Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.01.1964, Qupperneq 10
Rætt við Erling grasalæknir
Framhald af bls. 16.
urgómsstór, undir miðjan
koppinn. Eg stakk gat á hana,
og þá var liolt innúr í háls-
inn. Svo bjó ég mér til blý-
stil og kannaði inn í hálsinn.
Eg gat kannað niður hálsinn
og aftur á miðjan háls fram
á móts við höku og 4 tommur
beint inn í hálsinn — á því
má sjá hve bólgan var mikil.
Eg áleit að holið væri orðið
það mikið, að það næði inn
undir úf og aðeins tímaspurs-
mál hvenær það opnaðist inn
1 munninn.
TJr þessu kom ekkert nema
dautt blóð, eins og svartasta
blek á litinn. Svo fór ég að
eprauta inn í það legi sem
ég bý til úr grösum. Bólgan
fór að smáminnka, og þegar
ég sá hver áhrif þetta hafði
notaði ég sömu aðferð við
æxlin í kinninni. Þetta var
auðvitað átumein — hver
sem orsökin hefur verið, því
það var aðeins fúið hold sem
kom út úr sárinu.
Þetta var um sumarið, en
um haustið var maðurinn
farinn að vinna á togurum
og mun hafa verið hraustur
siðan. Hann mun eiga heima
vestur á Mýrum og hafa ver-
ið vörður við Haffjarðará
fyrir Thórsara.
— Hefur þú trú á því að
hægt sé að lækna alla sjúk-
dóma með islenzkum jurtum?
— Erlingur þegir fyrst við
þessari spurningu, en segir
svo:
— Eg hef trú á þvi, að ef
menn hafa aðeins nóga þekk-
ingu og leggja sig nóg eftir
því, þá sé hægt að lækna
flesta sjúkdóma með ísl. jurt-
um.
— Veiztu til að fleiri grasa-
læknar en þú séu nú í land-
inu?
— Nei, en það getur verið
þótt ég viti það ekki.
— Veiztu til að lækninga-
máttur ísl. jurta hafi verið
rannsakaður vísindalega ?
— Það getur verið, og þá
væri það náttúrlega við Há-
skólann, en ég hef ekki haft
spurnir af því.
— Hafa læknar nokkuð
reynt að kynnast lyfjum þín-
um og áhrifum þeirra?
— Nei, en einn þeirra hef-
ur sagt við mig að ég þyrfti
að skilja einhverja vitneskju
eftir þegar ég færi, svo það
væi’i hægt að rannsaka það
— þá.
— Byggir þú ekki fyrst og
fremst á reynslu liðinna kyn-
slóða í landinu?
— Auðvitað er reynsla
kynslóffanna undirstaðan að
22 — SUNNUDAGUR
lækningum með jurtum, en
þegar menn fara að stunda
þetta hljóta þeir sjálfir að
finna hvað við á í hverju
tilfelli, því eigin reynsla er
styrkasta stoðin.
— Hefur þú þá sjálfur
komizt að niðurstöðum sem
þú vissir ekki um áður af
reynslu annarra eða bókum?
— Já, það er ýmislegt sem
ég hef fundið sjálfur við
reynsluna. við blöndun jurta
og áhrif þeirra.
— Nú eru það efnin í jurt-
unum sem valda lækninga-
mætti þeiira — er þá eklci
blanda úr sömu efnum jafn-
góð?
— Eg álít einhæfara að
taka eina jurt heldur en sjóða
margar saman sem hafa sama
gildi. En sundurliðun efn-
anna í jurtinni — að vinna
hin einstöku efni hennar ein
sér og nota þau ein sér, álít
ég að væri til stórskaða.
Hver jurt er samsett úr
mörgum efnum, hún þarf
mörg efni til að byggjast
upp, og þau efni geymir hún
í sér, og þau má ekki skilja,
þess vegna álít ég jurtaseyði
betra en blöndu af efnum sem
unnin væru úr jurtinni ein
sér og notað máski eitthvað
en öðru sleppt.
— Við höfum enn raunar
vart minnzt á sjómennsku
þína og búskap, smíðar og
kennslu og gætum því haldið
áfram án enda. En hvað segir
þú svo um tilveruna — eftir
90 ára dvöl í henni?
— Eg hef eikkert nema
gott um tilveruna að segja.
Eg hef átt marga góða vini
um ævina. Og þegar ég fer
býst ég við að gera það sátt-
ur við allt og alla.
— Þú verður nú 100 ára!
— Þá segi ég eins og Páll
gamli Erlingsson, þegar ein-
hver sagði í þessa átt við
hann, þá svaraði Páll: Segðu
sæll!
Þetta er sagt í gamni, en
mér væri sama hvort ég færi
í kvöld eða á morgun, eða
hvenær sem væri, ég kvíði
ekkert fyrir því.
— Þú ert ánægður með
ævina ?
— Já, ég er ánægður með
að hafa lifað svo langan dag.
— Hvað hefur þér þótt
skemmtilegast ?
— Skemmtilegust vinna
held ég mér hafi þótt að
liggja fyrir hákarli. Það er
„spennandi" þegar maður er
kominn með hann dálítið upp
í sjó, þá glampar á hann
niðri í sjónum, og svo er
þetta svo stór skepna og
gaman að glima við hann.
