Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.07.1939, Síða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.07.1939, Síða 8
8 SUNNÖDAGUR Smælkí. Mimnmœlin spyja: Ef borin er út sæng hjóna á sunnudagsmorgni, til að viðra hana, ]>á verður hjónaskilnaður. Ef reiðhestur ier járnaður á sunnudegi, þá heltist hann. Ef maður gefur heitmey sinni fyrst hníf eða skæri eða ©álar eða nokkurt það járn, sem hefur egg eða odd, verður ást þeirra endaslepp, því að hún stingst þá út. Sama er að segja um kunnings- skap. Ef bóndinn ferðast eitthvað, má konan ekki búa um rúm hans hið fyrsta kvöld, sem hann er að heim- an, því að þá koma þau aldrei framar í eina sæng. Ef maður kveður' í rúmi sínu, þá tekur maður framhjá. Ef ólétt kona borðar rjúpuegg, verður barnið freknótt. *** Tvær stúlkur gátu sér mikinn orðstír í London fyrir hve líkar* þær voru og fyrir hve vel þær sungu og dönsuðu. Vitaskuld aug- lýstu þær, að þær væru tvíbura- systur og hylli „tvíburanna“ fór daglega vaxandi. En svo kom það allt? í einu upp úr kafinu, að stúlk- ur þessar voru allsendis óskyldar. önnur þeirra trúlofaðist ungum manni, sem hin vildi lika ná í, og þá var vináttan óðar úti. Kappreiðar á mótorhjólum eru miki ð iðkaðar erlendis og þykir spienn- andi íþrótt. — Myndirnar eru frá mótorhjólakappreiðum á Jótlandi. •• Jón litli er nýkominn heim úr skólanum og lætur mikið yfir kunn- áttu sinni. j —Getur þú svarað öllum spurn- ingmn kennarans? — Já. — Og hvernig geðjast kennaran- um að úrlausnum þínum. — Jú, hann er því miður oft ann- arrar skoðunar en ég. ** Nýgift kona á Skotlandi kom inn í regnhlífarbúð og vildi hafa skipti á regnhlíf sem hún hafði fengið í brúðargjöf og annarri regnhlíf. — Nei, við getum ekki skipt á henni. Regnhlífin hefur ekki ver- ið keypt hér. — Það er samt yðar verzlunar- merki á henni. — Nei, við látum þetta rnerki á liluti, sem koma hingað til við- gerðar. *** Á sjúkrahúsi einu í New York var í vetur drengur nokkur til rann- sóknar, sem var hið mesta undra- barn á sína vísu. Drengurinn er 3. ára að aldri og 160 cm. á hæð. En pilturinn er ekki aðeins stór og stæðilegur, heldur einnig hinn mesti gáfumaður. Telja barnasál- fræðingar að pilturinn hafi engu minni andlegan þroska en v.enja er til um 12 ára barn. Hann er bæði læs og skrjfandi og gerir hvort- tveggja mjög vel. *** I Svíþjóð eru ennþá til ýmsar fornar timburkirkjur, sem þykja hinar merkilegustu. Eru rnenn í vandræðum með hvernig þær verði varðveittar gegn eldsvoðum og er mikið um það ræjtt í Svíþjóð um þessar mundir. Orsök þess að þessi mál eru svo mjög á dagskrá, er sú, að ein slík kirkja forkunnarfögur brann nýlega. Helzt er rætt um að setja sjálfvirka brunaboða í kirkj- urnar, sem hringja strax og eldur kviknar, því það hefur oft komið fyrir að menn hafa ekki orðið elds- ins varir fyrr en allt var orðið um seinan. Ábyrgðarmenn: Ritstj. Þjóðviljans og Nýs lands Víkingsprent h.f.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.