Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.05.1939, Side 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 14.05.1939, Side 7
SUNNUDAGUR 7 S K Á K Selma Lagerlöf áttræð. Sjaldan verður skákin eins spennandi og þegar annar aðili sækir á kóngsmegin og hinn sækir á móti drottningarmegin. Báðir svífa milli heims og heljar og spurningin er aðeins, hvor verður á undan. Skákin, sem hér fer á eftir, er ágætt dæmi um þetta. Hún er tefld á skákþinginu í Hastings 1895. Þar voru samankomnir allir beztu skákmeistarar þeirra tíma, heimsmeistarinn, dr. Lasker, Stein- itz, fyrv. heimsmeistari, þýzki skákmeistarinn dr. Tarrasch, sem þá var af ýmsum talinn sterkasti skákmaður heimsins, og Tsjigorin skákmeistari Rússa. Þingið hefur orðið mönnum sérstaklega minnis- stætt sökum þess, að enginn þess- ara meistara vann fyrstu verð- launin, heldur var það ungur am- erískur maður, Harry Nelson Pills bury, sem aldrei hafði tekið þátt í alþjóðamóti fyrr. Pillsbury dó ungur, en var, meðan hann lxfði, einn af glæsilegustu skákmöanum heimsins. Drottningarbragð. Hvítt: Pillsbury Svart: Tarrasch 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 Rg8—f6 4. Bcl—g5 Bf8—e7 5. Rgl—f3 Rb8—d7 6. Hal—cl 0—0 7. e2—e3 b7—b6 Þetta er gamla klassiska vörnin við drotningarbragði. Pillsbury kom með nýjar sóknarleiðir í þess- ari skák og fleirum (13. Rf3—e5 og 14. f2—f4) og síðan hefur þessi vörn sjaldan verið leikin. Dr. Tarrasch mátti ekki heyra hana nefnda eftir þessa skák, og er þó alls ekki hægt að segja að svartur tapi á taflbyrjuninni. 8. c4Xd5 e6Xd5 9. Bfl—d3 Bc8—b7 10. 0—0 c7—c5 11. Hfl—el c5—c4 12. Bd3—bl a7—a6 13. Rf3—e5 b6—b5 Svartur sækir á drottningarmegin, en notar næstu leiki ti ð styrkja stöðu sína kóngsmegin til varnar þeirri sókn, er hlýtur að koma þeim megin. 14. f2—f4 Hf8—e8 15. Ddl—f3 Rd7—f8 16. Rc3—e2 Rf6—e4 17. Bg5Xe7 He8Xe7 18. BblXe4! d5Xe4 Með 16. — Re4 lokaði svartur Bbl frá kóngshliðinni. Þess vegna skipt ir hvítur. 19. Df3—g3 f7—f6 20. Re5—g4 Kg8—h8 Hvítur hótaði Rg4Xf6f 21. f4—f5! Dd8—d7 22. Hel—fl Ha8—d8 23. Hfl—f4 Dd7—d6 24. Dg3—h4 Hd8—e8 Til að valda peðið á e4. Hvítur hót aði Rg4—f2 og Re2—c3. 25. Re2—c3 Bb7—d5 26. Rg4—f2 Dd6—c6 27. Hcl—fl b5—b4 28. Rc3—e2 Dc6—a4 Sókn svarts er að verða iskyggi- lega sterk. Eftir 28. Re2—cl, Da4 —c2 getur hvítur ekki bjargað drottningararminum. 29. Rf2—g4! Hótar Rg4 X f 6 og rýmir fyrir hróknum. 29. _ — Rf8—d7 30. Hf4—f2 Nú má svartur ekki leika Da4Xa2 vegna 31. Re2—f4, Bd5—f7. 32. Rf4—g6f, Bf7 X g6. 33. f5Xg6, Rd7 -—f8 (ekki h7—h6 vegna 34. RXh6 g X h6. 35. DXh6f Kg8. 36 H_f4 og svo H—h4 og D—h8f). 34. Rg4Xf6, g7Xf6 35. Hf2Xf6, Kh8 —g8. 36. Hf6—f7. - Reyndar hefði svartur kannske staðið sig við að gefa skiptamuninn með 32. — Kh8—g8, peðin drottningarmegin verða svo sterk. En Tarrasch lék 30-----------Kh8—g8 31. Re2—cl c4—c3 32. b2—b3 Da4—c6 Nú hótar svartur a6—a5—a4Xb3 og svo ef til vill He8—a8—a3. Peð ið á c3 er svo sterkt, að eina von hvíts liggur í árásinni kóngsmegin. 33. h2—h3 a6—a5 34. Rg4—h2 a5—a4 lanni liggur við að örvænta, sókn- arundirbúningurinn gengur svo hægt. 35. g2—g4 a4Xb3 36. a2Xb3 He8—a8 37. g4—g5 Ha8—a3 38. Rh2—g4 Bd5Xb3 Öll von virðist vera úti, svörtu peðin eru óstöðvandi. 39. Hf2—g2 Kg8—h8 Hvitur hótaði bæði g5Xf6 og Rg4 Xf6f. 40. g5Xf6 g7Xf6 Ekki Rd7Xf6 vegna Rg4—e5 og hótar bæði RXc6 og R—g6f. 41. RclXb3 Ha3Xb3 42. Rg4—h6 He7—g7 Eini leikurinn (H—e8 R—f7 mát). 43. Hg2Xg7 Kh8—g7 Nú virðist sókn hvíts dæmd og svörtu frípeðin hættulegri en nokkru sinni fyrr. En á síðustu stundu kemur hjápin. 44. Dh4—g3f! Kg7Xh6 Svartur verður að þiggja fórnina, Sænska skáldkonan Selma Lagerlöf varð 80 ára í vetur sem leið og var henni þá sýnd- ur margvíslegur sómi. Hún er fa'dd að Márbacka í Vármland og lærði til kennslukonu. — Fyrsta bók hennar, „Gösta Ber- lings Saga” kom úl 1891. Síðan hefur hún ritað mikinn fjölda skáldsagna og annarra bóka, og eru nokkrar þeirra þýddar á íslenzku, þar á meðal „Jer- úsalem”, „Föðurást”, „Mýrar- kotsstelpan”, „Helreiðin”, „Ferðasaga Njáls Þumalings” o. fl. Árið 1907 var Selma Lag- erlöf gerð heiðursdoktor við Upsalaháskóla, og 1909 fékk hún bókmenntaverðlaun Noh- els. Á síðustu árum hefur Selma Lagerlöf hvað eftir ann- að tekið svari þeirra, sem orðið hafa fyrir ofsóknum nazisl- anna. því að annars missir hann hrókinn 45. Kgl—hl! 45. Hfl—f4 (hótar máti) lítur vel út, en þá heldur svartur jafntefli með þráskák (H—blf—b2f o. s. frv.). Nú getur svartur aftur á móti ekki hindrað mátið, nema með því að gefa drottninguna. 45. Dc6—d5 46. Hfl—gl Dd5 X f 5 47. Dg3—h4f Df5—h5 48. Dh4—f4f Dh5—g5 49. HglXgö f6Xg5 50. Dg3—d6f Hh6—h5 51. Dd6Xd7 og vann. Guðmundur Arnlaugsson

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.