sem oftar. Morguninn eftir komu systurnar inn í kompu abbadísarinnar og ætluðu að fara að klæða hana. Leituðu þær þá að nærklæðum hennar undir höfða- laginu, og fundu þar brókina ábót- ans, en hvergi niðurhlut abbadís- arinnar. Þær þekktu brókina og spurðu, hvernig á þessu stæði, en þá er haft eftir abbadísinni, að hún hafi átt að segja: „Allar er- um vér brotlegar”, og svo er bætt við: „kvað abbadís; hafði brók ábóta undir höfðinu”. Öðru sinni var bæði ábótinn og múnkur einn eða fleiri með honum nætur sakir í Kirkjubæ. Það greinir nú ekki frá því fyrst um sinn, hvar ábót- inn svaf um nóttina; en þess er getið, að abbadísin fór á hnotskóg með ljós um miðja nótt, til að líta eftir lifnaði systranna. Kom hún þá í kompu einni að múnki og nunnu, sem sænguðu saman.Abba- dísin ætlaði að fara að ávíta nunn- una; en nunnunni varð litið á höf- uðbúning abbadísar, og segir: „Hvað hafið þér á. höfðinu móðir góð?” Varð þá abbadísin þess vör, að hún hafði tekið brókina ábót- ans í misgripum, og skautað sér með henni í staðinn fyrir skuplu, j svo hún mýkti málin, og sagði, um ( leið og hún gekk burtu: „Allar er f um vér syndugar systur”. (ísl. þjóðsögur).

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.