Annars er hann ósköp geð-
góður. þegar hann er kominn
upp og veltir sér í sífellu,
önnur eru ekki átökin við
hann. Við komum honum í
ró með því að um leið og
hann rétti trjónuna uppúr
sjónum sendum við honum
skot úr byssunni og þá lá
hann eins og staur við báts-
hliðina — steindauður — en
áður var voðabras hjá þeim
við að drepa hann. Það er
auðvitað álíka spennandi að
taka línu seilaða af þorski
eða draga hann óðan á hand-
færi. En mér þófti gaman að
allri vinnu hvort heldur var
á sjó eða landi.
Mesta lán mitt í lífinu hef-
ur verið hvað ég eignaðist
góða konu, bæði fjölhæfa til
staifa og mikla húsmóður.
Og einnig hvað ég hef verið
heppinn með börnin mín, sem
nú eru 9 á lifi. Þau vilja allt
fyrir mig vinna svo mér líði
sem bezt. Það er mikil ánægja
og lán, að eiga svo mörg
börn, öll vel gefin, bæði and-
lega og líkamlega.
Og síðast en ekki sízt: það
er mjög skemmtilegt þegar
mönnum sem þjást batnar og
ánægjulegt að geta átt þátt
í slíku. Og mér þykir mjög
ánægjulegt að læknarnir, þéir
sem ég hef kynnzt, taka mér
eins og bróður, enda er það
nú svo að hinir lærðu menn
eru hættir að líta eins á sig
frammi fyrir almúganum
og þeir gerðu áður fyrr.
Þannig voru heldur ekki allir
áður, en það hefur kannski
verið of mikið af slíku.
Á æskuárum leit ég mjög
upp til l,ækna og hefði helzt
kosið &Ji verða lærður læknir.
— En hvað viltu segja um
Framhald af bls. 17.
leita geisla sína á tjamslétt-
an hafflötinn. Þá hljómaði úr
öllum áttum til okkar hið
seiðfagra lag sem ég heyrði
nú aftur hér í viðtækinu minu
í kvöld.
Lagið var sent út frá ein-
hverri útvarpsstöð í Portúgal
en barst til okkar frá við-
tækjum flestra eða allra
hinna portúgölsku móður-
skipa sem voru stödd hér á
Grænlandsmiðum . fjarri
heimalandi sínu.
Þetta var fyrsta lagið
hvert kvöld en síðan komu
lögin eitt af öðru. Lög þrung-
in af suðrænu fjöri. Trega-
blandin lög. Lög mild og ang-
urvær. Þannig leið þetta und-
urfagra sumarkvöld í Davíðs-
sundi.
1 austri sáust hin lágu
skriðulausu klettaf jöll Vest-
ur-Grænlands, en bak við þau,
langt inn til landsins roðaði
þjóðina og framtíð hennar?
— Eg held, ef Islendingár
verði einhverntíma svo heppn«
ir að eiga góða ráðamenn fyr-
ir þjóðina, þá séu framtíðar-
horfurnar góðar hér á landi.
Eg er nú búinn að lifa þetta
lengi, 90 ár, og álít að upp-
vaxandi kynslóð og þjóðin í
heild sinni sé glæsilegri nú
en hún hefur lengstaf verið
um mína ævi. Möguleikarnir
til bjargræðis hafa aldrei ver-
ið meiri en nú.
Æskan hefur aldrei átt
kost á meiri fræðslu og
menntun en nú. En menn eru
látnir sitja yfir fræðum sem
e.t.v. koma þeim aldrei að
að gagni í lífinu, en það er
ekki hugsað um að laða fram
í hverri persónu það sem hún
hefur mestan áhuga fyrii- óg
vill vinna. Og allskonar for-
heimskunaröfl hafa aldrei
verið sterkari en nú. Það væri
ömurlegt ef það tækist að
gera þessa glæsilegustu æsku
landsins að hópsál, sem lætur
hugsa fyrir sig. Hugsunar-
hátturinn: Náungi þinn er til
þess að þú græðir á honum,
leiðir aðeins til ófarnaðar og
dauða. Enn er í fullu gildi
boðorðið um að vinna saman
og hjálpast að því að gera
lífið betra og fullkomnara.
Beri íslenzka þjóðin gæfu
til að vinna saman að auk-
inni menningu, þroska, vel-
gengni og jafnrétti allra eru
framtíðarhorfurnar góðar.
Við þökkum Erlingi fyrir
góð og fróðleg svör og ósk-
um honum langra lífdaga,
hreysti og lífsgleði.
J. B.
kvöldsólin hina miklu Græn-
landsjökla. 1 vestri sást jaðra
fyrir lágri strönd sennilega
þess lands sem Islendingar
hinir fornu kölluðu Markland.
Það leið að miðnætti. Við
vorum búnir í aðgerðinni og
að hreinsa borð og dekk. Sól-
in sást í norðri það var eins
og hún rétt tyllti sér á sjó-
inn því sumri var tekið áð
halla, en fyrr í sumar ságt
sólin hátt á lofti allan sólar-
hringinn á þessum slóðum. ,
Ómar viðtækjanna þögnuðu
og djúp kyrrð ríkti yfir öllu.
Enn einn dagur var liðinn óg
menn tóku á sig náðir, til-
búnir að byrja á sömu störf-
um daginn eftir. En þó —
ekki voru allir sem fengu
strax að njóta hvíldar þvi á
skipum á hafi úti verða allt-
af einhverjir að halda vöi'ð
og þessa nótt var gott að
eiga vöku.
Skrifað í janúar 1964. )
Kvöld á Davíðssundi